21.12.17

GLEÐILEG JÓL

Bifhjólaklúbbur Norðuramts Tían

Óskar félagsmönnum sínum gleðilegrar hátíðar.
Með þökk fyrir árið sem er að líða.

2.12.17

Búið að malbika við Mótorhjólasafnið....


Þar kom að því

Við náðum þeim áfanga að malbika planið fyrr í mánuðinum. Þetta á eftir að stórbæta alla aðkomu að safninu og gestir okkar þurfa ekki lengur að klöngrast eftir mölinnni.

Við viljum þakka Uppbyggingarsjóði norðurlands eystra sem styrkti okkur til verksins síðastliðið vor.

25.11.17

Jólaball Sober Riders 3.des 2017 á AkureyriJólaball Sober Riders 3.des 2017 á Akureyri

https://www.facebook.com/events/1614719025261601/?ti=clViðburðurinn á Facebook

14.11.17

20% afsláttur í bíó fyrir félaga í Tíunni

Borgarbíó á Akureyri veitir Tíufélögum 20% afslátt af
miðaverði gegn framvísun félagskyrteynis.

Kjörið tækifæri til að skella sér í bíó á td.  heimildarmyndina um Reyni Sterka.

Gildir á allar sýningar

Borgarbíó

5.11.17

Genf opnar fyrstu Strætóreinina fyrir mótorhjól

Með hjálp og stuðningi FEMA aðildarfélags; IG Motorrad, er mótorhjólum nú heimilt að nota strætóreinar á götukafla þar sem umferð er mjög þung á álagstímum. Þetta gerir það að verkum að umferð mótorhjóla nær mjúku flæði á 650 metra löngum kafla og minnkar þar með álag á aðrar akreinar.


Luc Barthassat, yfirmaður umhverfis- samgöngu- og landbúnaðarmála, í Genf (Kantóna) opnaði sjálfur kafla Route de Jeunes (Gata Ungddómsins) að viðstöddum mótorhjólamönnum frá IG Motorrad.

Til að byrja með, er strætóreinin opin mótorhjólum til almennra nota, í eitt ár. Fyrstu niðurstöður umferðartalninga verða svo kynntar eftir 3 mánuði. Ef áhrif þessarar opnunar verða góð, er gert ráð fyrir að reinin verði opin mótorhjólum til frambúðar.

Forseti IG Motorrad, Bernard Niquille, var ánægður með opnunina og sér hana sem niðurstöðu góðs samtarfs milli bifhjólasamtakanna og pólitískrar ákvarðanatöku.

Fyrir 3 árum kynnti IG Motorrad margar tillögur til úrbóta í umferðinni. „Við vonum að á grunni þessara tillagna, verði fleir strætóreinar opnaðar fyrir mótorhjólum og götuskráðum skellin-ðrum. Allir notendur slíkra farartækja geta lagt sitt af mörkum til tilraunarinnar með áframhaldandi virðingu fyrir núverandi umferðarreglum“ sagði Bernard Niquille.

Í framahaldi þessarar fréttar, má velta því fyrir sér hvort mætti reyna þetta æi Reykjavík. Eitt sem mælir með því, fyrir utan að auka öryggi mótorhjólafólks, er að á Íslandi er ekki leyfilegt að keyra á milli bíla (e. filtering) og það með væri hægt að auka plássið sem bílar hafa á götum þar sem umferðarþungi er oft mikill, til dæmis eins og á Miklubraut.

Greinin er þýdd og staðfærð af síðu FEMA sambandsins. http://www.fema-online.eu/website/index.php/2017/10/27/geneva-bus-lane-for-motorcycles/

Wim Taal/ísl.þýð. Steinmar Gunnarsson

www.sniglar.is

Sniglar telja veggjöld á mótorhjól óraunhæf

Vegir þeir sem lagt hefur verið til að innheimta veggjöld á.

