18.11.14

Bakari á Mótorhjóli






Katrín Eiðsdóttir, bakari á Akureyri – 40 ára

Katrín á reiðskjóta sínum 
Honda CBR 600

Katrín fæddist á Húsavík 18.11. 1974 en ólst upp á Hallbjarnarstöðum á Tjörnesi: „Þarna var gott að alast upp. Svo er þetta svolítið frægur staður því á Tjörnesi eru víðfræg og stórmerkileg skelja- og surtabrandslög.
 


Katrín fæddist á Húsavík 18.11. 1974 en ólst upp á Hallbjarnarstöðum á Tjörnesi: „Þarna var gott að alast upp. Svo er þetta svolítið frægur staður því á Tjörnesi eru víðfræg og stórmerkileg skelja- og surtabrandslög. Ég gekk í heimavist í Hafralækjarskóla í Aðaldal frá sex ára aldri og undi mér vel en við vorum einungis átta í bekknum mínum fyrstu árin. Leiðin lá svo í framhaldsskóla á Akureyri og ég lauk stúdentsprófi 1994 af náttúrufræðibraut og sem sjókokkur.

Rak sumarhótel 17 ára

Á unglingsárunum sinnti ég barnapössun, vann garðyrkjustörf á Hveravöllum í Reykjahverfi og ég ásamt tveimur vinkonum starfræktum Heiðarbæ í Reykjahverfi, ferðaþjónustustað með sundlaug og gistingu í tvö sumur. Við þurftum þá að fá sérstaka undanþágu til að fylla út ávísanir þar sem við vorum einungis 17 ára. Ég fór síðan á eina sláturhúsvertíð áður en ég hélt til Kaupmannahafnar.“

Katrín að hjóla með vinkonunum
Katrín stundaði bakaranám við Hilleröd Tekniske skole og var á samningi sem bakaranemi hjá Taffelbays Konditori i Hellerup. Hún bjó í Danmörku í fjögur ár og útskrifaðist sem bakari sumarið 2000.

Frá því Katrín útskrifaðist hefur hún verið bakari í Bakaríinu við brúna á Akureyri: „Þetta er mjög skemmtilegt starf. Því fylgir auðvitað að fara snemma á fætur en það kemst fljótt upp í vana.

Ég hafði gaman að því þegar ég vann keppnina 2012 brauð ársins hjá Kornax, en þetta brauð heitir Bessastaðabrauð og er enn í sölu hjá okkur. Svo hef ég setið í nemaleyfisnefnd í bakaraiðn í tvö ár.“

Það er svo helst að frétta af fjölskyldu Katrínar þetta árið, að þau hjónin eignuðust dóttur í vor, eldri sonurinn varð Íslandsmeistari í Júdó í -34 kílóa flokki, og Arnar, maður Katrínar, varð Íslandsmeistari 2014 í götuspyrnu á mótorhjóli.

Samkvæmt Katrínu eru áhugmálin svolítið sitt úr hverri áttinni: „Ég hef gaman af að vera úti í náttúrunni og geng mikið með labrador tíkina okkar, hana Hrafntinnu. Mér finnst líka afskaplega skemmtilegt að reyna við krossgátuna í sunnudagsblaðinu, sérstaklega þegar ég næ að klára hana. Ég hef gaman að öllu sem tengist mat og safna matreiðslubókum og blöðum. Ég hef verið viðloðandi mótorhjól í mörg ár, tók loksins mótorhjólapróf árið 2011 og keypti mér Hondu CBR. Það er alger frelsistilfinning að fara hring á hjólinu og félagsskapurinn í kringum þetta er líka mikilvægur. Ég er í frábærum mótohjólaklúbbi sem heitir Skvísurnar en okkar markmið er að hjóla og skemmta okkur saman. Við létum útbúa plakat í fyrra til að minna fólk á okkur í umferðinni með yfirskriftinni: “Mömmur keyra líka mótorhjól! Sínum umhyggju í umferðinni“. Þá höfum við verið með hjólin okkar á bílasýningunni sem er haldin 17. júní ár hvert á Akureyri.

Ég verð svo eiginlega að koma að þessari skemmtilegu tilviljum að við tengdapabbi eigum sama afmælisdag, enda höfum við oft haldið upp á daginn saman og erum hvorki meira né minna en 122 ára samtals, í dag.“

Fjölskylda

Fjöskyldan
Eiginmaður Katrínar er Arnar Kristjánsson, f. 7.1. 1974, bílstjóri.

Foreldrar hans eru Kristján Þórðarson, f. 18.11. 1932, (sama dag og Katrín) bílstjóri og harmonikkuleikari Akureyri, og Svanhildur Sumarrós Leósdóttir, f. 4.8. 1940, d. 18.9. 2009, húsfreyja og tónlistarkona á Akureyri.

Börn Katrínar og Arnars eru Árni Jóhann Arnarsson, f. 27.12. 2003, Hreiðar Örn Arnarsson, f. 27.8. 2007, og Nanna Karen Arnarsdóttir, f. 3.4. 2014.

Ættartréið.
Systkini Katrínar eru Valdís Guðmundsdóttir, f. 3.1.1966, fóstra í Reykjavík; Rut Eiðsdóttir, f. 17.3. 1966, aðstoðarverslunarstjóri í Rúmfatalagernum, og Forni Eiðsson, f. 25.8. 1967, búsettur í Hollandi.

Foreldrar Katrínar eru Eiður Árnason, f. 4.10. 1946, múrarameistari og ljóðabókasafnari á Hallbjarnarstöðum á Tjörnesi, og Nanna Fornadóttir, f. 11.8. 1948, húsfreyja og verkakona.



