Vietnam og Laos ásamt austurhluta Thailands |
Mótorhjólamenn eru oft miklir ævintýramenn og það sannaðist enn og aftur er fimm vaskir Íslendingar fóru í mikinn ævintýra - mótorhjólatúr til Laos og Vietnam.
Tíuvefurinn fékk góðfúslegt leyfi hjá þeim félögum að birta facebook-dagbók og slatta af myndum frá ferðalaginu í þessu hrjóstuga og fallega landi.
Dagbókarfærslur Páls Geirs Bjarnasonar
Vietnam - Laos 2020
Þá er það byrjað. 3200km ferð frá Víetnam gegnum Laos á hinum sögufræga Ho Chi Minh-Trail. Þetta verður eitthvað.Dagur 2.
Í gær var hjólað frá Hanoi og áleiðis að landamærum Víetnam og Laos. Í dag fórum við yfir landamærin og borðuðum picknik á teppi útá bílastæði meðan beðið var eftir að verðirnir færi vandlega yfir alla pappíra og gögn. Á leiðinni kíkjum við á litla matprjónaverksmiðju. Veðrið í dag var fínt. Ca. 30 stiga hiti og sól. Dásamlegt landslag og fólkið svo glatt og vinsamlegt. Laos talsvert frábrugðið Víetnam.
Skoðuðum framleiðsu á matarprjónum úr bambus |
Framkvæmdir við ánna lokuðu slóðanum um stund.Hleyptu okkur svo framhjá eftir að hafa fengið að djöflast aðeins á einu hjóli |
Dagur 3. Samnua til Phonsavan.
Búdda var á sínum stað. |
Dagur 4. Phonsavan til Viengthong.
Fimm fræknir |
greinilega lítil eða engin kynni haft af útlendingum. Allir þorpsbúar hópuðust niður að veg að sjá þessa undarlegu menn. Við vorum svo skynsamir að hafa nammi í vösum að gefa krökkum. Það vakti mikla kátínu en svo greip feimnin oft um sig þegar myndavélar voru dregnar upp. Gömul kona í þorpinu gerði okkur það ljóst með táknmáli að við gætum ekki farið yfir fjallið og gegnum skóginn á hjólunum. En Phu ákvað að prófa að fara af stað. Slóðinn þrengdist og varð verri og verri og afar bratt niður hinum megin. Svo bratt að við áttuðum okkur á að það yrði ekkert snúið við. Það þurfti að höggva úr klettum, fella tré, feta trjáboli yfir ár og slaka hjólunum niður kletta í köðlum til að komast aftur á veg hinum megin. Vatnsskortur, hiti, pöddur og frumskógur varð okkar hlutskipti í dag. En hópurinn okkar er þéttur og við vinnum saman. Phu vann eins og hestur til að koma okkur niður og ég sé vel núna hvernig Vietnamar unnu stríðið. Þeir þekkja ekki að gefast upp. En samt svo jákvæður þrátt fyrir allt vesenið. Brosti bara. Það voru mjög þreyttir ferðalangar sem komu seint um síðir á hótelið í myrkrinu. Ég mæli ekki með að keyra mikið á vegunum í sveitum Laos í myrkri. Það er ekki allra. En sem sagt. Æðislegur dagur og við rugludallarnir í skýjunum hann. Það er ekki hægt að kaupa svona stuff.
Nú var byrjað að brölta í fjöllunum |
Dagur 5. Vieng Thong til Nang Khang.
Rólegur dagur. Erum að færa okkur sunnar. Keyrðum gegnum nokkra bæi sem voru nútímalegri og meira í alfaraleið. Borðuðum hádegismat við uppistöðulón vatnsfallsvirkjunnar. Skrítið að sjá alla trjábolina standa nakta uppúr vatninu. Á morgun förum við svo aftur hærra og inn á Ho Chi Minh-Trail
Dagur 6 Nang Khang til Xepon.