Í umræðu um uppbyggingu þjóðvega út frá höfuðborgarsvæðinu og innheimtu veggjalda í framhaldi af því vilja Bifhjólasamtök Lýðveldisins, Sniglar koma eftirfarandi á framfæri:


Fyrirsjáanlegt er að kostnaður fyrir bæði veghaldara og bifhjólafólk vegna innheimtu veggjalda yrði mikill þar sem að það krefst meiri tæknibúnaðar fyrir ómannaðar stöðvar. Tekjur af slíkri innheimtu yrði á móti mjög lítill þar sem að bifhjól borga mun minna af slíkri notkun en bílar.

15.10.17

VÍRAVEGRIÐ (OSTASKERAR)

Víravegrið eru ekki hættulegri en aðrar tegundir vegriða


Á undanförnum árum hefur mikið verið sett upp af víravegriðum hér á landi, nú nýlega í Kömbunum til að aðskilja akstursstefnur og auka þar með umferðaröryggi. Kostur víravegriða til dæmis til að takmarka snjósöfnun við vegrið er ótvíræður. Reglulega heyrist gagnrýni þeirra sem aka mótohjólum um að víravegrið séu þeim sérstaklega hættuleg. Það er ekki svo, þau eru ekki verri fyrir vélhjólafólk en önnur vegrið.

10.10.17

Aðalfundur Mótorhjólasafns Íslands

Aðalfundur verður haldinn á Mótorhjólasafninu föstudaginn 27. okt 2017 kl. 20.00


Hefðbundin aðalfundarstörf.
Veitingar í boði eftir fund.
Rétt til setu á aðalfundi hafa allir sem áhuga hafa á bifhjólum og safnastarfi.

26.9.17

Styrktaraðili óskast

Tían ætlar á næsta ári að gefa út félagsskírteini fyrir Tíumeðlimi en óskar eftir styrktaraðila.
Í staðinn mun aðilinn /fyrirtækið prýða bakhlið félagsskírteinisins.

Áhugasöm fyrirtæki eða einkaaðilar hafið samband við okkur í
tian@tian.is

ATH .Fyrstur kemur fyrstur fær.

24.9.17

Vel heppnuð Haustógleði

Gömul og góð vinátta.
á Haustógleði 2017
(mynd:Siddi)
Haustógleði Tíunnar var haldin í gærkvöldi og er ekki hægt að segja annað en að hún hafi heppnast vel.
Vel á þriðja tug gesta mættu og grilluðu  
Veðrið lék við okkur, stjörnubjart og milt en fyrr um daginn hafði rignt mikið og jörð því blaut.  Þess vegna voru við ekki með leikina sem við höfðum hugsað okkur að vera með, en þeir verða pottþétt að ári.

21.9.17

15 ár frá síðustu Haustógleði á Hrappstöðum


Keppt var meðal annars
 í Staurakasti árið 2002
Í dag eru nákvæmlega 15. ár síðan Sniglar héldu Haustógleði á Hrappstöðum hér fyrir ofan Akureyrarbæ.

Og er því viðeigandi að Tían (sem ekki var til árið 2002 ) heldur núna Haustógleði á Hrappstöðum.
Heiddi var þá eigandi og gestgjafi á Hrappstöðum en nú er það frændi hans sem verður gestgjafi Jói Rækja.

Hlökkum til að sjá ykkur.

19.9.17

Rausnarlegur Styrkur til Tíunnar

Húsasmiðjan styrkti Tíuna höfðinglega með því að gefa okkur


3- brennara Gasgrill sem á eftir að koma sér vel í framtíðinni hjá okkur.


Höfðingleg gjöf  sem á eftir að nýtast vel á Haustógleðinni um næstu helgi..

Muna að Skrá sig fyrir fimmtudag í SMS 6693909 eða á viðburðarsíðunni á Facebook

 Bifhjólaklúbbur Norðuramts Tían
Þökkum Húsasmiðjunni kærlega fyrir okkur.

