Bessie Stringfield var líklega frumkvöðull á sinn hátt því fyrir rúmlega 90 árum var hún að njóta frelsisins og lifði eftir sínu höfði, akandi ein á Harley Davidson hjólinu sínu yfir bandaríkin já og víðar.
Bessie fæddist árið 1911 og fékk sér sitt fyrsta mótorhjól 18.ára gömul. Var það Indian Scout og lærði hún sjálf að keyra það, og þegar hún var orðin nokkuð vön á hjólinu ákvað hún svo að kasta peningi yfir kort af USA og hjóla þangað sem peningurinn lenti. Það var fyrir tíma hraðbrauta og voru vegir þess tíma mest malar og moldarvegir.
Eitt leiddi svo af öðru og árið 1930 varð hún fyrsta konan sem ók ein á hjóli í gegnum öll 48 fylki
bandaríkjana.Nei en það dugði henni ekki seinna fór hún til Hawai og svo til Brasilíu og síðan Evrópu og hjólaði þar.
Eins og gefur að skilja á þessum tíma þá vakti það gríðalega athygli að svört kona æki mótorhjóli. En þrátt fyrir það fékk hún ekki gistingu á flestum hótelum og mótelum vegna kynþáttar síns, svo oft gisti hún á bensínstöðvum og ef hún var heppinn fékk að gista hjá blökkufólki sem hún hitti á ferðum sínum.
Í seinni heimstríðjöldinni þá vann Bessie mikilvægt starf í hernum sem sendill á mótorhjóli. Hún var eina konan í sinni sendideild. Flutti hún mikilvæg skjöl milli herstöðva á bláu Harley Davidson Knucklehead hjóli meðan stríðið var.
Á Sjötta áratugnum Settist hún að í Miami keypti sér hús og gerðist húkrunarfræðingur. Þar lenti hún í smá deilu við lögregluna vegna þess að þeir ætluðu ekki að leyfa blökkukonu að aka á mótorhjóli um borgina og láta hana hafa ökuleyfi. Heimtaði hún að fá að tala við lögreglustjóran sem var eitt sinn mótorhjólalögga, hann fór með henni í náægan garð og setti upp allskonar mótorhjólaþrautir fyrir hana að leysa, sem hún gerði með stæl og fékk þar með prófið og frið fyrir lögreglunni.
Stofnaði hún svo seinna mótorhjólaklúbbinn Iron Horse Motorcycleclub og var þekkt undir nafninu Motorcycle Queen of Miami og hjólaði til kirkju alveg fram til 1970
Bessie Springfield lést árið 1993 áttatíu og tveggja ára gömul.
Hún hætti aldrei að hjóla, allavega í huganum sagði læknirinn hennar.
Bessie er minnst enn í dag í Motorcycle Hall of Fame af AMA og eru veitt Bessie Stringfield Award til þeirra sem eru duglegastir við koma kynna mótorhjól fyrir almenningi.
Hún lifði á þeim tímum sem lífstíll hennar var litinn verulegu hornauga. Það er ekki annað hægt að að dást af hugrekkinu sem hefur þurft til að gera þetta, á tíma þar sem Jim Crow lögin voru við líði í bandaríkjunum sem voru óréttlát aðskilnaðarlög sem sem betur fer eru löngu farin.
Æfisaga Bessiar var gefin út 1993 og heitir hún
Hear Me Roar: Women, Motorcycles and the Rapture of the Road