20.9.07

Aðalfundur Drullusokkanna:

Þar komu saman ungsokkar, sukksokkar, ellisokkar og kvensokkar 

Drullusokkarnir, félag mótorhjóleiganda í Vestmannaeyjum, hélt aðalfund sinn fyrr í mánuðinum. Mikill fjöldi mætti af fastalaiidiiIII en félagið nær til þeirra sem eiga mótorhjól og hafa einhvern tíma átt heima í Vestmannaeyjum. Um 50 manns sóttu fundinn og settu félagar svip á bæinn þegar þeir fóru í hóp um bæinn á hjólum sínum.
Tryggvi Sigurðsson, formaður Drullusokkanna, var mjög ánægður með fundarsókina. „Fundarhöld voru um daginn en um kvöldið var grillveisla og síðan gieði fram eftir nóttu," sagði Tryggvi. „Markmið okkar er að skemmta sér og hafa gaman af lífinu.  Fundurinn heppnaðist vel og allir alsælir."
Þegar Tryggvi, sem kominn er á miðjan aldur, var spurður að því hvort hann væri ekki vaxinn upp úr því að hafa gaman af mótorhjólum, sagði hann það af og frá. „Þetta er ólæknandi delia sem ég kæri mig ekkert um að losna við. Það eru líka margir eldri en ég sem eru illa haldnir af mótorhjóladellunni og ég sé ekki að það skaði þá á nokkurn hátt."
Margir brottfluttir mættu á fundinn en skilyrði fyrir inngöngu í Drullusokkana er að eiga mótorhjól og hafa einhvern tíma átt heima í Vestmannaeyjum. „Það er löng hefð fyrir mótorhjólum í Vestmannaeyjum og í kringum 1970 var hvergi meira af hjólum á landinu en hér í Vestmannaeyjum."
Með Tryggva í stjórn eru Þorleifur Hjálmarsson, varaformaður, Vignir Sigurðsson, ritari, Jens Karl Magnús Jóhannesson og Þorsteinn Júlíusson, Steini Tótu, sem er sendiherra félagsins á nyrstu eyjunni í Vestmannaeyjaklasanum, Norðureyjunni, svo notuð séu orð Tryggva. „Félagsmenn eru um 120 og
meðal þeirra er fullt af glæsilegum stúlkum. Við skiptumst í ungsokka, sukksokka, ellisokka og kvensokka. Nú þurfa menn að setjast niður og finna húsnæði sem er lífsspursmál fyrir félagið.

Eyjafréttir 20.9.2007

11.8.07

Komnir heim

Mótorhjólaferðalagi bræðranna Einars og Sverris Þorsteinssona umhverfis jörðina lauk með móttökuathöfn í gær




MÓTORHJÓLABRÆÐURNIR

Einar og Sverrir Þorsteinssynir eru komnir heim eftir að hafa hjólað á mótorhjólum sínum í kringum hnöttinn. Óku þeir síðasta legginn, frá Keflavík til Reykjavíkur, í gærmorgun og var að því loknu sérstök móttaka þeim til heiðurs hjá MotorMax, umboðsaðila Yamaha-mótorhjóla sem framleiddi farartækin.
Einar og Sverrir sögðu í samtali við fréttavef Morgunblaðsins í gær að ólýsanleg tilfinning fylgdi því að koma aftur heim til Íslands. Þá voru þeir hálforðlausir yfir þeim móttökum sem þeir fengu við heimkomuna. Þegar þeir voru spurðir út í það hvað stæði upp úr eftir langferðina
sagði Sverrir það vera Mongólíu. Hún hefði reynst virkilegt ævintýri. Hvað varðar sambúðina allan þennan tíma segja þeir hana hafa verið góða. Þegar á hafi reynt hafi þeir staðið saman sem einn maður. „
Við töluðum bara íslensku, ensku, innlensku eða útlensku. Tungumálin voru ekki vandamál. Auðvitað var erfitt á köflum að geta ekki spjallað við fólk, okkur langaði mikið til að spjalla. En við lentum hvergi í þeirri stöðu að tungumálið skapaði mikil vandamál,“ sagði Einar spurður út í það hvort ólík tungumál í löndunum þrettán sem þeir heimsóttu hafi verið nokkur hindrun.
Ferðalagið hófst 8. maí síðastliðinn á sama stað og því lauk í gær. Eru þeir Einar og Sverrir fyrstir Íslendinga til að ljúka slíkri langferð. Þeir lögðu að baki ríflega 32.000 kílómetra og völdu ekki auðförnustu leiðina. Hún lá að stórum hluta utan alfaraleiða um torfærar slóðir og fjarri byggð, að því er fram kemur á heimasíðu MotorMax. Óku þeir m.a. um Norðurlöndin, Eystrasaltslöndin, Rússland, Síberíu, fáfarna slóða Mongólíu, Japan og N-Ameríku.