6.9.17

Haustógleði Tíunnar 23 September MUNA AÐ SKRÁ ÞÁTTÖKU! 6693909


MUNIÐ að skrá þáttöku..    6693909 

   
Haustógleði. Verður haldin þann 23 september í gamla Sumarbústaðnum hans Heidda við
Lögmannshlíðarveg (Lögmannshlíðarhringnum) Þess má geta að bústaðurinn heitir Hrappsstaðir og gilið Hrappsstaðagil.


Staðsetning
Það verður Grillað
Það verður Sungið
Það verða Leikir
Það verður Varðeldur
Það verður Gaman.

(Hljóðfæri velkomin og Söngolía)

3.9.17

Fallið...Keyrði í gegnum Varmahlíð í dag og fannst kjörið að smella nokkrum af listaverkinu sem prýðir merki klúbbins.

1.9.17

Stjórn Tíunnar 2017-2018

Sigríður D Þrastardóttir Formaður
Arnar Kristjánsson Vara-Formaður
Víðir M Hermannsson Fjölm.Fulltr.
Trausti Friðriksson Gjaldkeri
Jóhann Freyr Jónsson Ritari
Víðir Orri Hauksson
Björn Baldursson...til 23.5.18
tian@tian.is

26.8.17

Skemmtilegt PokerRun


Vel heppnað Poker Run Tíunnar


Við mótorhjólasafnið.
Safnast var saman við Mótorhjólasafnið á Akureyri og skáðu sig til keppni 7 keppendur á 6 hjólum og borgaði hver 1500 kr þáttökugjald.
Við Orkuskálann á Húsavík
Dró hver og einn eitt spil úr spilastokk og var svo ekið áleiðis til Húsavíkur í smá rigningu sem hætti reyndar eftir að við komum yfir Víkurskarðið.

20.8.17

Vikan 21-27 ágúst POKER RUN

Aðeins einn viðburður verður þessa vikuna hjá okkur í Tíunni.

En það verður PokerRun á Laugardag

Þetta verður langkeyrslu pokerrun þar sem ekið verður yfir 200km til að safna þessum fimm pokerspilum


Mæting við Mótorhjólasafnið kl 13:00 á Laugardaginn 26 ágúst.
Þátttaka kostar 1500 kr  Fyrsta spilið verður afhent við safnið. og svo verður purrað á næsta áfangastað..

ATH vegleg verðlaun fyrir bestu pókerhöndina.

p.s  Endilega hakið ykkur í viðburðinn.


Tían komin með Twitter,,,

Tían er semsagt komin með Twitter

Og fyrir þá sem nota svoleiðis þá er slóðin hér

https://twitter.com/tianvkn
18.8.17

BMW klubbur um Vestfirði

Stór hópur manna úr mótorhjólaklúbbum BMW tók á rás snemma í gærmorgun og lagði af stað frá bensínstöð N1 vestur á firði. Þarna voru saman á ferð 25 félagar úr BMW klúbbnum og jafn margir úr þýskum systurklúbbi.
Þeirra fyrsti náttstaður fyrir vestan var á Tálknafirði þar sem þeir gistu í nótt. Halda svo áfram til Ísafjarðar í dag og til Norðurfjarðar á Ströndum á morgun þar sem leiðir skiljast, því Þjóðverjarnir fara hringinn umhverfis landið en Íslendingarnir suður.

„Trússbíll fylgir okkur og ferjar samkomutjald og fleira og verður það sett upp á gististöðum. Þetta er sennilega stærsta ferð mótorhjólamanna um Vestfirði sem farin hefur verið,“ sagði Guðmundur Björnsson læknir, einn leiðangursmanna, í samtali við blaðamann Morgunblaðsins.

bryndis@bb.is
www.bb.is/

17.8.17

Aukaaðalfundur vel heppnaður.

Í kvöld var haldinn aukaaðalfundur Bifhjólaklúbbur Norðuramts Tían.

Góð mæting var á fundinn.
Fráfarandi stjórn 2017 Hrefna og Jokka (vantar Palla og Hinrik).
Og mun ég telja fram það helsta sem þar fór fram.

