23.7.88

Landsmót bifhjólasamtaka lýðveldisins

Sniglabandið

 Húnaver

Dagana 7.-10. júlí stóð yfir landsmót Bifhjólasamtaka Lýðveldisins í Húnaveri. Félagar í þessum samtökum, Sniglarnir öðru nafni, komu hvaðanæva af landinu til að taka þátt í mótinu og er talið að mótsgestir hafi verið u.þ.b. 300 að tölu þegar mest var og þar af 80 á bifhjólum.

Sniglarnir gerðu sér margt til skemmtunar á meðan á mótinu stóð. Það voru m.a. haldnir tveir dansleikir og Sniglabandið lék fyrir dansi. Síðan var keppt íýmsum greinum sem þekkjast einungis meðal Sniglanna, t.d. var keppt í „snigli", sem felst í því að fara ákveðna braut á sem lengstum tíma. Einnig var keppt í reiptogi og skiptust þátttakendur í lið eftir hjólategundum.

Á kvöldin var grillaður matur handa mannskapnum, lambaskrokkur og margt fleira girnilegt.
Sniglarnir skemmtu sér konunglega og mótið þótti heppnast mjög vel.

Morgunblaðið 23.07.1988

16.7.88

Fundur lögreglunnar og Sniglanna

 Yfirvaldið kvatt með lófataki

Á FUNDI Bifhjólasamtaka lýðveldisins, Sniglanna, og lögreglunnar í Reykjavik ásamt fulltrúa umferðarráðs á miðvikudagskvöldið voru samskipti þeirra i brennidepli ásamt umferðarmálefnum í heild.
Fyrir hönd lögreglunnar voru mættir Ómar Smári Ármannsson, aðalvarðstjóri, og Sturla Þórðarson, deildarlögfræðingur, auk Sigurðar Helgasonar, upplýsingafulltrúa umferðarráðs. Sniglarnir fjölmenntu og voru yfir fimmtíu talsins. Margar athyglisverðar hugmyndir komu fram og þótt ekki væri einhugur um þær allar voru menn ákveðnir í því að láta ekki staðar numið eftir þennan fund. Var Iitið svo á að þessi fundur væri upphafið að nánari samskiptum bifhjólamanna og lögreglunnar. Sniglarnir kvöddu gesti sína með iniklu lófataki. 