11.8.2007
Morgunblaðið

10.8.07

Heimsreisan á enda !!! / Round the world is over !!!

  Ótrúlegt en satt, kominn heim og búinn að upplifa drauminn. Draum sem fæddist fyrir nokkrum árum síðan og sem varð að veruleika í desember þegar ég tók þá ákvörðun að verða fyrstur Íslendinga til að fara hringinn í kringum hnöttinn á mótorhjóli. Þessi ákvörðun hefur verið ein sú skemmtilegasta sem ég hef tekið og ennþá ánægjulegri sú staðreynd að Einar bróðir skyldi slást í hópinn. þessi heimsreisa okkar stóð í 95 daga og eknir voru 31.946 km svo nákvæmlega sé sagt frá. Hjólin okkar, Yamaha XT 660 R hafa staðið sig hreint frábærlega og það yrði ekki mikið mál að halda í aðra reisu á mánudaginn þegar búið væri aðeins að skipta um olíu og olíusíu, keðju og tannhjól og bremsuklossa.


Ég hef sagt það í viðtölum að Mongolia sé eftirminnilegasta landið sem við höfum heimsótt en eins og staðan er í dag er svo margt sem stendur uppúr og svo ótrúlega margt sem ég hef séð og upplifað sem ekki er alltaf hægt að skýra með orðum. Þessi ferð okkar bræðra hefur í stuttu máli verið mikið ævintýri, stundum tekið vel á því, mjög oft erfitt, oft þreyttir, oft endurnærðir, stundum pirraðir, oft óumræðanlega hamingjusamir og allt þar á milli. Í morgun heyrði ég töluvert frá fólki að því hafi fundist allt hafa gengið svo vel og auðvitað er það satt og rétt, en þar sem við vorum mjög vel undirbúnir og erum mjög hæfir að takast á við vandamál og erfiðleika sem uppá koma, þá gekk allt vel hjá okkur og vandamálin urðu bara að verkefnum sem við leystum. Það sem einn lítur á sem vandamál lítur annar á sem verkefni og það tel ég okkur bræður hafa gert. Ég er svona að bræða það með mér hvort ég verði ekki að útbúa myndasýningu því svo margir áhugasamir hafa haft samband sem myndu vilja sjá myndir úr ferðinni. Hugsa það mál á næstu dögum. 


Síðasti dagurinn í New York var frekar langur að líða en við þreyttum tímann með að fara í bíó og horfa á mannlífið. Ég hef fengið nokkrar skammir fyrir að upplýsa ekki hvernig ég hitti frægu leikkonuna Söruh Jessicu Parker, en sorry..gat ekki alveg upplýst það þá því ég ætlaði að færa konunni minni áletrað ilmvatn og fleira flottery frá henni en þetta var ekki merkilegra en það en að ég fór í biðröðina í Macys og þar hitti ég semsagt dömuna og spjallaði bara þó nokkuð við hana og keypti þessa líka fínu gjöf fyrir frúna ! Og er þá þetta leikaramál hér með upplýst. En ferðin heim gekk vel og vorum við heppnir með að fá góð sæti bræðurnir og gátum teygt úr okkur og létum fara vel um okkur en eitthvað gekk mér illa að sofna og líklegast var það spenningurinn við það að koma heim sem olli því. Það var hreint ólýsanlega gaman að koma í gegnum tollinn í morgun og sjá litlu blómarósina mína, afhenda okkur fallega gula rós og hitta alla fjölskylduna sína. Hver vegur að heiman er vegurinn heim segir í laginu og það má með sanni segja að frá fyrsta degi sem við lögðum að stað þá hefur leiðin legið heim og það er mikill léttir að hafa komist frá þessu ævintýri heill á húfi. Hrafnhildur á Rás 2 var mætt í morgunsárið og tók létt viðtal við okkur bræður og pabba sem var ótrúlega kátur með sinn hlut og má hann eiga það og Skúli líka að þeir stóðu sig rosalega vel og gaman að fá þá með í síðasta hlutann. 
 Einn af öðrum mótorhjólamönnum renndu svo í hlað á Leifstöð og mikið fannst mér það gaman að fá þessa fylgd í bæinn af kátum mótorhjólamönnum og konum. Það voru 29 mótorhjól sem fylgdu okkur lokasprettinn. Tryggvi bróðir hafði séð til þess að við gætum sótt hjólin í geymslu hjá Icelandair Cargo og hefur hann aðstoðað okkur mikið með flutningana og erum við honum mjög svo þakklátir. Uppúr klukkan 9 lögðum við svo að stað í bæinn og stefnan var sett á Mótomax og þangað komum við rétt yfir kl. 10 og þar fengum við aldeilis frábærar viðtökur af Mótormaxfólki, ættingjum, vinum og áhugafólki um mótorhjól og ferðina og vil ég bara þakka öllum sem komu kærlega fyrir mig og þakka kærlega fyrir allan stuðninginn sem ég og við höfum fengið þessa síðustu 3 mánuði. Það hefur verið ómetanlegt að hafa þennan stuðning og gaman að vita til þess að þessi ferðabloggsíða mín hafi verið mörgum góð skemmtilesning. 
 