Texti Morgunblaðið 18. nóv 2014

17.11.14

Erlend grein um safnið


The Motorcycle Museum of Iceland


The town of Akureyri, on Iceland’s northern shore, is so close to the Arctic Circle that polar bears sometimes float in on ice floes. It is not where you would expect a motorcycle museum, but there one is, a tribute to the thriving motorcycle culture in this country. Iceland is actually more green than icy. It is in the middle of the Gulf Stream, which makes the weather bearable, and has miles of excellent roads through spectacular scenery. There are almost 24 hours of daylight in June, which makes up for the fact that there are almost 24 hours of darkness in December. This tiny nation currently has 15,000 active motorcyclists, possibly not surprising, given that most Icelanders are descended from seafaring Vikings.

Motorcycle museums are a diverse lot. Some are built around someone’s collection, and reflect the founder’s view of what a collectible motorcycle is supposed to be. Others display bikes from a certain national origin, famous racers, or high-end, one-of-a-kind or rare machines. The Motorcycle Museum of Iceland tells the story of how ordinary Icelanders got around on two wheels in the last hundred years. Most of the bikes on display were what average people rode back in the day, although there are a few racers and rarities.
The museum, in a purpose-built two-story building just outside the center of town, opened in early 2012. It is funded and supported by the Icelandic motorcycling community, but the spark for the project came from the friends and family of Heidar Jóhannsson, a prominent enthusiast. His collection of 23 motorcycles, including a Triumph X-75 Hurricane, was the nucleus of the museum collection, which now displays 80 bikes, including 1950’s mopeds, a chopper with an impossibly extended fork (believe it or not, chopper building is a popular Icelandic pastime), and a BMW sculpted of varnished wood. In 2015, it will expand to the second story and show 120 motorcycles that formerly rode Iceland’s highways.

The museum’s extensive photo collection mostly shows Icelanders enjoying themselves on their motorcycles over the years, with racing photos in the minority. Far from being mostly off-road competitors, most Iceland motorcycle enthusiasts are street riders. Off-road riding is strictly regulated, with the result that it is far easier to ride on roads than off. Icelandic women also ride, and the museum displays a photo of an all-women’s motorcycle club complete with the members’ children.
Despite the windy and wet Icelandic climate, people started riding bikes in Iceland before World War I. One photo in the collection shows an American-built Henderson, circa 1919, with the well-dressed owner aboard. This bike still exists and is part of the museum’s collection. It is being restored, and will be on display next year. The next oldest bike is a 1928 Triumph, now on display.

Iceland never had a motorcycle industry, but Icelanders had access to motorcycles built in England, Europe and the United States. German-built mopeds were popular after World War II, and Japanese motorcycles became available in the early ’60s. The museum has examples of all of these, including German mopeds that were never on sale in the U.S. There are also displays of period garb, similar to what European riders were wearing at the time.

Other items on the walls are displays of memorabilia, patches of Icelandic motorcycle clubs (not all of which feature raging Vikings) and pieces of a 1970’s moped, found in a desert area and cast in sand as it was found, as if it were the bones of a dinosaur.
If you have decided to vacation in Iceland, the museum is well worth a stop, especially for its displays of what motorcycling was like for the ordinary biker of years gone by­—a subject often passed over by motorcycle museums in other countries. The large, clear period photographs that cover the walls are fascinating. Like just about everything in Iceland, the captions are in Icelandic, with a lot of the information translated into English. Icelanders pride themselves on their public spaces being clean, well organized and easily understandable, and the Motorcycle Museum is no exception.

The Motorcycle Museum of Iceland is located at Krókeyri 2, IS- 600 Akureyri, near the bowling alley. It is open during the summer months daily from noon to 6 p.m. and the rest of the year on Saturdays from 3 p.m. to 6 p.m. and by appointment. For more information, call +354-466-3510 or visit motorhjolasafn.is.

4.11.14

Ragnar Ingi heimsmeistari öldunga




World Vet-keppnin á Glen Helen 2014

Það er skammt stórra högga á milli hjá íslenskum torfæruökumönnum. Í síðustu viku sögðum við frá góðum árangri Kára Jónssonar á Ironman GNCC-keppninni í Bandaríkjunum en um þessa helgi var það Ragnar Ingi Stefánsson, nífaldur Íslandsmeistari í motocross, sem kom, sá og sigraði. Ragnar fór utan til að keppa í World Vet-keppninni á hinni margrómuðu Glen Helen-keppnisbraut og gerði sér lítið fyrir og vann keppnina á laugardeginum í tveimur flokkum, 45+ Expert og 50+ Expert. Í keppninni eru þrír getuflokkar og er Expertflokkurinn fyrir þá bestu, en alls kepptu menn frá yfir 30 löndum hvaðanæva úr heiminum.

