18.8.15

Ferðasaga síðan 1976 Hringferð

Steini Tótu sendi okkur ferðasögu sem hann skrifaði eftir mynni og smá flettingum í heilabúi mínu.En ferðin var farin í júní mánuði árið 1976. Þar sem þessi grein er stór áhvað Steini að við myndum skipta þessu niður á nokkrar vikur. En hér er sem sagt fysti hlutinn og myndskreittur með myndum úr ferðini. á þessum árum áttum við varla fyrir bensíni á hjólin svo ekki voru myndavélarnar upp á marga fiska á þessum tíma.En gefum Steina orðið.


Partur 1. 1976. 3 CB og misgengis Kawi í utanlandsferð.

 Smá formáli að sögu sem er svo lýgileg, að ekki er séns í helvíti að skálda annað eins bull. Skrifað eftir minni og frekar dregið úr. Fólk sem vill ekki vita sín bernskubrek þarf ekkert að lesa lengra Næsta vor, 2016, verða 40 ár frá þessum túr Hér er faraskjótinn til útlanda Herjólfur sá fyrsti. Þarna urðum við láta hífa hjólin um borð og binda þau svo utan í lúgukarminn. Enginn ekjuskip Vertíðin var að klárast og í einhverju rugli fyrr um vorið hafði okkur dottið í hug að fara hringinn um Norðurey. Sem sagt Utanlandsferð. Tryggvi Bacon á CB 750 ´71 , aldurs forseti ferðalanga, fæddur snemma í árinu, var að verða gamall, alveg orðinn 19. Fæddur 58 var Tommi í Höfn á misgengis 400 Kawanum og við ungviðið, 59 módel Einar Arnar á Brekku á CB 500 '72 fæddur snemma í árinu og Steini Tótu á CB 750 ´71. Sögumaður er Steini Tótu, sem hafði bíttað við Kolla í Súkku á aleigunni og þessari Hondu.
Hér erum við frændur
að undirbúa ferðina miklu.
 Kolli fiskaði peyjann um hvað væri til af aurum og það kostaði svo Hondan. Flottur karlinn. Svo lánaði hann fyrir farinu heim. Ritari varð sem sagt 17 seinna um sumarið. Ferðasagan litast aðeins af þessu gamla rugli að fæðingadagur ráði skírteinis úthlutun. Hafa skal í huga að á þessum tíma vissum við bara um 9 stk. 4 cyl. Japönsk hjól á landinu. Það voru 5 900 Zetur, 3 750 Four og þessi 500 Einars. Óljóst slúður var af einu CB 350 á Vellinum, en aldrei staðfest. Ferðalagið byrjaði með fullt af veseni við að smíða bögglabera, sem fengust ekki í búðinni, plana hver ætti að bera tjaldið ( voru helvíti stór þá ) hvað langt o.s.frv. Svefnpokar þessa tíma þurftu Station bíla til að ferðast.

Fyrsta áning í Hvalfirði
smá smókur og
aflöppun í gangi þarna

 Redda þurfti nýjum dekkjum, sem alltaf var stórmál. Nema, þetta var að gerast korter fyrir vor í þvottahúsi Totu, heima hjá Labba á Horninu og annars staðar sem aðstöðu var að fá. Næsta skref var gamli Herjólfur. Við lentir með opna hjálma a la Vestmannaeyjar, á leið upp Ölfusið, komnir á Norðurey. Framundan var heimurinn allur, á möl. Þegar komið var í stórborgina Reykjavík, var búið að finna út að opnir hjálmar voru ekkert sérstakir til langferða og farið var í hjálma reddingar og fleira stúss, gott ef menn keyptu ekki vettlinga og dót hjá Hannesi Ólafs og síðan gist einhversstaðar hjá Gó Gó píum sem frændi heimsótti í vinnuna. En þær voru undanfari Panhópsins fræga sem síðar varð.


Fyrsta daginn í hringferðinni vorum við bara þrír, þar sem Tommi var ekki búinn að ganga frá kaupum á hjólinu og ætlaði að koma á eftir okkur og hitta síðar. Þennan dag komumst við alla leið Borgarnes! Farangur sem ekki vildi tolla á hjólunum töfðu för allverulega auk þess að Beyr fékk stein í olíupönnuna svo að smitaði. Það var stress að vera að tapa olíu og kostaði nokkur stopp. Á Akranesi fundum við svo einskonar Eyjabúð, þar sem Bogi hét reyndar Hannes, hvar við bættum á olíum og slikkeríi fyrir framhaldið.

Vel klyfjaðir af farangri enn í Hvalfirði.
 Einar Arnar var okkar Regnbogabarn. Hann tók eineltinu vel en lá sérstaklega vel við höggi, aðallega vegna þess að hann var á litlu eftirlíkingunni af alvöru Hondu, CB 500. Við kölluðum hann okkar á milli Skúffa vegna sterklegs hökulags. Á einni brúnni undir Hafnarfjalli náði hann ekki að beygja upp úr farinu, frá holu við brúarendann, og beyglaði aftur felguna. Þar sem hann var líka alltaf síðastur í röðinni, fékk hann mesta rykið og drulluna frá okkur hinum og var orðinn vel dökkur í framan. Þegar Tryggvi, í miðju viðgerðar hléi þar sem við dáðumst að beyglunni, sagði að hann væri orðinn eins og niggari í framan og við að spá í felgunni, datt í hausinn á mér betra nafn á Einar. Eftir þetta var alltaf talað um Skúffu-Nigg-Felgan. Borgnesingar tóku okkur alls ekki fagnandi.
Komum í þorpið og tjölduðum. Vorum varla búnir að setja standarann niður í sjoppunni þegar Löggan kom og tilkynnti okkur, kurteisislega og mjög ákveðið, að þeir vildu okkur burt úr bænum. Þeir vildu ekkert með svona mótorhjólagengi hafa að gera í sínum bæ. Við reyndum að sannfæra þá um að við værum nú bara sjómenn úr Eyjum á ferðalagi, dauðþreyttir eftir langan dag, búnir að keyra allan Hvalfjörðinn, upplönd Borgarfjarðar og allt!
Okkur vantaði bara gistingu og eitthvað að borða. Þeir gáfu pínu eftir. Þó ekki meir en svo, að við fengum fylgd uppúr þorpinu, á tjaldstæðið og langa ræðu um hvað það yrði vont fyrir okkur ef við keyrðum í vitlausa átt morguninn eftir. Alla nóttina rumskuðum við svo í hvert skifti sem þeir keyrðu um tjaldstæðið í eftirliti með Genginu að sunnan. Borgarnes löggur hafa ekki verið í neinu sérstöku uppáhaldi hjá mér, alla tíð síðan. Breyttir tímar í þeirri sveit í dag, sem betur fer.
  Skrifað af Steini Tótu. 