Ég á nú örugglega eftir að setja inn fleiri myndir inn á bloggið en nú líður samt að lokum þessarar ferðasögu minnar en það hefur verið mjög svo skemmtilegt að geta haldið út nokkuð jafnt og þétt ferðalýsingum og fleiru fyrir ættingja og vini og annað áhugafólk um mótorhjól og ferðamennsku.



En þangað til næst - ÞAKKA FYRIR MIG !!! 
 



Viðtalið á Rás 2 í morgun..aftarlega og út í enda.

http://dagskra.ruv.is/streaming/ras2/?file=4331579

Fréttin á mbl.is

http://www.mbl.is/mm/frettir/frett.html?nid=1284740



We’re home and a big dream has become a reality, unbelievable but true! I’ve had this dream for several years now but I decided to attempt to fulfill it in Desember when I started preparing for this trip. This has been one of the best decisions I’ve made so far and it was even better to get Einar with me. This trip took 95 days and we travelled 31.946 km so be exact. Our bikes, Yamaha XT 660 R have been great and it wouldn’t be a problem taking another trip like that on them. I’ve told people that Mongolia was probably the most memorable country but there are so many “highlights” from this trip that I couldn’t possibly pick on thing and I can’t describe it in words. In few words, this trip has been a great adventure where we go from being angry and irritated to being increadably happy and amazed. I heard people saying that everything went very well for us and that’s of course true. But we were of course well prepared and qualified to tackle all problems. What one sees as a problem, another sees as a challange and that’s what Einar and I did. I’m also wondering if I should do a slideshow because many people are interesting in seeing more pictures from the trip. I’ll see what I can do. The last day in New York was really long but we killed time by going to the movies and being around people. People weren’t too happy about it when I didn’t want to say why I met the famous Jessica Parker and I’m sorry...I just couln’t tell you because I was going to bring my wife a signed perfume and other things and I couldn’t give that away. So it wasn’t more exciting than that, I just went in line at Macy’s where I met the actress and I talked to her for a while and bought this present for my wife. So that’s that. But the trip home went well and we got lucky with the seats so we had enough room but we couldn’t sleep though. Probably all the excitement. But it honestly was a great feeling to walk through the arrival gate and see my little girl, where she then gave us all a yellow rose, and my family. The road away from home is the road back home, says in an Icelandic song and I’ve got to say that from day one I’ve been on my way home again and I’m happy to get away from accidents and injuries. Hrafnhildur, from Channel 2, was at the airport early in the morning and interviewed us all, me, Einar, dad and Skúli. Dad was really happy about everything and I’ll give him and Skúli that they did a really good job and it was really fun to be with them the last km. Other bikers showed up at the airport too and it was a lot of fun to have them following us to MotorMax and to the finishline. There were 29 motorcycle following us from Keflavík to Reykjavík. Tryggvi, our brother, made sure that we could get our bikes from Icelandair Cargo and he’s been a great help during the trip with the transportation and we’re very grateful. We started the bikes around 9 am and we got to MotorMax around 10 am where we got a really nice and warm welcome from all the people there, relatives, friends and the people at MotorMax. I just want to thank everybody for their support and it’s nice to know that some people have enjoyed my blog. I’m probably going to put some more pictures on the blog but this is probably the end of my travelling story. It’s been a lot of fun to blog regularly for friends, relatives, bikers, and travelling enthusiast. But until next time – Thanks for everything! =D

Fengið af bloggsíðu Sverris 

Skáru út mótorhjól úr tré

„Við vildum gera eitthvað sem sýndi að við værum mestir og bestir. Og svo erum við náttúrulega allir léttruglaðir,“ segir Jón Adolf Steinólfsson, einn af sexmenningunum sem mynda tréskurðarhópinn Einstakir. Í tilefni af hátíðinni Uppskera og handverk sem hefst í Eyjafirði í dag hefur hópurinn skorið út mótorhjól í fullri stærð og segjast þeir félagar þar með hafa náð að toppa sýningargrip sinn frá því á hátíðinni í fyrra. Þá smíðuðu þeir fjögurra metra háa eftirlíkingu af Telecaster rafmagnsgítar, sem nú er til sýnis á Poppminjasafninu í Reykjanesbæ.

