2.3.20

Tætum og Tryllum úr Sniglafréttum 1987

Það skeði hér um daginn að Svenni Guðmunds (sveinbarnið) sem er kominn með óskaplegan áhuga á grasmótorum bauð mér upp í nýju fasteignina sína sem er hesthús fyrir ein 9. stykki með öllu tilheyrandi. Orkugeymslu fyrir mótorana og girðingu sem er full af for og skít og öðrum ófögnuði.
Nú , þegar uppeftir er komið sýnir Svenni mér þenna þá líka flotta grasfák, einn að tölu, sem mér sýnist nú vera bara eins og aðrir grasmótorar. Hann hafði fjórar lappir, með rosa hófum á sem notar víst til að ganga á og sparka í saklaust fólk með. Svo var á honum haus með einu pari af augum sem hann horfði með í gegnum lufsulegan hártopp sem var efst á hausnum. Þá var á honum eitt par eyru til að beislið tolldi betur á honum , eða svo sagði Svenni. Gripurinn hafði víðar og tilkomumiklar nasir sem hann notaði til að fnæsa með þegar maður bauð honum brauð. Stórann og myndalegan munn hafði hann sem passaði fyrir járnmjél og svona hálft rúgbrauð.    Þessi grasmótor var svo með fax, en það er lufsulegt hár sem spretta úr hálsinum. Einnig hafði hann maga, rass og tagl, en Svenni sagði að á svona skepnum sé kviður en ekki magi.
Mér er nú sama hvað Svenni segir, ég er viss um að inn í þessum kvið er magi.
Nú svo ég lýsi þessu stolti sveinbarnsins þá notaði hann rassinn til að reka við í hvert skipti sem maður kom nálægt. Taglið var þarna eitthvað í sambandi við hnakkinn og til að slá mann í andlitið þegar maður nálgaðist hann aftan frá.
Þegar Svenni var búinn að kynna mig fyrir þessum grasfáki sínum, sem mér sýndist nú ekki sýna neinn fögnuð, var ákveðið að ég skyldi nú fá að prófa, en þá gat ég ekki betur séð en fákfjandinn færi í fýlu, því eyrum löfðu eins og á hundi en samt toldi beislið.
Svenni varð nú hinn vígreifasti og losaði gripinn og varð nú hið mesta fjör í fasteigninni við að ýta gripnum út í forina fyrir utan.
Var sett á hann sæti mikið með hangandi petölum (fótstigum), það er víst kallað ístað á þessum grasmótorasófum. Ég hugðist nú vippa mér á bak og steig í petalann (ístaðið) en fákfjandinn tekur eitt danspor með þeim afleiðingum að ég stingst á höfuðið í forina, og ér ég velti mér við blasti naflinn á grasmótornum við mér, og Svenni skellihlæjandi hinu meginvið hann og segir mér að ég verði að halda í stýrið (tauminn) svo hann fari ekki af stað.
Eftir þessa kennslustund vippaði ég mér á bak og hugðist sniglast af stað, en þá byrjar fákhróið að sýna göngu æfingar þarna á staðnum og hreinlega tölti í sömu sporunum með tilheyrandi vaggi og veltum uns ég var orðinn sjóveikur sjálfur togarajaxlinn.
Stóð þetta brambolt í skepnunni í um það bil 30 míutur, með alls konar hoppi og skoppi þar til hann snarstoppaði og fékk sér að kúka. Þá var mér nóg boðið snaraðist af baki, og viti menn ég var með bullandi sjóriðu og fákfjandinn nýbúinn að gefa skít í mína reiðmennsku.

NEI, grasmótorar eru sko ekki fyrir minn smekk.
Ætli ég kjósi ekki frekar að snúa upp á rörið og þeysa á öðru hundraðinu um borg og bý.
Svenni má eiga alla grasmótora fyrir mér.


Heiddi No 10  
Sniglafréttir 3 árg, mars -apríl 1987

29.2.20

Gæti bíll hugsanlega unnið mótorhjól á Mön TT?