Fyrsta mál á dagskrá voru lagabreytingartillögur.
Þar má fyrst nefna tillögu um að færa aðalfund tíunnar til 15 október. (næst 2018)  Var það samþykkt .
Næst var samþykkt að formaður yrði kosinn á aðalfundi.
Og að lokum var samþykkt að framboðsfrestur til stjórnar var felldur út.
 Og má bjóða sig fram á aðalfundinum. Var það samþykkt.
Fráfarandi Stjórn 2016-17
Súsanna,Sigurvin og Jónína.

Næst var það stjórnarkjör...   úr stjórn fóru Jokka. Hrefna, Palli og Hinrik.

Fram komu sex framboð og voru niðurstöður kostninganna þær að Arnar Kristjáns. Jói Rækja .Víðir Orri og Bjössi málari náðu kjöri.

Þar á eftir voru framboð til formanns Sigríður Dagný ritari óskaði eftir formannsætinu og varð það niðurstaðan með  26 atkvæðum gegn 1


Fráfarandi stjórn og reyndar líka fráfarandi stjórn  frá síðasta aðalfundi voru svo leyst út með blómum .
Víðir#527Lög Tíunnar


Lög Bifhjólasamtök Norðuramts Tían.

1. Nafn Klúbbsins
Nafn klúbbsins er Tían, Bifhjólaklúbbur Norðuramts. Heimili og varnarþing klúbbsins er á Akureyri.
Tían er klúbbur áhugafólks um bifhjól af öllum gerðum.

2. Markmið félagsins.
*       Efla samstarf bifhjólaáhugafólks á Norðurlandi.
*       Vera öðrum bifhjólaökumönnum fyrirmynd.

Nýtt tilboð fyrir Tíufélaga.

Rakarastofa Akureyrar Hafnarstræti 88


Bíður Tíufélugum upp á 10% afslátt af vörum sínum.

Sjá meira á tiboðsíðunni okkar á Facebook.

55 BMW mótorhjól um Vestfirðina


BMW mótorhjólaklúbburinn á Íslandi er félagsskapur fólks sem ekur um á BMW mótorhjólum.
Klúbburinn var stofnaður þann 14. júní 2007 og fagnaði því 10 ára afmæli á þessu ári. Haldin var vegleg afmælisgrillveisla á Þingvöllum í sumar þar sem klúbbmeðlimir ásamt fjölskyldum komu saman og héldu upp á árin tíu. Í klúbbnum eru rétt tæplega 100 félagar sem allir eiga það sameiginlegt að eiga BMW mótorhjól og hafa mikinn áhuga á ferðalögum á mótorhjólum.
BMW mótorhjól eru talin henta vel til ferðalaga og eru sniðin að þörfum ferðalangsins. Þess vegna hefur verið lögð rík áhersla á ferðamennsku innan BMW mótorhjólaklúbbsins.

Ætla að skoða helstu náttúrugersemar Vestfjarða 

Á vegum klúbbsins eru farnar nokkrar skipulagðar ferðir á ári hverju, bæði í formi dagsferða um landið en einnig lengri ferðir þar sem gist er í tjöldum eða á gistiheimilum. Einnig hafa verið skipulagðar nokkrar utanlandsferðir á vegum klúbbsins.
Á afmælisárinu vill svo skemmtilega til að um 25 félagar úr þýska BMW GS Club International ætla
að koma með hjólin sín til Íslands og ferðast um landið í 2 vikur. Þeir munu slást í för með íslenska BMW mótorhjólaklúbbnum í fjögurra daga ferð um Vestfirði þar sem skoðaðar verða helstu náttúrugersemar Vestfjarða, allt frá Látrabjargi og alla leið norður á Strandir þar sem endað verður á heljarinnar kjötsúpuveislu og bryggjuballi að hætti Strandamanna. Um 30 meðlimir íslenska BMW
klúbbsins hafa boðað þátttöku sína í ferðina svo að þessi ferð verður stærsta hópferð BMW mótorhjólaklúbbsins fyrr og síðar, eða um 55 hjól.

