2.7.03

Ducati er Ferrari hjólanna

Það hefur bæst við í flóruna hjá mótorhjólaunnendum hér á landi því nú er í fyrsta sinn komið umboð fyrir hin margfrægu Ducati-vélhjól. Það er fyrirtækið Dælur ehf. sem valdist sem umboðsaðili. Guðjón Guðmundsson ræddi við Hjalta Þorsteinsson, innkaupastjóra hjá Dælum, sem hafði veg og vanda af því að ná umboðinu hingað til lands.
DÆLUR ehf. er þekkt fyrirtæki á sínu sviði og var upprunalega stofnað 1899 af Gísla J. Johnsen í Vestmannaeyjum og bar þá nafn stofnandans. Fyrirtækið skipti síðan um eigendur árið 1960. 1986 var fyrirtækinu skipt upp og sérstakt fyrirtæki stofnað um dæludeildina sem fékk heitið Dælur. Faðir Hjalta, Þorsteinn Hjaltason, starfaði hjá Dælum sem óx og dafnaði og eignaðist fjölskylda hans síðan fyrirtækið.

"Við byggjum fyrirtækið á þessum gamla grunni, þ.e.a.s. góðri þjónustu, vera aðgengilegir og þjóna vel okkar viðskiptavinum," segir Hjalti.

Í mars á þessu ári breyttist eignaraðild fyrirtækisins aftur. Þorsteinn Hjaltason og Jónína Arndal drógu sig út úr því og inn komu þrír nýir eigendur ásamt Hjalta, þeir Gunnar Björnsson, Kristófer Þorgrímsson og Eiríkur Hans Sigurðsson. Fyrirtækið var á Fiskislóð vestur á Granda en flutti nú nýverið í Bæjarlind 1-3.

Eins og nafnið bendir til sérhæfir fyrirtækið sig í sölu og þjónustu á dælum til sjávarútvegs, sumarbústaða og til fleiri nota. En nú hefur bæst við ný deild sem er Ducati-hjólin.

Stútfullur af súrefni"

Þetta kom þannig til að Eiríkur Hans Sigurðsson, nýi framkvæmdastjórinn okkar, er vélhjólaáhugamaður til margra ára. Hann kemur alltaf til vinnu sinnar á góðviðrisdögum á mótorhjóli og ég sá bara hvað maðurinn var lifandi. Hvað hann var stútfullur af súrefni, gleði og áhuga fyrir því að takast á við daginn. Ég sá að þetta var eitthvað sem ég yrði að skoða betur. En ég vissi að þótt það ætti að verða mér til lífs þá kunni ég ekki á mótorhjól. Ég dreif mig í bóklegt nám og síðan verklegt og svo fór ég að velta fyrir mér hvers konar mótorhjól ég ætti að fá mér. Ég fór að skoða tímarit og sá þá alltaf sama merkið - ofsalega falleg hjól, frábæra hönnun - hjól sem stóðu út úr í þessum blöðum. Þetta var Ducati. Ég komst að því að Ducati er ekki með umboðsmenn á Íslandi. Ég skrifaði þeim bréf og sagði þeim að við værum að leita eftir nýju umboði til að breikka okkar vörulínur. Þeir svöruðu til baka og kváðust lítast vel á þetta. Þeir báðu okkur um markaðsáætlun til þriggja ára og frekari upplýsingar um markaðinn og Ísland," segir Hjalti.

Hann fór umsvifalaust í gagnaöflun af ýmiss konar tagi. Hann skoðaði innflutning á mótorhjólum til Íslands sem er töluverður og síðan bjó hann til söluáætlun fyrir Ducati.

"Þeim leist vel á þetta og síðan lá leið okkar til Bologna í höfuðstöðvar Ducati. Við skoðuðum verksmiðjuna og sáum vörulínuna og safnið. Sonur Eiríks, Hrólfur, er mótorhjólamaður og þegar hann gekk inn á safnið sáum við geðshræringuna sem hann komst í. Ég uppgötvaði að það var svipað fyrir Hrólf að koma inn á þetta safn og fyrir mig þegar ég, Elvis-aðdáandinn, kom í Graceland í Memphis á sínum tíma."

