15.10.17

VÍRAVEGRIÐ (OSTASKERAR)

Víravegrið eru ekki hættulegri en aðrar tegundir vegriða


Á undanförnum árum hefur mikið verið sett upp af víravegriðum hér á landi, nú nýlega í Kömbunum til að aðskilja akstursstefnur og auka þar með umferðaröryggi. Kostur víravegriða til dæmis til að takmarka snjósöfnun við vegrið er ótvíræður. Reglulega heyrist gagnrýni þeirra sem aka mótohjólum um að víravegrið séu þeim sérstaklega hættuleg. Það er ekki svo, þau eru ekki verri fyrir vélhjólafólk en önnur vegrið.


Vegagerðin leitaði til varaforseta Alþjóða vegasambandsins (International Road Federation, IRF) Michael Dreznes, sem sagði að það væri í gangi töluverður misskilningur varðandi vélhjólafólk og vegrið. Hann bendir á að IRF og umferðaröryggisnefnd á vegum TRB rannsóknarráðsins hafi rannsakað þetta fyrir nokkrum árum og komist að þeirri niðurstöðu að víravegrið væru ekki hættulegri mótorhjólamönnum en venjuleg bitavegrið eða steypt vegrið. Rannsóknin fór fram í Evrópu, Bandaríkjunum og Ástralíu.

Ljóst er að það eru stólparnir sem eru hættulegastir fyrir óvarða vegfarendur eins og vélhjólafólk ekki vírinn. En staðreyndin er sú að vegrið, víravegrið þar á meðal, bjarga mannslífum.

Sjá svar Michels hér fyrir neðan á ensku.

Vegagerðin leitaði einnig til sænsku Vegagerðarinnar, þar sem upphaf núllsýnarinnar svo kölluðu er að finna. En þar á bæ hafa menn góða reynslu af víravegriðum enda er það eitt það mikilvægasta í umferðaröryggismálum að aðskilja akstursstefnur. Og einnig er horft til mótorhjólanna. Svíarnir hafa af þeim áhyggjur og leita leiða til að mýkja vegriðin en benda á að það er ekki vírinn sem skapar hættuna fyrir vélhjólafólk heldur stoðirnar. Að skilja að akstursstefnur eykur líka öryggi þeirra sem aka um á bifhjólum. Annars vegar af því að þá er ekki hætta af því að fá á sig umferð á móti auk þess sem mótorhjólafólk einfaldlega ekur hægar í nánd við miðjuvegrið, segja þeir sænsku.


Lars Ekman, PhD í umferðaröryggi hjá sænsku Vegagerðinni:
"We are of course concerned about barrier and MC. We are looking for barriers that are less hard for them. However it is the poles and the top rather than the wire that are harming motorcyclists.  Our result is still a big reduction also for MC when introducing mid-barrier with wires. The effect is believed to come from two factors first that the MC benefits a lot for not having cars coming over on the wrong side and that the motorcyclist drive slower and more careful on roads with mid-barrier."

Michael Dreznes, executive Vice President IRF:
"There is significant confusion regarding motorcyclists and barriers. IRF and the Transportation Research Board (TRB) Roadside Safety Design Subcommittee on International Research Activities conducted an investigation into this issue a few years ago and concluded that cable barriers are no more dangerous to motorcyclists than steel barriers or concrete barriers.  This was based on evaluation of documents prepared in the United States, Australia and Europe."

Fengið af vef Vegagerðarinnar.