Ein erfiðasta braut í heimi 

Ragnar Ingi keppti að sjálfsögðu á glænýju Kawasaki-hjóli enda er Ragnar Ingi framkvæmdastjóri Nítró sem er umboðsaðili Kawasaki á Íslandi. Blaðamaður Morgunblaðsins sló á þráðinn til Ragnars Inga og truflaði hann aðeins við að gera sig ferðbúinn til heimferðar. Ragnar Ingi sagði að heimsmeistarakeppni hefði verið haldin á Glen Helen-brautinni síðan 1991 og þykir mjög erfið braut.
„Í henni eru alveg svakalegar brekkur og beygjur, en auk þess er hún mjög gróf og þykir ein erfiðasta braut í heimi. Ég hef sjaldan komið á jafn miklum hraða inn í beygju eins og þarna, kom í fimmta í fyrstu stóru beygjuna sem þýðir að ég hef verið á um 120 km hraða. Það var sérstakur fílingur að vera fremstur í þessari beygju með hina organdi fyrir aftan sig,“ sagði Ragnar Ingi og hló. „Það rigndi eins og hellt væri úr fötu á laugardag, en það gerist aðeins örsjaldan á þessum stað og var því frekar óvenjulegt. Ég græddi á því að vera vanur að keppa við erfiðarar aðstæður á Íslandi. Keppninni var frestað tvisvar um morguninn meðan reynt var að koma brautinni í lag með jarðýtum. Brautin varð fljótt skorin og erfið yfirferðar og ef menn pössuðu sig ekki á að halda línu voru þeir fljótt úr leik,“ sagði Ragnar Ingi ennfremur.
Aðstæður voru betri á sunnudeginum en þá gekk  Ragnari Inga ekki eins vel. „Ég lenti í samstuði við nokkra sem höfðu dottið og beyglaði frambremsudisk sem þýddi að ég gat lítið notað frambremsuna þann daginn.“ Þegar upp var staðið eftir helgina hafði Ragnar Ingi haft sigur í þremur motoum, fjórði í einu og sjötti í öðru. Ragnar vildi að lokum koma á framfæri þökkum til Pepsi MAX, World Class, Nítró og KG Racing fyrir að gera honum ferðina á þessa keppni mögulega.
njall@mbl.is
4.11.2014

23.10.14

Á 85 hestafla þýskum gæðingi í löngum prufuakstri (2014)

Á Lambeyri við Tálknafjörð er vegslóðinn
 í grófu sjávargrjóti, þar bárum við aksturseiginleika
 hjólanna saman. 
Myndir / HLJ

BMW F800 GS mótorhjól árgerð 2014:

Í ágúst síðastliðinn tók ég lengsta prufuakstur sem ég hef tekið á nýju ökutæki með það í huga að fjalla um tækið í Bændablaðinu. Mér var boðið í 10 daga mótorhjólatúr að prufa BMW F800 GS árgerð 2014 af umboðsaðila BMW mótorhjóla á Íslandi.


Reykjavík Motor Center bauð mér að fara sem öryggis fylgdarmaður með nokkrum erlendum ferðamönnum 3.500 km hringferð um landið.

Í boði var vel útbúið hjól Hjólið sem mér var boðið var með aukabúnaði sem er veltigrind, festingar fyrir farangurstöskur á hliðum og svokölluð topptöskufesting fyrir aftan farþegasætið. Hlífar fyrir framan hendurnar til varnar grjótkasti, virkar vel sem vind- og regnhlíf líka, einnig var hlífðarplata
undir mótornum til varnar fyrir púst og vél á torfærum, grýttum vegslóðum. Mér bauðst að hafa töskur allan hringinn fyrir farangur, en kaus að fara bara með eina tösku fyrir aftan farþegasætið (topptösku). Öll BMW mótorhjól eru útbúin með ABS-bremsubúnaði, tveggja þrepa hita í handföngum, einnig er komið í sumar tegundir BMW-hjóla spólvarnarbúnaður sem er í F800 hjólunum.

10 dagar við misjöfn akstursskilyrði

Fyrstu tveir dagarnir voru í ágætis veðri, en fóru að mestu í að kenna einum ferðafélaganum að keyra
mótorhjól á malbiki. Ferðahraðinn byrjaði í 40 til 50 á Nesjavallavegi og var kominn í 90 kílómetra hraða á miðjum öðrum degi ferðarinnar. Á degi þrjú voru malarvegir, fyrst Hellisheiði eystri, brattur upp úr Berufirðinum og er hlykkjóttur  malarvegur með tilheyrandi holum.Þarna passaði vel að finna réttu stillinguna fyrir mitt aksturslag á malarvegi. Eftir nokkurt fikt í fjöðruninni taldi ég mig vera
kominn með þægilega stillingu. Mjúkleiki tölvustýrðrar fjöðrunar var á miðstillingu (norm) og
spólvörnin stillt á „enduro“, sem leyfði aðeins meira átak og smá spól á afturdekkið áður en sjálfvirk
spólvörnin tók kraftinn úr vélinni ef gefið var of mikið í. Áfram var ekið og á malbiki að  Grímsstöðum, en þaðan og niður í Ásbyrgi hefur löngum verið með eindæmum vondur vegur. Þarna naut BMW F800 hjólið sín best af hjólum ferðarinnar hvað fjöðrun varðar. Oft hef ég ekið þennan veg, en aldrei eins mjúklega og á þessu hjóli.

Kom á óvart í miklum hliðarvindi

F800 hjólið hafði betri aksturseiginleikana fram yfir önnur hjól í ferðinni á slæmum malarvegum.
Sérstaklega þar sem farið var upp brekkur með mikilli lausamöl og þvottabrettum. Þar naut spólvörnin sín vel og ef undirlag er einstaklega laust er hægt að taka spólvörnina af með því að ýta á takka í stýrinu á broti úr sekúndu. Eitt kvöld ferðarinnar á leggnum um Vestfirði, tókum við fjögur hjól og fórum slæman og grýttan slóða frá botni Tálknafjarðar að hvalstöðinni á Suðureyri. Við bárum saman hjólin á vegstubb við Lambeyri, handan fjarðarins þar sem þorpið í Tálknafirði stendur. Við vorum allir sammála um að BMW F800 hjólið hafi verið best við svona aðstæður. Hin hjólin voru BMW 700 og BMW 1200.
Síðustu þrjá daga ferðarinnar, frá Patreksfirði til Reykjavíkur, var einstaklega mikið rok. Mesti vindur
samkvæmt sjálfvirkum vindmælum Vegagerðarinnar á bilinu 18 til 25 metrar á sek. og meira í  kviðum. Að keyra þetta hjól í miklum vindi kemur glettilega á óvart og hefði ég ekki viljað vera á öðru hjóli í svona miklum vindi. Á Snæfellsnesi fuku útlendingar á mótorhjóli út af veginum og slösuðust nokkuð. Samkvæmt vindmælum var minni vindur þann dag en þegar við fórum þarna um.