Fréttablaðið
17.8.2017

15.8.17

Tíuferð 15 ágúst

Nokkur hjól skelltu sér í skipulagða Tíuferð í kvöld en samkvæmt plani var áætlað að fara í Vaglaskóg en í framhaldi af því þar sem allt er lokað í Vaglaskógi þá var haldið áfram í Dalakofann við Lauga í Reykjadal og fengu menn sér pizzu og aðrar veitingar.
Svo var aftur rennt í bæinn og var orðið dimmt er félagarnir komu niður á torg.  Rúmlega kl 23:00

Þrælskemmtileg ferð.. smábleyta en ekkert sem góðir gallar þola ekki.

13.8.17

Næstu dagar, vikan 14-20 ágúst.

Á þriðjudag 15.ágúst Vaglaskógsferð..  mæting við olís 19:30.

Á fimmtudag.17.ágúst Auka-Aðalfundur Tíunar ,,, Stjórnarskipti ,,, Framboð og fl.

Á Laugardag 19 ágúst. Poker-run  FRESTAÐ UM VIKU til 26. águst

10.8.17

Aukaaðalfundur Bifhjólaklúbbur Norðuramts Tían

Auka Aðalfundur Tíunnar


Þann 17.águst verður auka Aðalfundur Tíunnar haldin í Mótorhjólasafninu 2.hæð kl 20:00

Vegna sérstakra aðstæðna þá hefur stjórn tíunnar ákveðið að halda Auka Aðalfund.

Dagskrá fundar skal vera nokkurn veginn eftirfarandi:
1. Kosning fundarstjóra og fundarritara.
4. Lagabreytingar.
5. Kosning stjórnar.
6. Kosning nefnda.
8. Önnur mál....

Óskað eftir framboðum í stjórn Tíunar og aðra nefndir.
Hægt er að sækjast eftir því á fundinum.

Einungis greiddir tíufélagar geta setið fundinn.  

Stjórnin.

9.8.17

Góðann Daginn

HJÓLAFÉLAGAR OG TÍUMEÐLIMIR
www.tian.is
Náði loksins að ná tökum á heimasíðunni sem hefur legið dáin í rúm 2 ár .
svo það er best að byrja aftur.
kv Víðir #527

1.8.17

Siglóferð Tíunar

Nokkrir hressir hjólamenn renndu á Siglufjörð kl 19:30 í eina af skipulögðu hjólaferðum Tíunar sem eru nokkra þriðjudaga á sumri..
Sjá Dagskrá.

2. viðburðir í dag á Akureyri

Í dag eru tveir viðburðir fyrir hjólafólk á akureyri.
TÍAN verður með Siglufjarðarferð þar sem safnast verður saman við Olís kl 19:30 og lagt í hann kl 20.

Hins vegar verður opin æfing á hringbraut upp á Ba svæði þar sem fínt verður að æfa beyjur.
Víðir Orri er með viðburðinn og eru allir velkomnir . Og byrjar c.a 20:30

27.7.17

Beyjuæfingar Snigla á Akureyri

Bifhjólasamtök Lýðveldisins Sniglar héldu á dögunum 2 aksturstækninámskeið, annað á höfuðborgarsvæðinu og hitt á Akureyri. Anders Hjelm og Niklas Lundin frá SMC sænsku mótorhjólasamtökunum kenndu á námskeiðunum. Aðaláhersla var á beygjutækni og voru settar upp fjórar æfingar þar sem byrjað var á spjalli og síðan ekið nokkra hringi og síðan farið yfir hvernig gekk.
Myndband frá námskeiðinu fyrir sunnan

Myndband frá námskeiðinu á Akureyri

Annað myndband frá Akureyri

Og eitt til sem Díana Dreki tók

Svo tók Díana glæsilega myndir líka á Námskeiðinu.
Mynd : Díana22.7.17

Kæru félagsmenn

Þeir sem hafa pantað lykla frá Skeljungur og eru ekki með tiumerkið aftan a vinsamlegast hafið samband við mig en ef þu hefur pantað kort og ekkert er ritað a kortið (meðlimur tiunnar) vinsamlegast pantaðu aftur.

