10.6.14

Hættulegasta íþróttagrein í heimi


Bob Price lést á þriðja hring
í Supersport flokki

TT-keppnin á Mön nýyfirstaðin


Isle of Man TT-keppnin er án efa ein hættulegasta keppni sem um getur í mótorsporti í heiminum í dag. Í ár létust tveir keppendur og í 107 ára sögu keppninnar hafa því 242 látist. Þrátt fyrir að öryggismál hafi verið tekin í gegn á síðustu árum hafa 23 látist síðan um aldamótin, sem gerir þetta að einni hættulegustu íþróttagrein sem hægt er að stunda.

360 km á tæpum 2 tímum

TT keppnin, eða Tourist Trophy eins og hún heitir á engilsaxnesku, var fyrst haldin árið 1907 og var þá 24 kílómetrar. Hinni frægu Snæfellsleið var bætt inn í keppnina árið 1911 og varð hún þá 60 km eins og hún er í dag. Hafa ber í huga að keppnin er haldin á venjulegum vegum á eynni sem er lokað í tvær vikur á ári til að breyta þeim í keppnisbraut. Fyrir vikið er mikið af föstum hlutum nálægt brautinni svo að ekki þarf að spyrja að leikslokum ef einhver missir stjórn á hjóli sínu á meira en 300 km hraða, en mótorhjólin fara oft og vel yfir þá tölu á hringnum. Keppnin er hröð í öllum fimm flokkunum, Superbike, Senior, Superstock, Supersport og Lightweight, en einnig er keppt í flokki hliðarvagna og nú á síðustu árum í flokki rafhjóla.
Alls eru 264 beyjur í brautinni sem er 60km og þræðir
 bæði skóga þorp og fjallendi.Umhverfið hefur reynst
 ökumönnum skeinuhætt
Stærstu flokkarnir keppa í sex hringi, sem gerir 360 km keppni sem lýkur á klukkutíma og þremur korterum. Hafa ber í huga að þetta er nánast öll leiðin milli Reykjavíkur og Akureyrar og vegirnir ekki ósvipaðir. Sett var hraðamet í keppninni í ár þegar Bruce Anstey ók hringinn á 132,298 mílna meðalhraða, en það er í fyrsta sinn sem einhver fer hringinn hraðar en 132 mílur. Þetta gerir hraða upp á 212,912 km á klst. að meðaltali! Bruce Anstey ók Honda CBR1000RR Fireblade-hjóli frá Padgett’s Motorcycles í Bretlandi.




njall@mbl.is
mbl 10.6.2014