Hér er Partur 2 í ferðasögu Steina Tótu.


 Dagur tvö byrjaði með pirringi út í yfirvald heimsins. Okkur hafði sennilega aldrei langað eins mikið í kók, kaffi eða bara sjoppu almennt, en hún var einmitt bara 500m. eða svo í bannaða átt. Meðan verið var að græja af stað tok svo spenningurinn yfir, því framundan var ævintýri í rykinu, frægur Fjallvegur no.1, Holtavörðuheiðin. Ferðin yfir heiðina og um Húnaþing vestra var að flestu leiti tíðinda lítil utan sprungið dekk hjá mér í Norðurárdalnum og aftur nærri Staðarskála. Þá kom í ljós að við vorum ekki alveg útbúnir í dekkjaviðgerðir á víðavangi. Það gat verið bísna seinlegt að leita um sveitir eftir verkfærum og lofti. 
Þarna er puntering no 2 við Staðarskála
 þann gamla og þá er bara að fara að
rífa afturgjörðina undan og laga



Þær áttu nú eftir að verða mun fleiri dekjasprengingarnar í ferðini. Fjárhagslegt skipulag ferðarinnar hafði eins og annað skipulag, gleymst. Þetta kostaði Hvammstanga skrepp, símaklefa og langt spjall við mömmur ferðalanga þar til síma ávísun fékkst fyrir erfiðið. Komið var undir kvöld þegar við loks höfðum aftur fast undir hjólum á brúnni yfir Blöndu. Svo fegin var maður að losna af mölinni nokkra metra að keyrt var nokkrar ferðir fram og til baka á brúnni. 
Allt orðið klárt fyrir ferðina til Blönduós. 


Og hárið á okkur orðið eins og hampur viðkomu eftir stanslausan rikmokstur vegarins. Blönduós Löggan kom og spjallaði við okkur, aðallega að spyrja frétta af þjóðveginum, hvernig gengi á mölinni og svoleiðis. Alveg fínir gæjar, annað en kollegar þeirra hinu megin við heiðina. Þarna tjölduðum við í göngufæri við sjoppu og kamar og höfðum það eins og kóngar. 

"Renolds. Keðjur og kílreimar frá Fálkanum!" 

Þessi auglýsing sem glumdi oft á Gufunni átti eftir að koma oft upp í hugann áður en dagur þrjú kláraðist. Við vorum sem sagt enn á norðurleið, keyrðum greitt að okkur fannst, en það gekk rólega að komast norður á við vegna lítils hraða í viðgerðastoppum. Við vorum þó komnir niður í ca. klukkutíma á sprungið dekk. Demparar þess tíma voru heldur ósáttir við veginn, sérstaklega hjá þeim sem var með tjaldið á hverjum tíma, og sprakk helst á því hjóli. Hjólin voru líka byrjuð að létta sig sjálf. Dót sem þeim fannst óþarft, vildi losna og yfirgefa samkvæmið. Þá bar orðið á hönnunar vandamálum í bögglabera smíðinni. Þurfti þess vegna að vingast við vélsmiðjumenn á leiðinni. Seinnipart dags vorum við í Skagafirðinum, að mig minnir í nágrenni við Silfrastaðarétt við mynni Norðurárdals Nyrðri, þegar heyrist bang og ekkert meira keyr í Hondunni minni. 
Þarna var allt steinstopp
og keðjan slitin 
en eftir að skoða og sjá okkur til mikillar skelfingar að keðjan sjálf var ekki stóra vandamálið eins og átti eftir að koma í ljós. Nýr Renolds keðjulás, verslaður í póstkröfu frá Fálkanum fyrir túrinn hafði slitnað eða opnast , keðjan tvöfaldaðist á fremra tannhjólinu og braut stórt gat á gírkassann. Nú var Tótumann í síðum hægðum. Langt í allar áttir og naddan stopp. Við vorum að velta okkur uppúr þessu dágóða stund þegar aðvífandi kemur bíll og maður spyr hvort eitthvað sé að. Ég hélt það nú. Allt væri í klessu og lífið á leið í hundana. Blessaður vertu maður. Ég er hérna með fínan spotta sem þú getur fengið og félagi þinn bara dregur þig hvert sem þið ætlið! Þarna birti heldur betur til í tilverunni og við sáum að þetta var alveg gerandi. Okkur leist ekkert á að fara til baka, það var í vitlausa átt, þó styttra væri. Við vorum orðnir svo brattir, með þennan fína spotta að ákveðið var að fara Öxnadalsheiðina á honum. 



Þarna var byrjað að græja dráttartogið
 fyrir dráttinn til Akureyrar og framundan
 Öxnadalsheiðin með sinni grófu möl og
misvel hefluðum þjóðvegi.
Það má vel sjá hvar keðjan lafir þarna niður í götu Þetta gekk bara alveg ótrúlega vel þó Hondan Tryggva þyrfti stundum að hafa helvítis helling fyrir lífinu í bröttustu brekkunum. Heiðin var nefnilega vel kröpp á köflum í denninu og þröngt milli hryggja. Þessi reynsla að hanga í spotta aftan í öðru hjóli hefur síðan oft komið sér vel. Ég hef marg oft dregið menn á hjólum gegnum árin, við klikkaðar aðstæður stundum, og þá er gott að vita hvernig það er að vera á hinum endanum. 



Hér er Hondan hans Tryggva
klár í hjóladráttinn langa.
 Það tók allt kvöldið að komast inn á Akureyri en þegar við loksins komum inn á Torg, rétt undir miðnætti fór ævintýrið á fulla gjöf. Maður spurði hvort menn vissu hvar Heiddi væri. Heidda hafði ég kynnst á vertíðinni árinu áður í Eyjum, þar sem hann var á Gullborginni, og við smullum saman, og áfram um árin. Auðvitað vissu menn hvar Heiddi væri og einhver spændi niður á Eyri og náði í hann. 

