21.10.20

Forvarnarfræðsla fyrir 7-10 bekk varðandi létt bifhjól

 

9. bekkur í Lækjarskóla í Hafnarfirði í fræðslu

Bifhjólasamtök lýðveldisins Sniglar í samvinnu við Samgöngustofu eru með forvarnarfræðslu fyrir 7-10 bekk í grunnskólum er varðar léttbifhjól í flokki 1 og Rafhlaupahjól...

Bifhjólasamtök Lýðveldisins, Sniglar
, í samvinnu við Samgöngustofu, heimsóttu nemendur í 9. bekk í Lækjarskóla í Hafnarfirði um daginn. Í fræðslunni var farið yfir leiðbeiningar um reglur og notkun léttra bifhjóla í flokki I (vespur) og rafhlaupahjól, með áherslu á helstu hættur og öryggi, spjall og skemmtilegheit 😎🛴🛵
Hægt er að bóka fræðslu með því að senda póst á fraedsla@samgongustofa.is

Vinsamlega deilið

Virðingafyllst                                              
Guðrún #1706
Forvarnarfulltrúi
Vilberg #541
Varaformaður