„Okkur var ljóst að við yrðum að gera eitthvað ennþá flottara í ár til að geta staðið undir nafni. Ég á gamalt Ural-hjól með hliðarvagni líkt og Þjóðverjar notuðu í síðari heimsstyrjöldinni og fékk þá hugmynd að gera skera út eftirlíkingu af því. Við hófumst handa í október á síðasta ári og þetta hefur því verið gríðarlega vinna,“ segir Jón Adolf, en alls áætlar hann að yfir þrjú þúsund vinnustundir hafi farið í útskurðinn. „Við sáum fljótlega að hliðarvagninn yrði allt of mikið mál svo að við slepptum honum. Þetta var mjög tæpt á tímabili en síðasta mánuð höfum við verið að vinna í hjólinu á hverjum degi, frá kl. 7 á morgnana til kl. 22 á kvöldin. Og það hafðist,“ segir Jón Adolf, en hjólið var fullsmíðað á þriðjudag og verður sent til Eyjafjarðar í dag. Og þeir félagar eru þegar farnir að huga að því hvernig þeir geti toppað útskorna hjólið á næsta ári. „Það hefur verið rætt um að skera út bíl í fullri stærð en svo er einnig komin sú hugmynd að gera risastóran hamborgara og franskar. Það kemur allt í ljós síðar en það verður allavega eitthvað nógu stórt og magnað,“ sagði Jón Adolf og glotti.

Handverkshátíðin verður sett á morgun í 15. sinn og í tilkynningu segir að bryddað verði upp á ýmsum nýjungum í ár. Fjölmargir fyrirlestrar verða í boði fyrir gesti og gangandi, auk tónleika, tískusýninga og ýmissa listsýninga.
 visir.is 10. ágúst 2007

9.8.07

Hnattreisunni lýkur

Enginn dans á rósum Ferðalag
bræðranna reyndi oft á þolinmæði
 og hreína krafta þegar illa gekk

  Rúmlega þriggja mánaða langri ferð bræðranna Sverris og Einars Þorsteinssona um gervallan hnöttinn á mótorhjólum lýkur á morgun þegar þeir lenda í Keflavík og aka þaðan til Reykjavíkur en þeir eru fyrstir íslendinga til að ljúka slíkum áfanga. 


Ferð þeirra hófst þann 8. maí og hefur ferðaáætlunin því staðist að mestu leyti en þeir gerðu ráð fyrir að hún tæki þrjá mánuði. Hafa þeir eðlilega komið víða við en leið þeirra lá i gegnum Noreg, Svíþjóð og Finnland inn til Rússlands gegnum Síberíu, til Mongólíu og þaðan til Japans. Þá óku þeir Kanada endilangt áður en þeir tóku stefnuna suður til New York þar sem þeir dvelja nú.
Lenda þeir í Keflavik í fyrramálið og er ætlunin að aka þaðan til Reykjavíkur þar sem heimsferðinni lýkur formlega.
Tekið verður á móti þeim við húsnæði MotorMax að Kletthálsi klukkan tiu.

Blaðið

9.8.2007

28.7.07

Smitaður af Ducati áhuga.


Sigurbergur Kristjánsson er einlægur aðdáandi ítölsku Ducati-hjólanna. „Ég fékk áhuga á mótorhjólum þegar ég var þrettán ára og hef verið forfallinn Ducati-áhugamaður í nákvæmlega fjörutíu ár. Eldri bróðir minn var á kafi í mótorhjólum og smitaði mig af þessari bakteríu,“ segir Sigurbergur Kristjánsson, mótorhjólaeigandi og meðlimur í félagi Ducati-eigenda á Íslandi. 

    Fyrstu hjólin hans Sigurbergs voru skellinöðrur sem síðan breyttust í stærri hjól og þá helst Ducati. „Ég hef átt hjól nánast óslitið síðan ég var þrettán ára. Nema á baslárunum þegar maður var að byggja þá gat maður ekki leyft sér það. Nú á ég þrjú hjól og einn bíl,“ segir Sigurbergur sem á tvö sígild sýningarhjól árgerð 1974 og 1978 ásamt Ducati-draumahjólinu. „Ég keypti Ducatihjólið á Íslandi í fyrra og lét upp í annað sem ég hafði flutt inn erlendis frá þremur árum áður. Nýja hjólið er árgerð 2007, GT 1000-retró útgáfa af Ducati árgerð 1978, sem var GT 750,“ segir Sigurbergur. Hann hefur ferðast gífurlega mikið á hjóli, bæði erlendis og hérlendis og margoft keyrt hringinn með fjölskylduna aftan á. „Ég á þrjá krakka og hef farið með þau öll hringinn svona um fermingu. Þetta voru æðislegar ferðir þar sem ég var bara einn með krökkunum á hjólinu úti í náttúrunni. Síðan höfum ég og konan mín ferðast mikið um Ísland, farið öll Norðurlöndin og nú síðast þjóðveg 66 frá Chicago til Santa Monica í Bandaríkjunum,“ segir Sigurbergur sem segist þó nota hjólið æ minna dags daglega. 
    „Umferðin hefur breyst svo mikið í Reykjavík. Hún er orðin þyngri og maður er mest keyrandi á milli ljósa. Í þau skipti sem ég fer á því í vinnuna nota ég tækifærið og fer lengri leiðina um Seltjarnarnes og Heiðmörk heim í Grafarvoginn,“ segir Sigurbergur sem segist taka eftir auknum áhuga á mótorhjólum á Íslandi. 
     „Ég held að aukið fjármagn í landinu sé ein af ástæðum fyrir aukinni mótorhjólaeign landsmanna. Síðan eru margir sem ég þekki að láta gamlan draum rætast á efri árum.
Þar sem ég hef rekist á marga sem eru að kaupa svokölluð hippamótorhjól. En það er ekkert fyrir mig " segir Sigurbergur. 

