31.5.00

Til allra hluta nytsamlegt


 Fyrsta Honda Varadero hjólið frá Vatnagörðum 


Í fyrra kom fyrst á markað frá Honda tilraun þeirra til að búa til hjól sem hentaði til hvaða ferðalaga sem er, jafnt á malbiki sem utan þess, og kallast græjan Varadero. Hjólið er nú komið inn í  framleiðslulínu þessa árs og næsta og hefur fengið góðar viðtökur og fyrir tveimur vikun afhenti Honda/Peugeot-umboðið fyrsta eintakið hér heima. Þessi gerð mótorhjóla, sem ætluð eru til blandaðs aksturs, hefur reyndar ekki selst vel á íslandi hingað til. Erfitt er þó að ímynda sér hentugri hjól fyrir okkar aðstæður en einmitt þessi og það veit sá mikli fjöldi útlendinga sem heimsækir landið á mótorhjólum á hverju ári.

Vélin er óvenjustór og öflug í Varadero miðað við önnur alhliða torfæruhjól. Hún er vatnskæld, 1 lítra V2 með 8 ventlum og tveimur yfirliggjandi knastásum á hvorn strokk. Aflkúrfan er jöfn og breið og þegar best lætur 95 hestöfl Togið er lika öflugt eða 99 Nm. við 6000 sn. á mín. Að sjálfsögðu er það með rafstarti en ein af nýjungunum er tvívirkt bremsukerfi sem er arfur frá Goldwing-ferðahjólunum. Tvívirkt bremsukerfi virkar þannig að ef tekið er í frambremsuhandfang eða stigið á afturbremsu verða báðar bremsur virkar en ef tipplað er einu sinni snöggt á aðra hvora virkar bara hún. Kerfið kallast CBS og leitast við að fullnýta bremsukrafta á hvort hjól fyrir sig. Mikið var lagt upp úr þvi að gera hjólið þægilegt til langferða, meðal annars með góðu sæti, töskufestingum og stórum 25 lítra bensíntanki.
-NG
Dv 31.5.2000

28.5.00

Langhlauparinn frá KTM

 KTM á íslandi hefur látið flytja inn eitt stykki KTM 660 Rallye sem þeir ætla að nota til æfingaaksturs, meðal annars fyrir Karl Gunnlaugsson sem keppir á slíku hjóli í eyðimerkurrallinu. Hjólið sem um ræðir fór nýtt í París - Dakar - Kairó rallið og kom svo beint hingað eftir upptekningu hjá verksmiðju. DV notaði tækifærið og fékk að taka í hjólið sem er sérhannað til aksturs í lengri maraþonkeppnum í mótorhjólaralli. Keppnisshjólið er byggt á KTM LCE 640 hjólinu og má því líta á þennan reynsluakstur sem nokkurs konar úttekt fyrir þess háttar hjól, allavega í aðalatriðum.

Stórt og togmikið

Hjólið er stórt og mikið og svo að það virkar næstum fráhrindandi þegar fyrst er komið að því. Ásetan
er fjallhá og sætið grjóthart en þegar maður fer að hugsa betur um það er góð ástæða fyrir því. í langri
keppni þreytist maður á að dúa mikið í hnakknum og því er hann stífur. Fyrir vikið finnur ökumaður
aðeins fyrir titringi hjólsins í staðinn og það veldur doða smástund sem líður síðan hjá. Það vekur strax athygli í akstri hversu gott tog er í hjólinu á bókstaflega öllu snúningssviðinu og það virðist alltaf eiga eitthvað eftir. Þannig er hægt að keyra það vel hratt án þess að vera á botnsnúning sem þreytir mann.

Pægilegt á langa-löngulangkeyrslunni

Þótt hjólið sé hátt og mikið er það stöðugt í akstri og slaglóng fjöðrunin bókstaflega étur upp allar ójöfnur. Stýrið er breitt og beint og ásetan virkar þægilega á mann og það er jafnþægilegt að standa á því í akstri enda er þess háttar aksturstækni mikið notuð í lengri keppnum. Það er eins og það standi  skrifað utan á hjðlið að það sé langkeyrsluhjól og í raun og veru er ekkert því til fyrirstöðu að hoppa upp á það, keyra þvert yfir hálendið og stoppa næst á Akureyri. Það er með stórum bensíntank og þar að auki eru tveir aukatankar á því sem samtals taka 46 litra af bensini.