Ducati er lífsstíll


Á hverju ári er haldin Ducati-helgi á Ítalíu þar sem koma saman um 10.000 hjól. "Ducati framleiðir mögnuðustu keppnishjól í heimi og á þeim hefur Superbike- keppnin unnist oftar en á nokkru öðru hjóli. Það er mál manna Ducati sé Ferrari mótorhjólanna. Fyrirtækið er með mest vaxandi markaðshlutdeild í heiminum. Þeim nægir að selja tíu hjól á Íslandi bara til þess að bæta Íslandi inn á kortið. Þeir segja að tilvalið sé að selja ferðahjól og meðfærileg götuhjól á Íslandi. Nú eru þeir líka komnir með nýtt hjól sem heitir Multistrada, sem er eiginlega hjól fyrir allar aðstæður. Við sáum strax að þetta væri gullegg og við viljum gera okkar til að kynna hjólin fyrir Íslendingum," segir Hjalti.

Hann bendir á að mörg ljón séu á veginum fyrir innflutningi á mótorhjólum til Íslands. Greiða þurfi há flutningsgjöld og 30% vörugjöld auk 25% virðisaukaskatts af hjólunum.

"Hjólin eru dýr þegar þau eru loksins komin til Íslands. Við fórum yfir þetta með Ítölunum og þeir vilja hjálpa okkur til að geta boðið upp á gott verð í byrjun. Besta auglýsingin fyrir okkur er sú að einhver kaupi Ducati-hjól og sjáist á því í Reykjavík eða úti á landi."

Hjalti er stórhuga og hefur ýmislegt á prjónunum. "Við ætlum að stofna eigendaklúbb Ducati á Íslandi og hjóla einu sinni í viku. Á næsta ári ætlum við að flytja hjólin til Ítalíu og taka þátt í Ducati-helginni. Auk þess ætlum við í ökuskóla hjá Ducati, bæði fyrir götuhjól og keppnishjól, til að gera okkur að betri ökumönnum. Við gerum þetta af áhuga og ástríðu, eins og kjörorðið er hjá Ducati."

Morgunblaðið
2. júlí 2003

7.6.03

Á tvö öflugustu mótorhjól landsins


 Þau eru ekki mörg, mótorhjólin, sem eru yfir 200 hestöfl og ná meira en 300 kílómetra hraða, en það er ekkert mál fyrir Suzuki 1300 Hayabusa-mótorhjól Viðars Finnssonar.


 Hjólið hefur Viðar átt í tvö ár og hefur breytt því fyrir keppni í kvartmílu. Til þess er búið að eiga við mótor og er hann nú rúmlega 210 hestöfl út í afturhjól, að sögn Viðars. Einnig er búið að setja loftskipti í hjólið til að gera skiptingar hraðari á mílunni. „Undir hlífinni, þar sem farþegasætið er venjulega, er ég búinn að koma fyrir búnaðinum. Við gírskiptinn er fest loftpumpa og allt er þetta síðan tengt við flaututakkann þannig að í staðinn fyrir að flauta þá skipti ég," sagði Viðar.

Þrátt fyrir að hjólið sé stórt og langt rls það
upp á afturdekkið eins og að drekka vatn.

Á annað öflugra í smíðum 

Viðar er enginn nýgræðingur í kvartmílunni og hefur tvisvar unnið íslandsmeistaratitil í tveimur flokkum í fyrra, þá einmitt á þessu hjóli. Hann er með titil í ofurflokki, þar sem allar breytingar eru leyfðar, og flokki stórra götuhjóla og var besti tími hans f fyrra 9,78 sekúndur. „Þessu tekur maður upp á svona á gamals aldri en ég er að verða 43 ára," sagði Viðar og brosti. Þá keppti hann líka á sérsmíðaðri kvartmílugrind í nokkur skipti í fyrra og hefur pantað í það nýjan mótor sem er á leiðinni til landsins. „Það er alveg svakaleg græja," sagði Viðar. „Vélin er um 300 hestöfl og hjólið er allt sérsmíðað fyrir míluna, ólíkt Hayabusa-hjólinu sem er löglegt á götuna."

