29.10.19

Straand-treffet Noregi 20. til 22. september 2019.


Á efri hæðinni í Speed er Yamaha og fatnaður

 Straand-treffet Noregi 20. til 22. september 2019.


Í janúar var mótorhjólafélagi minn Björn Richard Johansen staddur hér á Íslandi og hittumst við á kaffihúsi og spjölluðum saman. Í þessu kaffispjalli sagði hann mér frá nokkuð sérstöku mótorhjólamóti sem hann og nokkrir aðrir störtuðu haustið 2018. Mótið tókst vel og sagði hann mér að það ætti að endurtaka mótið haustið 2019 og stefnt væri á að tvöfalda stærð mótsins. Björn Richard er af mörgum Íslendingum kunnur fyrir endurreysn íslensku bankana eftir bankahrun, enn fleiri hafa heyrt og kannast við verkefni sem hann startaði með Íslenskum stjórnvöldum eftir bankahrunið því að hann hannaði “módelið” af auglýsingaherðerðinni Inspired by Iceland.  Strax og ég kom heim keypti ég mér flugmiða og pantaði herbeggi fyrir mig og konuna á Straand-hotel.

Gamalt og rótgróið hótel staðsett í Vradal Telemark .

Á neðrihæð Speed eru BMW hjólin
  Mótið er á og við hótelið Straand Hotel í Vradal (ca. 120-150 km. sv. frá Oslo í beinni loftlínu, en styðsti vegur frá Osló til Straand Hotel er 205 km.), hótelið er með um 90 herbergi og var byggt 1864, opið allt árið. Á sumrin er mikill ferðamannastraumur af Norsku fjölskyldufólki og erlendum ferðamönnum í dalnum, en þar er í boði mikið af allsskonar afþreyingu. Á veturna er hótelið vinsælt meðal skíðafólks enda stutt frá hótelinu í góð skíðasvæði. Mótorhjólafólk í Noregi notar hótelið talsvert mikið á sumrin, en vegirnir í næsta nágreni við

22.10.19

Haustógleði 2019

Haustógleði Tíunnar var haldin eftir aðalfund á laugardaginn 19 október á Hrappstöðum fyrir ofan Akureyri.

21.10.19

Aðalfundur 2019

Mótorhjólasafn Íslands

Um helgina var aðalfundur Tíunnar haldinn á Mótorhjólasafni Íslands.

Engar lagabreytingartilögur bárust og haldast lög Tíunnar óbreytt.
Lög Tíunnar

Í stuttu máli þá gekk aðalfundurinn snurðulaust fyrir sig. 


Arnar Kristjánsson óskaði eftir að láta af störfum í stjórn, en aðrir stjórnarmeðlimir vildu vera áfram, og bauð Sigurvin Sukki sig fram til stjórnar, og samþykkti fundurinn það.

Kjúklingasúpa
og kökur
Því næst var kosið til formanns Tíunnar og var Sigríður Dagný endurkjörin formaður,

Stjórn Tíunnar 2020 verður því eftirfarandi

Sigríður Dagný Þrastardóttir:      Formaður
Trausti Friðriksson :                    
Kalla Hlöðversdóttir :                  
Víðir Már Hermannsson :
Siddi Ben :                                   
Jóhann Freyr Jónsson  :           
Sigurvin Sukki Samúelsson:
*Stjórn skipir svo með sér störfum á næsta fundi

Eftir fundinn var boðið upp á dýrindis kjúklingasúpu sem Sigga græjaði og tertur og fínery sem Kalla græjaði (Takk Kærlega) svo allir væru fullir orku fyrir haustógleði Tíunnar sem yrði seinna um kvöldið.

Stjórn Tíunnar vill þakka kærlega fyrir sumarið og ætlum að bæta í næsta sumar.

19.10.19

Aðalfundur Tíunnar 2019

Aðalfundur Tíunnar

Úrdráttur frá aðalfundi Tíunnar 19 okt. 2019

Núverandi stjórn vann vel saman frá byrjun, samhentur hópur og tel ég að við vorum að gera góða hluti.  
Voru viðburðir nokkrir en fundir ekki eins margir eins og við hefðum vilja hafa. 
Hjólaferðir voru nokkrar,  en það er það er líður sem við hjólafólk þurfum að bæta okkur í það er að hittast og hjóla meira


Smá yfirferð yfir viðburði sumarsins.
Súpu og björkvöldin voru þrjú og tókust þau mjög vel.
1 Maí hópkeyrslan.
 Er fastur liður í starfi tíunnar og tókst vel um 60 hjól keyrðu.
Lögreglan aðstoðaði við umferðastjórn og eiga þakkir skildar.


