20.10.00

Hár og skemmtun

Grátur og gnístran tanna hefur oft fylgt því þegar fara þarf með smáfólkið i klippingu. Börnin eru óróleg, hrædd við skæri hárgreiðslufólksins og hafa ekki þolinmæði til þess að sitja kyrr á stólnum á meðan verið er að klippa þau. En viti menn það eru til „stólar" sem börn hreinlega sækja í og sum eru meira að segja farin að biðja um að fara í klippingu til að fá að setjast í þessa stóla.


Stólarnir sem börnin sækja svo mjög í eru engir venjulegir stólar heldur mótorhjól og marglitur bíll en það eru tvær ungar hárgreiðslukonur, Harpa Barkardóttir og Lára Jóhannesdóttir fundu þessa leið  til að gera ungum viðskiptavinum sínum lífið bærilegt meðan þeireru klipptir. Harpa og Lára reka hárgreiðslustofuna Englahár í Langarima 21 í Grafarvoginum og óhætt er að segja að þær hafi sérhæft sig í að sinna unga fólkinu þótt vissulega komi ekki síður til þeirra aðrir og eldri viðskiptavinir .
-Hvaðan kom hugmyndin að þessum frumlegu barnastólum og barnahorninu hjá Englahári?
„Ég vann eitt sumar á hárgreiðslustofu í Noregi," segir Lára, „og þar var sérstakt barnahorn. Í Noregi er mikið um barnastofur sem klippa eingöngu krakka en svo eru þar líka stofur sem vilja alls ekki fá til sín börn í klippingu. 
Hugmyndin að barnahorninu okkar er komin frá þessari stofu en í okkar horni er þó miklu meira fyrir börnin að dunda sér við heldur en var þar. Hornið er heldur ekki aðeins ætlað til þess að klippa börnin í, það er ekki síður fyrir þau að leika sér í á meðan foreldrarnir eru sjálfir í klippingu. Hér geta þau horft á sjónvarp, leikið sér að kubbum og alls konar dóti."
Mótorhiól og bíll í stað stóls Harpa segir að þær hafi verið lengi að leita að réttu barnastólunum en að lokum fengið þá frá Hollandi. Mótorhjóliðerætlað börnum allt upp í sex til sjö ára aldur en bíllinn er fyrir yngri börn. „Börnunum finnst þetta algjört æði ogsitja hin rólegustu á meðan verið er að klippa þau." Hárgreiðslunemar hljóta enga sérstaka þjálfun eða uppfræðslu á námstímanum í að sinnabörnum. „Það er hinsvegar heilmikil áskorun og getur verið óskaplega erfitt að klippa krakka," segir Harpa, og Lára bætir við að þar sem Englahár sé í Grafarvogi, í miðju fjölskylduhverfi, sé nauðsynlegt að vera undir það búin að fólk komi með börn í klippingu eða taki þau með sér þegar það ætlar sjálft að láta klippa sig. „Foreldrar hafa haft orð á því hvað sé notalegt að geta slakað hér á og þurfa ekki að hafa áhyggjur af börnunum."
-Hvers vegna haldið þið að börnum sé svona illa við að láta klippa sig? „Reyndar eru ekki öll börn hrædd en þótt undarlegt megi virðast eru strákar miklu verri hvað það snertir en stelpur. Kannski er það vegna þess að allt frá því þau eru pínulítil er verið að brýna fyrir þeim að skæri séu hættuleg. Oft eru þau líka erfið vegna þess að þeim er ekki gefinn nógur tími. Við förum eiginlega inn í heim barnanna þegar við erum að sinna þeim. Þegar illa gengur tökum við virkan þátt í leiknum með því að láta sem áhöldin breytist í jeppa og alls konar bíla sem þau fá jafnvel að sprauta á og bóna. Maður verður aftur eins og 5 ára á meðan á þessu stendur," segir Lára.
Harpa segir að í lokin fái allir smáverðlaun. í upphafi voru verðlaunin sleikipinnar en foreldrar voru ekki hrifnir af sætindunum svo nú eru verðlaunin smáhlutir úr plasti sem sumir krakkar eru meira að segja farnir að safna.
„Börn eru mikilvægir viðskiptavinir í okkar augum og við njótum þess að finna að þeim líður vel þegar þau koma til okkar," segja þær stöllur að lokum.