Eitt af mörgum hoppum sem brautin býður uppá

TT Mótorhjólakeppnin á eyjunni Mön hefur verið haldin síðan 1907 og er besti núverandi tíminn á brautinni sem er rúmlega 61 km að lengd keyrður af  Peter Hickman á BMW S 1000RR

 16 mín 42 sek @ 217.989km/klst 


En árið 2016 reyndi aftur á móti rallyökumaðurinn Mark Higgins að slá metið á 600 hestafla Subaru Impresa Pro drive,  og fór hann hringinn á meðalhraðanum 207,1km/klst svo metið féll ekki.

Mark Higgins á Mön
Það hafa verið afar fáar tilraunir að slá metið á bíl og er ástæðan að brautin er mjög mjó og hossótt og hentar mótorhjólum því betur þó svo að bílar geti farið hraðar í gegnum beyjur þá eru hjólin fljótari upp á ferð og hröðu kaflarnir eru langir.   

Núna 2020 hafa 260 mótorhjólamenn látið lífið í Isl of Man mótorhjólakeppninni og hefur það ekki haft nein áhrif á vinsældir hennar,  jafnvel þvert á móti.
Keppendur og áhofendur gera sér fullkomlega grein fyrir hættunni og ekkert virðist stoppa þennan glæfralega en stórkostlega íþróttaviðburð.


Hvaða bíl myndir þú velja til að slá metið ?

Einhverjir myndu segja Formulu 1 bíl?   Vissulega hefur sá bíll kraftinn og gripið. En fjöðrunin á þeim bílum myndi ekki þola ósletta brautina á Mön og líklegt að þeir myndu spítast út úr brautinni á ósléttum hröðum köflum

Svo væri kannski hægt að prufa Porsche 919 , en það væri líklega sama vandamálið.

En allavega, hjólin eiga metið enn á Mön en líklegt er að bílakallar reyni áfram , en það þarf  RISA kúlur til að gera það.
Tían
VH




23.2.20

Þrefaldur íslandsmeistari í Motocross kvenna í útrás.

Á Wroxton Motocross brautinni
Gyða Dögg Heiðarsdóttir frá Þorlákshöfn er þrefaldur Íslandsmeistari í Motorcross og hún stefnir á útrás í sumar og mun keppa á WMX Meistaramótinu í Bretlandi.
Hefur þetta vissulega vakið athygli í Bretlandi og birtist grein um þetta á vef  motocrosskeppninnar.

Alls verða þetta 8 keppnir sem Gyða mun keppa í úti en hún fer ásamt föður sínum út í hvert skipti og verður hann pittmaður hennar í keppnumum og auðvitað stuðningsmaður nr1.

Hér heima verða 4 keppnir í Íslandsmótinu og því miður skarast tvær keppnir svo Gyða mun missa af tveimur keppnum hér á klakanum vegna þess, en Gyða ætlar að mæta í þær tvær hér heima samt sem áður.

Gyða valdi sér hjól af gerðinni TM MX144 frá JHM Sport og óskar Tían Vélhjólaklúbbur Norðuramts henni velgengni í sumar og munum við fylgjast með henni.
Með glænytt TM 144
Hlaðinn bikurum






19.2.20

Glæsilegur Bíla-mótorhjólaskúr

Fyrstu Lögregluhjólin

Löregluhjól no 1,2,3 og 4.

 Fyrstu lögregluhjólin. Fyrir framan Sóleyjargötu 1. Ca 1950. Ljósmyndari Sigurður Guðmundsson Norðdal. Mynd í eigu Þjóðminjassfnsins.

17.2.20

Ævintýri í Laos 2020

Vietnam og Laos ásamt
 austurhluta Thailands

Mótorhjólamenn eru oft miklir ævintýramenn og það sannaðist enn og aftur er fimm vaskir Íslendingar fóru í mikinn ævintýra - mótorhjólatúr til Laos og Vietnam.

