26.8.76

Ungur aftur (1976)

Einu sinni fyrir mörgum árum, þegar ég var ungur, átti ég skellinöðru, sem ég hafði óskaplega gaman af að þvælast á.

 Sama var hvert fara átti, alltaf fór ég á hjólinu. Svo það var eins og að verða 16 ára öðru sinni, þegar ég fékk að prófa Yamaha 50 cc torfæruhjólið hjá Bílaborg. Eftir að þeir hjá Bílaborg höfðu talað við mig og boðið mér að prófa hjólið, sem ég þáði að sjálfsögöu, talað ég við Ragga frænda, en hann á torfæruhjól og vissi, hvar bestu sandgryfjurnar væri að finna. Upp í Mosfellssveit, sagði hann, og upp í Mosfellssveit fór ég.
Þegar upp í Mosfellssveit kom var Raggi mættur á Sukkunni sinni, sem er 150 cc. Yamaha hjólið, sem, ég var  með, var 49 cc. Upprunalega átti hjólið að vera 6 hestöfl, en til að komast á rauð númer og þar með [ skellinöðruklassann, var það innsiglað (2,5hestöfl. Gírkassinn er 5 gíra og frábærlega skemmtilegt hlutfall á milli gíra. Vélin er tvígengis, en hún blandar olíu og bensíni sjálf saman, venjulegt bensín er sett á tankinn og olían í sér tank undir sætinu, svo er olían, sem snýr vélina sett á mótorinn, eins og á venjulegum

22.6.76

Hún ekur um á mótorhjóli

 „Það er miklu skemmtilegra að keyra á mótorhjóli en bíl", sagði Sigríður Gunnarsdóttir þegar við hittum hana að máli eftir sandspyrnukeppnina i fyrradag. En hún var eini kvenmaðurinn sem tók þátt i þeirri keppni.

„Ætli sé ekki óhætt að segja að ég sé með bíladellu", sagði hún. En hvernig bíl á hún? „Ég á alls engan bíl. Ég á mótorhjól. Hondu 350 SL.Ég keypti það i júní og er svona að æfa mig núna. Maður er lengi að ná æfingu á mótorhjólunum. — Rétt i þessu kom aðvifandi strákur á mótorhjóli. „Ég get sagt þér að hún er mjög góður ökumaður á mótorhjóli", kallaði hann.

En þó Sigriður eigi mótorhjól ók hún áTriumph Í sandspyrnukeppninni. Hann er með 289 cubic 8 cylindra Ford vél og er bíllinn sjálfskiptur.
„Þetta var fínt" sagði hún þegar við spurðum hana hvernig hefði verið að taka þátt i keppninni.
Eg er búin að hafa bílpróf i fjögur ár og hef keyrt mikið. Hins vegar hefði ég aldrei tekið þátt i neins konar keppni. Einu æfinguna sem ég hafði fékk ég þegar ég æfði mig klukkan hálftólf í gærkvöldi.

Konur geta keyrt eins og karlmenn. 

„Það er af og frá að halda þvi fram að konur þurfi að vera lélegri ökumenn en karlmenn", sagði Sigriður. „Þær ættu að geta keyrt engu síður en þeir. Konurnar skortir hins vegar yfirleitt æfingu. Það er alls ekki hægt að álasa þeim fyrir það þar sem karlmennirnir einoka alveg bílana meðan konurnar þurfa að stunda heimilisstörfin. —EKG 

Þeir lágu yfir hjólinu í viku



„Við rifum alla aukahluti af hjólinu til þess að létta það, áður en við héldum i keppnina. Við vorum búnir að liggja yfir þvi í viku til þess að undirbúa okkur", sögðu þeir Haraldur Ingþórsson og Ásmundur Gunnlaugsson sem eiga mótorhjólið er sigraði í keppni mótorhjóla í sandspyrnukeppninni í fyrradag.


Þetta mótorhjól hafði yfirburði í sandspyrnukeppninni. Þrátt fyrir bilanir og örðugleika í viðbragðinu þeyttist hjólið framúr keppinautum sínum
Þetta hjól líktist engu þeirra hjóla sem þarna voru. Það var rétt eins og beinagrind við hliðina á hinum.
„Við fórum yfir allt hjólið og tókum burt alla þá hluti sem ekki þurftu nauðsynlega að vera á því til að komast brautina.
Við skiptum um stýri, kúplingu, stimpil, blöndung, kút og „hedd". Svo tókum við líka dekkin undan og settum gróf dekk sem gripa vel í sandinum. Núna er hjólið ekki nema 95 kiló en þegar það kom úr kassanum nýtt var það 119 kiló"
Áttuð þið von á að sigra? „Okkar hjól er ekki nema 350 cubic. Af því við vissum að Kawasaki 900 og önnur stór hjól myndu taka þátt áttum við von á að þau hirtu verðlaunin. Stóru hjólin hafa okkur alveg á malbiki. En okkar hafði betra grip í sandinum, gíraskiptingin er hagstæðari og svo vorum við líka búnir að undirbúa okkar hjól fyrir þessa keppni". EDG


14.7.75

Aftur í Tímann,,, Hringferð á Mótorhjólum 1975

Frændur á hringferð um landið 1975!

