9.8.07

Hnattreisunni lýkur

Enginn dans á rósum Ferðalag
bræðranna reyndi oft á þolinmæði
 og hreína krafta þegar illa gekk

  Rúmlega þriggja mánaða langri ferð bræðranna Sverris og Einars Þorsteinssona um gervallan hnöttinn á mótorhjólum lýkur á morgun þegar þeir lenda í Keflavík og aka þaðan til Reykjavíkur en þeir eru fyrstir íslendinga til að ljúka slíkum áfanga. 


Ferð þeirra hófst þann 8. maí og hefur ferðaáætlunin því staðist að mestu leyti en þeir gerðu ráð fyrir að hún tæki þrjá mánuði. Hafa þeir eðlilega komið víða við en leið þeirra lá i gegnum Noreg, Svíþjóð og Finnland inn til Rússlands gegnum Síberíu, til Mongólíu og þaðan til Japans. Þá óku þeir Kanada endilangt áður en þeir tóku stefnuna suður til New York þar sem þeir dvelja nú.
Lenda þeir í Keflavik í fyrramálið og er ætlunin að aka þaðan til Reykjavíkur þar sem heimsferðinni lýkur formlega.
Tekið verður á móti þeim við húsnæði MotorMax að Kletthálsi klukkan tiu.

Blaðið

9.8.2007