Skoðunardagur var í maí.
Skoðunardagur  Tíunnar og Bílaklúbbs Akureyrar fyrir fornbíla í Frumherja
Fínasta mæting og bauð Bílaklúbburinn okkur svo upp á Grill og gos. 
Kaffi var selt og 70.000 kr fóru til safnsins 


Tíu hittingur var í maí sem er haldin í kringum afmælisdag Heidda. m.a. upp í kirkjugarði og kíkt á leiði Heiðars

Hjóladagar
Í ár var ákveðið að byrja á laugardegi og gekk það vel.
V
iljum við breytta einhverju?  


Verslunarmanna helgin.
Hópkeyrsla með Fornbílum  30 
hjól tóku þátt í keyrslunni og tóku einnig þátt nokkrir bílar frá Fornbíladeild BA og setti það skemmtilegan svip á keyrsluna

Allir voru velkomnir í Aflsúpu til hennar Köllu um verslunarmannahelgina  og safnaðist fyrri aflið   spyrja köllu kr

 Fiskidagar.

Tían hefur bætt sig í heimasíðunni og hefur Víðir Fjölmiðlafulltrúin hleypt aldeilis lífi í hann og þakkar  Tían fyrir góðar viðtökur á heimasíðunni á árinu, en síðan sem var í mikilli lágdeyðu hefur á þessu ári verið með yfir 50þusund heimsóknir.

Facebook síða Tíunnar hefur einnig verið að taka vel við sér og má seigja að síðurnar séu aðal samskiptaleið okkar við félaga klúbbsins sem og auglýsing út á við.

Fleiri gjafir til mótorhjólasafnsins en Tían gaf Mótorhjólasafninu

á eins og flestir Tíufélagar vita þá hefur klúbburinn ánafnað einum þriðja hluta árgjalda í klúbbnum til Mótorhjólasafns Íslands. og í ár afhentum við safninu 200.000 þúsund.


 Næsta ár;

Árskýrteini samstarf við háskólan

Fleiri hjólaferðir

Unnið á safninu.

17.10.19

Aðalfundur Tíunnar



 Þann 19. Október   er aðalfundur Tíunnar á Mótorhjólasafni Akureyrar
kl: 13:00

Dagskrá


1. Kosning fundarstjóra og fundarritara.

2. Stjórn og nefndir gefa skýrslu um starfsemi liðins árs.
3. Stjórn leggur fram endurskoðaða reikninga liðins árs.
4. Lagabreytingar.
5. Kosning stjórnar.
6. Kosning Formanns
7. Kosning nefnda.
8. Skipun skoðunarmanna reikninga.
9. Annað

 

Boðið verður upp á dýrindis súpu og brauð á fundinum.

2.10.19

The Distinguished Gentleman's Ride



Í lok september fór fram hópaksturinn The Distinguished Gentleman's Ride um allan heim og meðal annars í Reykjavík.


Þarna er á ferðinni fjáröflunarhópkeyrsla þar sem þemað eru gömul hjól og herramannafatnaður.
Hægt ver að heita á hvern ökumann fjárhæð sem fer til góðgerðamála og og samkvæmt heimasíðu keyrslunar
 https://www.gentlemansride.com/rides/iceland/reykjavik
söfnuðust rúmar 8000 evrur  eða rúmar 11 hundruð þúsund krónur í Reykjavík.

            Málefnið er Blöðruhálskirtilskrabbamein og sjálfsvíg.  Málefnið er til styrktar rannsóknum á blöðruhálskirtilskrabbameini ásamt stuðnings samtökum sem vinna að úrræðum er varða geðheilsu/sjálfsvíg ungra manna.

Um að gera að taka þátt í þessu því keyrslan er hanldin síðasta sunnudag í september árlega.

Myndir héðan og þaðan af netinu.








1.10.19

Mótorhjól BMW fá M-sportdeild

BMW hefur sótt um einlaleyfi á heitunum
M 1000 RR, M 1300 GS og M 1000 XR.

Bílaáhugamenn þekkja M-sportdeild BMW og þá öflugu bíla sem frá henni koma.


 BMW framleiðir líka mótorhjól og þar á bæ hefur engin M-deild verið til staðar, en það gæti breyst á næstunni. Fyrir nokkrum árum bauð BMW sportlegri útfærslu S 1000 RR hjólsins sem fékk stafina HP4 Race og fór þar brautarhæft hjól með krafta í kögglum. Þetta hjól varð hins vegar lítið annað en tilraun eða markaðstrikk og BMW varð í kjölfarið að endurhugsa innreið sína í sportlegri hluta mótorhjóla og framleiðslu slíkra hjóla. Nú virðist komið svar við því þar sem BMW hefur þegar sótt um einkaleyfi á heitunum M 1000 RR, M 1300 GS og M 1000 XR og því von á góðu fyrir aðdáendur BMW-hjóla.





https://timarit.is/files/43626994#search=%22m%C3%B3torhj%C3%B3l%22