BMW-mótorhjól eru góð til að keyra mikið
 standandi sem er mikill kostur á malarvegum.

Borgar sig að kaupa hjólið með megninu af aukaútbúnaðinum

Vélin er tveggja strokka 800cc og á að skila 85 hestöflum við 7.500 snúninga. Sætishæðin er 88 cm, þyngd hjólsins með fullan bensíntank (17 lítrar) er 214 kg. Bensíneyðsla er á bilinu 4,4–4,8 lítrar á hundraðið. Umboðsaðilinn Reykjavík Motor Center, Kleppsvegi hefur verið að bjóða hjólið með hlífðarpönnu undir vél, töskufestingum, handarhlífum og veltibogum á hliðar (krassvörn). Þessi búnaður kostar nálægt 150.000 aukalega og er góð fjárfesting sem borgar sig strax við fyrsta fall. Grunnverð á BMW F800 GS er 2.800.000. Eftir 3.300 km reynsluakstur þá hef ég aldrei keyrt hjól sem hentar betur til ferðalaga fyrir íslenskar aðstæður. Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu Reykjavík Motor Center Kleppsvegi á vefsíðunni www.rmc.


Bændablaðið | 
 23.10.2014

21.10.14

Íslendingar sigursælir á Scandinavian Motorshow East 2014

Ólafur Sveinsson var að vonum ánægður
 með bikarinn sem hann hlaut fyrir
annað sætið í flokkinum Best Old School.

Íslendingar sigursælir á Scandinavian Motorshow East 2014

Tvö íslensk mótorhjól í öðru sæti

Scandinavian Motorshow East 2014 var haldin í Bella Center í Kaupmannahöfn síðustu helgina í september síðastliðnum en hún er sú stærsta á Norðurlöndunum. Þar eru ekki sýndir nýir bílar heldur sérútbúnir bílar og hjól af öllum kaliberum og sem nöfnum tjáir að nefna. Um 800 þáttakendur eru yfirleitt skráðir og alls komu um 40.000 gestir alla helgina. Bestu og athyglisverðustu hjólin og bílarnir bítast um verðlaunasæti í alls konar flokkum, frá bestu felgur undir bíl og í klikkaðasta hjólið og allt þar á milli.

Sigldi út með hjólið

Hjól Erlu var þetta glimmerrauða Harley
 hjól en hún hlaut einnigannað sæti  í flokki
 óbreyttra Harley-Davidson mótorhjóla.
Íslendingar áttu fulltrúa á sýningunni og rötuðu tveir Íslendingar á verðlaunapall umrædda helgi í Kaupmannhöfn. Ólafur Sveinsson myndlistarmaður sigldi hjóli sínu út með Eimskip, en hjól Ólafs er Honda CB750K frá 1980. „Hjólið er svokallaður Café Racer og hefur verið í smíðum og sköpun síðastliðin þrjú ár,“ segir Ólafur. „Eimskip styrkti ferðina með flutningnum út og Honda á Íslandi lagði til kassa undir hjólið. Flogið var út á miðvikudegi, hjólið sett saman aftur og því ekið á sýninguna. Gaman er að því að Íslandingar nær og fjær sýni á alþjóðlegum grundvelli og hvað þeir eru að brasa í skúrum sínum. Þessi sýning er fyrir alla aldurshópa og er geysigaman að skoða. Elstu farartækin voru frá um 1920 og þarna voru kvartmílubílar, uppgerðir gamlir bílar og mótorhjól, Hot Rod-bílar og loks mótorhjól sem eru hrein og klár listaverk.“ Hjól Ólafs lenti í öðru sæti í Best Old School-flokknum, en fyrsta sætið þar hlaut gamalt Indian frá 1939. Tveir aðrir Íslendingar áttu hjól á sýningunni en tvær íslenskar konur búsettar í Danmörku voru þarna með hjólin sín. Önnur þeirra heitir Erla Sveinbjörg Sævarsdóttir sem sýndi tvö hjól, léttbreytt Suzuki Savage og Harley Davidson Sportster 883, málað með knallrauðu glimmereffektlakki. Erla tók líka annað sæti fyrir besta óbreytta Harleyhjólið. Fyrir þá sem hafa áhuga á að kynna sér þessa sýningu má skoða www.streetfire.dk en þar má sjá öll úrslit í öllum flokkum og einnig fyrri sýningar.
njall@mbl.is
mbl.is
21.10.2014

15.10.14

Haustógleði frestað


Af óviðráðanlegum orsökum neyðumst við til að fresta haustógleðinni sem átti að vera 8. nóvember.

Ný dagsetning verður sett inn þegar allt er komið á hreint. Endilega haldið áfram að fylgjast með

10.10.14

Margar frumsýningar (2014)

Intermot mótorhjólasýningin 2014 

Margar frumsýningar nýrra mótorhjóla

Rétt eins og bílasýningar trekkja að áhugamennum víða veröld lætur áhugafólk um mótorhjól sig
ekki vanta á mótorhjólasýningarnar. 