Lögreglan átti frumkvæðið að fundinum og óskaði eftir því að fá að koma á félagsfund hjá  Sniglunum, sem tóku því vel. Ómar Smári hóf fundinn með örstuttum inngangi þar sém hann fagnaði
tækifærinu til þess að ræða málin og sagði tilganginn með honum vera þann, að athnga hvort lögreglan og Sniglarnir gætu ekki unnið í sameiningu að því að bæta umferðina. Fram undir miðnætti voru svo fjörugar umræður og að fundinum loknum var ljóst að sameiginlegt átak var þegar hafið.
 Ómar Smári bað fólk í upphafi að ræða ekki um einstök mál eða atvik heldur í víðara samhengi.
Var því tekið vel, en ýmsir stóðust ekki mátið og létu óánægju sína í ljós með einstök atvik í samskiptum við lögregluna. Sigurður Helgason sagði að starf ráðsins væri í rauninni barátta upp á líf og dauða. Alltof mörg slys yrðu á bifhjólamönnum miðað við tiltölulega fá hjól. Árin 1985-86 slösuðust 53 á bifhjóli og 4 létu lífið og það voru mjög oft lítt þjálfaðir ökumenn, 17-20
ára, sem í slysunum lentu, sagði Sigurður.
Einn Snigill skaut því inn í að hann hefði heyrt að í um 80% tilvika væru bifhjólin í rétti. Sigurður sagði það rétt vera, en bætti við að jafn slæmt væri að slasast hvort sem maður er í rétti eða órétti. „Það er ekki töff að vera í hjólastól og því síður dauður. Við verðum með öllum ráðum að berjast á móti þessum slysum," sagði Sigurður. Sniglarnir tóku undir það og beindu umræðunni inn á tillitsleysi ökumanna í garð bifhjólamanna. „Eg efast um að  almenningur viti að bifhjólamenn sem slasast eiga í langfæstum tilvikum sök á slysinu. Bifhjólamenn eru ekki þetta brjálaða gengi sem margir halda," sagði einn þeirra og bætti því við að honum þætti halla á bifhjólamenn í umfjöllun fjölmiðla. Ómar Smári tók undir það og sagði uppslátt um hraðakstur á bifhjólum ekki vera í samræmi við fjölda þeirra mála sem upp kæmu. „Ykkar hlutur er lítill. En þið vekið athygli og því geta fáir svert allan hópinn," sagði Ómar. I framhaldi af því að rætt var um reynslulausa ökumenn bifhjóla beindist umræðan inn á brautir æfinga og kennslu og var Sniglum þar mikið niðri fyrir. Þeir sögðu að það tæki um þrjá stundarfjórðunga að fá leyfi til að aka bifhjóli, sem að mestum hluta færi í pappírsvinnu. Aðeins þyrfti að sýna að viðkomandi kynni á hjólið. Dæmi var tekið um það að hægt væri að taka próf á 125 rúmsentímetra hjól og kaupa sér
svo 1100 rúmsentímetra hjól daginn eftir, sem er þrjár sekúndur að komast á 100 km hraða. Einn
Snigillinn kom með þá hugmynd að koma á einhvers konar stigsprófum á bifhjól til að koma í veg
fyrir að reynslulitlir ökumenn gætu komist yfir stærri hjólin. Þá var talað um nauðsyn þess að koma upp æfingasvæði og sú hugmynd kom upp að loka ákveðnum vegarköflum, þar sem því verður komið við, svo bifhjólamenn geti notað kraftinn í hjólum sínum án þess að stofna öðrum í hættu. Fulltrúum lögreglunnar þótti hugmyndin athyglisverð og fyllsta ástæða til að athuga hana nánar.
Talsvert var rætt um viðhorf lögreglunnar og almennings til bifhjóla og ökumanna þeirra. Þótti sumum Sniglanna, sem lögreglan væri öll að færast í aukana. Einn þeirra sagði viðhorf  lögreglumanna til þeirra hafa breyst. og sérstaklega færu í taugarnar á honum ungir afleysingastrákar,
sem væru að gera sig breiða án ástæðu. Tóku margir undir það og bættu við að þeir kynnu ekki
neitt fyrir sér í mannlegum samskiptum. Ómar svaraði því til að viðhorf lögreglumanna væru einstaklingsbundin, en bað Sniglana að koma til sín og kvarta ef þeim þætti á sinn hlut gengið. Sameiginlega gætu þeir svo rætt málin við viðkomandi lögreglumann. Þetta væri besta leiðin til að bæta samskipti lögreglunnar og bifhjólamanna og raunar ætti þetta við um alla þá, sem samskipti eiga við lögregluna. Hann bætti því við að sú staða kæmi einnig alIoft upp, að litið væri á lögregluna sem árásaraðila þegar hún væri einungis að sinna skyldustörfum Komið var inn á ótal hluti aðra eins og mikilvægi hlífðarbúninga, hraðakstur og margt fleira. Meðal annars upplýstist að lögreglan hefur jafnvel í hyggju að selja gömul Harley Davidson-lögreglubifhjól og sýndu margir Sniglar áhuga á að gerast kaupendur að þeim. Mikill áhugi var greinilegur hjá báðum aðilum, að hafa aukin samskipti sín á milli.
 Og í lok fundarins kvöddu Sniglarnir yfirvaldið með dúndrandi lófataki.  

25.6.88

Samkoma vélhjólamanna (1988)

Skagaströnd

Meðlimir í Bifhjólasamtökum lýðveldisins eða Sniglarnir vekja alltaf nokkra athygli þar sem þeir eru saman á ferð á vélfákum sínum. Ekki er þó kannski rétt að segja að það séu ökumennirnir sem draga að sér mesta athygli heldur hafa margir gaman af að skoða hin kraftmikluvélhjól sem þeir ferðast á.

