10.12.03

Verður á 300 hestafla hjóli næsta sumar

Viðar Finnsson er einhver magnaðasti mótorhjólamaður landsins og er á kafi í Kvartmíluklúbbnum. Hann er að undirbúa Suzuki Hayabusagötuhjól sitt fyrir kvartmíluna næsta sumar. Í undirbúningnum felst meðal annars það að bæta við nítró-kerfi sem eykur hestaflafjöldann úr 182 í 300.


HONUM gekk ekki sem best síðastliðið sumar á einhverju aflmesta götuhjóli landsins, Suzuki Hayabusa, og segir hann ástæðuna þá að hann hafi aðeins haft eina gerð af keppnisdekkjum sem virkuðu ekki vel í bleytu og auk þess var kúplingin ekki rétt sett upp. En hann ætlar sér stóra hluti næsta sumar og hefur í því skyni breytt hjólinu á ýmsa lund og ætlar sér meðal annars að setja í það nítró-kerfi sem hækkar hestaflatöluna úr 182 í yfir 300.
   Hjólið er 2001 árgerð og fékk Viðar það í sínar hendur í júní það ár. Það er búið að breyta í hjólinu loftsíuboxinu og það er komin önnur sía í það, annar heili og svo er búið að létta það um 12,5 kg. 
   „Pústinu var skipt út og sett í hana púst úr títaníum, sem er mun léttara efni. Við það léttist hjólið um 11 kg. Pústið kostaði 1.330 dollara í Bandaríkjunum. Hingað komið hefur það lagt sig á nálægt 200.000 krónum,“ segir Viðar. 
  Hann segir að einnig hafi heddið hafa verið portað. „Ég á í hjólið 100 hestafla nítró-kit sem ég ætla að setja í það. Þá verður það rúm 300 hestöfl út í hjól, en núna er það 182 hestöfl.“ Þá er verið að tala um hrein hestöfl áður en tillit er tekið til loftþjöppukerfisins, sem virkar þannig að vélin tekur inn á sig meira loft eftir því sem hraðinn eykst.  Hjólið er því líklega að skila nálægt 200 hestöflum út í hjól þegar það er komið á ferð. 
   Hjólið er líklega aflmesta götuhjólið á Íslandi í dag þótt eitt annað hjól sé reyndar 5 hestöflum kraftmeira, en það togar ekki jafnmikið og Súkkan hans Viðars. Togið var mælt í bekk og reyndist vera 144 Nm en hitt hjólið togar 136 Nm. 
   Hjólið vegur ekki nema 194 kg og það verða því rúmlega 1,54 hestöfl til að knýja hvert kg af hreinum málmi, en tæplega 1,10 hestöfl ef reiknað er með 80 kg þungum ökumanni. 
   Viðar segir að hjólið sé u.þ.b. 17 sekúndur að ná 300 km hraða eins og það er í dag. Hann hefur komist hraðast á 246 km hraða á 9,6 sekúndum, „en ég náði ekki að bakka það upp vegna þess að það kviknaði í rafkerfinu,“ segir Viðar. Súkkan er undir tveimur sekúndum í hundraðið. 
  Viðar notar hjólið dags daglega og hefur nú þegar keyrt það 30.600 km frá því hann fékk það.
 Morgunblaðið Á.S.
10. DESEMBER 2003

24.9.03

Sem fugl á flugi

KÓPAVOGSKLERKUR: „Ég er ekki með hjóladellu af því það
 sé svo „kúl" að vera prestur á vélhjóli heldur af því
það er svo æðislegt að hjóla," segir sr Íris
segir séra Íris Kristjánsdóttir um mótorhjólaakstur 

Þótt íslendingar séu orðnir vanir því
að sjá konur í prestaskrúða er ekki
jafnalgengt að sjá kvenprest í mótorhjólaskrúða. En
sr. Íris Kristjánsdóttir,

klerkur í Hjallakirkju, á einn slíkan. 