7.7.07

Sprenging í hjólasportinu


Karl Gunnlaugsson, eigandi Moto, segir gríðarlega söluaukningu hafa orðið á mótorhjólum að
undanförnu.


„Það hefur algjör sprenging orðið í sportinu, sem sést meðal annars á gríðarlegri söluaukningu á hjólum,“ segir Karl Gunnlaugsson, eigandi Moto, sérverslunar með mótorhjól og fylgibúnað, sem er til húsa að Rofabæ 7. „Til marks um það seldust í kringum fjörutíu mótorhjól árið 2001 þegar við opnuðum. Í dag seljast yfir 200 hjól á ári.“
Karl segir ýmsar ástæður fyrir auknum áhuga á mótorhjólum á Íslandi. Hann rekur hann meðal annars til þess að félög eins og Vélíþróttaklúbburinn, sem annast keppnishald, og Mótorhjóla- og sleðasamband Íslands, sérsamband sem var stofnað í fyrra innan Íþróttasambands Íslands, haldi úti öflugu starfi.
Karl segir ennfremur að bættum skilningi yfirvalda sé að þakka, þar sem þau hafi úthlutað Vélíþróttaklúbbnum sérstöku svæði við Litlu kaffistofuna fyrir þremur árum. Með því móti hafi félagsmeðlimir loks getað iðkað íþróttina á löglegu svæði en ekki utan vega, sem hefur sætt harðri gagnrýni. „Svæðið og verslanir eins og Moto hafa átt sinn þátt í að gera íþróttina, búnaðinn og þekkinguna aðgengilegri og skemmtilegri fyrir almenning,“ útskýrir Karl. „Íþróttin hefur þar af leiðandi smám saman breyst úr einkaíþrótt ungra manna yfir í fjölskyldusport.“ Máli sínu til stuðnings bendir Karl á að kúnnahópur Moto hafi tekið snörpum breytingum á undanförnum árum. Til hans leiti sífellt fleiri konur, börn, ungmenni og fólk alveg upp í sjötugt. „Við höfum brugðist
við breytingunni með auknu vöruúrvali. Til dæmis með því að taka inn sérstakan hlífðarbúnað. Eins
stærri ferðahjól og búnaðinn sem þeim fylgir, svo sem töskur og GPS-tæki. Enda allt gert til að kúnninn fari héðan ánægður.“
roald@frettabladid.is
Fréttablaðið 7.7.2007

27.6.07

Svíarnir unnu á Klaustri

Yfir 500 manns kepptu í gær í stærstu akstursíþróttakeppni á Íslandi fyrr og síðar. Um er að ræða alþjóðlegu þolaksturskeppnina Trans Atlantic off road challenge sem haldin var í 6. sinn.

Um 70 keppendur voru í unglinga- og kvennaflokkum og 450 í sjálfri Trans Atlantic keppninni. Keppnin var mjög spennandi þó svo Svíarnir Marcus Olsen og Robert Forsell höfðu nokkuð forskot. Fyrstir Íslendinganna urðu þeir Einar Sigurðarsson og Ragnar Ingi Stefánsson og því í öðru sæti í heildina. Á eftir þeim komu Valdimar Þórðarson og Gunnlaugur Rafn Björnsson.

Í fyrsta skipti voru sérstök kvennalið í aðalkeppninni og fengu þær að vera 3 í liði á meðan karlarnir eru 2 í liði. 4 lið mættu til leiks og unnu þær Anita Hauksdóttir, Karen Arnardóttir og Aðalheiður Birgisdóttir.

Aðstæður á Klaustri voru hinar bestu og fengu keppendur og áhorfendur sýnishorn af fjórum árstíðum yfir daginn. Sól og blíða var um morguninn en eftir hádegið þykknaði upp, snjóaði smá og rigndi svo heil ósköp. Rykið sem yfirgnæfði allt í upphafi hvarf skyndilega og drulla myndaðist víðsvegar í brautinni.



