1.7.14

Franskur sigur í Pikes Peakkeppninni

 


Franskur sigur í Pikes Peak keppninni

Pikes Peak er ein þekktasta, ef ekki þekktasta, „hillclimb“-keppni sem til er. Hillclimb felst í því að ekið er, eins hratt og kostur er, upp brattar brekkur og þar er Pikes Peak í Colorado í Bandaríkjunum í sérflokki. Keppnin hófst í síðustu viku og lauk sunnudaginn 29. júní. Brautin er 20 kílómetra löng með 156 beygjum og rís hún 1.440 metra frá ráslínunni og upp á topp hnjúksins. Á leiðinni upp er venjulega boðið upp á mikið sjónarspil þegar öflugustu farartæki heims í ýmsum flokkum bruna upp brautina.

Farartækin eru oft í óvenjulegri kantinum; vörubílar, mótorhjól og hefðbundnir sportbílar taka þátt í bland við sérsmíðaða hillclimbbíla. Í ár voru rafbílar vinsælir en rafbílametið á til dæmis Nissan Leaf en það setti Chad Hord árið 2011 þegar hann náði tímanum 14:33.429. Í ár ætlaði Tesla að reyna að ná metinu af Nissan Leaf sem margir Íslendingar þekkja.
sem margir Íslendingar þekkja. Sá sem kom, sá og sigraði hins vegar var Frakkinn Romain Dumas sem sigraði á franska Norma M20-bílnum. Sigur hans bætist í safn sigra á Spa, Nürburgring og Le Mans. Í flokki mótorhjóla féll skuggi á keppnina þar sem hinn 54 ára gamli Bobby Goodin lést í lok ferðar sinnar. Hann keppti í millistærðarflokki á Triumph Daytona 675 og hafði orðið þriðji árið áður.

 njall@mbl.is
Morgunblaðið 1.7.2014




https://timarit.is/files/43379654#search=%22og%20upp%20og%20og%20og%20og%20og%20og%20og%22