Tíuvefurinn fékk góðfúslegt leyfi hjá þeim félögum að birta facebook-dagbók og slatta af myndum frá ferðalaginu í þessu hrjóstuga og fallega landi.




Dagbókarfærslur Páls Geirs Bjarnasonar
Vietnam - Laos  2020


Dagur eitt að kvöldi kominn.
 Gist í þessu húsi á stultum.
Dagur 1.
Þá er það byrjað. 3200km ferð frá Víetnam gegnum Laos á hinum sögufræga Ho Chi Minh-Trail. Þetta verður eitthvað.

Dagur 2.
Í gær var hjólað frá Hanoi og áleiðis að landamærum Víetnam og Laos. Í dag fórum við yfir landamærin og borðuðum picknik á teppi útá bílastæði meðan beðið var eftir að verðirnir færi vandlega yfir alla pappíra og gögn. Á leiðinni kíkjum við á litla matprjónaverksmiðju. Veðrið í dag var fínt. Ca. 30 stiga hiti og sól. Dásamlegt landslag og fólkið svo glatt og vinsamlegt. Laos talsvert frábrugðið Víetnam.

16.2.20

Frægir og mótorhjólin þeirra

Mótorhjól eru fyrir alla, bæði konur og kalla. Fræga fólkið í Hollywood hefur aldrei verið mótfallið því að fela sig bak við hjálminn og þeysast um götur borgar englanna, Los Angeles.


Keanu Reeves

Keanu Reeves

 Ætli megi ekki segja að Reeves sé mesti mótorhjólatöffarinn í Hollywood en áhugi hans leiddi til stofnunar á Arch-merkinu sem hann stofnaði með mótorhjólahönnuðinum Gard Hollinger. Saman hafa þeir sett á markað KRGT-1, 1S og METHOD 143 sem voru gerð í 23 eintökum og þykja einstök varðandi hönnun og gæði.

George Clooney

George Clooney

 Á fjölmörg Harley-hjól í bílskúrnum og sést oft keyra um götur Como á Ítalíu eitursvalur.



Pink 

Pink
Þarf svo sem ekkert að koma á óvart þar sem eiginmaður hennar, Carey Hart, er fyrrverandi mótorhjólaséní.
Hart lét smíða einstakt hjól handa henni ekki alls fyrir löngu en hún sést yfirleitt á Hinckley Triumph T100 Bonneville.





Brad Pitt

Brad Pitt 

Hann hefur sést þeysast um götur heimsins á alls konar mótorhjólum. Hann var lengi á BMW-hjóli og á sjaldgjæft Triumph-hjól frá 2009, nokkur Harley Davidson og Ducati Desmosedici RR en aðeins 500 eintök voru smíðuð.
Hann er enginn nýliði þegar kemur að mótorhjólum.


Evan McGregor

Ewan McGregor 

Skotinn elskar mótorhjól. Hann gerði bókina Long Way Round og Long Way Down þar sem hann fjallaði um ævintýri sín og besta vinar síns, Charley Boorman, þegar þeir keyrðu 35 þúsund kílómetra á BMW R1150GS Adventure.
Hann er nú talsmaður Moto Guzzi-merkisins.


Matthew McConaughey

Matthew McConaughey

 Er yfirleitt á Triumph Thunderbird Sport þegar hann er ekki í vinnunni.



Ryan Goshling

Ryan Gosling 

Sýndi mótorhjólahæfileika sína í The Place Beyond the Pines og sést iðulega á götum Los Angeles á frekar einföldu hjóli en glæsilegu.

Tom Cruise



Tom Cruise 

Mikill aðdáandi þess að vera á tveimur hjólum. Á fjölda hjóla heima í bílskúr, meðal annars Vyrus 987 C3 4V sem kostar örlítið meira en nýra.
Hann hefur gert sín eigin áhættuatriði á mótorhjólum í kvikmyndum sínum eins og Top Gun, Days of Thunder og Mission Impossible.

Fréttablaðið
27.4.2019