Úrslit urðu annars sem hér segir:

Trans Atlantic off road challenge
Markus Olsen og Robert Forsell
Einar S. Sigurðarson og Ragnar Ingi Stefánsson
Gunnlaugur R. Björnsson og Valdimar Þórðarson
Gunnar Sigurðsson og Jóhann Ögri Elvarsson

Einstaklingsflokkur
Jónas Stefánsson
Kristófer Finnsson
Gunnar Atli Gunnarsson

Kvennalið
Anita Hauksdóttir, Karen Arnarson og Aðalheiður Birgisdóttir
Sandra Júlíusdóttir, Guðbjörg S Friðriksdóttir og Margrét Júlíusdóttir
Ásdís Olga Sigurðardóttir, Laufey og Jónína

Unglingakeppni 85cc
Eyþór Reynisson
Viktor Guðbergsson
Kjartan Gunnarsson



Unglingakeppni 125cc
Björgvin Jónsson
Jón Bjarni Einarsson
Heiðar Ingi Ársælsson



Kvennakeppni 85cc
Bryndís Einarsdóttir
Signý Stefánsdóttir
Guðfinna Gróa Pétursdóttir



Kvennakeppni 125cc
Hafdís Svava Níelsdóttir
Sandra Júlíusdóttir
Margrét Erla Júlíusdóttir

motocross.is 2007

16.6.07

Bifhjólamenn fordæma ofsaakstur


SAMTÖK bifhjólamanna hafa hver á fætur öðrum sent frá sér yfirlýsingar þar sem þau fordæma háskaakstur, hvort sem er á bifhjólum eða öðrum farartækjum. Þau benda á að hraðakstur á mótorhjólum sé ekki einkamál þeirra sem þessa iðju stunda heldur hafi hann áhrif á bifhjólamenn um allt land.

 Yfirlýsingarnar koma í kjölfar þess að tveir mótorhjólamenn, sem reynt höfðu að stinga lögreglu af, lentu í árekstri á Breiðholtsbraut aðfaranótt mánudags en við hann hálsbrotnaði annar mannanna. Síðdegis í gær fengust þær upplýsingar á gjörgæsludeild að hann væri enn sofandi í öndunarvél. Hinn maðurinn slasaðist ekki alvarlega. Aðeins um tveimur sólarhringum eftir þetta hörmulega slys mældist stór hópur mótorhjólamanna á um 174 km hraða á Þingvallavegi en þegar lögregla gaf þeim merki um að nema staðar stungu þeir af. Ekki kom til eftirfarar í það skiptið og eru mennirnir ófundnir, eftir því sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sagði í gær.


Gríðarleg fjölgun

Sylvía Guðmundsdóttir, varaformaður Sniglanna, bifhjólasamtaka lýðveldisins, sagði samtökin fordæma allan hraðakstur. Nú færi mikið fyrir fréttum af hraðakstri mótorhjólamanna en hún taldi líklegt að það stafaði einfaldlega af þeirri fjölgun sem orðið hefur í þessum hópi á síðustu árum. 

Í Morgunblaðinu í gær var greint frá því að sýslumaðurinn á Selfossi hyggst krefjast þess að hjólin sem mennirnir tveir voru á verði gerð upptæk, en við þá kröfu styðst hann við nýtt ákvæði í umferðarlögum. Annað hjólið er reyndar talið nánast ónýtt en það hefur engin áhrif á kröfugerðina. Til að forðast misskilning er rétt að taka fram að hið sama mun ganga yfir ökumenn bifreiða sem verða staðnir að ofsaakstri. 

Sylvía sagði að Sniglarnir gætu ekki lýst sig andvíga þessari ákvörðun sýslumanns enda væri heimildin bundin í lög. Þá vonaðist hún til þess að þessi stefna hefði sem mest forvarnargildi. Hún hefði hins vegar heyrt frá nokkrum bifhjólamönnum að þetta yrði til þess að þeir myndu alls ekki stöðva hjólin ef þeir ættu á hættu að glata hjólunum í hendur lögreglu. 

Morgunblaðið hefur áður fjallað um þá sprengingu sem hefur orðið í innflutningi á bifhjólum eins og sést í töflunni hér að ofan. Um leið hefur þeim fjölgað gríðarlega sem hafa tekið mótorhjólapróf eða úr rúmlega 200 árið 1998 í ríflega 1.000 í fyrra. 

Guðbrandur Sigurðsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, sagði að þrátt fyrir of mörg dæmi um ofsaakstur mætti ekki gleyma því að stærstur hluti bifhjólamanna væri til fyrirmyndar. 




