26.8.17

Skemmtilegt PokerRun


Vel heppnað Poker Run Tíunnar


Við mótorhjólasafnið.
Safnast var saman við Mótorhjólasafnið á Akureyri og skáðu sig til keppni 7 keppendur á 6 hjólum og borgaði hver 1500 kr þáttökugjald.
Við Orkuskálann á Húsavík
Dró hver og einn eitt spil úr spilastokk og var svo ekið áleiðis til Húsavíkur í smá rigningu sem hætti reyndar eftir að við komum yfir Víkurskarðið.
Á Húsavík var farið í Orkuskálann og eftir smá ís, drógu allir spil nr2.
 Svo var ekið yfir Hólasand yfir í Fuglasafnið í Mývatnsveit og safnið skoðað í fylgd Axels Stefánssonar staðahaldara,  Þar var dregið spil nr 3. Nú var farið að rigna talsvert en það stoppaði engann og var því næst ekið í Dalakofann í Reykjadal, þar var dregið spil nr 4. og stoppað stutt til að taka bensín.


Fuglasafnið.  Mynd Jokka
Síðasti áfangastaðurinn var svo DJ Grill og þangað mættu allir um kl 18, rennandi blautir en glaðir með góðan hjólatúr.
Þar var 5 spilið var dregið og pókerhendurnar skoðaðar...
Við Dj Grill. Mynd Jokka
Og eftir að þær voru skoðaðar þá kom í ljós að Kalla var með bestu spilin 2 pör og fékk hún pottinn í verðlaun. Alls 10500kr.

Alls voru hjólaðir 250km í þessari ferð