Sala rafdrifinna léttra tví-, þrí-, fjórhjóla og jafnvel leikfangabíla er í uppnámi
– Nýju reglurnar eru sagðar mikil áhrif og valda kostnaðarauka fyrir börn, fullorðið fólk, aldraða og hreyfihamlaðra.
Um síðustu áramót tóku gildi nýjar reglur samkvæmt lögum um skráningu ökutækja. Í þeim felst að t.d. rafhjól sem ætluð eru hreyfihömluðu fólki og smáskutlur ungmenna eru nú skráningarskyld og refsiákvæði ef eldri hjól verða ekki færð til skráningar. Ljóst er að reglurnar eru þegar að leiða til mikils óhagræðis og kostnaðar m.a. fyrir ungt reiðhjólafólk, eldri borgara og hreyfihamlaða einstaklinga.Vegna nýju laganna myndast enn einn nýr tekjustofn fyrir ríkið sem tekinn er af léttum ökutækjum og þar með líka rafknúnum tví-, þrí- og fjórhjólum. Með lögunum er líka skylt að skrásetja öll létt bifhjól sem þegar eru í umferð og ekki var gerð krafa um skrásetningu á fyrir áramót 2020. Þar getur verið um að ræða að 2.000 til 3.000 hjól að mati Samgöngustofu. Hver skráning kostar að lágmarki um 15.000 krónur, en auk þess hefur til þessa verið ætlast til að fólk að kaupa ábyrgðartryggingu á öll skráningarskyld ökutæki. Slíkar tryggingar hlaupa að lágmarki á tugum þúsunda króna á ári.
Opnaði dyr fyrir hreyfihamlaða
Svavar Kristinsson hefur á undanförnum árum leitt vakningu í rafhjólavæðingu í Hveragerði. Vegna skertrar hreyfigetu í kjölfar slyss, ákvað Svavar að flytja inn rafmagns þríhjólið frá Kína til eigin nota árið 2016. Framtakið opnaði dyr fyrir hreyfihamlaða og eldra fólk. Hafa slík rafmagnshjól síðan gert þeim kleift að ferðast um sitt nágrenni á rafmagnshjólum og stunda félagsleg samskipti sem þeim var annars orðið nær ókleift. Hefur þetta reynst vera mikil félagsleg lyftistöng fyrir þá sem minnst mega sín, ekki bara í Hveragerði heldur um allt land. Nú er öll þessi vinna í uppnámi.
Mikil vakning sem nú er í uppnámi
Margir sýndu þessu framtaki Svavars áhuga og vatt innflutningur hans á rafknúnum hjólum upp á sig í framhaldinu. Með samþykkt Alþingis á breytingu á umferðarlögum á síðasta ári voru rafhjól af þessum