Texti Fríða Björnsdóttir
mynd Bragi þór Jósefsson
Vikan 31.10.2000

25.9.00

Fullur bensíntankur af peningum


Styrktartónleikar: 

Fullur bensíntankur af peningum - rennur til tryggingafélaga 

„Vegna mikils barlóms og bágborinnar stöðu tryggingafélaga að undanförnu og mikillar hækkunar á iðgjöldum á tryggingum á mótorhjólum ákvað mótorhjólafólk að taka höndum saman og safna fé til handa tryggingafélógunum svo að þau eigi auðveldara með að tryggja mótorhjól," segir Guðmundur Zebitz í stjórn Sniglanna um skemmtun þá sem fimm bifhjólasamtök stóðu fyrir á Ingólfsstorgi í gær. Um 300 manns mættu á skemmtunina þar sem fimm hljómsveitir, allar skipaðar mótorhjólafólki spiluðu og menn gátu látið fé af hendi rakna til styrktar tryggingafélögunum. Tekið  var á móti framlögunum í bensíntank og mun peningunum verða skipt jafnt á milli tryggingafélaganna. „Tankurinn fylltist og var fólk gjafmilt í garð lítilmagnans," segir Guðmundur sem veit þó ekki hversu miklir peningar hafa safnast þar sem saga þarf bensíntankinn í sundur til þess að ná aurunum út en það verður gert í vikunni. -snæ
DV 25.09.2000

Vel heppnaðir tónleikar bifhjólamanna


130 mótorhjól voru saman komin á Ingólfstorgi í gær
og enn fleira fólk, bæði hjólamenn og stuðningsmenn
þeirra.
 Morgunblaðið
Bif­hjóla­menn eru ánægðir með hvernig til tókst með tón­leika þeirra í gær á Ing­ólf­s­torgi. 

"Þeir vöktu mikla at­hygli og við feng­um góð viðbrögð hvarvetna," sagði Víðir Her­manns­son, fé­lagi í stjórn Bif­hjóla­sam­taka lýðveld­is­ins, Snigl­anna, en tón­leik­arn­ir voru haldn­ir til styrkt­ar trygg­inga­fé­lög­un­um. Ekki er búið að telja ágóðann en Víðir seg­ir að það verði gert síðar í dag. 
Á miðviku­dag­inn verður hald­inn fund­ur þar sem ákveðið verður með hvaða hætti trygg­inga­fé­lög­un­um verða af­hent­ir pen­ing­arn­ir.130 mótorhjól voru saman komin á Ingólfstorgi í gær og enn fleira fólk, bæði hjólamenn og stuðningsmenn þeirra. 

Bifhjólamenn ákváðu að halda tónleikana til að vekja athygli á hvernig tryggingamálin standa hjá þeim, en að sögn Víðis greiðir meðal bifhjólakappi um fjögur til fimm hundruð þúsund krónur í tryggingagjald á ári. „Tryggingafélögin halda því fram að kostnaður þeirra við mótorhjólaslys sé tvöfalt hærri en iðgjöldin. Af hverju hækkuðu þeir iðgjöldin þá um 300% í vor? 
Það er allt of mikil hækkun," sagði Víðir. Eftir tónleikana lögðu bifhjólamenn upp í ferðalag. „Við fórum í hópferð til að skoða tryggingahallirnar," sagði Víðir sem segist ekki hafa orðið var við mikinn skort á þeim bæjum. Þeir sem hafa áhuga á að kynna sér málið betur geta litið á heimasíðu samtakanna.