Eftir Rúnar Pálmason
runarp@mbl.is

 https://timarit.is/files/42497224

Meira en hundrað bifhjól á sérstakri sýningu í dag


BIFHJÓLASAFN
er væntanlegt í flóru safnanna á Eyjafjarðarsvæðinu og í dag fer fram sérstök fjáröflun til styrktar því. Hún fer þannig fram að haldin er sérstök bifhjólasýning í Toyota-húsinu á Akureyri á Baldursnesi frá 10-19. Á annað hundrað mótorhjóla frá öllu landinu verða til sýnis. Að auki verður tekið við frjálsum framlögum til að setja safnið á fót. Safnið er stofnað í minningu Heiðars Þ. Jóhannssonar sem lést í bifhjólaslysi 2. júlí á síðasta ári. 

„Bifhjólasafnið mun spanna hundrað ára sögu bifhjólsins,“ segir Jóhann Freyr Jónsson sem unnið hefur að því að stofna safnið. „Við höfum yfir 50 hjól í langtímageymslu sem eiga eftir að fara í safnið, þannig að nú vantar bara húsnæði undir það. Af þessum hjólum skildi Heiddi sjálfur eftir sig ein 22.“


Fannst í Grímsárvirkjun


Meðal hjóla safnsins er eitt af gerðinni BSA Lightning 650cc ’71-árgerð, sem áður var í eigu Heiðars Þ. Jóhannssonar. „Þetta er fyrsta stóra hjólið sem hann eignaðist og hann varð frægur fyrir alls konar kúnstir á því. Hjólið komst bara nýlega í okkar hendur. Stuttu eftir andlát hans gerðist nefnilega sú ótrúlega tilviljun að hjólið fannst í góðu standi í Grímsárvirkjun. Þannig að við fengum það að sjálfsögðu í safnið.“ Hjólið er vel ökufært og var í gær ekið til Akureyrar fyrir sýninguna.




15.6.07

Tían sýnir á Akureyri


 Meðlim­ir Bif­hjóla­sam­taka Lýðveld­is­ins Snigl­anna standa nú fyr­ir mik­illi mótor­hjóla­sýn­ingu á Ak­ur­eyri. Stofnað hef­ur verið mótor­hjóla­safnið Tían sem sam­an­stend­ur að mestu leyti af þeim 50 bif­hjól­um sem voru í eigu Heiðars Jó­hanns­son­ar snigils núm­er tíu sem lést í bif­hjóla­slysi fyr­ir tæpu ári síðan. Bif­hjóla­menna hafa fjöl­mennt á sýn­ing­una sem stend­ur fyr­ir utan hús­næði Toyota á Ak­ur­eyri í blíðskap­ar veðri og stend­ur hún til klukk­an sjö í kvöld.




6.6.07

Hvers vegna heilsast mótorhjólafólk þegar það mætist á vegum?

Allir sem aka mótorhjólum hafa tekið eftir því þegar mótorhjólafólk mætist á vegunum að það réttir upp vinstri hönd og heilsast líkt og riddarar forðum.


Allir sem aka mótorhjólum hafa tekið eftir því þegar mótorhjólafólk mætist á vegunum að það réttir upp vinstri hönd og heilsast líkt og riddarar forðum. Færri hafa kannski velt því fyrir sér hvað er eiginlega á seyði og af hverju mótorhjólafólk heilsast sérstaklega og á þennan hátt. Er það bræðralagið eða eitthvað annað og dýpra sem liggur að baki – og heilsast allir eða bara sumir?
Bílablaðið kynnti sér málið aðeins betur enda engin vanþörf á að líta á jákvæðari hliðar mótorhjóladellurnar eftir fremur dapurlega umræðu um mótorhjólafólk síðustu vikurnar.

Flóknara en virðist við fyrstu sýn

Það er óhætt að segja að handabendingar mótorhjólafólks séu flóknari en virðist við fyrstu sýn og má þá helst líta á tvo þætti sem eru ráðandi, líkurnar á því að heilsast sé og hvernig er heilsast.
Til að byrja með eru í það minnsta þrír þættir sem ráða því hvort ökumaður mótorhjóls heilsar og hvort honum er heilsað til baka.

*Tegund hjólsins skiptir máli. Ef ökumaður mótorhjóls mætir öðrum ökumanni á sömu tegund mótorhjóls, t.d. Honda, eru miklar líkur á að þeir tveir heilsist og meiri líkur en t.d. að ökumenn BMW-mótorhjóls heilsi einhverjum sem er á skellinöðru.

*Stíllinn skiptir líka máli. Ef þessir tveir ökumenn aka samskonar gerðum af mótorhjóli, t.d. svokölluðum hippum, aukast líkurnar á því að þeir heilsist enn frekar. Því lengra sem ber á milli í stíl hjólanna og ökumanna því ólíklegra er að viðkomandi heilsist. Þannig mætti segja að minnstar líkur væru á því að töffarar á "racer" heilsi töffurum á "hippum".

