22.6.76

Hún ekur um á mótorhjóli

 „Það er miklu skemmtilegra að keyra á mótorhjóli en bíl", sagði Sigríður Gunnarsdóttir þegar við hittum hana að máli eftir sandspyrnukeppnina i fyrradag. En hún var eini kvenmaðurinn sem tók þátt i þeirri keppni.

„Ætli sé ekki óhætt að segja að ég sé með bíladellu", sagði hún. En hvernig bíl á hún? „Ég á alls engan bíl. Ég á mótorhjól. Hondu 350 SL.Ég keypti það i júní og er svona að æfa mig núna. Maður er lengi að ná æfingu á mótorhjólunum. — Rétt i þessu kom aðvifandi strákur á mótorhjóli. „Ég get sagt þér að hún er mjög góður ökumaður á mótorhjóli", kallaði hann.

En þó Sigriður eigi mótorhjól ók hún áTriumph Í sandspyrnukeppninni. Hann er með 289 cubic 8 cylindra Ford vél og er bíllinn sjálfskiptur.
„Þetta var fínt" sagði hún þegar við spurðum hana hvernig hefði verið að taka þátt i keppninni.
Eg er búin að hafa bílpróf i fjögur ár og hef keyrt mikið. Hins vegar hefði ég aldrei tekið þátt i neins konar keppni. Einu æfinguna sem ég hafði fékk ég þegar ég æfði mig klukkan hálftólf í gærkvöldi.

Konur geta keyrt eins og karlmenn. 

„Það er af og frá að halda þvi fram að konur þurfi að vera lélegri ökumenn en karlmenn", sagði Sigriður. „Þær ættu að geta keyrt engu síður en þeir. Konurnar skortir hins vegar yfirleitt æfingu. Það er alls ekki hægt að álasa þeim fyrir það þar sem karlmennirnir einoka alveg bílana meðan konurnar þurfa að stunda heimilisstörfin. —EKG