Sr. íris er nýlega búin að taka mótorhjólapróf en á eftir að kaupa sérhjól. Fær bara eitt lánað til að láta mynda sig á en vill alls ekki vera með prestakraga á myndinni. „Mótorhjóladellan kemur mínum prestskap
ekkert við," segir hún, ákveðin.
Kveðst fyrst og fremst líta á mótorhjólaaksturinn sem tómstundagaman en telur þó ekki útilokað að hún hjóli í vinnuna á sumrin þegar hún hafi fjárfest í viðeigandi farartæki. „Ekki vegna þess að það sé eitthvað „kúl" að vera prestur á mótorhjóli heldur af því að það er svo æðislegt að hjóla," segir hún brosandi og heldur áfram. „Ég heyrði konu segja það í sjónvarpinu nýlega að þetta væri það næsta sem maður kæmist þeirri tilfinningu að vera fugl á flugi og mér finnst það mjög góð lýsing.
Maður er svo frjáls og frír og fær náttúruna beint í æð. Ég fæ mikið út úr því og mitt ráð til fólks sem langar að læra á hjól er: Látið drauminn rætast."


Létu vindinn leika um hárið

Sr. íris er fædd og uppalin í Keflavík, yngst þriggja systkina. Hún kveðst hafa kynnst mótorhjólum á
unglingsárunum þegar vinkona hennar fékk skellinöðrupróf. Þær stöllur hafi þá vasast svolítið á hjóli
og látið vindinn leika um sítt hárið.

Þá kviknaði aftur þessi unaðslega frelsistilfinning sem fylgir því að
vera á hjóli og ég lofaði sjálfri mér því að láta gamlan draum rætast
og taka mótorhjólapróf. 

Það var svo starfsbróðir hennar úr nágrannaprestakallinu í Digranesi sem smitaði hana að nýju. „Hann er með algera mótorhjólabakteríu," segir hún og upplýsir að eftir námsferð sem prestarnir í Reykjavíkurprófastsdæmi eystra fóru til Danmerkur í fyrra hafi þrír leigt sér mótorhjól í Þýskalandi og hjólað svolítið um. „Þá kviknaði aftur þessi unaðslega frelsistilfinning sem fylgir því að vera á
hjóli og ég lofaði sjálfri mér því að láta gamlan draum rætast og taka mótorhjólapróf. Það efndi ég núna í sumar," segir hún brosandi.


Fékk yfir sig gusu

Þótt ekki sé skylda að æfa mótorhjólaakstur á malarvegum til undirbúnings prófs, að sögn írisar, þá var hún látin reyna sig við slíkar aðstæður. „Það gilda önnur lögmál á mölinni, til dæmis í sambandi við hemlun, fyrir utan það að á malarvegi geta menn átt á hættu að lenda f grjótkasti ef þeir mæta bíl," segir hún. Pollarnir geta líka verið varasamir,  bæði á bundnu slitlagi og óbundnu. Því fékk hún að kynnast í ökuprófinu því að þann dag var stórrigning og rok. „Það getur verið slæmt að lenda
í djúpum hjólförum, fullum af vatni, og því hélt ég mig úti í kantinum en stór trukkur keyrði samhliða mér og sendi yfir mig þvílíka gusu. Þetta er bara nokkuð sem maður þarf að venjast hér á landi," segir hún hetjulega.


Bara fyrir gangstera

Þegar prófið var í höfn var næsta skref hjá írisi að kaupa sér leðurgalla og hanska. Enn á hún eftir að fá sér hjálm og endurskoða skóeignina. „Maður þarf að vera í góðum uppháum skóm," segir hún. Þegar múnderingunni er líkt við prestsskrúða brosir hún af kristilegu umburðarlyndi og segir rólega: „Skrúði prestanna við athafnir er auðvitað með sérstökum hætti og ákveðnar reglur gilda í þeim
efnum en um mótorhjólaklæðnað gilda lika ákveðnar reglur vegna þess að hann er ekilsins eina vörn ef eitthvað kemur fyrir." Hún þegir um stund, segir svo: „Þetta var það sem fólkinu mínu datt
fyrst af öllu í hug þegar ég sagði því hvað ég væri að bralla, að það væri svo hættulegt að vera á mótorhjóli og svo fékk ég að heyra að mótorhjólaakstur væri bara fyrir gangstera. Fólk gerir sér ákveðna mynd af mótorhjólafólld, að það sé á bilinu 20-30  ára, algerir brjálæðingar sem spæna
um götur á ofsahraða. En það er bara misskilningur."