Partur 3 Akureyri 


Heiddi kom á Torgið og bauð okkur velkomna eins og alla hjólamenn sem til Akureyrar komu í hans tíð, reddaði mönnum og hjólum, alveg í logandi hvelli og vandamál voru geimverur. 
Á korteri var búið að græja viðgerð á hjólinu. Bragi Finnboga, eigandi Akureyrar Hondunnar, eins og við kölluðum hana, systir minnar, þ.e. Hin sem kom í sama skipi ´71 og eldri bróðir Stebba Ílu var fenginn í málið og byrjað yrði strax daginn eftir.
 Einar átti ættingja uppi á Brekku ( tilviljun ) og þar gistum víð í góðum málum. Daginn eftir var mótorinn tekinn úr Hondunni á bílastæðinu og settur í mekka hendur Braga, sem tók í sundur og reddaði ál-suðumanni til að bralla í mótor helmingana ( Sem eru reyndar frægir í annarri sögu ) og hand slípa planið þar sem keðjan kom inn. Þessi suða er enn í hjólinu tæpum 40 árum síðar og hefur farið víða um lönd og nokkra hringi um Norðurey. 

Hér eru allar fjögura cylindra Hondur Islands
þessa tíma saman komnar á Akureyri. 
Eftir að hafa brölt mótornum í skúrinn til Braga, stóð Hondan úti á plani, hálf nakin og ræfilsleg að okkur fannst og kominn tími á okkur að fara í bað. Það var upplit á sundlaugargestum þegar við skoluðum þjóðveg eitt af okkur og úr síða hárinu.
Gólfið í sundlaugar sturtunni varð eins og vigtarplanið heima í loðnulöndun. Svo skolaði maður sokkana og nærfötin,og fór í hitt settið, og hengdi blauta dótið á ofninn um kvöldið.
 Einn daginn í skúrnum vorum við að stumra yfir mótornum, Bragi og við frændur, þegar óvenju mikill snúningur heyrist utan frá úr CB 500. Ég stakk upp á að Einar hefði hitt Tugtann og gott væri að opna hurðir fyrir hann. Nei ekki alveg svo.
Hér erum við frændur búnir að rífa
mótorinn úr græjuni minni á
malarplani sem var í stíl við vegina.
 

 Þarna höfðu hins vegar örlög Einars og framtíð ráðist. Hann stökk af hjólinu, reif af sér vettling hægri handar og tróð hendinni í andlitið á okkur með svip sigurvegarans. Við sniffuðum og fannst lyktin "sérstök". Kom úr dúrnum að Einar hafði fundið sinn lífsförunaut og var ilmurinn af fyrsta alvöru fundi þeirra hjóna. 

Einhvern vegin úr rykinu byrtist Tommi í bænum tveim nóttum síðar eða svo. Hafði skilið 400 Kawann eftir bensínlausan við Þelamörk og labbað til Akureyris. Fyrir GSM var þetta gert svona en við vissum ekki fyrr en hann bankaði uppá seint um nótt. Bærinn var ekki stærri en svo að hann gekk um þar til hann fann hjólin og bankaði þar! Beyr frændi keyrði hann með brúsa að sækja misgengis græjuna en þá kom í ljós að kúplingin var í steik og Tryggvi tók fram spottann, vanur maður og dröslaði Tomma í bæinn.
 Hér er 400 misgengis
Kawinn hans Tomma í Höfn
.
 Stoppið í bænum varð að 10 dögum áður en við vissum af. Hryllilega gaman. Þar sem við þekktum Heidda, var allt í boði sem bærinn hafði að bjóða. Það var hreinlega þjófstart að vera með honum á ferðinni. Allavega var viðhald Bergsættarinnar ekki í hættu. Gekk svo langt að frændi lánaði mér Honduna sína eitt kvöldið til Dalvíkur í brýnt erindi. Hann var stíft hugsi þann daginn. Eitt kvöldið í tunnuportinu við Sjallann upphófst röð ótrúlegra hendinga lífsins.
Verandi í djúpum samræðum við innfæddan tourist guide, farinn úr leddaranum svo henni yrði ekki kalt að sitja á tunnulokinu sem voru úr stáli í denn ( Zinkhúðuð í S & M ), kom í ljós daginn eftir að veskið hafði yfirgefið jakkann meðan enginn leit eftir.
Og mótorinn klár í að rífa hann sundur.
Og 500 Hondan hans
 Einars lúrir þarna á bakvið
.

Málið var talsvert snúið þar sem nafn ferðaþjónustu aðilans hafði ekki verið til umræðu svo ég gerði það sem borgarar gera, snéri mér til yfirvalda og tilkynnti veskið týnt. Fór í Ferkantinn við Þórunnarstræti og sagði frá því sem þeir þyrftu að vita um veskið. Kemur að þessum samskiftum síðar. 

 Mótorinn í Hondunni var kominn saman og í, á viku. Við tók Gann með helling af spæni þangið til dekkið var eiginlega búið. Ekkert nýtt dekk var í boði í Norðurampti það sumarið. Þegar hér er komið í sögunni kemur Renolds aftur að málum. Þar sem hann er bróðir myrkrahöfðingjans Lucas, er ljóst að bilun getur hæglega haft áhrif á nær umhverfi sitt, þ.e. Bilanir flytjast milli hjóla. Þetta vita hjólamenn.
Þarna var gúmmað út í eitt
 eins og engin væri morgundagurinn,
 tala nú ekki um hvað það var líka
erfitt að fá dekk en who keres.

Nipparnir fengu þetta með þegar þeir stálu evrópska hugvitinu um öldina miðja. Beyr frændi fer að heyra og finna brak í Hondunni þar sem við erum að spóla á glænýju malbikinu á Glerárgötunni. Maður spólaði út annann meðan tjaran var blaut! 

 Við sáum ekki samhengið þá, en drátturinn upp Heiðarsporðinn hefur sennilega drepið endaleguna í gírkassanum. Ekki bætti Tomma drátturinn. Allavega, hún var farin og blankur Beyr vildi laga þetta heima. Sem passaði vel fyrir Tomma sem líka var orðinn blankur og treysti sér ekki auralaus austur fyrir land. 
Flótti var líka að bresta á liðið, yfirvofandi trúlofanir og leiðindi ef menn færu ekki að drífa sig. 
Þótt vélin í hjólinu mínu væri sundurrifin í bílskúr úti í bæ þá skemmtum við frændurnir okkur alveg konunglega þessa 10 daga á Akureyri.