Mótorhjólasýningin í Köln kallast Intermot og er orðin árlegur viðburður sem markar flest það nýjasta sem á boðstólum er í mótorhjólageiranum ásamt EICMA sýningunnni í Mílanó sem haldin er mánuði seinna. Talsvert var um frumsýningar að þessu sinni og þá sérstaklega hjá japönsku framleiðendunum, þótt að þeir evrópsku hafi einnig verið duglegir við hituna.

300 hestafla keppnishjól

Eitt af þeim hjólum sem vöktu mesta athygli bæði fyrir sýninguna og á henni sjálfri var Kawasaki Ninja H2 sem sýnt var í keppnisútgáfu sinni. Með forþjöppunni sem í því er, er það gefið upp 296 hestöfl og þótt hámarkshraði sé ekki gefinn upp er hann áætlaður nálægt 350 km hraða. Allt við hjólið kallar á hraða og aksturseiginleika og eflaust geta margir ekki beðið eftir að prófa gripinn. Grindin er af svokallaðri Trellis gerð og megnið af kápu hjólsins er úr koltrefjum. Eins og sjá má eru engin ljós á hjólinu enda götuútgáfunnar ekki að vænta fyrr en í næsta mánuði þegar hún verður frumsýnd á EICMA sýningunni í Mílanó. Þrátt fyrir allt aflið er afturgaffallinn aðeins einfaldur svo  að sterkur hlýtur hann að vera. Hjólið er hannað í samvinnu við flugvéladeild Kawasaki enda má sjá litla vængi þar sem venjulega eru speglar, en þeir eiga að bæta aksturseiginleika hjólsins. Kawasaki  lét ekki þar við sitja og frumsýndi nýja gerð Versys 650 hjólsins auk þess að sýna nýtt útlit Versys 1000. 650 hjólið fær meira afl og stærri bensíntank og framrúðu.

Honda lítt áberandi 

Lítið var að gerast hjá Honda en frá Honda kemur þó nýr VFR800X Crossrunner sem fær meira afl, nýrra útlit og meiri búnað eins og spólvörn, díóðuljós og upphituð handföng. Honda frumsýndi einnig nýjan skúter sem heitir Forza 125 og er sá öflugasti í þessum flokki. Þótt öll 125 hjól séu miðuð við 15 hestöfl á þetta hjól að skila mestu upptaki og hámarkshraða í flokknum.

Yamaha með tilraunahjól

 Meðal þess sem vakti mesta athygli á bás Yamaha var GEN01 tilraunahjólið. Þar er um að ræða alvöru mótorhjól með tvöföldu framdekki. Dekkin eru stór og fjöðrunin löng og á hjólið að ráða jafnt við torfærur sem malbik. Einnig sýndi Yamaha tvö ný XJR1300, með og án vindkúpu en þau voru endurhönnuð með þátttöku aðila sem venjulega sérhæfa sig í breytingum mótorhjóla, Keino og Deus Ex Machina. Að auki var sýnd ný útgáfa MT-07 í svokallaðri stöntútgáfu. Hægt er að fá hjólið með sérstökum verndarbúnaði líkt og stönthjól nota og er útlitið fært í þann stíl.

 Rafknúið KTM hjól 

Ólíkt því sem venjulega er á döfinni hjá KTM frumsýndi austurríski framleiðandinn að þessu sinni rafknúið mótorhjól. Um er að ræða Freeride E-SM sem stendur fyrir SuperMoto og er götuútgáfa af  torfæruhjóli. Rafgeymirinn er 300 volta og rafmótorinn skilar 21,4 hestöflum. Það þýðir að það er löglegt fyrir flokk A1 í ökuskírteini, en rafhjól mega skila meira afli en bensínhjól í þeirri flokkun.  Hjólið er aðeins 106 kíló og ætti því að skila sér vel áfram í upptakinu. KTM sýndi einnig í fyrsta skipti KTM 1290 Super Adventure sem aðeins hafði verið sýnt á myndum hingað til. Vélin er nú 1.301 rsm og skilar 160 hestöflum. Vindkápan er endurhönnuð og upphituð handföng og sæti eru staðalbúnaður. Einnig verður hægt að fá hjólið með svokölluðu brekkuviðnámi sem aukabúnað.

Suzuki með tvö ný hjól 

Suzuki frumsýndi tvö alveg ný hjól, nýtt V-Strom 650 og GSXS1000. V-Strom 650 fær nú sama útlit og gogg og 1000 hjólið, teinafelgur fyrir meiri torfærueiginleika
og meiri búnað eins og harðar áltöskur. S1000 hjólið var frumsýnt í tveimur útgáfum, S1000 sem er nakin útgáfa og S1000F sem er með lítilli vindkápu. Bæði hjólin eru 155 hestöfl og fást með spólvörn með þremur akstursstillingum. Frá Suzuki kom svo aðeins uppfærsla af gamla GSX-R1000 hjólinu og þurfum við að bíða fram á næsta ár eftir nýju hjóli úr þeirri deild. Hjólið er þó betur búið og nú með ABS sem staðalbúnað en hjólið skilar 182 hestöflum. Önnur hjól sem Suzuki frumsýndi voru nýtt útlit á Bandit 1250 S og ný gerð Inazuma 250 F.

