19.3.08

Gunnar hansen og vespur


Gunnar Hansson hóf nýlega innflutning á ítölsku smáhjólunum Piaggo Vespa. Upphaflega ætlaði Gunnar að flytja inn eitt hjól en rataði óvart inn á skrifstofu Piaggos þegar hann fagnaði afmæli móður sinnar á Ítalíu. Vespa-hjólin flokkast undir græn farartæki og eyða litlu sem engu bensíni.

   „Þetta eru sjúklega flottar græjur," segir Gunnar Hansson, leikari og umboðsaðili fyrir ítölsku bifhjólin Piaggo Vespa. „Önnur svona hjól heita yfrleitt skúter en þetta er hin eina sanna Vespa," segir Gunnar sem nýlega hóf innflutning þessara gamalreyndu smáhjóla sem hafa verið á markaði um allan heim í 60 ár.

Gamall draumur 

Sjálfur hefur Gunnar alla tíð haft mikinn áhuga á vespum og þá sérstaklega hinum upprunalegu frá Piaggo Vespa. „Frá því ég var 14 ára hefur mig alltaf langað í svona hjól," en Gunnar segist alltaf hafa gert mikinn greinarmun á merkinu Vespa og öðrum svipuðum bifhjólum.

    Undanfarin tíu ár hef ég verið á leiðinni að flytja inn eitt svona hjól fyrir mig," en örlögin urðu til þess að Gunnar gekk skrefmu lengra. „Ég var staddur á ftalíu til að fagna 60 ára afmæli móðir minnar þegar ég áttaði mig á því að ég væri mjög stutt frá Piaggo-verksmiðjunni. Áður en ég vissi af var ég kominn á fund með Evrópuforstjóra Piaggos," og segir Gunnar að þeir félagar hafi ekki verið lengi að koma viðskiptasambandi á.

Græn faratæki 

Gunnar segir kostí vespunnar vera marga og ekki síst hversu ódýrar þær séu í rekstri. „Það hefur eflaust ekki farið framhjá neinum hversu dýrt bensínið er orðið. Þá er nú ekki slæmur kostur að geta fýllt á tankinn fyrir þúsund krónur," en hjólin eyða um tveimur til fjórum lítrum á hundraðið eftir stærð og aksturslagi og Gunnarsegir að þrátt fyrir bensínverðið kosti ekki meira að fylla á hjólið. „Vespa-hjólin flokkast undir græn farartæki og uppfylla alla hörðustu Evrópustaðla í þeim málum. Þannig að maður er líka að stuðla að heilbrigðara umhverfi og minni mengun."

   Gunnar er í skýjunum með hjólin og segir stórglæsilega hönnun þeirra ekki síst ástæðuna. „Hjólin líta ekki bara glæsilega út heldur eru þau ótrúlega vel hönnuð og rúmgóð."



Í öllum stærðum og gerðum 

Gunnar selur nokkrar týpur af hjólunum frá Vespa en þau eru til sýnis í Saltfélaginu úti á Granda og á vespur.is. „Ég er í grófum dráttum að selja fimm mismunandi hjól. Það er sem sagt litla hjólið, mið og stóra og síðan tvær 60 ára afmælisútgáfur sem eru sérstaklega glæsilegar."

    Litlu hjólin sem Gunnar býður upp á eru 50cc og er verðið á bilinu 300 til 350 þúsund krónur. „Verðið á hjólunum er ekki alveg endanlegt inni á vefsíðunni og það mun því miður hækka," segir Gunnar en ástæðan er veik staða krónunnar gagnvart evru undanfarin misseri. „Stóra hjólið sem við bjóðum upp á er 250cc og það kostar um það bil 700 þúsund krónur." 

   Gunnar bindur þó mestar vonir við miðstærðina. „Miðhjólið er 125cc og heldur vel í við umferðina. Það kostar í kringum 500 þúsund krónur." Nýlega var einnig byrjað að bjóða upp á sérstök ökuleyfi á 125cc hjól þannig að ekki þarf að læra á stór og þung vélhjól til að öðlast réttindi á þau.
asgeir@dv.is 

19.3.2008 DV