 Úr varð að Hondan og Misgengis Kawinn voru sett á bíl með þekktum trúarbrögðum bindingamála sem dugðu þó ekki gegn malarvega fjöðrun flutningabíla þegar heim var komið. Sama hvað vel var bundið, þá urðu nudd skemmdir á hjólunum. Tryggvi reyndi svo að keyra til Þorlakshafnar en var rétt kominn niður Þrengslin þegar úrtaks öxullinn yfirgaf gírkassann. Með í för, til andlegs stuðnings , var vinur okkar Steinþór frá Hveragerði, Trabant og Gó Gó eigandi. Hann keyrði niður í þorp. sótti spotta og dró frænda til baka á Trabbanum þar sem dallurinn var farinn. Utanladsferð Tryggva endaði svo með gamla Herjólfi frá Reykjavík, í sinni síðustu ferð til Eyja. Við Einar ákváðum að hætta ekki í miðju bulli, vera Mano og láta vaða á veginn, sem við gerðum. 
Hér er Beyr frændi komin heim til Eyja og
búin að skipta um legur og bara hamingjusamur.
En við Einar héldum áfram austur með
 landinu áhveðnir í að klára hringinn. 

.
Maður fór á símstöðina, fékk klefa og hringdi í mömmu Tótu, sem fór í útgerðina, fékk fyrirfram og sendi pening daginn eftir í póstávísun á það pósthús sem næst var vitleysunni hverju sinni. Klikkaði aldrei.



Hringferðin 1976. Partur 4. Austur.

 Eftir þetta, með dekkin búin, dempara í drasli og vegina enn verri, sprakk að jafnaði tvisvar á dag. Það var eftirá fín reynsla, en með farangur allan aftan á, þurfti að sleppa uppréttur frá ýmsum útgáfum af sprungnu dekki. Hratt, hægt, beygjur, brekka, framan, aftan o.s.frv. Man ekki með strákana en hjá mér punkteraði (Akureyriskt sprungið dekk ) 15 sinnum að aftan og tvisvar að framan í þessari ferð. Man sérstaklega eftir Mývatns öræfum þar sem ég endaði allur vinstra megin við hjólið, dragandi lappirnar, og hjólið stóð í ruðningnum hægra megin. Beyglað púst og alles.
 Hér situr Einar á Honduni minni upp
 á möðrudalsöræfum sem voru
 jú skelfilegur vegur á þessum tíma
.
 Í minningunni held ég að við höfum náð á Egilsstaði í einni atlögu. Kannski sprakk bara tvisvar þann daginn. Til er mynd af punkteringu á Möðrudalsöræfum frá Einari. Allavega, þar var frábært að koma og vera í góðu veðri. Tjaldað og slakað. Í sól og hita liggur mönnum minna á. Upp kom hugmynd að kíkja á Norðfjörð. Það væri smá krókur en Neskaupsstaður var hot á Gufunni þessa daga sem hin Höfuðborgin. Mótvægi við borg óttans hvar kapitalistar rændu múginn, sem blómstraði brosandi í vinnuparadísinni á Norðfirði. Ekki dró úr að hafa frétt af öflugum hjólamönnum, þarna hinu megin á stærstu eyju Vestmannaeyja. Þetta varð gó eftir stutt fundarhöld. Tveir á ferð rétt sleppur við að vera hópur.


 Þegar hlutir byrja að fara úrskeiðis,
 enda þeir gjarnan afsíðis.
 
Fjallvegurinn Fagridalur var í skýjum, en að koma í Hnúkaþey niður á firðina! Algerlega meitlað í minninguna. 20 stiga hiti og brosandi líf. Föstudagur og allt að gerast. Fréttum af balli í Eigilsbúð meðan við tönkuðum á Eskifirði og horfðum upp brattan að Oddskarði, löngu áður en einhverjum datt í hug bora gat í fjallið, hvað þá tvö svoleiðis. Í þessum pælingum bar að tvo misgengismenn. Annar á 750 H2, hinn á 400 S3. Sögðust vera Nobbarar og spurðu frétta. Við sögðum þeim hjólasögur að sunnan og fengum prepp fyrir balli og tjaldstæði við vitann hjá þeim. Eftir spjall buðust þeir til að gæda okkur yfir fjallið og kynna okkur fyrir menningu Nekaupsstaðar sem við þáðum, glaðir með hjálpsemi heimamanna.
Hér komnir inn til Egilstaða.



 Eftir tvær beygjur eða svo í hjallanum ofan Eskifjarðar hófst algerlega óvænt dauða race yfir skarðið.
Keppt var í tveim flokkum, að 500cc og svo 750. Ekki var nokkur leið að sjá undanfarann í rykmekkinum sem fór ekki neitt í logninu, nema rétt þegar maður mætti honum eftir U beygjurnar sem nóg var af. 
Maður miðaði bara í mökkinn miðjan, hlustaði á H2, sniffaði 2T og vonaði það besta. Þetta gekk með helvítis látum upp skarðið og yfir, alveg þangað til það klikkaði á niðurleið hinu megin. Misreiknaði hljóðið og brattann og fór beint meðan slóðin fór í hina áttina. 
Það hallaði verulega undan þarna efst í hlíðunum og var alls ekki slétt undir hjólum. Um það bil sem ég ætlaði yfirgefa nödduna og láta hana eina um fjallið, birtist vegurinn aftur eftir síðasta U, þar sem ég lenti eins og fínn maður og var nú á undan. Þegar 750 keppendurnir stoppuðu við rimlahliðið á bæjarmörkunum, var ekki sagt eitt einasta orð meðan beðið var eftir seinna hollinu. Þegar þeir voru komnir og við svissuðum á, sagði H2. Þú hefur séð þetta þarna? Já já, var svarað og skellt í gír. 
Þetta var síðla dags og fegurð fjarðarins endalaus í blíðunni þar sem rúllað var í rólegheitum út fjörð, að bænum. 

