12.7.06

Um þúsund mótorhjólamenn við útför

HÁTT í þúsund mótorhjólamenn lögðu leið
sína til Akureyrar í gær til þess að kveðja
Heiðar Jóhannsson, Snigil nr. 10, sem lést í
umferðarslysi 2. júlí síðastliðinn, en útför
hans var gerð frá Glerárkirkju í gær.

Að sögn Ásmundar Jespersen, varaformanns Bifhjólasamtaka lýðveldisins, Sniglanna, tók kirkjan aðeins rúmlega 700 manns í
sæti og komust því færri að en vildu og beið
nokkur fjöldi fyrir utan kirkjuna meðan athöfnin fór fram. Í Bústaðakirkju voru um hundrað manns viðstaddir minningarathöfn um Heiðar, en jarðarförin var send beint í kirkjuna í gegnum netið. „Þetta var hugmynd sem kom upp því að allir mótorhjólamenn þekktu Heidda, en ég taldi víst að það ættu ekki allir heimangengt,“ segir Hjörtur L. Jónsson, sem skipulagði minningarathöfnina sunnan heiða. Ekki mun vera algengt að jarðarfarir séu sendar landshluta á milli með nýjustu tækni þótt örfá dæmi þekkist um slíkt, t.d. þegar ófærð hefur sett strik í reikninginn. Að athöfn lokinni í  Bústaðakirkju var hópkeyrsla að Perlunni, þar sem drukkið var kaffi. „Okkur fannst við hæfi að farið yrði í Perluna því Heiddi var perla af manni,“ segir Hjörtur og tekur fram að þar hafi verið rifjaðar  upp ýmsar góðar minningar og broslegar sögur af Heiðari.
Að sögn Ásmundar hefur þegar verið stofnaður minningarsjóður um Heiðar sem nota á
til að byggja upp akstursíþróttasvæði norðan
heiða. Einnig hefur á Akureyri verið stofnaður almennur bifhjólaklúbbur sem nefnist
Tían, til heiðurs Heiðari.



Hundruð mótorhjólakappa við fjölmennustu útför sem gerð hefur verið frá Glerárkirkju

Löng líkfylgd Sniglanna

FJÖLMENNASTA útför sem gerð hefur verið frá Glerárkirkju fór fram í gær, þegar borinn var til grafar, Heiðar Þórarinn Jóhannsson, sem lést í umferðarslysi sunnudaginn 2. júlí síðastliðinn. Að auki var sjónvarpað frá útförinni í Bústaðakirkju. Heiðar var Snigill númer 10 og fyrsti og eini   heiðursfélagi KKA akstursíþróttafélags. Félagsmenn settu mjög svip á útförina, en hundruð vélhjóla fóru fyrir líkfylgd frá kirkjunni niður á Hörgárbraut, Glerárgötu og Drottningarbraut og þaðan upp Þórunnarstræti að Kirkjugarði Akureyrar. Víða mátti sjá fólk í hópum á þessari leið sem vottaði  hinum látna virðingu sína. Félagar úr Bílaklúbbi Akureyrar höfðu stillt fornbílum við suðurenda Kirkjugarðs og þá fylgdu einnig þrjá flugvélar, sveimuðu yfir líkfylgdinni.
Talið er að allt að 800  manns hafi verið í Glerárkirkju, sæti voru fyrir um 600 manns innandyra eftir að búið var að fylla anddyrið af stólum og þá stóðu allt að 200 manns í blíðskaparveðri utan við kirkjuna.
Séra Arnaldur Bárðarson jarðsöng, Sniglabandið flutti nokkur lög en einsöngvarar voru
þau Óskar Pétursson, Þórhildur Örvarsdóttir,
Andrea Gylfadóttir, Kristján Kristjánsson og
Björgvin Ploder.