Viðar segir að umferðarmenning íslendinga
mætti alveg vera betri og telur að bæta
megi hana með því að gera brautarakstri
 hærra undir höfði.

Hraðakstur af götunum 

   Viðar lætur ekki þar við sitja í áhugamálinu en hann er virkur félagi í Kvartmíluklúbbnum og hefur ákveðnar skoðanir á umferðarmenningu íslendinga. „Hér á íslandi eigum við þrjár lítið nýttar akstursbrautir en þær mættí bæta og setja í þær meira fjármagn til að fá hraðakstur af götunum. Því miður er bara alltof lítill vilji og skilningur fyrir þessu hjá hagsmunaaðilum sem virðast varla vita hvað Kvartmílubrautin er. Samt hefur nú lögreglan notað brautina í mörg ár til æfinga," sagði Viðar að lokum.
 njall@dv.is
DV
7.6.2003
https://timarit.is

6.6.03

Tvöhundruð bifhjól í halarófu

UM tvöhundruð bifhjól óku í fylkingu frá Kópavogi austur fyrir fjall og enduðu á Selfossi sl. laugardag. Það var fyrirtækið Arctic Trucks sem stóð fyrir ferðinni og komu þátttakendur úr bifhjólafélögum á Suður- og Vesturlandi, en félögin Raftar í Borgarnesi, Sniglar í Reykjavík, Ernir úr Keflavík og Postular frá Selfossi tóku þátt í hópakstrinum. 

 „Að lokum voru þetta um tvöhundruð hjól. Við lögðum af stað klukkan ellefu frá okkur hér á Nýbýlavegi 2 og keyrðum á Þingvöll og grilluðum þar. Fórum síðan þaðan á Mótordaga á Selfossi,“ segir Loftur Ágústsson, framkvæmdastjóri Arctic Trucks og einn forsprakki ferðarinnar. Hann segir að halarófan hafi teygt sig mjög langt og að tugir kílómetra hafi verið á milli fyrsta og síðasta manns. „Það var alveg ótrúlega flott að sjá þetta. Við enduðum síðan á Selfossi og þaðan fór hver til síns heima,“ bætir hann við.
  Loftur segir að þetta hafi verið í fyrsta sinn sem hann tók þátt í svona hópakstri og segir hann það gaman að sjá hversu öflug menning fylgi akstrinum. Hann lýsir því að hugmyndin að ferðinni hafi kviknað í vor. „Ég hélt að þetta yrðu kannski 50–60 hjól. Ég held að þetta sé í fyrsta eða annað skiptið sem klúbbarnir keyra saman. Þetta hefur ekki oft gerst. En annars var þetta til þess að hafa gaman af,“ segir hann og er þess fullviss að ferðin verði að árlegum viðburði.
Morgunblaðið
25.6.2003

2.6.03

Sérsmíðað mótorhjól fyrir langferðalag til Afríku


Suzuki DR650

Jakob Þór Guðbjartsson er ungur ævintýramaður með meiru. Hann er nýlega lagður af stað í fjögurra mánaða ferðalag á mótorhjóli og mun leið hans meðal annars liggja um Austur-Evrópu, suður tii landanna fyrir botni Miðjarðarhafs og til Norður-Afríku.



Til ferðalagsins valdi Jakob sér Suzuki DR 650 en hann hafði lengi skoðað hvað komið gæti til greina í jafnkrefjandi ferðalag og þetta. Skoðaði Jakob gerðir eins og Honda XR400, auk þess að velta fyrir sér hjólum á borð við BMW F650, en um þessar pælingar hans er hægt að lesa betur á heimasíðu hans, www.simnet.is/geokobbi. Hjólið er að sjálfsögðu breytt sérstaklega fyrir ferðalagið og er því með 38 lítra tanki sem þýðir að Jakob getur ekið allt að 600 km á milli bensínstöðva. Sætið er einnig sérsmíðað fyrir meiri þægindi á svona löngu ferðalagi og sett hefur verið stærri vindhlíf af DR600 auk pönnunnar undir hjólið sem einnig kemur af DR600.

