23.10.20

Enn að hjóla 100 ára gamall

 


Meet one of the oldest active riders in North America

Ekki kaupa þér mótorhjól því þú munt drepa þig á því !   Í alvöru?
  Annað segir 100 ára gamall ökumaður bifhjóls í Kanada.

Í Smábænum Amherst í Nova Scotia er náungi sem enn er að hjóla þrátt fyrir háan aldur.  
Wymann Betts er maðurinn og er planað að hann leiði hópakstur mótorhjólamanna á mótorhjólahátíðinni Bordertown Biker Bash rétt áður en hann verður 101 árs.

Reyndar hafa sumir áhyggjur af getu hans til að keyra mótorhjól á þessum aldri og óska frekar eftir að hann leiði hópinn á hjóli með hliðrvagni eða þríhjóli.
En þrátt fyrir það þá er hann líklega elsti maðurinn í Norður Ameríku sem er enn að hjóla. 

Leyndarmálið er að hans sögn  "Not thinking too far ahead".

Vinir hans kalla hann "Bun" og hann hefur ekið mótorhjólum í yfir 50 ár , sem segir okkur að hann hefur byrjað frekar seint.
Hann byrjaðir á að aka um á vespu en smá saman stækkaði hjólið og í dag ekur hann um á 2003 Hondu Goldwing.   Hjólið er frekar þungt en ég virðist enn ráða við það sagði "Bun".

"Ég hef bara aldrei fullorðnast" og virðist það bara vera fín leið til að berjast gegn ellinni".

 "Bun" var einnig á kafi í fluginu samhliða mótorhjólunum og átti hann Sesnu 172 en hana seldi hann þegar hann varð 80 ára.  "Ég flaug bara um hér í nágrenninu til að skoða vötnin árnar og hvert þær runnu".

Hann reykir ekki né drekkur og er ekkert stressaður.
 Kannski er það ástæðan fyrir langlífinu.


Skráðu þig á Póstlista Tíunnar