Þarna um bil tóku örlagadísirnar yfir og fóru að leika sér með okkur drengina. Þar sem komum að bænum, keyrum við fram á splunku nýtt og afgirt malbik á aðalgötunni. Hey! Spól og spæn, minnugir Glerárgötunnar og við í það, nema infæddir voru greinilega ekkert spenntir fyrir þessu, við skildum ekkert í því þá. Vorum rétt byrjaðir að gúmma, skelli hlæjandi, þegar karl skröggur kemur æpandi og patandi út í loftið. Við sláum af til að heyra hvað hann hafði að segja. Sem var í stuttu máli að hætta þessum skemmdarverkum á eigum bæjarinns í hvínandi hvelli eða við yrðum læstir inni og sektaðir í drep. Eftir nokkurra sekúndna fund, sem aldrei fór fram var ákveðið að lúffa til að halda frið við þennan klikkara.

 Okkur fannst dudinn nett fyndinn með allan þennan hávaða út af engu. Lagður hafði verið malarslóði meðfram þessum framkvæmdum á aðalgötu Nobbfjarðar. Þar stóð karlinn eins og hann ætti fjörðinn og við urðum að rúlla framhjá honum. Í ADHD kasti setti ég í annann og mokaði slóðanum yfir karlinn. Góð eða slæm ákvörðun? Maður tók ekki ákvarðanir 16 bráðum 17 ára. Maður gerði bara beint af augum! Fórum gegnum Kaupstaðinn og tjölduðum við vitann. Vorum rétt að koma okkur fyrir þegar Gunna Stína kemur á bling nýju CB 50 sem var kæfandi kraftlaust. Hún var hress og losnaði við innsiglið meðan við spjölluðum saman. Sjoppan á bakkanum beið. Þar var allt sem ferðalangar þurftu. Samskiftamiðstöð bæjarinns. Rétt lentir þar að troða í okkur, þegar karlinn kemur aftur, sá sami og hafði í hótunum fyrr um daginn. Núna óð verulega á honum, 
Akureyri
Tilkynnti fyrir hönd Norðfjarðar að bæjarsamþykkt no. Einhvern andskotann segði að akstur mótorhjóla væri bannaður í bæjarfélaginu eftir kl. 11.00 Ég var í miðri pylsu, með allt í gangi, pjöllur á kantinum og spyr karlinn. Hvurn andskotann hefur þú með það að gera. Hann átti verulega bágt með sig meðan við föttuðum ekki VALDIÐ sem hann hafði. Hann blés upp, varð skrítinn í framan og sagði. Ég er sko Bæjarfógeti hér!
                                                       
     Ái.

Partur no 5.

 Það sljákkaði í okkur við þessar upplýsingar. Allavega um stund en samt náði ég að spyrja karlinn hvort þessar heimsku reglur um mótorhjól eftir kl. 11 væru frá honum komnar? Hann var við það að froðufella þegar hann sagði að það væru aðrir eins villimenn og við sem voru þenjandi um fjörðinn um stillar nætur sem hefðu komið því á. Bæjarstjórn hafi tekið á málinu og það væri hans að fylgja því eftir og við skildum bara hlíta því. Hjólamenn sem við hittum seinna á ballinu viðurkenndu að þetta væri málið. Bannað eftir 11. Við báðum fógeta að slaka á, við yrðum til fyrirmyndar hér eftir. Hann kvaddi með þekktum frasa. Það verður sko fylgst með ykkur! Skömmu síðar vorum við komnir á rúntinn með infæddar farastýrur aftan á, ball að bresta á og allt undan gengið löngu gleymt. Það var til siðs að prjóna fyrir utan ball í okkar uppeldi og við Egilsbúð var ekki gerð að nein undantekning frá því. Reyndar frábær staður þar sem brekka var upp með ballinu og maður náði að setja í annann í loftinu og klára götuna. 
Í fjórðu ferð upp með ballinu var klukkan að nálgast hálf tólf og þar sem hjólið kom niður efst í brekkunni, stóðu tveir menn með útréttar hendur. Annar í búning, hinn var fógetinn, vel dimmur. Lærði þarna að rétt viðbrögð í stöðunni voru að gíra niður og botna, gerði það næst, en aðstæður þarna buðu ekki uppá það. Gatan endaði þarna í hægri beygju og löggustöðin var akkúrat þar! Hvernig gátum við vitað það? Hnakkskrautin sögðu ekki orð um það frekar en annað meðan á rúntinum stóð. Við vorum sem sagt handteknir. Sagt að leggja hjólunum og vorum leiddir með þéttu taki um upphandlegg í varðstofu. Fógeti hélt langa ræðu um einbeittan brotavilja, áminningar og svikin loforð um hegðun. Forhertir utanbæjarmenn hefðu ekkert í hans umdæmi að gera. 
Þess vegna hefði hann í góðmennsku kasti ákveðið að vísa okkur úr bænum frekar en að fangelsa okkur. Búningurinn hélt sig til hlés meðan þetta gekk yfir. Held reyndar að þeir hafi viljað komast heim. Komið að miðnætti, vaktin búin og engann mannskap að hafa til vöktunar á okkur. Allavega, eftir blástur fógeta var komið að erfiða partinum. Spurt var um ökuskírteini. 
Insiglið komið úr Cb 50 hjá gelluni.
á Norðfirði og hún alsæl með kraftinn
.

 Einar sýndi sitt í snatri, sveittur eftir lesturinn en agalega fegin að eiga svona Teini og ég átti leik. Sko: Ég var ekki með það á mér því ég hafði ekki séð Teinið síðan við vorum á Akureyri. Við hefðum ekki leitað fullkomlega í dótinu svo það væri smá möguleiki á að það væri einhversstaðar í tjaldinu en ég var ekki bjartsýnn. Reyndar hafi ég beðið Lögregluna á Akureyri að svipast um eftir veskinu og senda til Eyja ef það kæmi fram. Væri ekki ráð að þeir hefðu samband við kollega sína þar meðan við færum með búningnum út að Vita og leituðum af okkur allan grun í tjaldinu? Þessi tillaga fékk svo sem engin húrrahróp, en þeir fóru þó afsíðis og ræddu saman. Úr varð að fógeti settist víð símann meðan búningurinn elti okkur í tjaldið og var frekar stífur meðan við gerðum dauðaleit að Teininu góða. Aldrei datt neinum í hug að maður á svona ofurhjóli væri ekki með aldur. Við vorum komnir með draslið okkar út um allt tún með hann yfir okkur þegar flaut heyrðist frá Löggubílnum. Fógeti var í talstöðinni og við heyrðum hvert orð í kvöldkyrrðinni. 