Morgunblaðið 12 júlí 2006

Hundruð mótor­hjólakappa við fjöl­menn­ustu út­för sem gerð hef­ur verið frá Gler­ár­kirkju

Fjöldi hjóla við Glerárkirkju
á Akureyri
Fjöl­menn­asta út­för sem gerð hef­ur verið frá Gler­ár­kirkju fór fram í gær, þegar bor­inn var til graf­ar, Heiðar Þór­ar­inn Jó­hanns­son, sem lést í um­ferðarslysi sunnu­dag­inn 2. júlí síðastliðinn. Að auki var sjón­varpað frá út­för­inni í Bú­staðakirkju.
Heiðar var Snig­ill núm­er 10 og fyrsti og eini heiðurs­fé­lagi KKA akst­ursíþrótta­fé­lags. Fé­lags­menn settu mjög svip á út­för­ina, en hundruð vél­hjóla fóru fyr­ir lík­fylgd frá kirkj­unni niður á Hörgár­braut, Gler­ár­götu og Drottn­ing­ar­braut og þaðan upp Þór­unn­ar­stræti að Kirkju­g­arði Ak­ur­eyr­ar. Víða mátti sjá fólk í hóp­um á þess­ari leið sem vottaði hinum látna virðingu sína. Fé­lag­ar úr Bíla­klúbbi Ak­ur­eyr­ar höfðu stillt forn­bíl­um við suðurenda Kirkju­g­arðs og þá fylgdu einnig þrjá flug­vél­ar, sveimuðu yfir lík­fylgd­inni.

Talið er að allt að 800 manns hafi verið í Gler­ár­kirkju, sæti voru fyr­ir um 600 manns inn­an­dyra eft­ir að búið var að fylla and­dyrið af stól­um og þá stóðu allt að 200 manns í blíðskap­ar­veðri utan við kirkj­una.

Séra Arn­ald­ur Bárðar­son jarðsöng, Snigla­bandið flutti nokk­ur lög en ein­söngv­ar­ar voru þau Óskar Pét­urs­son, Þór­hild­ur Örvars­dótt­ir, Andrea Gylfa­dótt­ir, Kristján Kristjáns­son og Björg­vin Ploder.

















6.7.06

Heiðars Þórarins minnst í Heiðmörk

Minningarathöfn var haldin í Heiðmörk í kvöld um látna mótorhjólamenn.

Mikill fjöldi fólks var samankominn á vökunni og langflestir á hjólum.

Athöfnin hófst um níuleytið en tilefni athafnarinnar var lát Heiðars
Þórarins Jóhannssonar í bifhjólaslysi í Öræfasveit annan júlí síðastliðinn.

4.7.06

Minntust Heiðars Þórarins

Heiddi
 Minningaathöfn um Heiðar Þórarinn Jóhannsson var haldin í gærkvöldi en hann lést í bifhjólaslysi í Öræfasveit í fyrradag. Athöfnin var haldin við minnisvarða um látna bifhjólamenn sem Heiðar bjó til og hannaði. Tveir hafa látist í bifhjólaslysum það sem af er árinu.

Frá árinu 1992 til ársins tvö þúsund fækkaði bifhjólaslysum úr 112 í 60 samkvæmt skýrslu um bifhjólaslys sem styrkt var af Rannsóknarráði umferðaröryggismála. Af þeim hlutu fjörtíu prósent alvarleg meiðsl eða létu lífið. Tveir hafa látist í bifhjólaslysum það sem af er þessu ári. Einn lést á síðasta ári og tveir létust árið 2004. Á annað hundrað manns kom saman við minnisvarðann um látna bifhjólame
Minnismerkið í Varmahlíð
Um fallna bifhjólamenn
nn í gærkvöld til að heiðra minningu Heiðars. Það var Heiðar Þórarinn sjálfur sem hannaði og bjó til minnisvarðar en hann var vígður 17. júní í fyrra á 100 ára afmæli bifhjólsins á Íslandi. Heiðar var meðlimur í bifhjólasamtökunum Sniglunum og var mikils metin í röðum bifhjólamanna.