24.9.00

Hjálmprýddir, leðurskrýddir riddarar

BIFHJÓLAMENN og -freyjur eru ekki allsendis sátt við þau háu iðgjöld sem lögð eru á fáka þeirra. Hinar leðurklæddu valkyrjur og víkingar veganna hafa því tekið hanskahuldum höndum saman og ákveðið að halda tónleika tilstyrktar tryggingafélögunum. „Sú hugmynd kom
upp að vera með virkar aðgerðir til að vekja athygli á hvernig tryggingamálin standa en meðal bifhjólamaður er að greiða hátt á fimmta hundrað þúsund króna í tryggingar á ári, án tillits til aldurs eða reynslu," segir Víðir
Hermannsson, einn meðlima Bifhjólasamtaka lýðveldisins, Sniglanna, um tilurð tónleikanna. Hugmyndin er nú orðin að bláköldum veruleika því tónleikarnir verða í dag á Ingólfstorgi og hefjast kl. 14. Hljómsveitirnar sem koma fram eru KFUM and the andskotans, Stimpilhringirnir og Hundslappadrífa en fleiri sveitir og óvæntir gestir gætu einnig átt það til að stíga á stokk. Hljómsveitarmeðlimir eru flestir bifhjólaáhugamenn og stendur því
málefnið hjarta þeirra nærri. Þess má geta að allar sveitirnar gefa vinnu sína í þágu málefnisins. Það er þó ekki aðeins tónlistarflutningurinn eða manngæskan sem ætti að fá fólk til að flykkjast á  Ingólfstorg því einnig verða glæsilegir og afar margvísiegir mótorfákar úr bifhjólaflotanum til sýnis. Breiddin er mikil því íslenskir knapar hrífast af öllum útgáfum hjóla allt frá sófasettum til drullumallara.Ef einhver hváir yfir þessum lýsingum vefst Víði ekki tunga um tönn við að útskýra nafngiftirnar og segir skellihlæjandi: „Sófasett er stórt hjól sem er þægilegt að sitja á og hefur stereó-græjur og síma fest við settið. Drullumallarar eru svo að sjálfsögðu hjól sem eru notuð í drullumallinu, torfæru og þvílíku."
Þeir mótorhljólaklúbbar og -félög sem standa að uppákomunni eru Bifhjólasamtök lýðveldisins, Sniglar, Vélhjólaklúbburinn Vík, MC Fafnir Grindavík og Vélhjólafélag gamlingja.
 Hjólamenn og aðrir áhugamenn um sportið eru hvattir til að fjölmenna og eru allir velkomnir á meðan torgrými leyfir. Þó ekki sé rukkað inn sérstakt aðgangsverð má hafa í huga að um styrktartónleika er að ræða og því tekið við frjálsum framlögum á tónleikasvæðinu.
Allur ágóði af samkomunni rennur að sögn Víðis óskertur til tryggingafélaganna „svo þau eigi auðveldara með að tryggja mótorhjól."
Mbl 24.9.2000


23.9.00

Styrktartónleikar fýrir tryggingafélög

Bifhjólafólk: 

Á morgun, sunnudag, munu bifhjólaáhugamenn og -freyjur halda styrktartónleika til styrktar tryggingafélögum sem tryggja mótorhjól og bíla. „

Vegna mikils barlóms og bágborinnar stöðu tryggingafélaga að undanfórnu og mikillar hækkunar á iðgjöldum á tryggingum á mótorhjólum hefur mótorhjólafólk tekið höndum saman og hyggjumst við safna fé til handa tryggingafélögunum svo þau eigi auðveldara með að tryggja mótorhjól," segir í fréttatilkynningu tónleikanna en að þeim standa Bifhjólasamtök Lýöveldisins, Sniglar, Vélhjólafélag Gamlingja, MC Fafner, Vélhjólaíþróttaklúbburinn VÍK og Óskabörn Óðins. Tónleikarnir eru öllum opnir og eru fulltrúar tryggingafélaganna sérstaklega boðnir velkomnir.