Með GPS og fartölvu í farteskinu DV-bflar hittu Jakob nokkrum dögum fyrir ferðalagið áður en hann lagði á Sprengisand á leiðinni til Seyðisfjarðar til stefnumóts við Norrænu. Fundarstaðurinn var vel til fundinn, niðri við Sólfarið við Sæbrautina. „Ég er með þessu að sameina áhugamálin mín betur en ég er menntaður landfræðingur," sagði Jakob. „Ég er búinn að setja grófari dekk undir að aftan og framan svo að hjólið ráði við sandinn. Múlaradíó hefur aðstoðað mig mikið við allt rafkerfið en ég mun geta tengt fartölvuna við hjólið til að senda fréttir inn á heimasíðuna, hvaðan sem er í heiminum.
Ég verð einnig með Garmin GPS-staðsetningartæki, sem tengt er við hjólið, en einnig verður hægt að fylgjast með því hvar ég er í heiminum gegnum það. Einnig er í hjólinu ökusíriti frá RT-tækni auk hærra stálstýris frá JHM-sport til að gera það þægilegra að standa á hjólinu," bætti Jakob við. Ekki er annað að sjá en hjólið hans Jakobs sé til í allt og við skúlum bara vona að það sé eigandinn einnig, en hægt verður að fylgjast með honum á ferðasíðum DV sem birta munu pistla frá ferðum hans.

njall@dv.is
2.6.2003


26.5.03

Sú stærsta til þessa (Klausturskeppnin 2003)

-Rúmlegar tvö hundruð manns mættu til keppnarinnar sem var haldin í blíðskaparveðri.

Alþjóðlega Offroad Challenge-keppnin í þolakstri var haldin á Klaustri á laugardaginnn

Veðrið var eins gott og það gat orðið á laugardaginn þegar Offroad Challenge-keppnin fór fram við Efri Vík. 

Það voru rúmlega 200 keppendur mættir til að keppa í þessari stærstu mótorhjólakeppni íslandssögunnar.


Eftir skoðun og skráningu var byrjað að keppa í unglingaflokki þar sem 16 kepptu í 40 mínútna keppni. Sú keppni var haldin í sérstakri braut við hliðina á aðalbrautinni. Það var Gunnlaugur Karlsson sem tók forystuna strax í fyrsta hring og hélt henni allt til loka. Hann sigraði, ók tíu hringi á tímanum 44:05.
Annar varð Aron Ómarsson á timanum 45:49, en eftir hörkubaráttu um þriðja sætið á milli Freys Torfasonar, Helga Más Gíslasonar og Svavars Friðriks Smára sem þá  varð Freyr Torfason þriðji á tímanum 48:13

Sex tíma akstur

í 6 tíma keppninni hófu 180 keppendur keppnina á slaginu 12.00 og fram undan var 6 tíma þolaksturskeppni. Af þessum 180 keppendum voru 16 sem hugöust aka einir alla 6 klukkutímana. Brautin var 15,6 kílómetrar og skiptist í hóla, sand, grjót og brattar brekkur. Ekki er ólíklegt að jarðskjálftamælar á Suðurlandi hafi merkt titriting þegar keppendurnir 98 ruku allir af stað í einu með þrumugný. Strax í fyrsta hring tók Micke Friskk sem ók með Valdimai Þórðarsyni á Suzuki, forystuna og hélt henni fyrsta hringinn. I öðrum hring tóku forystuna Ragnar Ingi Stefánsson og Tony Marshall á Hondu og héldu henni næstu þrjá hringi þar á eftir, en í sjötta hring náðu Mike og Valdimar forystunni aftur einn hring en i áttunda hring náðu Viggó Viggósson og James Mahrs á TM forystunni og héldu henni allt til loka. Hraðasti hringur þeirra var einnig hraðasti hringur keppninnar, 21:24, og var það í tíunda hring.
En þetta voru einu keppendurnir sem luku 16 hringjum. Aðrir keppendur luku færri hringjum.