Einar alsæll á monkeybike sem hann átti
 Málið var skráð hjá Lögreglunni á Akureyri. Maður með þessu nafni hafði komið þar og spurt eftir veskinu sínu. Leyfum þeim að sofa þarna og þú fylgir þeim kl.9 í fyrramálið út að bæjarmörkum. Losum okkur við þessa óværu. Búningurinn kom úr talstöðinni allt annar maður. Var hinn rólegasti og fór að spjalla um ferðalög og hvernig væri að mæta bílum þegar hjólförin væru bæði upptekin af þeim sem maður mætti. Ég sagði honum að þegar sá sem kæmi á móti sýndi enga tilburði til að hægja á, væri stundum gott að fara í vinstra farið og halda gjöf. Þá bognuðu þeir yfirleitt. Þetta fannst honum sniðugt. En því miður yrði hann að leiða okkur út úr bænum í fyrramálið. Skipanir að ofan sagði hann. 

 Við báðum hann blessaðan að hafa ekki áhyggjur af því. Við ætluðum aldrei að vera hvort sem var, skruppum bara að líta á þennan fræga og fallega fjörð. Hann kvaddi með handabandi og við létum okkur hafa það að labba á ball, fleiri hundruð metra. Stuðið rétt að byrja og við í fínum málum á vegum yfirvalda fram á morgun. Innfæddir og fleiri á ballinu voru hissa að sjá okkur eftir læti dagsins en voru samferða í fjöri fram á morgun. Búningurinn mætti á réttum tíma þar sem við vorum að binda á. Sem betur fer ekki með nein blásturs tæki. Við vorum ekkert farnir að sofa. Ekki setja í þriðja! Var aðal málið gegnum kaupstaðinn þennan morgun. 

Halda 50 og friðinn út að rimlahliði.



Ferðasagan frá 1976 partur  6.


Skrúður og Honda 1000!


 Það hafði tekið okkur rúma 14 tíma að gerast brottrækir frá Nobbfirði, inn og út, en í Egilsbúð voru harðir ballarar að plana ferð kvöldið eftir á Fáskrúðsfjörð.
 Ball í Skrúð væri málið.
 Þetta var í leiðinni og allt svo við settum kvöld á Fáskrúðsfirði sem gó.
Fyrst fleygðum við okkur samt í móann, Eskifjarðarmegin við Oddskarðið. Svolítið þreyttir og slæptir strákarnir eftir síðustu ævintýri.
Hér situr Einar á
CB 500 four Hondunni sinni
og Sokkarnir sennilega notaðir
sem grjóthlífar.
 Það er ekkert langt á kortinu yfir á Fáskrúðsfjörð en við vorum samt allann daginn á leiðinni, með dekkjaviðgerðum og almennu slóri. Þegar við komum inn aðalgötuna í þorpinu, salla rólegir, komu peyjar hlaupandi meðfram og á eftir okkur, öskrandi Váá! Honda 1000, Honda 1000! Við fórum og tjölduðum og þeir voru alltaf á kantinum, alveg að drepast úr áhuga á þessum ofurhjólum. Seinna þegar ég var að segja þessa sögu einhversstaðar, kom í ljós að þetta voru Steini Glæpur, Ingþór Ormur, Egili og félagar. Upprennandi harðir hjólamenn framtíðar. 
       Fáskrúðsfjörður var fínn í sól og hita. Ballið entist fram að fótaferðatíma og gaman að vera til. Einar var kominn á trúnó svo tjaldið var upptekið og ég gisti einhversstaðar.

Ferðin suður á við gekk vel framan af, nema hvað við vorum seint á ferðinni og vorum að keyra út Hamarsfjörðinn sunnanverðann í ljósaskiftunum um kvöldið. Skyggni var skrítið. Ég tek eftir því að það er enginn rykmökkur lengur í speglunum. Sný við og keyri fram á Einar liggjandi í grjóthrúgu og hjólið ekki langt frá í rusli. Karlinn leit illa út þegar ég kom að. Hreyfingarlaus, glerið í hjálminum brotið innávið og blóð seitlaði niður hálsinn. Mér leist ekkert á þetta. Þorði ekki að eiga við hjálminn, en talaði við hann og tók í hendina á honum. Þá fór hann að umla eitthvað og hreyfa sig. Smám saman hrökk hann í gang og fór að hreyfa útlimi. Ég fiskaði brotin af glerinu út úr hjálminum og þá kom í ljós að hann var skorinn í andlitinu. Önnur löppin var slatta rifin og tætt en annars var hann í einu lagi. Við teipuðum bón tusku á löppina og límdum yfir sárin í andlitinu og fórum að skoða hjólið.
 Brutum stýrið við að reyna að rétta það. Snérum ofan af göfflunum. Mælarnir skemmdir, einhver stefnuljós, smá beyglur og rispur. Reyndum að starta en mótorinn var fastur. Þetta var ekki spennandi, svona rétt undir nóttina svo við ákváðum að reyna að komast til byggða. Bjuggum til spotta úr farangurs böndum og af stað. Verulega rólega þar sem talsvert snúið var fyrir Einar, lemstraðan og auman að halda í horfinu með stýri öðru megin. Það var nótt þegar við tjölduðum á Djúpavogi.
 Byrjuðum daginn eftir á viðgerðarhléi fyrir Einar. Héraðshjúkkan lappaði upp á sárin að bað kallinn að hafa sig hægan næstu daga, svo ég hafði nægan tíma til að líta á hjólið. Mótorinn varð lítið mál. Alternatorshlífin hafði spungið út frá annarri stýringunni og skekkst svo statorinn klemmdi rótorinn. Það var sett í horfið og naddan datt í gang. Verra var með stýrið.

Þar sem Djúpivogur var ekki alveg miðpunktur hraðsendingakerfis Vestmannaeyja á þessum tíma, sáum við ekki nýtt stýri detta inn um rennilásinn á tjaldinu næstu daga. Góð ráð voru rándýr.
 Hjálpsamur heimamaður sagðist vita um mótorhjól í ólestri vestur í sveit og bauðst til að sækja af því stýrið. Við vorum tárum næst af þakklæti. Hann kom daginn eftir, fullur af áhuga með stýri af CS 50, árgerð gamalt. Við reyndum af fullum vilja að skítmixa það á, sem var vonlaust þegar  "1/8 vantaði á þykktina. Þetta spurðist út um þorp og sveit og skömmu síðar barst okkur addressa járnsmíða töframannsins. Þangað fór ég með stýrið og á korteri var búið að gera splæs og sjóða.
 Það var ekki vesenið á þeim bæ. Alvöru menn.


