19.3.08

Gunnar hansen og vespur


Gunnar Hansson hóf nýlega innflutning á ítölsku smáhjólunum Piaggo Vespa. Upphaflega ætlaði Gunnar að flytja inn eitt hjól en rataði óvart inn á skrifstofu Piaggos þegar hann fagnaði afmæli móður sinnar á Ítalíu. Vespa-hjólin flokkast undir græn farartæki og eyða litlu sem engu bensíni.

   „Þetta eru sjúklega flottar græjur," segir Gunnar Hansson, leikari og umboðsaðili fyrir ítölsku bifhjólin Piaggo Vespa. „Önnur svona hjól heita yfrleitt skúter en þetta er hin eina sanna Vespa," segir Gunnar sem nýlega hóf innflutning þessara gamalreyndu smáhjóla sem hafa verið á markaði um allan heim í 60 ár.

Gamall draumur 

Sjálfur hefur Gunnar alla tíð haft mikinn áhuga á vespum og þá sérstaklega hinum upprunalegu frá Piaggo Vespa. „Frá því ég var 14 ára hefur mig alltaf langað í svona hjól," en Gunnar segist alltaf hafa gert mikinn greinarmun á merkinu Vespa og öðrum svipuðum bifhjólum.

    Undanfarin tíu ár hef ég verið á leiðinni að flytja inn eitt svona hjól fyrir mig," en örlögin urðu til þess að Gunnar gekk skrefmu lengra. „Ég var staddur á ftalíu til að fagna 60 ára afmæli móðir minnar þegar ég áttaði mig á því að ég væri mjög stutt frá Piaggo-verksmiðjunni. Áður en ég vissi af var ég kominn á fund með Evrópuforstjóra Piaggos," og segir Gunnar að þeir félagar hafi ekki verið lengi að koma viðskiptasambandi á.

Græn faratæki 

Gunnar segir kostí vespunnar vera marga og ekki síst hversu ódýrar þær séu í rekstri. „Það hefur eflaust ekki farið framhjá neinum hversu dýrt bensínið er orðið. Þá er nú ekki slæmur kostur að geta fýllt á tankinn fyrir þúsund krónur," en hjólin eyða um tveimur til fjórum lítrum á hundraðið eftir stærð og aksturslagi og Gunnarsegir að þrátt fyrir bensínverðið kosti ekki meira að fylla á hjólið. „Vespa-hjólin flokkast undir græn farartæki og uppfylla alla hörðustu Evrópustaðla í þeim málum. Þannig að maður er líka að stuðla að heilbrigðara umhverfi og minni mengun."

   Gunnar er í skýjunum með hjólin og segir stórglæsilega hönnun þeirra ekki síst ástæðuna. „Hjólin líta ekki bara glæsilega út heldur eru þau ótrúlega vel hönnuð og rúmgóð."



Í öllum stærðum og gerðum 

Gunnar selur nokkrar týpur af hjólunum frá Vespa en þau eru til sýnis í Saltfélaginu úti á Granda og á vespur.is. „Ég er í grófum dráttum að selja fimm mismunandi hjól. Það er sem sagt litla hjólið, mið og stóra og síðan tvær 60 ára afmælisútgáfur sem eru sérstaklega glæsilegar."

    Litlu hjólin sem Gunnar býður upp á eru 50cc og er verðið á bilinu 300 til 350 þúsund krónur. „Verðið á hjólunum er ekki alveg endanlegt inni á vefsíðunni og það mun því miður hækka," segir Gunnar en ástæðan er veik staða krónunnar gagnvart evru undanfarin misseri. „Stóra hjólið sem við bjóðum upp á er 250cc og það kostar um það bil 700 þúsund krónur." 