Meðal þeirra hljómsveita sem koma fram eru KFUM and the andskotans, Bjarni Tryggva, Stimpilhringirnir, Hundslappadrífa og Chernobyl.

Einnig verða til sýnis hjól bifhjólamanna á Ingólfstorgi á meðan tónleikarnir vara. „Ætti að vera hægt að sjá hinar ýmsu útgáfur af hjólum, allt frá sófasettum til drullumallara," segir í tilkynningunni. -SMK

19.8.00

Snúast um peninga


 Stóraukinn munur á iögjöldum mótorhjólatrygginga og tjónagreiðslum:


- mótorhjól á svörtum lista tryggingafélaganna

Mótorhjólatryggingar og svimandi há iðgjöld á þeim hafa verið nokkuð í fréttunum að undanfórnu. Þegar tölur um kostnað og slys eru skoðaðar kemur í ljós að tjónakostnaður bifhjóla hefur hækkað sexfalt á fimm árum þrátt fyrir að fjöldi slysa sé á niðurleið.
 Bifhjólasamtök lýðveldisins, Sniglar, hafa bent á þá staðreynd að slysum hafi fækkað og spurt um leið af hverju tryggingar hækka en fátt hefur orðið um svör, fyrir utan yfirlýsingu SÍT á dögunum. En hvers vegna er þá tjónakostnaðurinn orðinn svona mikill? Getur það verið að slysin séu orðin svona miklu dýrari vegna breytts tryggingakerfis og þeirrar staðreyndar að flóra þeirra sem á og ekur mótorhjól er að breytast og meðalaldur að hækka? Eyða tryggingafélögin einhverju í forvarnir vegna mótorhjólaslysa og skilar þessi áróður sér? Getur það verið að í mótorhjólatryggingum séum við að sjá dæmi um mjög óréttlátar tryggingar þar sem meira máli skiptir hversu margar tryggingar viðkomandi hefur hjá sínu
tryggingafélagi heldur en hvaða reynslu hann hefur?


Svar tryggingafélaganna

Samband íslenskra tryggingafélaga (SÍT) sendi frá sér yfirlýsingu á dögunum þar sem fram kemur að iðgjöld mótorhjóla nægja ekki fyrir tjónum þeirra. Ástæður yfirlýsingarinnar voru sagðar yfirlýsingar forsvarsmanna Sniglanna um óheyrilega há vátryggingariðgjöld í viðtali í fréttum á Stöð 2 og Bylgjunni. í viðtalinu var einnig gefið til kynna að iðgjöldin væru of há miðað við tjón og að slysum færi fækkandi. SÍT segir allar þessar fullyrðingar rangar í yfirlýsingu sinni. 
Loks var sagt að tryggingafélögin hefðu einu sinni styrkt bifhjólafólk í slysavarnaátaki sínu en ekki viljað halda því áfram þar sem það hefði ekki skilað sér eins og ætlast var til.


Slysum fækkar en bætur hækka

í yfirlýsingu SÍT kemur fram að iðgjöld tryggingafélaganna af mótorhjólum 1995-99 hafa verið 143 milljónir króna en tjónakostnaður þeirra á sama tímabili 316 milljónir. Með öðrum orðum töpuðu tryggingafélögin á þessu. timabili 173 milljónum í mótorhjólatryggingum. SÍT fullyrðir jafnframt að tjónum hafi ekki fækkað á sama tímabili og tjónakostnaður aukist margfalt, eða úr rúmum 22 milljónum árið 1995 í rúmlega 130 milljónir í fyrra. Sú fullyrðing að slysum hafi ekki fækkað er reyndar ekki rétt því árið 1995 var skráð 41 mótorhjólaslys en 39 á árinu 1999. Á þessum árum fjölgaði samt skráðum bifhjólum um rúm 200, úr 1881 árið 1995, í 2084 í fyrra, þannig að þrátt fyrir fleiri bifhjól verða færri slys. Meðaltal áranna 1980-94 var 60,3 slys á ári.