 Um þetta leiti þurfti að finna símstöð þar sem ekkert fékkst lengur fyrir lónna í veskinu nema súpa í sjoppunni, sem var reyndar líka hótelið. Mamma Tóta reddaði okkur áfram og Einar á Kapinni reiknaði greinilega með mér í Norðursjóinn á nýja bátnum. Einar Arnar á Brekku var orðinn ferðafær og við leggjum á mölina suður.
 Komum á Höfn í sudda fyrir lokun. Humarstelpur með herbergi á verbúð buðu uppá þurk og mat sem mötuneytið hafði týnt. Þetta urðu fínirs dagar á Höfn. Hvers vegna við yfirgáfum þessa paradís man ég ekki lengur. Kannski uppgötvuðum við að það voru bara tveir tankar á mann eftir í veskinu. Allavega var ákveðið að keyra í einum rykk til Reykjavíkur.

Ferðasagan 1976 part 7


               Vofan!

Þessi leið með suðurlandinu er fæstra uppáhald. Frá Höfn að Vík í Mýrdal gerist fátt annað en vitlaus veður og hraðamælingar Kirkjubæjarklaustrunga með stöku sandblæstri í bónus.
Hér er vofan sjálf og
Willisinn góði
Lentum þar seint um kvöld og allt löngu lokað. Hímdum undir þakskeggi vegasjoppunnar með vettlingana á vélunum og börðum okkur til hita.  Meðan við spáðum í framhaldið skáll á með svartaþoku, svona rétt til að laga stöðuna.
 Ákváðum að taka óvissuferð eftir veginum til vesturs og vorum rétt lagðir af stað
  þegar Gutti tekur tappan úr og suddinn og þokan breyttist í foss og myrkur svo ekki sást milli augna. Ýkjulaust fór drullan á þjóðvegi 1 í 12-15cm hæð og finna varð skjól eða verða úti. Þrumuveður helvítis var í gangi og við beygðum upp næsta afleggjara. Fyrsta skjól sem fannst var Willis hræ og við inn.

Þarna sátum við blautir inná pung og pældum í því hvort eldingar myndu kveikja í tréhúsinu á Willisnum, og þá okkur líka eða grilla bílinn complett með okkur um borð. Þetta var enginn venjulegur gauragangur þarna í sveitinni.


 Við fórum auðvitað að fikta í tökkum jeppans, eins og menn gera þegar ekkert er betra að hafa og urðum sammála um að ekki gæti verið langt síðan þessum var hent. Það komu enn á hann ljós og fleira. Þar sem við vorum þarna, spilapeningar  náttúrunnar, lyftust skýin um nokkra metra og við blasti hús, 10-15 metra frá bílnum.
 Þetta var greinilega eyðibýli. Ekki verið málað síðan um stríð og ekkert fyrir gluggum. Verulega dimmt. Okkur datt í hug að þarna væri hægt að þurrka sig eitthvað og kannski leggja sig meðan veðrið gengi yfir.
 Við tókum 1.2 og 3 og stukkum úr willis niður kjallaratröppur undir palli sem var inngangur efri hæðar. Kom úr dúrnum að hurðin í kjallarann var læst. Blautir og hraktir var ekki hikað. Þétt spark og við vorum inni. Þar var þurrt og ekkert svo kalt. Næs!
 Tóbakið var rennandi og kveikjarinn logaði ekki svo við vorum órólegir. Ráfuðum um myrkrið í kjallaranum þar til við rákumst á stiga og komum upp um hlera í eldhús gólfi. Þar var  Rafha eldavél með gríðarstórum potti. Engir húsmunir aðrir. Skýin voru fallin aftur og rökkur í eldhúsinu. Þrumur brökuðu og eldingarnar blinduðu eins og rafsuða þegar maður er ekki nógu snöggur a skella hjálminum niður.
 Þar sem við Einar erum að velta fyrir okkur hvort veðrið leyfði framhald, hvort bensín  fengist einhversstaðar eftir viðgerðarhlé, komið miðnætti o.s.frv. Heyrast torkennileg hljóð.

 Í húsinu var hol, þ.e. Miðja hússins var no mans land sem herbergin opnuðust að. Þaðan komu einhverjir smellir og klassískt bíómynda brak þegar hurð opnast. Við frusum í sporunum. Einar kveikti á einhverju.  Öskraði,  byssa! Og hvarf niður kjallarastigann og út í veðrið. Ég sá myrkrið hreyfast og lamaðist þar sem ég stóð. Þetta varð fyrsta og eina skiftið á ævinni sem ég var viss um draugagang. Úr holinu kom beinagrind labbandi með mundaða haglabyssu og ég vissi að dauðinn væri mættur.
 Hver ert þú sem ríður mínum húsum? Sagði grindin. Ég gat engu svarað, lamaður af hræðslu. Þar sem vatnið lak úr mér á eldhúsgólf vofunnar. Þegar hann kom í gættina var tvíhleypan innan við meter frá mér miðjum en í skímunni sást að þetta var maður, ekki draugur. Hann var á áttræðisaldri, á ullarbrók, ber að ofan. Mér létti talsvert og tautaði samhengislítið um okkar hlið málsins sem greinilega var ekki það sem hann vildi heyra. Innbrotsmenn og húsníðingar var hans hlið á málinu.