Sorgartíðindi.


Við vígslu minnismerkisins
í Varmahlíð 2005

Það voru sorgleg tíðindi  2. júlí 2006 þegar mér var tjáð að Heiðar Snigill no 10 hefði látist í bifhjólaslysi í Öræfasveit.

Heiddi eins og hann var æfinlega kallaður var á heimleið af landsmóti Snigla.
Heiðar var fæddur 15. mai 1954 og var því ný orðinn 52 ára. Ég kynntist Heidda fyrir rúmum 20 árum á upphafsárum Snigla. Á þessum 20 árum höfum við ýmislegt brallað og ófáa mótorhjólatúrana höfum við tekið. 
Ef Heiddi var beðinn um hjálp eða að taka eitthvað að sér var hann alltaf fús til að gefa af sér í svoleiðis.

     Ófáir landsmótsgestir af landsmótum Snigla hafa smakkað hans sérlöguðu Landsmótssúpu sem hann hefur eldað síðustu 20 ár á öllum landsmótum síðan 1987. Sennilega er ekki til sá Íslendingur sem hefur eldað ofan í eins marga mótorhjólamenn og Heiddi, en oft tók hann að sér að elda fyrir bæði götu og torfærumótorhjólamenn á hinum ýmsu uppákomum og ferðalögum hjólamanna.

   Fyrir tæpum tveim árum tók Heiddi sig á og breytti um lífsstíl og fór í kjölfarið safna mótorhjólum fyrir alvöru og síðast þegar ég frétti átti hann 24 og hálft mótorhjól. Heiddi var eflaust einn reyndasti bifhjólamaður landsins og keppti í hinum ýmsu keppnum á mótorhjólum og meðal annars var hann Íslandsmeistari í sandspyrnu og samkvæmt mínum heimildum hefur enginn náð að slá met hanns á mótorhjóli í sandspyrnu. Heiddi keppti í nokkur ár í Íslandsmótinu í meistaradeild í þolakstri og var ævinlega elsti keppandinn í þeim keppnum, en besti árangur hanns var 12. sæti á móti þeim bestu. Hann keppti líka á jeppa í torfæru og varð Íslandsmeistari í götubílaflokki 1985.

       Fyrir rúmu ári síðan var haldið upp á 100 ára afmæli mótorhjólsins á Sauðárkróki og þar var Heiddi að sjálfsögðu mættur með hluta af hjólaflota sínum, en af fimm keppnum sem voru í tilefni hátíðarinnar þá tók Heiddi þátt í þrem keppnum og sigraði tvær þeirra.

     Í tengslum við þessa hátíð kom upp sú hugmynd að gera minnisvarða um fórnarlömb bifhjólaslysa. Það kom aðeins einn maður upp í hugann þegar smíða og hanna átti verkið. Að sjálfsögðu var það Heiddi sem fenginn var í verkefnið og naut hann svo mikils trausts meðal þeirra sem til listasmíða hanns þekktu og tilhlökkunin var mikil þegar afhjúpa átti verkið. Þetta listaverk Heidda stendur við Varmahlíð og heitir Fallið og er til minningar um fórnarlömb bifhjólaslysa, en er það kaldhæðnislegt að listaverkasmiðurinn sjálfur sé orðin einn af fórnarlömbum bifhjólaslysa. Heidda verður sárt saknað meðal bifhjólamanna um ókomin ár. Ég vil votta fjölskyldu Heidda samúð mína á þessum erfiðu tímum.