Sérútbúið til rallíaksturs

Það sem er öðruvísi í þessu hjóli en 640 hjólinu er margt, og má þá fyrst telja að það er með aðeins stærri mótor. Vélin rúmar meiri olíu og er með auka olíukælum og undir henni er sérstyrkt hlíf til að vernda neðri hluta hennar. Ofan á því er ýmis sérbúnaður eins og upplýst leiðatafla með rafdrifmni rúllu fyrir pappírinn og er henni stjórnað með rofa undir vinstra handfangi.
Fyrir ofan hana er stafrænn skjársem sýnir kilómetrafjölda og er honum stjórnað með rofum vinstra megin á stýri. Auk þess er festing og tengi fyrir GPS-tæki á hjólinu. Fyrir utan þennan búnað er 640 hjólið að mestu leyti eins, og þar af leiðandi talsvert léttara og þvi að öllum líkindum hið skemmtilegasta hjól. Vonandi fáum við tækifæri til að kynnast þvi þó síðar verði.
-NG
DV 29.5.2000

Í víking


- Tekið í nýja Husaberg 501 hjólið

 Baldur var fegustur allra goða stendur einhvers staðar í Snorra Eddu, en þessi nýja lína Husaberghjóla kallast einmitt Baldur. Reyndar heitir öll frarnleiðslulínan þeirra eftir nöfnum úr goðafræðinni eins og hægt er að sjá á heimasíðu þeirra, www.husaberg.se. Slagorð þeirra er líka gamall vikingamálsháttur, „Maður velur sér vopn eftir getu" og þetta hjól er gott dæmi um það og hentar vel miðlungsfærum og upp úr.


Frískt á snúningi

Vélin í FE 501 er ansi skemmtileg og hentar hjólinu við hvers konar aðstæður, hvort sem er í krossi,
brölti eða hröðum slóðaakstri. Þjöppuhlutfallið er nokkuð hátt og þess vegna rís aflkúrfan hæst ofarlega í snúningssviðinu. Fyrir vikið virkar hjólið mjög frískt og freistandi að gefa því inn en ef  menn eru ekki orðnir vanir hjólinu getur það komið þeim í koll. Maður fann það sjálfur hversu freistandi það var aðvera á botngjöf og hjólið er furðufljótt að venjast undir manni. Sætishæðin, 93 sentimetrar, virkar mikil þegar sest er upp á hjólið í fyrsta skipti en þegar komið er af stað finnur maður ekki svo mikið fyrir því. Reyndar var fjöðrunin stillt frekar mjúk þegar hjólið var prófað.
Eitt fannst mér líka alveg frábært, en það var hversu létt kúplingin er. Hún er vökvakúpling og það liggurvið að nóg sé að blása á hana til að hún geri það semhún á að gera.

Góð fjöðrun

Sveinn Markússon
við hjólið sitt.
Það er mikill kostur á þessu hjóli hversu góð fjöðrunin er og hvernig hægt er að stilla hana að vild. Gott dæmi eru framdempararnir sem auk þess að stilla á hefðbundinn hátt má stifa eða mýkja með því að skrúfa til stillibolta efst á þeim sem virkar beint á gorminn. Aukabúnaður á hjólinu er Öhlins-stýrisdempari sem alltaf er til bóta í torfæruhjólum, sérstaklega í hjóli sem hentar vel fyrir blandaðan akstur eins og þetta. Hann má einnig stilla á ýmsa vegu, bæði slagsvið, þyngd og afstöðu. Það vakti athygli mína hvað frágangurinn á smáatriðum í hjólinu hefur skánað og ekki er hægt að segja annað en að Baldur sé fallegt hjól. Verðið er lika orðið allgott eftir breytingu, sérstaklega þegar haft er í huga að hér er um hjól að ræða sem svo að segja er tilbúið í keppni ef þvi er að skipta.

DV 28.05.2000
-NG

13.5.00

Eignaðist fyrsta mótorhjólið 49 ára.

Veitingamaður sem lét drauminn rætast.

„Það má segja að þetta sé draumur sem er að rætast þótt hann sé ekki mjög gamall," sagði Árni Björnsson, veitingamaður í Kópavogi, í samtali við DV Umrœðuefnið var Harley Davidsson Heritage Softail Classic mótorhjól sem hann hefur nýlega eignast og þykir meðal þeirra flottustu í bænum. Í helgarblaði DV um síðustu helgi mátti lesa sérstaka grein um gripinn og úttekt á því. 

Árni er 49 ára og er að eignast sitt fyrsta mótorhjól svo hann er ekki beinlínis dæmigerður  mótorhjólatöffari, hvorki i aldri né útliti.
„Ég átti aldrei skellinöðru þegar ég var unglingur og aldrei mótorhjól. Ég lét bílana duga en mér finnst mótorhjólið algjör draumur og það er yndislegt tilfmning að aka því og finna frelsið."
Árni verður ekki alltaf einn á ferð með vindinn hvínandi í fangið því eiginkona hans, Rósa Thorsteinsson, er í þann veginn að eignast mótorhjól til að geta fylgt bónda sínum eftir. „
Við fórum saman á námskeið og fengum réttindi til að aka svona tækjum. Hún ætlar að fá sér eitthvað
minna hjól frá Harley enda er mitt hjól 316 kíló að þyngd og erfitt fyrir hana að aka því."