*Útbúnaður og klæðnaður. Ef þeir sem mætast eru í samskonar klæðnaði, t.d. báðir í litríkum leðurgöllum og með lokaða hjálma aukast líkurnar á að ökumennirnir heilsist. Ef hinsvegar annar reiðmaðurinn er með gamlan opinn stálhjálm með spíru upp úr toppnum og íklæddur rifnum gallabuxum og stuttermabol og hinn er með nútíma koltrefjahjálm og íklæddur skrautlegum leðurgalla minnka líkurnar á því að viðkomandi heilsist.

Hvernig er heilast?

Þegar einn ökumaður mótorhjóls mætir öðrum getur svo ýmislegt gerst þegar annar þeirra réttir höndina út í loftstrauminn og heilsar. Það eru reyndar í það minnsta fimm leiðir til að taka á móti kveðjunni.
*Fyrsta leiðin er að gera ekki neitt. Sitja sem fastast með höndina á stýrinu og getur það þýtt allt frá því að móttakandi kveðjunnar hafi ekki tekið eftir henni til þess að honum finnist hann ekki eiga neitt sameiginlegt með þeim sem hann var að mæta og vilji því ekki endurgjalda kveðjuna, samanber reglurnar sem voru nefndar hér að ofan.

*Algengast er þó að móttakandi kveðjunnar lyfti tveimur fingrum, vísifingri og löngutöng, til að taka á móti kveðjunni en þó er höndin höfð áfram á stýrinu. Það mætti segja að hér sé tekið á móti kveðjunni á hversdagslegan máta og tilvist þess sem upprunalega heilsaði er þar með viðurkennd og fallist á að þeir tveir sem mættust eigi eitthvað sameiginlegt, allt frá því að vera báðir á mótorhjóli til þess að vera með sama smekk í mótorhjóladellunni.

*Þriðja leiðin er að lyfta hendinni af stýrinu, færa hana niður á við og reka vísifingur og löngutöng út í loftið. Ef móttakandi kveðjunnar svarar á þennan hátt er hann að senda skýr skilaboð um að hann virði þig á einn eða annan hátt. Ef einhver heilsar á þennan máta að fyrra bragði er ljóst að sá telur sig eiga mikið sameiginlegt með þeim sem hann er að mæta og líklegt er að hann yrði móðgaður ef honum yrði ekki svarað í sömu mynt.

*Fjórða leiðin er beinlínis til þess fallinn að sýna lítilsvirðingu en þá er sérstaklega haft fyrir því að taka höndina af stýrinu og leggja hana á lærið til marks um það að kveðjan hafi verið móttekin en alls ekki tekið undir hana. Þessi handabending á rætur sínar að rekja til bernskuára mótorhjólagengja og þá var algengt að óvinagengi sýndu hvort öðru vanvirðingu á þennan hátt. Í dag má þó ekki taka þetta of hátíðlega því ökumenn mótorhjóla hvíla einnig oft kúplingshöndina á lærinu.

*Fimmtu kveðjuna má kalla nýliðann en þá er hendinni lyft af stýrinu og beint út í loftið líkt og sagt sé "hæ!". Þetta gera nýir ökumenn mótorhjóla sem eru í skýjunum yfir því að vera loksins komnir á mótorhjól og vilja heilsa öllum öðrum sem líka njóta þessa skemmtilega sports sem það er að keyra mótorhjól.

Fleiri útfærslur

Í dag eru mótorhjól hinsvegar víða orðin mjög algeng sjón og því getur verið þreytandi að vera að heilsa í sífellu án þess þó að ökumaður vilji endilega móðga þann sem hann mætir. Til að bregðast við auknum fjölda mótorhjóla í umferðinni hafa margir því brugðið á það ráð að lyfta einfaldlega lófanum stutt á meðan höndin er höfð á stýrinu.
Öðrum finnst einfaldast að kinka einfaldlega kolli og er það orðin algeng kveðja í dag og oft notuð t.d. þegar óheppilegt er að taka höndina af stýrinu, t.d. í beygjum eða við gírskiptingar.

Einnig tíðkast það að ökumenn ákveðinna gerða mótorhjóla heilsist á ákveðinn hátt. Má þar t.d. nefna ökumenn BMW-mótorhjóla sem láta stundum höndina niður í loftstrauminn og láta svo vindinn bera hana aftur á stýrið.

Fleiri bendingar eru til eins og að slá létt á hjálminn en sú bending á að gefa til kynna að viðkomandi hafi séð lögreglu í nágrenninu, öðrum til viðvörunar.

Það er því ljóst að það eitt að heilsast er ekki eins einfalt og það lítur út fyrir í fyrstu og á ferðalögum erlendis gæti verið skemmtilegt að kynna sér siði heimamanna áður en lagt er af stað – það er jú óþarfi að móðga annað mótorhjólafólk óafvitandi.

https://www.mbl.is/greinasafn/grein/1153912/