Hjörtur Líklegur
Snigill#56

30.6.06

Harley Davidson opnar mótorhjólaleigu á Íslandi 2006


Fimm góðir hlutir til að gera þegar Harley Davidson mótorhjól er fengið að láni


Í FYRSTA skipti á Íslandi er hægt að leigja sér Harley Davidson-mótorhjól. Dulúðinni hefur því verið létt af þessu fræga merki og það er ekki lengur þörf á því að vera vítisengill til að vera við stjórnvölinn á Harley Davidson.
Davidson. Bílablað Morgunblaðsins fékk lánað Harley Davidson Road King Classic-hjól. Blaðamaður nýtti sér því tækifærið og gerði þá fimm hluti sem hann hefur alltaf langað að gera ef hann einhvern tímann kæmist yfir Harley Davidson.
Númer eitt er að skella sér í mótorhjólagallann, finna viðeigandi og töff klút um hálsinn, keyra svo heim sem leið liggur og sýna fjölskyldunni hvað maður er flottur á Harley Davidson. Þú uppskerð eins og þú sáir og það er aldrei að vita nema það eigi eftir að koma sér vel hafa unnið dálítið í ímyndinni. Það er heldur varla hægt annað en nánast að rifna úr stolti þegar rennt er á þessum risastóra fák, með tilheyrandi drunum, í innkeyrsluna hjá vinum og vandamönnum.
Númer tvö er að fara á rúntinn. Í óteljandi skipti hefur blaðamaður staðið sem barn væri og dáðst að mótorhjólunum við planið sem áður var hallæris en er nú torg Ingólfs. Loksins er maður „einn af þeim“ og hefur nú tækifæri til að vera hinum megin við glerið, ef svo má segja, og njóta athyglinnar sem er fylgifiskur krómaða vélfáksins.
Númer þrjú er verðugt viðfangsefni en það snýst um að heimsækja þá sem líklegastir eru til að smitast af mótorhjólaveirunni. Þá skiptir öllu að það líti út fyrir að maður hafi aldrei gert neitt annað en að aka Harley Davidson. Það er mesta furða hve mótorhjólið er lipurt, reyndar er það algjör engill, svo mikill engill að maður furðar sig ekkert á því mótvægi sem vítisenglarnir telja sig þurfa að veita mótorhjólinu. Það reyndist líka auðvelt að smita þá sem voru með veikt ónæmiskerfi fyrir, að sjálfsögðu, enda sá mótorhjólið sjálft um að heilla alla sem nálægt því komu. Það skipti engu hvort um var að ræða hraðafíkla, listamenn, listasmiði, blaðamenn, bankamenn eða forstjóra; öll, alveg sama hve ólík þau voru, hrifust af „hallanum“, titringurinn þegar sest var í söðulinn ruggaði hverjum sem er sem í draumalandi væri.
Að sjálfsögðu má ekki skilja vinnufélagana út undan og því var fjórða atriðið á listanum yfir það sem maður verður að gera þegar maður fær Harley Davidson-mótorhjól lánað að kíkja á þá og hneppa þá sömuleiðis í ánauð. Það gekk að sjálfsögðu mjög vel. Innan skamms tíma var komin ágætur hópur í kringum hjólið. Það er dálítið skrýtið hve fólk getur haft ólíkar skoðanir á mótorhjólum en samt sameinast um að vera hrifið af Harley Davidson.
Fimmta atriðið var svo þess eðlis að líklega er annað hvort þörf á vænum skammti af heppni eða hreinlega að eiga Harley Davidson, því það síðasta sem blaðamaður gerði, skömmu eftir miðnætti, var að keyra inn í blóðrautt sólarlagið á fallegu sumarkvöldi í Reykjavík. Að sjá himininn endurspeglast í króminu var draumi líkast og minnti á einskonar nútímaútgáfu af baksíðu Lukku-Láka-bókanna, þegar Lukku-Láki reið á móti sólsetrinu í lok bókar. Fákurinn var kannski ekki holdi klæddur eins og Léttfeti en reiðmanninum leið svo sannarlega eins og hetju.