Dýrari kúnnar?

í stuttu máli má því segja að þrátt fyrir svo til óbreytt ástand í mótorhjólaslysum á síðustu fimm árum hefur tjónakostnaður vegna þeirra sexfaldast og því hljóta menn að verða að spyrja út af hverju.
 Hluta af því má eflaust rekja til ástæðna sem raktar eru í skýrslu Talnakönnunar hf. um iðgjaldaþörf í ökutækjatryggingum. Ökutækjafloti landsmanna hefur aukist og þar með verðmæti hans, auk þess sem laun hafa hækkað, en það hefur áhrif á bætur vegna örorku. Þessar ástæður taldi fjármálaeftirlitið nægja til að réttlæta 30% hækkun tryggingafyrirtækjanna á bílatryggingum. En hvað veldur þá sexfaldri aukningu tjónagreiðslna í mótorhjólatryggingum? Því er ekki auðsvarað en ein hugsanleg ástæða gæti verið að verðmæti bifhjólafólks sé að aukast með hækkuðum meðalaldri þeirra sem eiga og tryggja mótorhjól.

Svimandi há iðgjöld

Ársiðgjald mótorhjólatryggingar án nokkurs bónuss hjá einu tryggingarfélaganna skiptist þannig: Iðgjald 193 þúsund krónur og SÖE iðgjald (slysatrygging ökumanns og eiganda) 279 þúsund.
 Þetta gerir heildariðgjald upp á krónur 452 þúsund. Heyrst hefur jafnvel af iðgjöldum sem fara yfir hálfa milljón þrátt fyrir fullan bónus. Þetta verður að teljast hátt iðgjald, meira að segja fyrir íslendinga sem vanir eru háum iðgjöldum. Með bónuskerfi getur þetta iðgjald lækkað nokkuð en margir láta líka bjóða í iðgjald sitt í heild sinni og fá þar með aukaafslátt. Þeir sem eru í þeirri aðstöðu að geta samið þannig um iðgjöld sín eru auðvitað þeir sem hafa um eitthvað að semja, þ.e. þeir sem eru með margar tryggingar hjá sama tryggingafélaginu og hafa þar af leiðandi góðar tekjur, en það getur einmitt reynst tryggingafélaginu dýrt að borga því fólki þegar að því kemur að það lendir í slysi. Hins vegar getur einhver sem er ekki með neinar aðrar tryggingar en mikla reynslu lent í þvi að fá svimandi hátt iðgjald þar sem hann er ekki í aðstöðu til að semja neitt um það. Sanngirnin í því er ekki mikil enda virðast mótorhjólatryggingar meira snúast um peninga en nokkuð annað

Eitt slys getur reynst öðrum dýrt spaug.