 Ég baðst afsökunar í bak og fyrir vonandi að byssan hætti að benda á mig. Í þessu kallar Einar sem heyrt hafði mannamál úr skjólinu í kjallaratröppunum, hvort hann megi koma inn. Eruð þið fleiri? Hvað gengur ykkur til að ryðjast inná sofandi fólk? Ég endurtók að veðrið hefði rekið okkur upp afleggjarann hans. Við værum bara tveir. Nauðvörn, enda væri ekki verandi úti í þessum aðstæðum án sérstaks búnaðar.
 Haglabyssan seig meðan karlinn melti þetta. Nú yrðu tærnar af ef gamli snerti gikkinn. Hann gat verið sammála okkur um veðrið. Það var ekki boðlegt til útivistar. Rafmagnið farið af sveitinni og allt í volli. Einar hélt sig til hlés meðan ég reyndi að fá karlinn til að vorkenna okkur smá. Hvort við fengjum ekki skjól í smá tíma til að vinda allavega nærbuxurnar. Ekki við það komandi. Hér væri ekkert að hafa fyrir glæpamenn að sunnan og út með ykkur.
 Seinna þegar ég sagði mömmu Tótu frá þessu vissi hún slatta um karlinn. Árni Johnsen hafði spjallað við hann og sett í bók sem heitir kvistir í lífstrénu eða eitthvað.  Hann var Valgeir Helgason,  einbúi þarna í Ásum síðan 1933 eða þar um bil. Hafði verið röggsamur prestur í áratugi en var á þessum tíma með nokkrar rollur og frægur fyrir að sækja aldrei ellilífeyrinn sinn.
 Willisinn var notaður til kaupstaðarferða á Hornafjörð þegar karlinn vantaði eitthvað. Annars setti hann bara hálft lamb eða svo í pottinn góða, einu sinni í viku og hafði veislu á hverjum degi. Áður en við fórum út í úrhellið hafði birt aðeins til og gegnum holið sást inn í herbergi karlsins. Þar var hermannabeddi og ein hilla. Þótti greinilega yfirdrifið fínt á þessum bæ. Önnur húsgögn voru ekki að sjá.

Við lögðum af stað, eftir að hafa kíkt í tankana og ákveðið að taka sénsinn á Vík í Mýrdal með spar akstri. Ískaldir og blautir, löngu áður en lagið Þoka með Sniglabandinu varð til.
 Þetta urðu eftirminnilega vondir kílómetrar. Vegurinn var flæðandi drulla, reyndar var engin umferð að trufla okkur, en vosbúðin var algjör. Frá Ásum í Skaftárhreppi á Vík er alveg spotti á malbiki nútímans en þetta var torfæru keyrsla í survival mode alla leið.
 Komum á Vík hálf sjö um morguninn og lömdum gamla Hótelið utan með öllum kröftum þar til einhver vaknaði og hleypti okkur inn. Fengum herbergi uppi á hanabjálka sem við áttum ekki fyrir og vöknuðum eftir hádegi. Þegar maður fór framúr, var stigið í poll sem lekið hafði úr leðrinu meðan við sváfum.

 Eftir símstöð og póstávísun frá Tótu fór að birta til. Gátum borgað hótelið og fyllt á tanka. Leðrið var á ofnum hótelsins og hlýtt meðan við fórum í. Ennþá blautt samt. Náðum til Reykjavíkur um kvöldið, búnir loksins að mastera ónýt dekk og demapara. Vorum nánast löglegir alla leið.

Síðasti hlutinn


Við náðum í bæinn þetta kvöld. Einar fór til ættingja og ég líka. Fékk að sleikja sárin eftir túrinn hjá Svövu frænku. Hjólið var í talsverðum ólestri. Brotnar festingar, mælarnir að detta af , keðjukassinn ( vestmannaeyiskt nafn á keðjuhlíf ) farinn og bögglaberinn búinn. Afturbrettið þurfti að sjóða saman.  Þetta var leyst hjá Hálfdáni í Ármúlanum. Þar gat maður leigt pláss á gólfi og verkfæri með. Man ekki hvað við kölluðum þetta en þarna fengu menn sem höfðu ekki aðstöðu allt til viðgerða.

Þarna var miður júní og þjóðhátíð Norðureyinga að bresta á. Við Einar vorum á rúntinum í nokkra daga, búnir að kynnast tugtanum og innfæddum hjólamönnum þegar hugmynd um hópkeyrslu á 17 júní kom upp.    Orðið var látið berast og þegar kom að keyrslunni höfðu náðst saman heil ellefu hjól á höfuðborgarsvæðinu. Þar af fimm sem hefðu venjulega flokkast sem torfæruhjól. Tvö TS 400, tvö SL 350 og einn XL 350. Restin voru bretar og eitt Jawa og svo Eyja hondurnar okkar Einars.
 Okkur Eyjamönnum þótti þetta ekki stór hópur en mótorhjól voru bara fá í Reykjavík þetta árið.


Hér er ferðafélaginn Tommi í Höfn kominn á 900 Kawa.
Farið var í bæinn í fínu veðri og hópurinn hittist eftir hádegið á BSÍ. Hjólunum var raðað eftir stærð svo ég endaði með að leiða hópinn í bæinn. Leiðin lá með Tjörninni og inná rúntinn sem var lokaður með slá við Hótel Borg. Framhjá henni og beygt niður Austurstræti, beint í flasið á Maríu sem var full af Tugtum. Stoppaðir umsvifalaust.
 Tveir vörpulegir kappar komu að mér og byrjuðu að minna á að miðbærinn væri lokaður. Hvort við færum ekki eftir sömu reglum og aðrir? Ég sagðist hafa tekið eftir því en þetta væri bara leiðin niður á plan þar sem við ætluðum að geyma hjólin og taka þátt í hátíðahöldunum. Nei, þeir sáu því allt til foráttu. Fólk gæti bara orðið skíthrætt við okkur svona marga leðurklædda menn saman. Gangandi eða ekki.  Sérstaklega konur og börn. Bað okkur bara að drífa okkur úr miðbænum og vera ekki að hópast saman neinsstaðar. Þeir myndu frétta því og gera ráðstafanir ef þyrfti. Ég sýndi vandamáli þeirra fullann skilning og myndi ræða þetta við strákana niður á Plani og drífa okkur úr bænum. Þeir þökkuðu fyrir almennilegheitin og ég fór á Planið.
Svo var komið til aftur til Eyja
og partýið hélt áfram
Þangað kom svo enginn næstu mínúturnar. Kom í ljós þegar ég var farinn að allir hinir voru spurðir um ökuskírteini. Eftir þetta fórum við til Eyja með nýjum Herjólfi.
36 árum síðar
 Einar seldi hjólið stuttu eftir heimkomuna, saddur eftir þetta ævintýri. Ég fór í Norðursjóinn og sá hann ekki aftur næstu 36 árin.
        Akureyri.



Fengið af vef www.drullusokkar.is