Mótorhjól eru fyrir alla, bæði konur og kalla. Fræga fólkið í Hollywood hefur aldrei verið mótfallið því að fela sig bak við hjálminn og þeysast um götur borgar englanna, Los Angeles.
|
Keanu Reeves |
Keanu Reeves
Ætli megi ekki segja að Reeves sé mesti mótorhjólatöffarinn í Hollywood en áhugi hans leiddi til stofnunar
á Arch-merkinu sem hann stofnaði með mótorhjólahönnuðinum Gard Hollinger. Saman hafa þeir sett á
markað KRGT-1, 1S og METHOD 143 sem voru gerð í 23
eintökum og þykja einstök varðandi hönnun og gæði.
|
George Clooney |
George
Clooney
Á fjölmörg
Harley-hjól í
bílskúrnum og
sést oft keyra
um götur Como
á Ítalíu eitursvalur.
Pink
|
Pink |
Þarf svo sem ekkert að koma á óvart þar sem eiginmaður hennar, Carey Hart, er fyrrverandi mótorhjólaséní.
Hart lét smíða einstakt hjól handa henni ekki alls
fyrir löngu en hún sést yfirleitt á Hinckley Triumph
T100 Bonneville.
|
Brad Pitt |
Brad Pitt
Hann hefur sést þeysast um götur
heimsins á alls konar mótorhjólum.
Hann var lengi á BMW-hjóli og
á sjaldgjæft Triumph-hjól frá
2009, nokkur Harley Davidson og
Ducati Desmosedici RR en aðeins
500 eintök voru smíðuð.
Hann
er enginn nýliði þegar kemur að
mótorhjólum.
|
Evan McGregor |
Ewan McGregor
Skotinn elskar mótorhjól. Hann gerði bókina Long Way Round og Long
Way Down þar sem hann fjallaði um ævintýri sín og besta vinar síns,
Charley Boorman, þegar þeir keyrðu 35 þúsund kílómetra á BMW R1150GS
Adventure.
Hann er nú talsmaður Moto Guzzi-merkisins.
|
Matthew McConaughey |
Matthew McConaughey
Er yfirleitt á Triumph Thunderbird
Sport þegar hann er ekki í vinnunni.
|
Ryan Goshling |
Ryan Gosling
Sýndi mótorhjólahæfileika sína
í The Place Beyond the Pines og
sést iðulega á götum Los Angeles á
frekar einföldu hjóli en glæsilegu.
|
Tom Cruise |
Tom Cruise
Mikill aðdáandi
þess að vera
á tveimur
hjólum. Á fjölda
hjóla heima í
bílskúr, meðal
annars Vyrus
987 C3 4V sem
kostar örlítið
meira en nýra.
Hann hefur
gert sín eigin
áhættuatriði á
mótorhjólum
í kvikmyndum
sínum eins og
Top Gun, Days
of Thunder
og Mission
Impossible.
Fréttablaðið
27.4.2019