Fallegur og viðburðarríkur dagur. Um 300km af hrjúfum og skörðóttum malarvegum og fullt af ám að krossa. Fórum á hinn raunverulega Ho Chi Minh-Trail. Fólkið alltaf jafn brosandi og vinalegt. Heimsóttum mörg þorp og skemmtilegar vegasjoppur. Þær eru ótrúlega skemmtilegar og þar kennir ýmissa grasa. Það eru miklar þversagnir eða kannski frekar andstæður í þessu umhverfi. Mikið að spítukofum og hrörlegum híbýlum fólks en inn á milli falleg og skrautlega máluðum húsum. Svo eru sumar vegasjoppurnar ótrúlega íburðarmiklar þegar kemur að gólf- og loftefnum en kannski hálf fátæklegar af öðrum innviðum. Sáum sprengjur, stél af amerískri hervél, sprengigíga, skæruliðahellafylgsni, matreiðslu á hundi, beljur, svín, hænur of fullt, fullt af börnum. Í hverju þorpi er sægur af krökkum sem kemur hlaupandi, hlæjandi og brosandi niður á veg þegar við keyrum inn í þorpin. Set athugasemdir við myndirnar svona til að segja betur frá. Frábær dagur og skemmtileg keyrsla. Reyndar smá byltur og einn árekstur en enginn slasaður eða sár. Nú erum við búnir að hjóla sem samsvarar einum hring um Ísland og erum hálfnaðir.
Páll prufar hjól englendings sem slóst með þeim í för á Rússnesku Dnepr hjóli |
Dagur 7. Sepon (Xépôn)
Hvíldardagur hér í Sepon. Þetta er gullnámubær og hér er talsverð umferð í gegn. Byrjuðum daginn á að hjóla 30km út fyrir bæinn og skoða herminjasafn. Litum við hjá gömlum munki í hofinu hans á leiðinni. Eftir það var slappað af og rölt um markaðinn í bænum. Þarf kenndi ýmissa grasa. Alls konar matvæli og dót til sölu. Hittum líka apann Byko sem var fjörugur og skemmtilegur. Við vekjum alltaf áhuga umræddra þegar við birtumst þó þetta sé ekki eins og í flallaþorpunum. En fólkið horfir. Ungar stelpur á vespu horfðu svo mikið að þær gleymdu sér og klesstu á aðra vespu. Við hjálpuðum þeim að reisa við vespurnar en þær voru á lítilli ferð og enginn slasaðist og ekkert skemmdist. Þær hafa í mesta lagi verið 12 ára en eflaust nær 10.
Stríðsminjar voru víðsvegar |
Börnin voru spennt yfir þessum skrítnu gestum sem átti til að lauma til þeirra sleikjó |
Þessi dagur var grjótharður. 220km að mestu í gljúpum sandi og afar skörðóttum vegaslóðum. Stundum bara einstigi og skógi vaxið. Mikið af djúpum snarbröttum lækjargiljum og rigningartímabilið fer greinilega ekki vel með vegakerfið. Fórum gegnum fleiri þorp og fengum sömu viðtökur og áður. Við höfum ekki rekist á neina ferðamenn hér í Laos utan 2 gamla Kana í Sepon. Greinilegt að vesturænt fólk er ekki mikið að þvælast hér á þessum slóðum og alls ekki í þessu torfæruumhverfi sem við erum oftast í. Í Víetnam sáum við mun oftar ferðamenn en það er mikil munur á þessum löndum þó þau liggi saman. Í Laos búa um 7 milljónir manna en á 96 milljón í Víetnam. Það munar nú um það.
Hluti af svona ferðum eru viðgerðir |
Dagur 9 Ta Oi til Nong
Annar dagur fullur af ævintýrum og ófærum. Phu er það ánægður með getuna í hópnum að hann ákvað að prófa nýja slóða og vegi. Þannig að aftur vorum við í ókunnugum frumskógi og erfiðu undirlagi. Margar ár, ferjur, hrörlegar brýr og trjágróður að berjast gegnum. Villtumst smá og lentum í blindgötum en komumst út um síðir. Fleiri þorp og alltaf fullt af glöðum og kátum krökkum. Þau njóta sín greinilega vel hérna í sveitunum. Ég er steinhissa á að þessar brýr hrynji ekki undan manni en þær héldu nú samt. Allir heilir og komnir á næturstað.
Fundum Sprengju! |
Dagur 10 Nong til Xékong
Hjóluðum um 200 km í dag. Komnir ansi sunnarlega og niður á láglendi svo hér er heitt. 37 gráður í dag og örugglega meira sum staðar á leiðinni. Í dag fengum við rykugasta daginn hingað til. Rykið á veginum stundum svo þykkt að maður fann það skella á fótleggjunum eins og vatn. Ef maður var of nálægt næsta hjóli sá maður ekki neitt. Þannig að löngum stundum í dag höfðum við nokkrar mínútur milli hjóla og leið eins og maður væri einn á ferð. Snemma í morgun fórum við yfir langa brú sem var hnýtt saman úr trjágreinum. Hún leit veiklulega út en maður fann þegar maður keyrði yfir hana að hún var mjög traust. Svo kom í ljós að einu sinni á ári kemur allt þorpið saman og byggir þessa brú því þegar regntíminn kemur skolast hún í burt.