Þrjú alveg ný BMW

 BMW frumsýndi þrjú ný hjól, R1200RS, R1200R og S1000RR. Ný útgáfa S1000RR var aðalnúmer BMW og ofurhjólið skilar nú 199 hestöflum í götuútgáfu sinni og hefur lést um 5 kíló, niður í 204 kíló með fullan tank af bensíni. Vélin er sú sama í grunninn en efsti hluti hennar hefur verið endurhannaður. Pústkerfið er alveg nýtt og þótt það virki fyrirferðameira léttir það hjólið um þrjú kíló. Nýja hjólið fær spólvarnarpakkann úr HP4 hjólinu ásamt tölustýrðri fjöðrun og flýtiskipti. Endurkoma RS hjólsins  vakti verðskuldaða athygli og þá sér í lagi hjá aðdáendum BMW hjólanna, sem kallað hafa aftur á þessa gerð síðan að hún var lögð af árið 2005. Vélin er vatnskæld og sú sama og í GS hjólinu og skilar 125 hestöflum. Hjólið er búið spól- og skrikvörn sem staðalbúnaði, líkt og R1200R hjólið. Það er einnig með sömu vél en er með hlífalaust útlit og hefðbundið fjöðrunarkerfi í stað Telelever fjöðrunarinnar í RS hjólinu.

Nokkur ný ítölsk 

Ducati frumsýndi hið margumtalaða Scrambler hjól á Intermot en framleiðandinn hafði verið duglegur að leka myndum sem sýndu hjólið að hluta fyrir sýninguna. Nýja hjólið er með gamaldags útliti Scrambler hjólanna frá sjöunda áratugnum og fæst í þremur útgáfum, Full Throttle, Classic og Urban Enduro. Vélin er sú sama og í Monster 796 og skilar 75 hestöflum í tiltölulega léttu hjóli. Meðal annarra ítalskra hjóla sem frumsýnd voru á sýningunni var nýtt Moto Guzzi V7 og Aprilia Caponord ferðahjólið.
njall@mbl.is

Morgunblaðið 
10.10.2014

7.10.14

Ökuþórahjónin Unnur og Högni

Tuttugu lönd, 147 dagar og yfir 30 þúsund eknir kílómetrar á tveimur mótorhjólum, þetta var yfirferð þeirra hjóna Högna Páls Harðarsonar og Unnar Sveinsdóttur eftir ferðalag sumarsins. Tilgangur þeirra var þó alls ekki sá að hala inn svona magnaðan montlista, heldur að upplifa hvert land fyrir sig og allt það sem það hafði uppá að bjóða. Unnur og Högni eru heldur engir aukvisar þegar kemur að mótorhjólaferðum, Högni hafði farið fimm sinnum áður í reisur erlendis og þetta var þriðja

2.10.14

Ökuþórinn Soichiro Honda

Ökuþórinn | Soichiro Honda

Ómenntaður sveimhugi með fullkomnunaráráttu

 

Frumherjinn Soichiro Honda.

Stofnandi Honda er um margt einkennilegur maður og saga fyrirtækisins sem ber nafn stofnandans ber þess merki.

Saga Honda hófst þegar Soichiro Honda tók yfir gamla og svo til ónýta verksmiðju sem fengið hafði að kenna á því í seinni heimsstyrjöldinni sem þá var nýlokið.
Honda hafði ekki nein sérstök plön um það hvað hann ætlaði að gera við hana.
Fyrst reyndi hann að smíða vélvæddan vefstól sem gengi fyrir Rotary-vél. Því næst reyndi hann að fjöldaframleiða sandblásna glugga og síðan þök í bíla úr bambus.
Er hann rakst á nokkra tveggja strokka mótora á skrautlegum lager verksmiðjunnar fékk hann hugmynd. „Ég ætla að smíða mótorhjól.“

Sveimhugi sem tolldi hvergi
Soichiro Honda var mikill draumóramaður, fæddur árið 1906. Hann flakkaði úr einu vélsmíðastarfinu í annað og virtist eiga erfitt með að festa rætur.
Hann vann reyndar einnig sem barnfóstra, sem keppnisökumaður og bruggari. Meira að segja konan hans sagði að hann væri töframaður í því að sneiða hjá alvöruvinnu. Hann hafði þó tileinkað sér mikla þekkingu á vélum, mótorhjólum og bílum þess tíma við vinnu á verkstæði á sínum yngri árum. Honda virtist loks hafa fundið sína hillu er hann hóf smíði mótorhjólanna. Hann breytti mótorunum á þann hátt að þeir gengju fyrir terpentínu. Mótorhjólin seldust fljótt eins og heitar lummur þar sem stríðshrjáð þjóðin hafði ekki aðgang að bensíni, hvað þá einstaklingsfarartækjum, né almenningssamgöngum. Vélarnar sem til voru í verksmiðjunni kláruðust fljótt og hann hófst handa við að smíða sína eigin.

Soichiro Honda (f. miðju) tyllir sér undir stýri á keppnisbíl. óhætt er að segja að líf hans hafi hverfst um akstur og ökutæki. Fólksbílasaga Honda, sem spannar nær 40 ár, er glæsileg.

Á markað í Bandaríkjunum 1950
Árið 1947 kom fyrsta mótorhjólið úr verksmiðju hans sem var algerlega smíðað þar. Það var eitt og hálft hestafl og var kallað skorsteinninn þar sem það mengaði ógurlega og lyktin eftir því. Árið 1949 var Honda búinn að smíða mótorhjól með stálgrind og dempara á báðum hjólum sem komst á 80 km hraða.
Ári seinna kynnti Honda Cub-hjólið, sem var eftirlíking af Vespa-létthjólinu ítalska og varð það sérstaklega vinsælt af kvenfólki og fyrsta hjól Honda sem var selt í Bandaríkjunum.