Má ekki lána

Íris viðurkennir að íslenska vegakerfið sé ekki sérlega vel hannað fyrir hjól auk þess sem napurri vindar næði vissulega hér en sunnar í álfunni. íslendingar séu líka frekar óvanir mótorhjólum á vegunum og eigi til að stressast sé hjól fyrir aftan þá. „Þetta er ólíkt því sem gerist víða erlendis. Hér á landi eru engar hjólaleigur eins og þar tíðkast og reglurnar hér eru þannig að þótt maður sé
með próf má maður ekki fá lánað hjól hjá öðrum. Ég verð að eiga mitt hjól og má ekki lána það. Eftír því sem ég best veit tengist þetta tryggingamálum. Ég veit ekki hversu strangt löggan tekur á brotum á þessum reglum en ef eitthvað kemur fyrir er maður í vondum málum. Ég vil þó taka fram að ég hef hugsað mér að vera afar löghlýðin í þessum efhum og hefja ekki mótorhjólaferilinn fyrr en ég hef sjálf eignast tryllitækið!"


Mikill kostnaður

Úr því að minnst er á tryggingar kemur kostnaður af hjólaútgerð til tals og Íris segir nauðsynlegt að gera fjárhagsáætlun strax í byrjun því að allt hangi þetta saman. „Það er ekki nóg að borga prófið og hjólið því að klæðnaðurinn getur kostað um 150 þúsund," segir hún. Næsta mál hjá henni er að huga að hjólakaupunum. Hún gerir ekki mikið með þá bráðsnjöllu tillögu blaðamanns að afla fjár til kaupanna með því að ganga um með söfnunarbauk í kirkjunni. Kveðst annaðhvort ætla að athuga
markaðinn í haust, þegar notuð og ný hjól séu hvað ódýrust, eða bíða með það til næsta sumars og fara þá til Þýskalands, kaupa hjól og keyra um í Evrópu.


Er sporttýpa

Sr. Íris lýsir tvenns konar hjólatýpum fyrir fáfróðri blaðakonunni, Racer og Chopper. „Racer-hjól eru
hraðaksturshjól og komast mjög hratt. Íslenska vegakerfið býður ekki upp á að slík hjól séu nýtt tíl hins ýtrasta. Þess vegna eru Chopper-hjól algengari hér, nokkurs konar Harley Davidson týpur, sem eru ekki eru ætluð fyrir mikinn hraðakstur þrátt fyrir að vera mjög kraftmikil. Á þeim situr maður sperrtur með fætur fram á við og nýtur útsýnisins. Racer hjólin eru mun hærri og menn halla sér
fram á þeim þegar miklum hraða er náð." Sjálf kveðst hún vera dálítil „Racer-týpa" en á endanum fái hún sér sennilega bara afslappað tæki.  „Ég er ekkert að fara að brjóta reglur hér í umferðinni og ganga fram af fólki heldur fyrst og fremst að njóta þess að vera á hjóli og ferðast á því um landið að sumri til. Það er allt öðruvísi að keyra mótorhjól en bíl þótt nákvæmlega sömu reglur gildi í umferðinni. Maður er ekki lokaður inni í járnkassa heldur útí í guðsgrænni náttúrunni - það er góð tilfinning!"
 gun@dv.is
Dagblaðið Vísir
24.SEPTEMBER 2003

17.9.03

Á Matchless árgerð 1946 yfir hálendið (2003)

Þeir eru margs konar farkostirnir sem ferðast er á yfir hálendi Íslands.
Einn sá óvenjulegasti sást uppi á Kili í sumar.Auðunn Arnórsson ræddi við eiganda 73* ára mótorhjóls. (ártal uppært til 2019)*

EINN góðan laugardag í ágúst síðastliðnum, reyndar svolítið blautan,ráku vegfarendur um Kjöl upp stór augu, því það sem fyrir augu þeirra bar var óvenjuleg sjón: Farkostur eins ferðalangsins var 57 ára gamalt mótorhjól, nánar tiltekið Matchless G 80, árgerð 1946. Ökumaðurinn,

12.9.03

Íslandsmótið í þolakstri:

Lokakeppnin við Kolviðarhól

AKSTURSÍÞRÓTTIR Lokakeppnin í þolakstri (Enduro) fer fram á laugardag. Keppt verður á um 10
kílómetra langri braut á og við gömlu túnin í landi Kolviðarhóls. Í Meistaradeild Íslandsmótsins
verður keppt í tveimur umferðum sem hvor um sig stendur yfir í 90 mínútur. Keppendur fá klukkustundar hlé milli umferða en fyrri umferðin hefst um klukkan 10 en sú seinni um klukkan 14.30.
Keppni í Baldursdeild, móti þeirra  sem vilja keppa sér til ánægju, hefst laust fyrir klukkan 13.
Einar Sigurðarson hefur forystu í Meistaradeildinni með 370 stig en Viggó Viggósson hefur 327 stig. Einar og Viggó eru þeir einu sem hafa orðið Íslandsmeistarar í þolakstri síðan keppni um þann titil hófst árið 1998.
Í keppni liða er KTM Racing team efst, Honda Neonsmiðjan er í öðru sæti og Keppnislið JHM Sport í því þriðja. ■