 Tökum upphugsað dæmi til útskýringar um hátekjumann sem lendir í slysi. Hann er úti að aka á nýja hjólinu sínu, missir vald á þvi í beygju og fellur við. Þetta er ekki óalgeng orsök slíkra slysa en samkvæmt tölum SjóvárAlmennra frá 1992-4 eru 60% slysa ökumannsslys. Skemmdir á hjóli eru kannski minnsti hlutinn, ca hálf milljón. Gefum okkur það að hann slasist illa á fæti (algeng meiðsl) og sé frá vinnu í eitt ár - ca 8 milljónir. Hann verður fyrir 25% örorku og er eftir málaferli úthlutað 11,5 milljónum í miskabætur. Þetta gerir 20 milljónir sem tryggingafélag hans, sem seldi honum lágmarksiðgjald upp á 70 þúsund krónur, þarf að punga út.
 Hvað gerist svo? Hækka þarf iðgjald mótorhjólatrygginga hjá þessu félagi til að mæta tapinu en hjá félaginu tryggja 200 manns hjólin sín. Það þarf því að hækka tryggingu hvers og eins um 100 þúsund krónur á haus til að eiga fyrir tapinu - allt út af einu slysi. Áróður skilar árangri 1991 var eitt versta ár í sögu mótorhjólaslysa á íslandi: 88 slys, 93 slasaðir, þar af fjórir sem létust. Því var ákveðið að aðgerða væri þörf og árið 1992 var gefið út umferðarátak Snigla sem skilaði sér í því að slysum fækkaði um næstum þriðjung á einungis tveimur árum. Tækninefnd tryggingafélaganna styrkti það átak um hálfa milljón króna og sparaði þar með tryggingafélögunum tugmilljónir í tjónabætur. Samt segir SÍT í yfirlýsingu sinni að þrátt fyrir styrk þennan hafi þessi viðleitni þeirra ekki borið þann árangur sem vænst var. Hálf milljón á einum áratug er ekki mikill peningur miðað við þær upphæðir
sem eytt er i forvarnir tryggingafélaganna vegna bílatrygginga.


Þú ert það sem þú keyrir

Norsku mótorhjólasamtökin NMCU hafa verið dugleg við að láta gera slysarannsóknir á sínu fólki og þá sérstaklega með það í huga hverjir valda slysunum, hvernig og þá hvers konar fólk lendir í slysum. Á tveggja ára fresti gera þeir viðamikla rannsókn og virðast afgerandi þættir í þvi vera reynsla ökumanns og hvernig mótorhjól hann keyrir en ekki hversu öflugt það er. Til dæmis er sá sem ekur 120 hestafla Kawasaki 600 ZX6R kappaksturshjóli tíu sinnum liklegri til að lenda í slysi en sá sem ekur næstum 200 hestafla Kawasaki ZX12R. Ræður þar mestu hvernig fólk kaupir hvaða gerð  hjóla, þ.e. hætta á slysum fer eftir hæfni, viðhorfi og reynslu viðkomandi. Einnig virðast slys þar sem einungis mótorhjólið er þátttakandi, þ.e. ökumaður þess missir vald á þvi og dettur, vera algengust, en þegar þau lenda í árekstri við annað ökutæki eru þau oftar en ekki í rétti. Hér á íslandi virðist það vera nóg fyrir tryggingafélögin að vita að þú ekur mótorhjóli til að setja þig á svartan lista. Svo er rukkað samkvæmt því en lítill áhugi virðist vera á því að skoða hverjir það eru sem valda slysum eða hvernig má koma í veg fyrir þau. Það er ekki síður siðferðileg skylda tryggingafélaganna að gera sitt  til að fækka slysum því að tryggingin, sama hversu há hún er, er skyldutrygging sem viðkomandi kemst ekki hjá því að taka, óháð því hversu dýr hún er. 
DV 19. AGUST 2000

12.8.00

Allt er vænt sem vel er grænt


Reynsluakstur Kawasaki ZX12-R Ninja:


Það er óhætt að segja að maður hafi ekki orðið fyrir vonbrigðum með nýja Kawasaki-hjólið. Bæði 1300 Súkkan og 1200 Kawinn hafa sína kosti og galla, til dæmis er hærri áseta á Kawanum. Þótt samkvæmt upplýsingum framleiðenda eigi aðeins að vera 5 mm munur er talan frá Kawasaki líklega miðuð við neðstu stillingu á sætishæð því munurinn er nokkuð afgerandi og þarf helst meðalmann eða rúmlega það til að valda því vel. Þegar það er svo komið á ferð og sérstaklega þegar ekið er af krafti er ásetan þægilegri á Kawanum. Hnakkurinn er mun stífari og þreytir líklega óæðri endann á langkeyrslu. Þegar hjólið var prófað voru þó farnir á því tæpir 300 km á hálfum degi án þess að þreyta væri farin að gera vart við sig. En ef fólk er að leita að þægindum á það bara að kaupa sér Goldwing. Það er frekar að það reyni á hendur og þá sama hvort ekið er rólega eða hratt. Púströrið  fyrir framan risastóran hljóðkútinn er dálítið nálægt hæl ökumanns og ef maður passar sig ekki er hætta á að það komi far í hælinn eftir hitann frá pústinu. Gott hitaloftstreymi er frá vél og leikur það um fætur ökumanns.

