24.10.18

Aðalfundur Mótorhjólasafns Íslands

Aðalfundur Mótorhjólasafnsins verður haldinn á Mótorhjólasafninu föstudaginn 26. okt 2018 kl. 20.00


  • Hefðbundin aðalfundarstörf.
  • Veitingar í boði eftir fund.
  • Rétt til setu á aðalfundi hafa allir sem áhuga hafa á bifhjólum og safnastarfi.

Hvetjum sem flesta til að mæta.

Fyrir hönd stjórnar
Haraldur Vilhjálmsson

Fundur með Ráðherra

Stjórnarmeðlimir Bifhjólasamtaka lýðveldisins áttu fund með Sigurði Inga Jóhannssyni, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, í dag, 24. október, vegna frumvarps til nýrra umferðarlaga sem lagt var fram á Alþingi í gær.
Sniglar sem hagsmunasamtök gerðu athugasemdir við frumvarpið og lýstu yfir óánægju með að hafa ekki verið kallaðir til samstarfs við vinnu vegna frumvarpsins og ítrekuðu að stjórnhættir ráðuneytisins ættu að tryggja Sniglum sem hagsmunasamtökum samráð í málum sem varða meðlimi samtakanna.

Framboð í stjórn Tíunnar

Þar sem ég hef lokið mínum 2.ára kjörtíma hjá stjórn Tíunnar, þá hef ég ákveðið að bjóða mig áfram fram til stjórnar 2019

Þeir sem ekki þekkja mig þá er ég búinn að vera á kafi í stórum mótorhjólunum síðan 1991 og Sniglarnir og Tían mínir klúbbar.
Búinn að vera í stjórn bæði í Sniglum (1999-2001) og Tíunni (2016-2018) og vil ég gjarnan halda áfram í stjórn Tíunnar

Sjáumst á Aðalfundi 3 nóv á Greifanum,

Kv Víðir M Hermannsson #527


Viltu bjóða þig fram í stjórn....á vefnum...
tian@tian.is

22.10.18

Framboð í stjórn Tíunnar


Ég Trausti S Friðriksson býð mig hér með fram til áframhaldandi stjórnar hjá Bifhjólaklúbbi Norðuramts Tían.

Síðustu tvö ár í stjórn Tíunnar hafa verið góð reynsla og vil ég endilega halda áfram þessu skemmtilega starfi.


Kv. Trausti


Viltu bjóða þig fram í stjórn....á vefnum...
tian@tian.is   

21.10.18

Framboð í stjórn Tíunnar

Halló hjólafólk.

Ég hef ákveðið að bjóða mig fram í stjórn Tíunnar.

Þar sem ég hef verið að þvælast fyrir stjórninni síðasta árið og með puttana í flestu sem þau gera og langar að vera löggildur stjórnarmeðlimur.

Ég er með margskonar hugmyndir sem myndu krydda vel valda stjórn (sem er að vísu flott núna)     

Ég byrjaði að hjóla 1993 en tók 17 ára hlé (barnauppeldisfrí) en byrjaði aftur á fullu 2016.
Kveðja
Kalla Hlöðversdóttir


Viltu bjóða þig fram í stjórn....á vefnum...
tian@tian.is   

20.10.18

Framboð í stórn Tíunnar

Siddi Ben
Sælir Félagar 
Ég... Siddi Ben hef áhuga á að bjóða mig fram í Stjórn Tíunnar

Ég byrjaði að hjóla í kringum 1990 á stórum hjólum og átti skellinöðrur fyrir það.

Ég hef áhuga á því að vera í stjórn Tíunnar vegna þess að Ég vil stuðla að fleiri ferðum og reyna að ná hjóla fólki til að nota hjólin meira ,  og rúnta eins og gert var í denn.
Og svo væri gaman að efla hjólaspyrnur og fá fleiri til að vera með í þeim.


Því miður mun ég ekki komast á Aðalfundinn vegna þess að ég verð á sjó. 
En vona að þið hafið mig í huga þegar kosið verður til stjórnar 


Kv. Siddi Ben


Viltu bjóða þig fram í stjórn....á vefnum...
tian@tian.is   

19.10.18

Fyrsta konan til að sigra Heimsbikar í Motorhjólaíþrótt.

Ana Carrasco

Spánverjinn Ana Carrasco varð nú á dögunum fyrst kvenna til að Landa Heimsbikar í Mótorhjólaíþrótt en hún sigraði World Supersport 300 með aðeins 1 stigs mun í samanlögðu.



Hún tileinkaði titilinn vini sínum Luis Salom sem lést í mótorhjólakeppni í sumar .

Þessi 21 árs gamla kona marði titlilinn á minnsta mögulega mun í síðustu keppni ársins á Magny-Cours brautinni en hún byrjaði þá keppni í 25 sæti en hafði sig upp í 13 sæti og dugði það henni til sigur í mótinu............frh