1.9.03

Á íslenskri krá í Flórída

Björn Viggósson og Hallveig Björnsdóttir

 Harley Davidson

Það var nú hrein tilviljun að við fórum í þessa ferð,“ segir Björn Viggósson, framkvæmdastjóri Kerfisþróunar, þegar hann er spurður um mótorhjólaferð sem hann og eiginkona hans, Hallveig Björnsdóttir, fóru í fyrir skömmu. „Ég var í bílnum að hlusta á útvarpið þegar ég heyrði auglýstan kynningarfund í Harley Davidson búðinni varðandi Harley Davdison mótorhjólaferð til Bandaríkjanna. Ég fór á fundinn og skráði okkur í ferðina sem SBK í Keflavík skipulagði." Tilefni ferðarinnar var 100 ára afmæli Harley Davidson og áætluð heimsókn á Bikefest í Daytona Beach, en þar er tvisvar á ári haldin hátíð mótorhjólafólks. „Í þetta sinn voru þarna um 100.000 mótorhjól og 300.000 manns samankomin og allskonar hjól þó mest bæri á Harley Davidson,“ segir Björn. „Ég á sjálfur Hondu Shadow sem er álíka stórt og Harley Davidson hjólin en við leigðum okkur öll HD hjól þarna úti.“

Hópurinn tilbúinn til brottfarar.           /Myndir: Björn Viggósson

Furðuhjól


 Björn segir mörg furðuhjólin hafa verið á svæðinu og gaman að sjá þau. „Þarna var farið í eins konar skrúðgöngu eða hjólagöngu og haldin mikil hátið en Flórída er mjög sérstakt hvað það varðar að þar er mótorhjólamekka heimsins ef hægt er að orða það svo. Þarna gilda ákveðnar umgengnisreglur og til að mynda var yfirleitt alveg óhætt að skilja við dótið sitt hvar sem maður var í ferðinni, það var látið í friði. Hjólin og það sem að þeim sneri var umræðuefnið og greinilegt að þarna voru menn og konur í sérstökum heimi, hjólaheimi.“ Hópurinn íslenski skemmti sér hið besta og í hringferð sem farin var, urðu þau fyrir óvæntri upplifun þegar þau hittu fyrir íslenska krá. „Við fórum hringferð á hjólunum um Flórídaskagann og á leiðinni frá Daytona til Orlando stoppuðum við í litlu þorpi, einhvers staðar „in the middle of nowhere“ eins og kanarnir segja og þar sáum við skilti sem á stóð: „The Frosty Mug, Icelandic pub“ svona eins og maður sér oft skilti þar sem ferskar krár eru kynntar. Þetta reyndist vera krá rekin af tveim íslenskum systrum. Kráin hafði reyndar valdið svolitlu uppnámi þegar hún varstofnuð, enda hafði það ekki tíðkast þarna að vera með slíkt. Nú er hún aðal aðdráttaraflið í bænum og nágrenni. í þessari hringferð fórum við meðal annars yfir Everglades fenjasvæðin en það er gríðarlega sérstakt. Þarna er grunnt vatn yfir allan miðskagann og við fórum á svifnökkvum í skoðunarferðir og gátum klappað krókódílum - svona ef einhver hefði áhuga.“

Með sælubros á vör 


Björn segir ferðina hafa verið einstaklega vel heppnaða og telur víst að slikar ferðir verði farnar áfram, líkt og golfferðir og skíðaferðir. Fararstjórar voru þeir Hafsteinn Emilsson hjólaáhugamaður og hvatamaður að ferðinni og Einar Steinþórsson frá SBK ferðaskrifstofunni í Keflavík. „Það eru margir með þetta áhugamál og ekki vafamál að þeir munu grípa fegins hendi að fara í heimsókn til Mekka Harley Davidson,“ segir Björn að lokum.
Frjáls Verslun 