Fyrrverandi sjóari 

Árni var um árabil stýrimaður hjá Eimskip og byrjaði til sjós 14 ára gamall. Hann söðlaði um fyrir tólf árum þegar hann tók pokann sinn, fór í land og gerðist veitingamaður.
 Hann stofnaði Rauða ljónið á Seltjarnarnesi 1. mars árið 1989 þegar aftur var leyft að selja áfengan bjór á íslandi eftir mjög langt hlé. Árni og Rósa voru vakin og sofm í því að reka Rauða jónið þangað til þau seldu KR reksturinn 1. maí 1999.
 „Við byrjuðum á því að fara í mjög langt frí í 4-5 mánuði og upphaflega hafði ég hugsað mér að hætta i veitingarekstri. En ég hef alltaf haft gaman af þvi að vinna og gat ekki setið auðum höndum til lengri tíma og við opnuðum fyrir þremur vikum nýjan veitingastað, Players, í Bæjarlind 4 í Kópavogi og viðtökurnar hafa verið skínandi góðar."
Árni lýsir nýja veitingastaðnum svo að hann sé best útbúni „sportpöbb" landsins og nefnir fjölda sýningartjalda, sjónvarpstækja og „pool"- borða máli sínu til stuðnings og segir að hann muni standa sjálfur innan við borðið á nýja staðnum eftir því sem hann lystir en ekki eins mikið og á Rauða Ijóninu. Hann segist ekki hafa haft áhuga á að opna nýjan stað í miðbænum.
„Þarna er góð aldursdreifing og mér finnst mjög gefandi í þessu starfi að kynnast viðskiptavinunum og það held ég að gerist miklu frekar á hverfiskrá en í miðbænum."

Nautn aö finna frelsið 

En hvað segja jafnaldrar Árna og kunningjar um þetta nýja áhugamál hans. Öfunda þeir mótorhjólatöffarann?
 „Ég veit ekki hvort það er nokkur öfund en þeir eru jákvæðir. Ég er ekki orðinn Snigill enn þá en finnst það áhugaverður og jákvæður félagsskapur." Nýja mótorhjólið er ekki meðal þeirra ódýrustu heldur kostar um 2 milljónir. Þegar eiginkonan verður búin að kaupa sitt hjól og þau bæði alla fylgihluti, verður þetta ekki óskaplega dýrt sport?
„Þetta eru hlutir sem endast vel og við sjáum fram á að hafa af þessu
gleði og ánægju og það er óskaplega verðmæt tilfmning að fmna frelsið sem felst í þessum ferðamáta."

PÁÁ
Dagblaðið 13.05.2000

6.5.00

Á mótorhjóli í Landmannalaugar


Að fara á mótorhjóli í Landmannalaugar þykir svo sem ekkert í frásögur færandi nema þegar það er gert um hávetur. Karl Gunnlaugsson fór þennan skrepp einmitt á skírdag og varð þar með líklega fyrstur til að gera það á þessum tima árs. 

DV-bílar fréttu af þessu afreki Kalla og rukkuðu hann umstutta ferðasögu.  

| „Mig hafði nú lengi langað til að gera þetta á þessum tíma, ég þekki umhverfið vel og vissi að þetta væri hægt ef aðstæður væru fyrir hendi," sagði Karl en aðstæður voru með allra besta móti yfir páskahelgina, búin að vera sól í marga daga og komið gott harðfenni. „Ég fór þetta nú bara einn en mætti mörgum á leiðinni sem allir furðuðu sig á hvað mótorhjól væri að gera þarna í snjónum. Ég keyrði til dæmis fram á hóp vélsleðamanna sem stoppuðu allir til að fylgjast með fyrirbærinu og ég gat auðvitað ekki stillt mig um að vera með smásýningu og keyra upp í fellin sem þeir höfðu verið að leika sér í.
 Þegar ég kom niður aftur ók ég til þeirra og þeir sögðu mér þá að þeir hefðu allir verið tilbúnir að veðja bjórkassa um að ég kæmist þetta ekki og ég hefði því misst af góðu tækifæri til að verða mér úti um smábrjóstbirtu." Karl fór á hjólinu alla leið upp í skála og lagði þvi þar fyrir utan og varð upplitið víst eitthvað skrýtið á  skálavörðunum þar.  Hjólið hans Kalla er af KTM-gerð og  dekkin þannig útbúin að þau eru með svokölluðum „Trelleborg"- nöglum sem gefa miklu meira grip en hefðbundnir naglar.
Mjög vinsælt hefur verið að keyra á ís í vetur með svona útbúnaði og akstur áharðfenni líkist því nokkuð, fyrirutan ójafhara yfirborð.

-NG
DV 6.5.2000