10.8.74

Sá stóran eldblossa úti á götunni'


Kviknaði í mótorhjóli og bíl við hörkuárekstur á Skúlagötu


Mér varð litið út um gluggann frá fangageymslunum á lögreglustöðinni, þegar ég sá allt í stóran eldblossa úti á Skúlagötu. Ég gerði strax aðvart, og við fórum í skyndi á staðinn á lögreglubilum."

Þetta sagði lögregluþjónn. sem blaðamenn Vísis hittu á Skúlagötu í gærdag, þegar lögreglan var að gera skýrslu um óhugnanlegan árekstur, sem varð á horni Vitastigs og Skúlagötu. Mótorhjól með ökumanni og farþega hafði ekið inn i hlið fólksbils, sem kom niður Vitastiginn og út á Skúlagötu. Mennirnir á hjólinu köstuðust 15 til 20 metra fram fyrir bílinn við áreksturinn, og slasaðist ökumaðurinn allmikið, en farþeginn eitthvað minna. 

Við áreksturinn kviknaði í mótorhjólinu, og brann það algjörlega. Einnig kviknaði í bílnum, en slökkviliðinu tókst að slökkva eldinn fljótlega eftir að það kom á staðinn. 

Eldblossinn, sem lögregluþjónninn sá, myndaðist þegar mótorhjólið rann aftur með fólksbílnum, eftir að hafa ekið í hlið hans framan til. Hjólið festist við bílinn aftast, og kviknaði um leið í því með miklum blossa. 

Eldurinn læsti sig einnig í bílinn, og unnu lögregluþjónar að þvi að bjarga farangri úr honum, sem var allmikill. Bíllinn er utan af landi. Hann brann allmikið aftan til.
Billinn kom akandi niður Vitastig og beygði til hægri út á Skúlagötu. Mótorhjólið kom þá aðvifandi og skall á bilnum. Framgjörðin lagðist alveg saman við áreksturinn, en djúp dæld myndaðist í bilinn.

Við þennan árekstur hefur fólksbíllinn farið yfir á vinstri vegarhelming Skúlagötunnar, því að hann rakst þar á bíl, sem kom á móti. Litlar skemmdir urðu hins vegar af þeim árekstri. 

Ökumaður fólksbilsins slasaðist litillega, hlaut nokkra skurði og skrámur.
 Farþeginn á mótorhjólinu var 12 ára gamall drengur. Hann slasaðist eitthvað minna en ökumaður hjólsins. Báðir voru fluttir á slysadeild, þar sem gert var að meiðslum þeirra.
Mótorhjólið brann gjörsamlega, og lágu plastbrettin á þeim í klessu utan á hjólinu, bráðin vegna hitans. 

Í viðtali við varðstjóra slysarannsóknadeildar lögreglunnar í gærdag, sagði hann, að slys af þessu tagi virtust því miður fullalgeng. Bílstjórar bera oft fyrir sig, að þeir hafi ekki séð vélhjól, þegar þeir aka í veg fyrir þau. 

Vélhjólamönnum hefur oft verið bent á það að aka með fullum ljósum, jafnt daga sem nætur, til að tryggja, að betur sé eftir þeim tekið í umferðinni. -

Ó H
Vísir 10.8.1974