Kevin Schwantz |
Kolvitlausir ökumenn
Það var sunnudaginn 4.ágúst að undirritaður og sjö mótorhjólaáhugamenn voru saman komnir á lestarstöð í London á leið á mótorhjólakappakstur nálægt Derby í Englandi.
Keppni þessi var á Donington kappakstursbrautinni og var liður í heimskeppninni í akstri á mótorhjólum með 125cc, 250cc og 500cc rúmsentímetra vélar og hliðarvagnshjólum. Veðrið lék við okkur sem aðra, 25° hiti, logn og glaðasólskin.
Þegar við komum til Derby tókum við leigubíla af brautarstöðinni til kappakstursbrautarinnar. Á leið okkar þangað ókum við framhjá bíla og hjólastæðum brautarinnar, sem voru u.þ.b. 5 km á lengd og 1-2 km á breidd, og var þar allt fullt af bílum, mótorhjólum, hjólhýsum og tjöldum, enda var talið að um 80.000 manns væru á keppninni.
Þegar við loks komum á áfangastað var klukkan að verða 1:00 og menn á 125 rúmsentímetra hjólum höfðu lokið sinni keppni og sáum við aðeins sigurvegaranum ekið í opnum bíl sigurhringinn.
Hálftíma seinna byrjuðu 250 rúmsentímetra kapparnir sína keppni, en þeir voru í kringum 30 í byrjun og áttu að aka 26 hringi, er hver hringur 4023 metrar, eða alls 104,5 km.
í fyrsta hring rétt fyrir framan okkur rákust saman Þjóðverji og Ítali. Var að sjá að sökin væri Ítalans því að Þjóðverjinn ætlaði að tuska Ítalann eitthvað til en brautarverðir komu í veg fyrir að þeir rykju saman. En í stað þess að sjá fulltrúa Ítalíu og Þýskalands slást fengum við að heyra öll þau ljótustu orð er til eru í þýskri tungu.
Þegar þrír hringir voru eftir börðust fjórir um forustuna. Þá flaug sá á höfuðið, er hafði haft forustuna lengst af í keppninni, þulur keppninnar sagði hann hafa verið á u.þ.b. 225 kílómetra hraða er hann datt, og slapp hann algjörlega óslasaður en hjólð var í klessu.
Eftir þetta var sigurinn nokkuð auðveldur fyrir Ítalann Luca Cadalora, sem ekur Hondu, og er hann nú efstur að stigum eftir 11 umferðir með 189 stig (16 stiga forskot á næsta mann).
Þá var komið að aðalkeppninni, 500 rúmsentímetra hjólunum, oftast kölluð stóru hjólin (þessi hjól eru með allt að 500 rúmsentímetra vélar, allt að 170-80 hestöfl og mega ekki vera léttari en 130 kíló, kosta allt að 50 milljónir stykkið og laun ökumannnanna eru verulega góð). 500 flokkurinn átti að fara 30 hringi sem er 120,7 km.
Þegar keppnin hófst varð Jonn Kocinski á Yamaha fyrstur af stað, annar varð Kevin Schwantz á Suzuki og þriðji Wayne Gardner á Hondu og Wayne Rainey, núverandi heimsmeistari, á Yamaha fjórði. Í 5. hring tók heimsmeistarinn, W. Rainey, forustuna en Kevin Schwantz var aldrei langt á eftir honum og þegar tveir hringir voru eftir tók Kevin Schwantz forustuna eftir mikla baráttu og hélt henni alla leið í mark.
Eitt fjórgengishjól og eina breska hjólið, sem var í keppninni, var Norton með vankel-vél. Hjóli þessu ók Breti að nafni Ron Haslam og í hvert skipti er hann ók framhjá okkur, stóðu Bretarnir upp og hvöttu sinn mann. Við gerðum hið sama enda var þetta flottasta hljóð í mótorhjóli sem undirritaður hefur heyrt. Hjól þetta náði 12. sæti í keppninni og er það besti árangur sem náðst hefur á bresku mótorhjóli í 20 ár.
Efstu þrír urðu sem hér segir:
1. Kevin Schwantz USA Suzuki 20 stig, 41,12,18, meðalhr. 152,5 km/klst.
2. Wayne Rainey TJSA Yamaha 17 stig + 0,78 sek
3. Mick Doohan Ástral.Honda 15 stig + 19,18 sek
Þegar 11 keppnum af 15 er lokið er staða efstu manna sú að Wayne Rainey er efstur með 185 stig, annar er Mick Doohan með 175 stig og þriðji er Kevin Schwantz með 156 stig. Það sem kom okkur öllum mest á óvart var hve hávaðinn í hjólunum var rosalegur, einnig það að fólkið, sem kom til að horfa á keppnina, var á öllum aldri, allt frá fólki á níræðisaldri niður í kornabörn.
Á keppnina komu u.þ.b. 80.000 manns og var heiðursgestur keppninnar 83 ára gömul kona sem varð fyrst kvenna til að taka þátt í kappakstri á mótorhjóh' í Englandi.
DV 17.8.1991
P.S. Ef einhver hefur áhuga á að fara á svona keppni þá ráðlegg ég þeim sama að vera mættur á svæðið a.m.k. sólarhring áður en aðalkeppnin hefst.