1.9.2003

2.7.03

Ducati er Ferrari hjólanna

Það hefur bæst við í flóruna hjá mótorhjólaunnendum hér á landi því nú er í fyrsta sinn komið umboð fyrir hin margfrægu Ducati-vélhjól. Það er fyrirtækið Dælur ehf. sem valdist sem umboðsaðili. Guðjón Guðmundsson ræddi við Hjalta Þorsteinsson, innkaupastjóra hjá Dælum, sem hafði veg og vanda af því að ná umboðinu hingað til lands.
DÆLUR ehf. er þekkt fyrirtæki á sínu sviði og var upprunalega stofnað 1899 af Gísla J. Johnsen í Vestmannaeyjum og bar þá nafn stofnandans. Fyrirtækið skipti síðan um eigendur árið 1960. 1986 var fyrirtækinu skipt upp og sérstakt fyrirtæki stofnað um dæludeildina sem fékk heitið Dælur. Faðir Hjalta, Þorsteinn Hjaltason, starfaði hjá Dælum sem óx og dafnaði og eignaðist fjölskylda hans síðan fyrirtækið.

"Við byggjum fyrirtækið á þessum gamla grunni, þ.e.a.s. góðri þjónustu, vera aðgengilegir og þjóna vel okkar viðskiptavinum," segir Hjalti.

Í mars á þessu ári breyttist eignaraðild fyrirtækisins aftur. Þorsteinn Hjaltason og Jónína Arndal drógu sig út úr því og inn komu þrír nýir eigendur ásamt Hjalta, þeir Gunnar Björnsson, Kristófer Þorgrímsson og Eiríkur Hans Sigurðsson. Fyrirtækið var á Fiskislóð vestur á Granda en flutti nú nýverið í Bæjarlind 1-3.

Eins og nafnið bendir til sérhæfir fyrirtækið sig í sölu og þjónustu á dælum til sjávarútvegs, sumarbústaða og til fleiri nota. En nú hefur bæst við ný deild sem er Ducati-hjólin.

Stútfullur af súrefni"

Þetta kom þannig til að Eiríkur Hans Sigurðsson, nýi framkvæmdastjórinn okkar, er vélhjólaáhugamaður til margra ára. Hann kemur alltaf til vinnu sinnar á góðviðrisdögum á mótorhjóli og ég sá bara hvað maðurinn var lifandi. Hvað hann var stútfullur af súrefni, gleði og áhuga fyrir því að takast á við daginn. Ég sá að þetta var eitthvað sem ég yrði að skoða betur. En ég vissi að þótt það ætti að verða mér til lífs þá kunni ég ekki á mótorhjól. Ég dreif mig í bóklegt nám og síðan verklegt og svo fór ég að velta fyrir mér hvers konar mótorhjól ég ætti að fá mér. Ég fór að skoða tímarit og sá þá alltaf sama merkið - ofsalega falleg hjól, frábæra hönnun - hjól sem stóðu út úr í þessum blöðum. Þetta var Ducati. Ég komst að því að Ducati er ekki með umboðsmenn á Íslandi. Ég skrifaði þeim bréf og sagði þeim að við værum að leita eftir nýju umboði til að breikka okkar vörulínur. Þeir svöruðu til baka og kváðust lítast vel á þetta. Þeir báðu okkur um markaðsáætlun til þriggja ára og frekari upplýsingar um markaðinn og Ísland," segir Hjalti.

Hann fór umsvifalaust í gagnaöflun af ýmiss konar tagi. Hann skoðaði innflutning á mótorhjólum til Íslands sem er töluverður og síðan bjó hann til söluáætlun fyrir Ducati.

"Þeim leist vel á þetta og síðan lá leið okkar til Bologna í höfuðstöðvar Ducati. Við skoðuðum verksmiðjuna og sáum vörulínuna og safnið. Sonur Eiríks, Hrólfur, er mótorhjólamaður og þegar hann gekk inn á safnið sáum við geðshræringuna sem hann komst í. Ég uppgötvaði að það var svipað fyrir Hrólf að koma inn á þetta safn og fyrir mig þegar ég, Elvis-aðdáandinn, kom í Graceland í Memphis á sínum tíma."

Ducati er lífsstíll


Á hverju ári er haldin Ducati-helgi á Ítalíu þar sem koma saman um 10.000 hjól. "Ducati framleiðir mögnuðustu keppnishjól í heimi og á þeim hefur Superbike- keppnin unnist oftar en á nokkru öðru hjóli. Það er mál manna Ducati sé Ferrari mótorhjólanna. Fyrirtækið er með mest vaxandi markaðshlutdeild í heiminum. Þeim nægir að selja tíu hjól á Íslandi bara til þess að bæta Íslandi inn á kortið. Þeir segja að tilvalið sé að selja ferðahjól og meðfærileg götuhjól á Íslandi. Nú eru þeir líka komnir með nýtt hjól sem heitir Multistrada, sem er eiginlega hjól fyrir allar aðstæður. Við sáum strax að þetta væri gullegg og við viljum gera okkar til að kynna hjólin fyrir Íslendingum," segir Hjalti.