Smíði bíla hefst
Fljótlega upp úr 1960 fór Honda að fikta við smíði smávaxinna bíla og sportbíla fyrir keppnisbrautir. Það var þó ekki fyrr en 1973 sem Honda fór fyrir alvöru að taka þátt í sölu bíla með tilkomu fyrsta Honda
Civic-bílsins. Vél bílsins var svo góð, eyddi svo litlu og mengaði svo lítið að hún komst gegnum mengunarpróf í Bandaríkjunum án þess að hafa hvarfakút. Því varð bíllinn gífurlega vinsæll vestanhafs og ekki
skemmdi fyrir að bensínverð rauk einmitt upp þar um þetta leyti.

Söluhæsti bíllinn í Bandaríkjunum
Árið 1976 kom Honda svo fram með talsvert stærri bíl, Accord, og varð hann enn vinsælli í Bandaríkjunum og hefur selst þar í ógnarmagni síðan. Honda Accord var söluhæsti bíllinn í Bandaríkjunum árið 1989.
Stefna Honda hefur ávallt verið að smíða eyðslugranna og umhverfisvæna bíla án þess að fórna getu þeirra og hækkandi eldsneytisverð undangenginna áratuga hefur enn aukið á velgengni Honda.
Soichiro Honda dó árið 1991 úr lifrarbilun 84 ára gamall. Hann var forstjóri Honda til 1973, en var aðalráðgjafi fyrirtækisins til 1983. Honda var ómenntaður maður sem fullkomnaði framleiðsluvöru sína með því að gera, að eigin sögn, óteljandi mistök og læra af þeim. Hann réð almennt ekki starfsfólk með mikla menntun og taldi hana hafa hindrandi áhrif á sveigjanleika þess.

finnurorri@gmail.com
Morgunblaðið 2.10.2014

20.9.14

Vetrarstarf Tíunnar

Í vetur verða fundir fyrsta miðvikudag í hverjum mánuði eins og verið hefur undanfarinn ár.  Fyrir hvern fund verður tilkynnt hvar hann verður og hvað verður um að vera á honum.

Einnig styttist í haustógleðina okkar, og verður dagsetning og staðsetning tilkynnt síðar.


18.9.14

Tían Bifhjólaklúbbur Norðurlands






Ný síða Tíunnar lítur dagsins ljós.  Hér verða settar inn fréttir og tilkynningar








9.8.14

Motocross er fyrir þá sem vilja hafa gaman




Eiður Orri Pálmarsson er 9 ára gamall en hann verður 10 ára á þessu ári. Eiður stundar motocross og er með tvö mótorhjól í bílskúrnum sem hann er duglegur að æfa sig á. Eiður segir motocross–íþróttina henta fyrir alla, börn, fullorðna, stráka og stelpur en hann minnir á hversu mikilvægt er að vera með góðan hlífðarbúnað þegar hjólað er á mótorhjóli. 



Hvað gerir maður í motocross?
Maður stekkur, beygir og keyrir hratt til dæmis.
Hvar stundar þú motocross?
Ég keyri á MotoMos–brautinni í Mosfellsbæ og uppi í Bolöldu sem er á móti Litlu kaffistofunni. Svo er ein braut rétt hjá heimilinu mínu og við förum stundum þangað. Það er líka hægt að keyra á Akranesi og Aukureyri.
Ferðast þú um allt landið til að stunda motocross?
Já, og þegar við förum til Akureyrar þá erum við kannski í tvo eða þrjá daga.
Hvernig eru motocrossbrautirnar?
Til dæmis er MotoMos–brautin úr svona sandsteypu.
Hvenær byrjaðir þú að æfa þig á mótorhljól?
Þegar ég var þriggja ára. Þá þurfti ég minna mótorhjól.
Hver kenndi þér á mótorhjól? 
Hann pabbi. Svo er ég að æfa uppi í Bolöldu, þá eru þjálfarar að kenna okkur, þeir heita Gulli og Helgi.
Eru einhverjir vinir þínir að stunda þessa íþrótt líka? 
Já, þeir heita Máni, Víðir og Fannar. Víðir er með mér í skóla.
Hvað er skemmtilegast við að æfa motocross?
Keppnin er skemmtileg og svo eignast maður marga vini.
Er þetta hættuleg íþrótt? 
Hún getur verið það. Þess vegna notum við hjálm, legghlífar, brynjur, hálskraga og annan hlífðarbúnað.
Hefur þú dottið á mótorhjóli? 
Já, oft og stundum hef ég meitt mig.
 Hver er munurinn á mótorhjólunumþínum?
Annað þeirra er 65 cubic og hitt er 85 cubic, þannig að annað þeirra er stærra og fer betur ofan í holur. Ég er nýbyrjaður að nota þetta sem er stærra.
Hvað segir fólk þegar þú segir þeim að þú sért að æfa motocross?
Sumir eru hissa en ekki allir.
Myndir þú mæla með þessari íþrótt?
Já, aðallega fyrir þá sem eru með keppnisskap og fyrir þá sem vilja hafa gaman. Sumir prófa að hjóla án þess að keppa.
Áttu þér einhver önnur áhugamál?
Já, fótbolta og skíði og ég er að æfa það líka.
Barnablaðið 9.8.2014

1.7.14

Franskur sigur í Pikes Peakkeppninni

 


Franskur sigur í Pikes Peak keppninni

Pikes Peak er ein þekktasta, ef ekki þekktasta, „hillclimb“-keppni sem til er. Hillclimb felst í því að ekið er, eins hratt og kostur er, upp brattar brekkur og þar er Pikes Peak í Colorado í Bandaríkjunum í sérflokki. Keppnin hófst í síðustu viku og lauk sunnudaginn 29. júní. Brautin er 20 kílómetra löng með 156 beygjum og rís hún 1.440 metra frá ráslínunni og upp á topp hnjúksins. Á leiðinni upp er venjulega boðið upp á mikið sjónarspil þegar öflugustu farartæki heims í ýmsum flokkum bruna upp brautina.

