29.2.20

Gæti bíll hugsanlega unnið mótorhjól á Mön TT?

Eitt af mörgum hoppum sem brautin býður uppá

TT Mótorhjólakeppnin á eyjunni Mön hefur verið haldin síðan 1907 og er besti núverandi tíminn á brautinni sem er rúmlega 61 km að lengd keyrður af  Peter Hickman á BMW S 1000RR

 16 mín 42 sek @ 217.989km/klst 


En árið 2016 reyndi aftur á móti rallyökumaðurinn Mark Higgins að slá metið á 600 hestafla Subaru Impresa Pro drive,  og fór hann hringinn á meðalhraðanum 207,1km/klst svo metið féll ekki.

Mark Higgins á Mön
Það hafa verið afar fáar tilraunir að slá metið á bíl og er ástæðan að brautin er mjög mjó og hossótt og hentar mótorhjólum því betur þó svo að bílar geti farið hraðar í gegnum beyjur þá eru hjólin fljótari upp á ferð og hröðu kaflarnir eru langir.   

Núna 2020 hafa 260 mótorhjólamenn látið lífið í Isl of Man mótorhjólakeppninni og hefur það ekki haft nein áhrif á vinsældir hennar,  jafnvel þvert á móti.
Keppendur og áhofendur gera sér fullkomlega grein fyrir hættunni og ekkert virðist stoppa þennan glæfralega en stórkostlega íþróttaviðburð.


Hvaða bíl myndir þú velja til að slá metið ?

Einhverjir myndu segja Formulu 1 bíl?   Vissulega hefur sá bíll kraftinn og gripið. En fjöðrunin á þeim bílum myndi ekki þola ósletta brautina á Mön og líklegt að þeir myndu spítast út úr brautinni á ósléttum hröðum köflum

Svo væri kannski hægt að prufa Porsche 919 , en það væri líklega sama vandamálið.

En allavega, hjólin eiga metið enn á Mön en líklegt er að bílakallar reyni áfram , en það þarf  RISA kúlur til að gera það.
Tían
VH