Engin þörf á að láta sig dreyma lengur

Það er hins vegar engin þörf á að láta sig dreyma lengur því Harley Davidson-umboðið býður nú upp á leigu á mótorhjólum þar sem hægt er að leigja fjórar gerðir af mótorhjólum, Sportster 1200C fyrir 16 þúsund krónur á daginn, Dyna Sport fyrir 20 þúsund, Road King Classic eins og blaðamaður prófaði á 24 þúsund og síðast en ekki síst Ultra Classic á 28 þúsund krónur fyrir daginn. Innifalin í verðinu eru hjálmur, regngalli og bráðabirgðageymslupláss. Því þarf ekkert annað en að mæta á staðinn. Þetta er því auðveld leið til að kynnast því hvernig það er að eiga Harley Davidson. Það má einnig geta þess að Harley Davidson-umboðið býður upp á ferðir um landið með leiðsögumanni, nokkuð sem gæti verið mjög spennandi fyrir erlenda ferðamenn. Leigutaki þarf að uppfylla nokkur skilyrði til að geta leigt sér stórt og þungt Harley Davidson-mótorhjól. Hann verður að vera orðinn 26 ára og hafa leyfi til að aka stóru bifhjóli. Sömuleiðis þarf leigutaki að hafa reynslu af stórum mótorhjólum og eiga kreditkort. Ef öll þessi skilyrði eru uppfyllt þá stendur ekkert í vegi fyrir því að bregða sér í Harley Davidson-umboðið og velja þann fák sem mest heillar.




https://timarit.is/files/42357984#search=%22%C3%A1%20%C3%A1%20%C3%A1%20%C3%81%20%C3%A1%20%C3%A1%20%C3%A1%20%C3%A1%22

Stormur kynnir Victory mótorhjól



 Það er viðeigandi að söluumboð Victory-mótorhjólanna, Stormur ehf., hefji sölu á þessum lítt þekktu mótorhjólum 4. júlí, þjóðhátíðardag Bandaríkjanna en þá eru átta ár liðin frá því merkinu var hleypt af stokkunum í Bandaríkjunum. „4. júlí er átta ára afmæli Victory-mótorhjóla fagnað í Bandaríkjunum og því full ástæða til að fagna sömuleiðis opnun fyrsta sjálfstæða umboðsins fyrir Victory-hjól utan Bandaríkjanna,“ segir Skúli Karlsson, framkvæmdastjóri Storms ehf.

Skúli ætlar að bjóða öllum mótorhjólaáhugamönnum að fagna áfanganum með sér í húsakynnum Storms að Kletthálsi 15 og bjóða upp á veitingar á staðnum.
Til sýnis verða fimm gerðir Victory-mótorhjóla, á verði frá 1.851 þúsund til 2.301 þúsund, en það eru gerðirnar Vegas, Vegas 8 ball sem er ódýrasta mótorhjólið, Jackpot sem er dýrasta mótorhjólið, Hammer og Kingpin – einu hjólin sem vantar úr framleiðslulínu Victory eru Jackpot Ness Signature og Victory Touring Cruiser en þau mun þurfa að sérpanta.

„Ég er ekki að selja þetta vegna verðsins, ég sel þetta vegna þess að þetta eru langflottustu hjólin á markaðnum,“ segir Skúli sem fékk verðlaun fyrir fallegasta mótorhjólið á sýningu Bílaklúbbs Akureyrar helgina 16. til 18. júní en þar vöktu hjólin mikla athygli.

Victory hefur náð góðum árangri í Bandaríkjunum sem „hitt“ bandaríska mótorhjólamerkið en söluaukning síðustu ár hefur verið mjög mikil og telja framleiðendur Victory að það stafi að stórum hluta af því að þeir fylgja ekki hefðum og eru ungt fyrirtæki í mótorhjólaframleiðslu sem leitar nýrra leiða.

Flest Victory mótorhjól eru með 100 rúmtommu vél, eða sem svarar rúmlega 1,6 lítra vél og því ljóst að þessi mótorhjól eru ekki vélarvana en jafnan eru mjög stórir og öflugir mótorar notaðir í þær gerðir mótorhjóla sem flestir kalla orðið „hippa“ hér heima.

Morgunblaðið 30.6.2006