   Gunnar bindur þó mestar vonir við miðstærðina. „Miðhjólið er 125cc og heldur vel í við umferðina. Það kostar í kringum 500 þúsund krónur." Nýlega var einnig byrjað að bjóða upp á sérstök ökuleyfi á 125cc hjól þannig að ekki þarf að læra á stór og þung vélhjól til að öðlast réttindi á þau.
asgeir@dv.is 

19.3.2008 DV

12.3.08

Vetrarveisla í vetrarperlu

 

 Þriðja ís- og snjókrossmót vetrarins á Mývatni tókst frábærlega.
 Fjölgun keppenda og áhorfenda í sólskinsveðri




Með sanni má segja að betri umgjörð utan um vélsleða- og mótorkrosskeppni en á Mývatni og umhverfi er vandfundið. Ekki skemmdi heldur fyrir um helgina að veðurguðir voru í afbragðsskapi sem aftur þýddi að fleiri áhorfendur en nokkru sinni fengu séð fleiri keppendur en nokkru sinni fyrr á Mývatnsmóti etja kappi í einum þrettán keppnisgreinum en þeim fer ört fjölgandi með auknum fjölda keppenda af báðum kynjum og úr öllum aldursflokkum.
  

24 stundir 12 mars 2008


4.3.08

Ofur-rafmótorhjól til Íslands

 Heimsins kraftmesta rafmagnsmótorhjól, Killacycle frá Colorado í Bandaríkjunum, verður til sýnis á ráðstefnunni Driving Sustainability ´08 sem fram fer á Hótel Nordica í dag og á morgun. 


Hönnuður Killacycle-hjólsins og eigandi, Bill Dubé verður með kynningu á tækninni að baki þessu einstaka farartæki, sem sett hefur hvert hraða- og spyrnumetið á fætur öðru á síðustu árum. Í desember síðastliðnum fór það kvartmíluna í fyrsta sinn á undir átta sekúndum, en það er langbesti spyrnutími sem rafdrifið farartæki hefur nokkru sinni náð. Auk þessa ofurmótorhjóls verða öllu hversdagslegri en þó nýstárleg farartæki til sýnis og til umfjöllunar á ráðstefnunni, svo sem rafmagnsvespur og rafreiðhjól. Sú þróun sem orðið hefur í rafhlöðutækni á síðustu árum hefur nú gert rafdrif í svo léttum farartækjum að mjög hagnýtum og hagkvæmum kosti til að komast mengunar- en þó áreynslulaust milli staða innanbæjar. Þetta er í annað sinn sem alþjóðlega ráðstefnan Driving Sustainability er haldin, en rafvæðing ökutækja, stórra sem smárra, er í brennidepli dagskrár hennar í ár. Meðal annarra dagskrárliða má nefna kynningu á „i MiEV“-rafbílnum frá Mitsubishi og á tilraun til að fljúga umhverfis hnöttinn á sólarrafdrifinni flugvél. - aa
Fréttablaðið 
18.08.2008

22.2.08

Hercules Wankel á safninu

Eitt af mótorhjólum safnsins er Herkules W2000 Wankel


Á Safninu
Árið  (2008) Flutti Jón Dan bróðir (Heidda) inn Herkules W 2000 Wankel mótorhjól frá Kanada.

Hjólið var haugryðgað þegar það kom til landsins og fylgdi önnur vél með því í varahluti.

Rafkerfið var ekkert nema brunarústir og var því hjólið ógangfært.
Lögðust því Jói Rækja og Gunnar Möller yfir hjólið og komu því í nothæft stand.
Gunnar Möller gerði við rafkerfið og Jói sá um rest og þar á meðal viðgerð  á mótor og restina af útlitinu. Reif hann hjólið í parta og þreif og pússaði laga tankinn og sprautaði Höldur tankinn.

Hjólið var svo sett í gang og hefur síðan þá verið

27.10.07

Innrás mótorhjóla úr austri

 MARGIR hafa velt fyrir sér auknum innflutningi bíla frá Kína til Evrópu og hugsanlegri sprengingu á markaði ódýrra bíla í kjölfarið. 