Skeljungur og stjórn tíunar biðjast afsökunar á þessum byrjunar erfiðleikum.
Bestu kveðjur 
Sigríður Dagný Þrastardóttir

18.7.17

Ferðafélagar

Tían óskar eftir activum hjólara til að starfa í ferðanefnd tíunar og vera road capain annað slagið.
Starfið felst í skipulagningu ferða sumarsins þar sem hjólara njóta þjóðvegana í góðra vina hópi.
Inntökuskilyrði eru gilt mótorhjólapróf
Áhugasamir geta haft samband við tían@tian.is

10.7.17

Hjóladögum lokið

Hjoladögum lokið takk allir sem komu þið eruð snillingar. Í ár voru frabærar vöfflur ,snilldar leikar , geggjuð spyrna og endaði með æðislegu grilli og tónleikjum. Og i dag voru bakaðar vöfflur i hádeginu handa afmælisbarninu henni Svandís Steingrímsd óskum við henni innilega til hamingju með 50 ára afmælið. Við í stjórn hefðum viljað sá fleiri i ár en þeir koma á næsta ári.

Sigga.

8.7.17

Verðlaunagripir klárir

Verðlaunagripir komnir i hús, erekki allir klárir i spyrnu og leika á morgum?
@ hjóladagar Tíunnar...

6.7.17

Tilboð...

Þetta var að detta inn ..
Hvalaskoðunarfyrirtækið
Keliseatours býður greiddum meðlimum tíunnar sem komnir eru með tíulykilinn/kortið. Hvalaskoðun á aðeins 6000kr.
Frítt er fyrir börn 12 ára og yngri í fylgd með fullorðnum.
...

20.6.17

Kaffiferð á Hjalteyri

Nokkrir Félagar út Tíunni skelltu sér í smá hjólarúnt til Hjalteyrar
Gissur Agnarsson tók þessar myndir af félugunum .

30.5.17

Bjölluhringingarathöfn 1 júní 2017


Þar sem eitt mótorhjól stoppar kemur alltaf annað skömmu síðar

Drekar huga að hjólum sínum við Olís á Reyðarfirði.
Mynd: Hjalti Stefánsson

Drunur mótorhjólanna er eitt af því sem fylgir hækkandi sól á vorin. 

Félagar í Drekum, Vélhjólaklúbbi Austurlands, hafa dustað rykið af hjólunum og fært þau út á göturnar. Félagar hittast vikulega til að bera saman bækur sínar.

„Þetta er tólf ára gamall félagsskapur, stofnaður með það göfuga markmið að stuðla að sem mestri samstöðu bifhjólafólks á Austurlandi. Við erum með 120 manns á félagatali, þar af má segja að helmingurinn sé virkur. Það er gríðarlega mikið hjarðeðli í mótorhjólamönnum. Sjálfstæði bækerinn er bara goðsögn. Þar sem eitt mótorhjól stoppar kemur alltaf annað skömmu síðar,“ segir Högni Páll Harðarson félagsmaður.

Saga Högna er lík sögum margra annarra sem heillast af vélfákunum. Hann segist hafa fengið mótorhjóladelluna ungur að árum en „haldið henni lengi í skefjum með ýmsum aðferðum, aðallega

26.5.17

Árgjaldið

Vissuð þið að þeir sem greiða árgjaldið í TíunniStyrkja: Mótorhjólasafnið um 1000 kr og geta heimsótt safnið án endurgjalds á meðan þeir eru greiddir félagar.Árgjaldið í Tíunni er aðeins 3000kr.
Innifalið er:
Axlarmerki Tíunar (Einu sinni)...
Frítt á Mótorhjólasafnið.
Ýmsir afslættir hjá fyrirtækjum í bænum
Bensínafsláttur hjá Orkunni
Skemmtilegir Viðburðir..Viltu ganga í Tian Bifhjólaklúbb Norðuramts?

Hafðu samband í
tian@tian.is