Traust var hún ! Þó hún liti ekki út fyrir það |
Dagur 11. Xékong Laos til Ðák Glei Víetnam.
Í þessu þorpi eru hinir látnu settir í kistu sem lögð er í þessi hús. Þar er hún í örfá ár og síðan grafin. Þá fær annar genginn hýsið |
Dagur 12. Ðák Glei til Da Nang.
Við niðurgrafinn Skriðdreka |
Kominn galsi í strákana í lok skemmtilegrar ferðar. |
Vélbyssan var enn í skriðdrekanum |
________________________________________________________________________________
Virkilega skemmtileg frásögn af ferðalagi þeirra félaga um framandi heim og spurði ég Pál Geir Bjarnason einn ferðalangana nokkura spurninga um ferðalagið.
Hvenær var ferðin og hverjir fóru?
Stundum þuftum við að ferja hjólin yfir ár á flekum |
Hvað kom til að þið ákváðuð að fara í þennan túr ?
Hluti af hópnum fór ferð um Thailand og Kambodia árið 2018. Það var svo gaman að ákveðið var að slá í aðra fljótlega. Við vildum líka prufa eitthvað meira frumstætt og höfðum áhuga á að skoða Laos. Auðun rakst á víetnamska hjólaleigu, Cuongs-Motorbike Adventure, sem bauð uppá ævintýraferðir. Þar fundum við svo 12 daga ferð eftir Ho Chi Minh Trail gegnum Laos og þá var það ákveðið.
Hvernig mótorhjól völduð þið til ferðalagsins ?
Honda CRF250L enduro hjól.
Hvaða leið fóruð þið og af hverju ?
Hoi Chi Minh Trail er sögufræg leið þar sem Norður-Víetnamar fluttu vopn suður og slasaða aftur norður í stríðinu. Við höfðum ekki síður áhuga á þessari sögu en hjólaferðinni sjálfri. Það er hluti af þessari miklu upplifun að skoða leiðina í samhengi við söguna.
Voru fleiri með ykkur í för ?
Einn breti á Ural hjóli, svo leiðsögumaður og viðgerðarhjól. Reyndar var líka trússbíll sem hitti okkur á gististöðunum en hann komst oftast ekki sömu leið og hjólin.
Kom eitthvað upp á ,bilanir eða veikindi ?
Merkilega lítið. Einhverjir fengu hefðbundin magaónót með tilheyrandi. Annars bara notaleg þreyta og dálítill þornun kannski. Það var auðvitað mjög heitt og þurrt. Hátt í 40 gráður suma dagana. Það brotnaði eitthvað af baksýnispeglum við allt bröltið, beyglaðist stýri og einhver plöst bognuðu aðeins, en nánast áfallalaust að öðru leyti. Það sprakk reyndar tvisvar en bæði skiptin hjá leiðsögumanninum.
Sumar brýnar voru allt annað en traustvekjandi |
Já mjög mikið menningarsjokk þar sem við fórum í þorp þar sem koma mjög fáir túristar og hvað sem maður myndi flokka sem mjög afskekkt. Þorðsbúar hópast nær allir að okkur þegar við stoppum og greinilegt að við vorum ekki eitthvað hversdagslegt í þeirra lífi. En það er óhætt að segja að ekkert sem við sáum í sveitum Laos er í líkingu við það sem við eigum að venjast. Klósettmenningin í Laos er líka mjög frábrugðin okkar en ég læt lesendur um að kynna sér þann mun persónulega.
Maturinn ? vatn ?
Maturinn var mjög góður í Víetnam, hreint fyrirtak. Í Laos var hann ágætur en ekki eins fjölbreyttur. Við vorum hrifnari af matnum í Vietnam. Vatn drukkum við bara af flöskum. Reyndar var allt drukkið úr flöskum eða dósum nema kaffið.
Mælið þið með svona ferð ? og hvað skal varast ?
Þetta hefur verið hressandi |
Já klárlega, þetta er mikil upplifun og ekki margt sem toppar svona lífsreynslu. Bæði var þetta sögufræg leið og áhugaverð en hápunkturinn var samt hversu afskekkt við förum, þorp og svæði þar sem fáir sem engir turistar koma.
Tían þakkar þeim félögum fyrir skemmtilega ferðasögu.
www.tian.is
Tengill á Myndasafn ferðalangana á Google
Ef þið liggið á góðri ferðasögu en eruð ekki
Alveg að koma henni á blað, hafið samband
tian@tian.is
Og við getum soðið hana saman í sameiningu.