Hann bendir á að mörg ljón séu á veginum fyrir innflutningi á mótorhjólum til Íslands. Greiða þurfi há flutningsgjöld og 30% vörugjöld auk 25% virðisaukaskatts af hjólunum.

"Hjólin eru dýr þegar þau eru loksins komin til Íslands. Við fórum yfir þetta með Ítölunum og þeir vilja hjálpa okkur til að geta boðið upp á gott verð í byrjun. Besta auglýsingin fyrir okkur er sú að einhver kaupi Ducati-hjól og sjáist á því í Reykjavík eða úti á landi."

Hjalti er stórhuga og hefur ýmislegt á prjónunum. "Við ætlum að stofna eigendaklúbb Ducati á Íslandi og hjóla einu sinni í viku. Á næsta ári ætlum við að flytja hjólin til Ítalíu og taka þátt í Ducati-helginni. Auk þess ætlum við í ökuskóla hjá Ducati, bæði fyrir götuhjól og keppnishjól, til að gera okkur að betri ökumönnum. Við gerum þetta af áhuga og ástríðu, eins og kjörorðið er hjá Ducati."

Morgunblaðið
2. júlí 2003

7.6.03

Á tvö öflugustu mótorhjól landsins


 Þau eru ekki mörg, mótorhjólin, sem eru yfir 200 hestöfl og ná meira en 300 kílómetra hraða, en það er ekkert mál fyrir Suzuki 1300 Hayabusa-mótorhjól Viðars Finnssonar.


 Hjólið hefur Viðar átt í tvö ár og hefur breytt því fyrir keppni í kvartmílu. Til þess er búið að eiga við mótor og er hann nú rúmlega 210 hestöfl út í afturhjól, að sögn Viðars. Einnig er búið að setja loftskipti í hjólið til að gera skiptingar hraðari á mílunni. „Undir hlífinni, þar sem farþegasætið er venjulega, er ég búinn að koma fyrir búnaðinum. Við gírskiptinn er fest loftpumpa og allt er þetta síðan tengt við flaututakkann þannig að í staðinn fyrir að flauta þá skipti ég," sagði Viðar.

Þrátt fyrir að hjólið sé stórt og langt rls það
upp á afturdekkið eins og að drekka vatn.

Á annað öflugra í smíðum 

Viðar er enginn nýgræðingur í kvartmílunni og hefur tvisvar unnið íslandsmeistaratitil í tveimur flokkum í fyrra, þá einmitt á þessu hjóli. Hann er með titil í ofurflokki, þar sem allar breytingar eru leyfðar, og flokki stórra götuhjóla og var besti tími hans f fyrra 9,78 sekúndur. „Þessu tekur maður upp á svona á gamals aldri en ég er að verða 43 ára," sagði Viðar og brosti. Þá keppti hann líka á sérsmíðaðri kvartmílugrind í nokkur skipti í fyrra og hefur pantað í það nýjan mótor sem er á leiðinni til landsins. „Það er alveg svakaleg græja," sagði Viðar. „Vélin er um 300 hestöfl og hjólið er allt sérsmíðað fyrir míluna, ólíkt Hayabusa-hjólinu sem er löglegt á götuna."

Viðar segir að umferðarmenning íslendinga
mætti alveg vera betri og telur að bæta
megi hana með því að gera brautarakstri
 hærra undir höfði.

Hraðakstur af götunum 

   Viðar lætur ekki þar við sitja í áhugamálinu en hann er virkur félagi í Kvartmíluklúbbnum og hefur ákveðnar skoðanir á umferðarmenningu íslendinga. „Hér á íslandi eigum við þrjár lítið nýttar akstursbrautir en þær mættí bæta og setja í þær meira fjármagn til að fá hraðakstur af götunum. Því miður er bara alltof lítill vilji og skilningur fyrir þessu hjá hagsmunaaðilum sem virðast varla vita hvað Kvartmílubrautin er. Samt hefur nú lögreglan notað brautina í mörg ár til æfinga," sagði Viðar að lokum.
 njall@dv.is
DV
7.6.2003
https://timarit.is