Farartækin eru oft í óvenjulegri kantinum; vörubílar, mótorhjól og hefðbundnir sportbílar taka þátt í bland við sérsmíðaða hillclimbbíla. Í ár voru rafbílar vinsælir en rafbílametið á til dæmis Nissan Leaf en það setti Chad Hord árið 2011 þegar hann náði tímanum 14:33.429. Í ár ætlaði Tesla að reyna að ná metinu af Nissan Leaf sem margir Íslendingar þekkja.
sem margir Íslendingar þekkja. Sá sem kom, sá og sigraði hins vegar var Frakkinn Romain Dumas sem sigraði á franska Norma M20-bílnum. Sigur hans bætist í safn sigra á Spa, Nürburgring og Le Mans. Í flokki mótorhjóla féll skuggi á keppnina þar sem hinn 54 ára gamli Bobby Goodin lést í lok ferðar sinnar. Hann keppti í millistærðarflokki á Triumph Daytona 675 og hafði orðið þriðji árið áður.

 njall@mbl.is
Morgunblaðið 1.7.2014




https://timarit.is/files/43379654#search=%22og%20upp%20og%20og%20og%20og%20og%20og%20og%22

10.6.14

Hættulegasta íþróttagrein í heimi


Bob Price lést á þriðja hring
í Supersport flokki

TT-keppnin á Mön nýyfirstaðin


Isle of Man TT-keppnin er án efa ein hættulegasta keppni sem um getur í mótorsporti í heiminum í dag. Í ár létust tveir keppendur og í 107 ára sögu keppninnar hafa því 242 látist. Þrátt fyrir að öryggismál hafi verið tekin í gegn á síðustu árum hafa 23 látist síðan um aldamótin, sem gerir þetta að einni hættulegustu íþróttagrein sem hægt er að stunda.

360 km á tæpum 2 tímum

TT keppnin, eða Tourist Trophy eins og hún heitir á engilsaxnesku, var fyrst haldin árið 1907 og var þá 24 kílómetrar. Hinni frægu Snæfellsleið var bætt inn í keppnina árið 1911 og varð hún þá 60 km eins og hún er í dag. Hafa ber í huga að keppnin er haldin á venjulegum vegum á eynni sem er lokað í tvær vikur á ári til að breyta þeim í keppnisbraut. Fyrir vikið er mikið af föstum hlutum nálægt brautinni svo að ekki þarf að spyrja að leikslokum ef einhver missir stjórn á hjóli sínu á meira en 300 km hraða, en mótorhjólin fara oft og vel yfir þá tölu á hringnum. Keppnin er hröð í öllum fimm flokkunum, Superbike, Senior, Superstock, Supersport og Lightweight, en einnig er keppt í flokki hliðarvagna og nú á síðustu árum í flokki rafhjóla.
Alls eru 264 beyjur í brautinni sem er 60km og þræðir
 bæði skóga þorp og fjallendi.Umhverfið hefur reynst
 ökumönnum skeinuhætt
Stærstu flokkarnir keppa í sex hringi, sem gerir 360 km keppni sem lýkur á klukkutíma og þremur korterum. Hafa ber í huga að þetta er nánast öll leiðin milli Reykjavíkur og Akureyrar og vegirnir ekki ósvipaðir. Sett var hraðamet í keppninni í ár þegar Bruce Anstey ók hringinn á 132,298 mílna meðalhraða, en það er í fyrsta sinn sem einhver fer hringinn hraðar en 132 mílur. Þetta gerir hraða upp á 212,912 km á klst. að meðaltali! Bruce Anstey ók Honda CBR1000RR Fireblade-hjóli frá Padgett’s Motorcycles í Bretlandi.




njall@mbl.is
mbl 10.6.2014

Bultaco Rapitán er mótorhjól sem tekið verður eftir


Þegar talað er um rafmótorhjól er hætt við því að flestir fái upp í hugann mynd af suðandi rafmagnsvespu eða álíka saumavél. Rafhjólin frá Bultaco ættu að fá viðkomandi til að skipta um skoðun.

   Bultaco, sem er með höfuðstöðvar sínar í Barcelona, er fornfrægt merki sem hefur að mestu legið í láginni síðan 1983. Ljóst er af nýjustu hjólum fyrirtækisins að þar á bæ ætla menn að koma inn á markaðinn aftur með látum og stæl. Til þess hefur Bultaco nú kynnt til sögunnar tvö spennandi rafknúin mótorhjól, Rapitán og Rapitán Sport, sem koma í sölu snemma á næsta ári.


Rafknúin raketta

   Þar sem hjólin eru knúin af liþíumrafhlöðu er bensíntankur óþarfur og það rými hefur haganlega verið endurhugsað sem geymsluhólf fyrir hjálminn.
   Hjólið dregur um 145 kílómetra á hleðslunni og tekur um fjórar klukkustundir að fullhlaða.

Aflið er vel viðunandi – alltént fyrir skynsama ökumenn – og ná hjólin um 150 km/klst. hámarkshraða en rafmótorinn skilar 54 hestöflum og 125 Nm af togi. Er þá ótalið að hjólin líta alveg dægilega vel út, eins og sjá má á meðfylgjandi myndum. jonagnar@mbl.is