Ekki yfir 240 í tilkeyrslu 

Aflið í tólfunni virkar nokkuð svipað og i Hayabusa. Það virðist koma meira fram á hærri snúningi og þá sérstaklega þegar „Ram-Air" kerfið kemur inn. Fyrir ofan 4000 snúninga er eins og það eigi alltaf nægt afl og ef þvi er haldið þar þarf ekki nema smáfærslu á bensíngjöf til að skjótast fram úr á örfáum sekúndum. Eins og í Hayabusa er nettur titringur í vélinni á milli 4000 og 7000 snúninga. Nokkur hvinur er frá girkassa og kúplingu svo að hljóðið í hjólinu minnir stundum meira á þotu en mótorhjól. Verksmiðjan mælir með að tilkeyra hjólið alla vega 2000 kilómetra enda er hluti vélarinnar úr keramik. Samkvæmt upplýsingum frá framleiðanda má ekki fara yfir 240 km hraða á þessu tímabili. Þetta er nokkuð spaugilegt í ljósi þess að fyrir sextán árum náði hraðskreiðasta fjöldaframleidda hjólið sama hraða. Fjöðrunin er stif eins og í keppnishjóli en stillanleg á marga vegu.

Minnsta vindsog á mótorhjóli?

Þegar hjólið er komið á ferð er það mjög stöðugt enda eins og Hayabusa sérhannað í vindgöngum og er meðal annars með litla vængi neðarlega á hlífðarkúpunni. Sagt er aö þetta hjól hafi minna vindsog en nokkurt annað en því miður hef ég engar tölur til að sanna það. Tólfan er léttari í stýri en Hayabusa og betra i beygjum, allar tölur í máli á grind og slíku eru minni sem er kostur með þessi atriði í huga. Bensíngjöf er einnig mjög þægileg og auðveld viðureignar ásamt frambremsu sem er mikilvægt á hjóli eins og þessu. Frambremsan er alvöru en afturbremsan er, líkt og á Súkkunni,
stif og meira til að sýnast. Framendinn er léttari og nokkuð auðvelt að reisa það upp og í lægri gírum er hægt að gera það á inngjöfinni einni. Bensíntankurinn er í minna lagi miðað við eyðslusegg eins og þennan og vonandi kemur næsta árgerð með stærri bensíntanki fyrir þá sem huga að lengri ferðum. Eins mætti setja vatnskassahlif á hjólið því opið fyrir framan vatnskassann er stórt og ekkert þar til að hlífa honum. Hætt er við að steinkast eftir akstur á malarvegi geti skemmt hann en sem betur fer er hitamælir á hjólinu sem gerir ökumanni kleift að fylgjast vel með því. Bæði hitamælirinn og bensínmælirinn eru stafrænir og eins klukkan, sem er ekkert nýtt hjá Kawasaki, það kom fyrst með þessa mæla á ofurhjóli sinu fyrir tuttugu árum, GPz 1100.

 Kraftmeira en dýrara

 Það má því segja að Kawinn hafi fullt að gera í Súkkuna, hann er afl meiri og er skemmtilegri í beygjum. Hins vegar virkar hann hrárri en Hayabusa og er eflaust betri i lengri ferðalögum. Það er einna helst að verðið á Kawasaki-hjólinu sé ekki samkeppnishæft við Suzuki, 1.369.000 kr., en Hayabusan er nú uppseld og ómögulegt að segja hvaða verð verður á næstu sendingu. -NG
Dagblaðið 12.8.2000