Þessi sprengja er hins vegar um það bil að springa í mótorhjólainnflutningi og ekki síður hér á Fróni en á meginlandinu. Á undanförnum þremur árum hafa vel á þriðja hundrað kínversk mótorhjól verið flutt til landsins og er þá ekki talinn með fjöldi fjórhjóla. Í Kína varð sprengingin í framleiðslunni árið 2003 og hún hefur aukist töluvert síðan. Árið 2003 voru framleidd 14 milljón mótorhjól í Kína, sem var 48% af heimsframleiðslunni. 

Kína flytur út mótorhjól til yfir 200 landa, og þá oftar en ekki til þróunarlanda í Asíu og Afríku. Árið 2010 er búist við að Kína og Indland verði með samanlagða framleiðslu upp á 36 milljón mótorhjól á ári. Þar sem annars staðar aukast sífellt kröfur um minni mengun farartækja sem eykur eftirspurn eftir betri eldsneytis- og kveikjukerfum. 

Eitt íslenskt fyrirtæki hefur sett stefnuna á þann markað en það er fyrirtækið Fjölblendir ehf. sem hefur þróað blöndung fyrir minni vélar sem minnkar losun CO2 allt að 80% og HC+NOx allt að 35%.

Útflutningur til Ameríku og Evrópu vex líka hröðum skrefum en útflutningur þangað jókst úr 3,4 milljónum eintaka árið 2002 í 9 milljón stykki árið 2004. Þetta er aukning upp á 123% á tveimur árum og aukning á útflutningsverðmæti úr 650 milljónum dollara í 1,45 milljarða dollara. 

Þessu er líkt farið í mörgum löndum í Suðaustur-Asíu. Mikil aukning er á framleiðslu mótorhjóla í Indlandi en þar er áætlað að framleiðslan aukist um meira en helming á næstu þremur árum, upp í 15 milljónir mótorhjóla á ári árið 2010. Lönd eins og Suður-Kórea og Malasía eru einnig á hraðri uppleið. Í Malasíu jókst framleiðslan frá 2003 úr 352.933 mótorhjólum í 472.726 mótorhjól árið 2004, eða aukning upp á 34%. Flest þau mótorhjól sem framleidd eru í Austurlöndum fjær eru undir 200 rúmsentimetrum.

Morgunblaðið
26. OKTÓBER 2007

26.10.07

Sjálfskipt mótorhjól með „skotti“

ÍTALSKI mótorhjólaframleiðandinn Aprilia hefur nú lært ýmislegt af framleiðslu skellinaðra og ákveðið að bjóða mótorhjól sem gæti heldur betur hleypt lífi í mótorhjólamarkaðinn. Um er að ræða sjálfskipt mótorhjól sem ætti að hafa drjúgt notagildi þar sem það er líka með „skotti“.

Aflið gert aðgengilegt

Það er Aprilia Mana sem mun fást með þessum sjaldgæfa búnaði – í mótorhjólum í það minnsta. Þetta er þó ekki í fyrsta skiptið sem mótorhjól fæst sjálfskipt því bæði Honda og Moto Guzzi hafa smíðað mótorhjól með sjálfskiptum gírkassa – árin 1979 og 1975. (Þá má geta þess að nýverið kynnti Honda nýja gerð sjálfskiptingar sem lesa má nánar um á bls. 2 í blaðaukanum.)

   Sjáfskipting verður stillanleg á þrjá vegu; með sport, touring og regnstillingu en einnig er handskiptimöguleiki fyrir hendi, líkt og á fínustu lúxusbílum.

Góðir dómar

Mörgum kann að lítast illa á þá hugmynd að hafa mótorhjól sjálfskipt og hafa þannig t.d. ekki stjórn á skiptingum í beygjum en mótorhjólið hefur nú þegar verið tekið til prófunar hjá breska veftímaritinu Telegraph.co.uk og fékk þar mjög góða dóma og var sjálfskiptingin með öllu hrekklaus.

