Einu sinni fyrir mörgum árum, þegar ég var ungur, átti ég skellinöðru, sem ég hafði óskaplega gaman af að þvælast á.
Sama var hvert fara átti, alltaf fór ég á hjólinu. Svo það var eins og að verða 16 ára öðru sinni, þegar ég fékk að prófa Yamaha 50 cc torfæruhjólið hjá Bílaborg. Eftir að þeir hjá Bílaborg höfðu talað við mig og boðið mér að prófa hjólið, sem ég þáði að sjálfsögöu, talað ég við Ragga frænda, en hann á torfæruhjól og vissi, hvar bestu sandgryfjurnar væri að finna. Upp í Mosfellssveit, sagði hann, og upp í Mosfellssveit fór ég.Þegar upp í Mosfellssveit kom var Raggi mættur á Sukkunni sinni, sem er 150 cc. Yamaha hjólið, sem, ég var með, var 49 cc. Upprunalega átti hjólið að vera 6 hestöfl, en til að komast á rauð númer og þar með [ skellinöðruklassann, var það innsiglað (2,5hestöfl. Gírkassinn er 5 gíra og frábærlega skemmtilegt hlutfall á milli gíra. Vélin er tvígengis, en hún blandar olíu og bensíni sjálf saman, venjulegt bensín er sett á tankinn og olían í sér tank undir sætinu, svo er olían, sem snýr vélina sett á mótorinn, eins og á venjulegum
fjórgengisvélum. Bensíntankurinn tekur 6 lítra, en olítankurinn fyrir blöndunina tekur 1 lítra. 180 mm eru undir lægsta púnkt á hjólinu. Þyngdin er 70 kíló, og hjólið kostar um 180 þúsund.
Þegar upp í sandgryfjurnar kom, bættum við bensíni og olíu á hjólið, siðan var það gangsett, og ég af stað. Heldur voru nú tilburðirnir klaufalegir til að byrja með, en sem betur fer voru ekki aðrir en Jim Ijósmyndari og Raggi frændi vitni að því, þegar ég var að kynnast hjólinu og fá æfingu [ að keyra á tveimur hjólum aftur.
feilpúst, þótt gusurnar yrðu miklar. Og áfram hélt ég að þræla hjólinu upp og niður sandbrekkurnar, svo hjóliöð flaug langar leiðir í lausu lofti eftir að brekkubrúnunum sleppti. Á einu hjóli var keyrt og
teknar krappar beygjur í íllfærum sandinum, svo hjólið prjónað og jós, eins og það heitir víst á
Enginn vafi er á því, að ég varð 16 ára aftur þarna í sandgryfjunum, og ef ég í alvöru væri 16 ára, er ekki nokkur vafi á því, hvað ég myndi gera við 180 þús. kr. ef ég ætti þær.
35. TBL. VIKAN 39
26.8.1976