 Athugið að hringvegurinn var opnaður 14 júlí 1974 með opnun brúnna yfir Skeiðarársand !
Sennilega er þetta með fyrstu "hringferðum" um landið á mótorhjólum.
Mynd Sigmundur Einarsson
 af facebook

30.8.74

Vélhjólaklúbburinn Elding starfar á ný (1974)

Þarna hafa strákarnir fundið sér góðan
stað til bess að reyna sig í torfæruakstri. 
Við höfum satt að segja leitað með logandi Ijósum að æfingasvæði, þar sem strákarnir geta æft sig á vélhjólunum sínum, en ekki tekizt að fá neitt viðurkennt svæði," sagði Jón Pálsson tómstundaráðunautur hjá Æskulýðsráði er við ræddum við hann í gær.
   Nú stendur til að endurvekja vélhjólaklúbbinn „Eldingu" og var fyrsti fundurinn i nýinnréttuðum  kjallara í Tónabæ í gær.
   Jón sagði okkur, að margir strákar ættu orðið vélhjól en Æskulýðsráð hefur gengizt fyrir  námskeiðum i meðferð vélhjóla og fær enginn æfingaheimild á Stór- Reykjavfkursvæðinu án þess að hafa farið á námskeið fyrst.  Strákarnir verða að vera 15 ára, þegar þeir fá próf, og sagðist Jón hafa búið milli 3 og 4 þús. unglinga undir þau.
   Á Norðurlöndunum hafa vélhjólaklúbbarnir æfingasvæði, sem eru 16 m breið og 30 m löng og eru þá notaðir klossar o.fl. til þess að mynda torfærur. Keppt er til verðlauna, brons-, silfur- eða gullpenings. Jón sagði okkur, að vitanlega þyrfti þá einhvern stað til þess að geyma tækin á og vonandi væri hægt að fá svipaða  aðstöðu hér og tiðkast hjá þessum frændþjóðum okkar.
-EVI -
Vísir 30.8.1974

10.8.74

Sá stóran eldblossa úti á götunni'


Kviknaði í mótorhjóli og bíl við hörkuárekstur á Skúlagötu


Mér varð litið út um gluggann frá fangageymslunum á lögreglustöðinni, þegar ég sá allt í stóran eldblossa úti á Skúlagötu. Ég gerði strax aðvart, og við fórum í skyndi á staðinn á lögreglubilum."

Þetta sagði lögregluþjónn. sem blaðamenn Vísis hittu á Skúlagötu í gærdag, þegar lögreglan var að gera skýrslu um óhugnanlegan árekstur, sem varð á horni Vitastigs og Skúlagötu. Mótorhjól með ökumanni og farþega hafði ekið inn i hlið fólksbils, sem kom niður Vitastiginn og út á Skúlagötu. Mennirnir á hjólinu köstuðust 15 til 20 metra fram fyrir bílinn við áreksturinn, og slasaðist ökumaðurinn allmikið, en farþeginn eitthvað minna. 

Við áreksturinn kviknaði í mótorhjólinu, og brann það algjörlega. Einnig kviknaði í bílnum, en slökkviliðinu tókst að slökkva eldinn fljótlega eftir að það kom á staðinn. 

Eldblossinn, sem lögregluþjónninn sá, myndaðist þegar mótorhjólið rann aftur með fólksbílnum, eftir að hafa ekið í hlið hans framan til. Hjólið festist við bílinn aftast, og kviknaði um leið í því með miklum blossa. 

Eldurinn læsti sig einnig í bílinn, og unnu lögregluþjónar að þvi að bjarga farangri úr honum, sem var allmikill. Bíllinn er utan af landi. Hann brann allmikið aftan til.
Billinn kom akandi niður Vitastig og beygði til hægri út á Skúlagötu. Mótorhjólið kom þá aðvifandi og skall á bilnum. Framgjörðin lagðist alveg saman við áreksturinn, en djúp dæld myndaðist í bilinn.

Við þennan árekstur hefur fólksbíllinn farið yfir á vinstri vegarhelming Skúlagötunnar, því að hann rakst þar á bíl, sem kom á móti. Litlar skemmdir urðu hins vegar af þeim árekstri. 

Ökumaður fólksbilsins slasaðist litillega, hlaut nokkra skurði og skrámur.
 Farþeginn á mótorhjólinu var 12 ára gamall drengur. Hann slasaðist eitthvað minna en ökumaður hjólsins. Báðir voru fluttir á slysadeild, þar sem gert var að meiðslum þeirra.
Mótorhjólið brann gjörsamlega, og lágu plastbrettin á þeim í klessu utan á hjólinu, bráðin vegna hitans. 

Í viðtali við varðstjóra slysarannsóknadeildar lögreglunnar í gærdag, sagði hann, að slys af þessu tagi virtust því miður fullalgeng. Bílstjórar bera oft fyrir sig, að þeir hafi ekki séð vélhjól, þegar þeir aka í veg fyrir þau. 

Vélhjólamönnum hefur oft verið bent á það að aka með fullum ljósum, jafnt daga sem nætur, til að tryggja, að betur sé eftir þeim tekið í umferðinni. -

Ó H
Vísir 10.8.1974