Bragi bakaði aðra


Í einstaklingskeppnoinni höfðu keppendur enga til að leysa sig af þegar þeir voru orðnir þreyttir. Í fimmtugasta og sjötta sæti í heildina var Bragi Óskarsson fyrstur af þeim 16 einstaklingum sem óku einir.
Fréttaritari icemoto á staðnum ákvað að taka þátt í keppninni til að sjá sem mest af henni. Það sem vakti athygli hans var hversu brautin var vel og augljóslega merkt, hættumerki þar sem hætta var fram undan, grjót og annað. Það var sérstök upplifun að vera akandi inni í brautinni þegar fljótustu ökumennirnir hringuðu fréttaritarann og var svolítið sérstakt að sjá mismunandi aktursstíl ökumanna. Sérstaklega vakti aðdáun aktursstíll PG Lundberg, en hann ók á ótrúlegum hraða á grýttustu köflunum og sandinum sem flestum þótti erfiðasti kafli brautarinnar. -HJ  





 https://timarit.is/page/3047169?iabr=on#page/n15/mode/2up

10.5.03

Gerði upp keppnishjól úr gömlu fornhjóli

   





Eitt sérstakasta keppnishjól landsins er i eigu Ólafs Magnússonar og er fariö að nálgast þrítugsaldurinn. Hjólið heitir Norton Commando MKHI, er 1975 árgerð og var flutt hingað inn í sinni upprunalegu mynd árið 1990. Ólafur vildi breyta til svo að hann fór út í að breyta því í keppnishjól eins og hjólið var notað á sínum tíma á keppnisbrautum í Englandi. Uppgerðin tók hann ekki nema hálft ár og lauk henni í mars síðastliðnum.

 Seldi frá sér hjólið 

  Að sögn Ólafs er þetta fyrsta og •'* eina Commando-hjólið með rafstarti sem átti að virka. „Hjólið flutti ég inn frá Bandaríkjunum og gerði upp sem nýtt og átti það í nokkur ár. Ég seldi síðan vinnufélaga það en langaði alltaf í það aftur, keypti það síðan í ágúst 2002 og byrjaði strax að breyta því í þá mynd sem það er í núna, sem er gamall draumur um Norvil Norton-útlit. Hjólið var alveg rifið niður og listinn því langur: Til að byrja með var settur íljótandi diskur að framan til að auka bremsukrafta hjólsins. Afturdiskur var boraður út og settar í hjólið bremsuleiðslur frá Goodrich. Einnig var dæla að framan uppfærð og settur í hana stærri stimpill. Til að fá keppnisútlitið var sett á hjólið svokallað „Rearset“-petalakerfi, nýtt frambretti, ný sætiskúpa, handsmíðaður tankur og hlíðarhlífar úr áli. Olíuþrýstimælir og mælahús var krómað og sett á hjólið Tommaselly AcebarBensíntankurinn er póleraður þangað til hann glampar eins og spegill. Sætið er aðeins fyrir einn og á stóra auða fletinum er gert ráð fyrir keppnisnúmeri. stýri. Til að gera fjöðrunina stífa er Racing HD-olía á framdempurum. 

Stærri mótor 

  Ólafur hefur gert fleira við hjólið og var til dæmis mótorinn upphaflega 828 rúmsentímetrar en er boraður í 928 rúmsentímetra með nýjum stimplum frá RGM. Hedd var og portað og inntak opnað í 34 mm ásamt milliheddi. Einnig fóru nýir og stærri MK2 Amal 34 mm blöndungar með reis-stútum í hjólið og var þjöppun hækkuð í 9,8:1. Þótt mótor væri aðeins ekinn 5000 mílur voru settar nýjar legur í allan mótorinn. Um sprautun sá Magnús Jónsson, Keflavík, og plóeringu Torfi Hjálmarsson gullsmiður en um mestallt annað sá Ólafur sjálfur. Ólafur segir mikið tog í hjólinu eftir breytinguna. „Gírunin er út úr kortinu og ekkert mál að taka afstað í öðrum á hjólinu sem er sérstaklega skemmtilegt í akstri," sagði Ólafur að lokum.

Dagblaðið vísir 10.05.2003 -NG