   Hjólið er útbúið 75 hestafla vél, 840 cc, tveggja strokka V-vél með 8 ventlum og er aflið yfirdrifið fyrir sjálfskiptinguna og í raun hentar sjálfskiptingin vel þar sem hröðun úr beygjum og úr lítilli ferð verður snurðulaus.

   Helstu mínusarnir þóttu vera mikill titringur og sú staðreynd að með sjálfskiptingu er vélarhemlun nánast úr sögunni. 

Morgunblaðið 
26. OKTÓBER 2007

10.10.07

Kúaskítur beint í æð


Fimmtán gljáandi, urrandi Harley Davidson mótorfákar með íslenskum knöpum brunuðu um hlykkjótta sveitavegi austurræisku Alpanna í september.


 Alpanna í september. „Mótorhjólaklúbburinn HOG stendur fyrir Harley Owners Group og er stærsti mótorhjólaklúbbur veraldar með yfir milljón meðlimi,“ segir Jón Örn Valsson, framkvæmdastjóri Harley Davidson Íslandi, sem ásamt fimmtán meðlimum í Íslandsdeild HOG gekk frá hjóli sínu í gám til Frankfurt, þaðan sem brunað var á hjólunum niður Móseldalinn í átt til austurrísku Alpanna.

„Íslandsdeild HOG fer utan ár hvert, ásamt því að reiða farþega í kringum Tjörnina á menningarnótt til styrktar langveikum börnum. Nú fórum við á Harleymót til Faak am See, austurrísks fjallaþorps í 550 metra hæð. Alls mættu 50 þúsund manns, en í Ölpunum er ekki þverfótað fyrir mótorhjólafólki í eftirsóknarverðum aðstæðum þar sem hægt er að keyra upp og niður hlykkjótta vegi innan um stórkostlegt landslag og vinalega smábæi,“ segir Jón Örn sem skrapp yfir í ítalska hluta Alpanna og til Ljúblíana í Slóveníu meðan á mótinu stóð. 

„Það er mikil stemning í þessum ferðum. Við forðumst hraðbrautir eins og heitan eldinn því það er hundleiðinlegt ferðalag þar s ekki sést landslag og aðeins stoppað á bensínstöðvum. Svona ferðalag snýst um hjólaleiðina að áfangastað og til baka, en það er mótorhjóladellan í okkur að vera á góðum hjólum á mismjóum, bugðóttum sveitavegum. Maður upplifir náttúruna beint í æð, eins og alla lykt, hvort sem hún er af nýsleginni töðu eða kúaskít,“ segir Jón Örn hlæjandi, en að meðaltali ók hópurinn 250 kílómetra leið á dag. 

„Við áttum einungis bókaða gistingu fyrstu og síðustu nótt ferðarinnar. Því var ekkert stress að keyra á milli náttstaða heldur létum við hvern dag ráðast og stoppuðum í hvert sinn sem eitthvað freistaði,“ segir Jón Örn sem eignaðist sína fyrstu skellinöðru tólf ára gamall.

 „Gamla ímynd mótorhjólamannsins er á hröðu undanhaldi, en lengi þótti annars flokks að vera á mótorhjóli og ógleymanlegt þegar fjörutíu Sniglar fylgdu félaga sínum heim í Mosfellsbæinn og kona hringdi á lögregluna. Í dag eru Harley-eigendur allt frá lægsta launamanni til skurðlækna, milljónamæringa og þingmanna, og allir tala saman á jafnréttisgrundvelli. Harley sameinar fólk og hjólamenn heilsast þegar þeir mætast hér heima og ytra, því þetta er bræðralag. Mótin eru svo ekkert annað en stór partí þar sem skiptast á sýningar og böll með rokkhljómsveitum og fjöri. Þess vegna er maður æstur að fara aftur, ár eftir ár, til að njóta ferðalags, hjólamennsku og þess að vera í góðra vina hópi.




 https://timarit.is/files/40479599#search=%22m%C3%B3torhj%C3%B3lakl%C3%BAbbur%22