Nú nýverið komu saman eina helgi á Skagaströnd rúmlega 40 Sniglar á 23 vélhjólum til að hittast og spjalla saman um sín mál.  Komu Sniglarnir alls staðar að af landinu og létu þeir vel af dvöl sinni hér. Að sögn þeirra kappa má áætla að meðalhjól eins og þeirra kosti um 450—500 þúsund og séu með 100 hestafla vél. Voru því samankomin um 2.300 hestófl við Skíðaskálann, þar sem hópurinn gisti um þessa helgi.
 Hjólin voru mörg hver stórglæsileg, enda er eigendum þeirra mjög annt um þau.

- ÓB 
Morgunblaðið 25.06.1988

26.11.87

Allt um Bifhjólasamtök Lýðveldisins


  Hverjir eru þeir? Hvaðan komu þeir? Hvert fóru þeir? Flott hjól, mikill hraði, leðurföt o.fl.Hvað meira veistu? Allt-síðan ákvað að reyna aðfræðast aðeins um „Sniglana".Hér á eftir sérðu afraksturinn 



Sveinn Guðmundsson

Hann segist ekki vita hvenær þessi hjóladella greip hann. Telur hana meðfædda. 
- Hvenær voru Sniglarnir stofnaðir?
„Ja, fyrir rúmum fjórum árum setti einn Snigill, sem er kallaður „Súper-Lúlli" auglýsingu í blöðin, bara upp á sitt einsdæmi, um stofnun samtaka bifhjólafólks. í dag erum við rúmlega þrjú hundruð og þar af ekki nema rúmlega fjörutíu konur. Konurnar eiga yfirleitt ekki sjálfar hjól, heldur sitja aftan á."

- Hefur ykkur þá orðið eitthvað ágengt sem hagsmunasamtökum? „Nei, raunverulega ekki, því að við erum það fámennur hópur. Samt sem áður erum við ekkert að rugla. Þú sérð það að þegar felldir voru niður tollar á bílum, voru um leið felldir niður tollar á öllum farartækjum nema hjólum. Þú sérð svo bara með hjálmana, sem eru öryggisatriði,  þeir kosta 15-20 þúsund krónur."- Eruð þið eitthvað merktir? „Já, við erum allir með merki samtakanna á vinstri handleggnum (á jakkanum þ.e.a.s.). Við  norðlenskir Sniglar erum auk þess einkenndir með rauðum borða á ermi eða öxl. Við erum þeir einu sem einkennum okkur eitthvað sérstaklega. Sunnlendingarnir eru auðvitað svo fáir að við þekkjum þá alla!"
 - Eruð þið ekkert á fjórhjólum? „
Það er bara svo hundleiðinlegt á fjórhjóli. Það er kannski allt í lagi að fara á þetta hálftíma í einu og svo búið. Þá er nú betra að fara bara á hestbak. Við Kermit eigum nefnilega báðir hesta."
- Hefur þú þá einhvern tíma til að vinna?
„Nei, það er nú gallinn við þetta. Ég hef svo lítinn tíma. Sólarhringurinn þyrfti að vera helmingi lengri ef hann ætti að duga mér. Hjólin taka auðvitað alveg óskaplega mikinn tíma, en maður fær það margborgað til baka."
- Hvernig fer maður að því að ganga í Sniglana?
„Til að ganga í Sniglana þarf maður að vera orðinn sautján ára og hafa bifhjólapróf. Síðan þarf maður að vera með, fyrst í þrjá mánuði til reynslu, og svo að lokum þarf maður meðmæli 13 Snigla. í rauninni er ekkert mál að fá þessi þrettán meðmæli, þú þarft náttúrlega að kynnast fólkinu."  (Innskot frá Kermit): „Þetta er
ekkert mál, nema maðurinn sé þeim mun meiri drullusokkur. Ef þetta ákvæði hefði verið þegar ég gekk í Sniglana, hefði ég aldrei komist inn."
 - Eiga Sniglarnir sér formann?
„Nei, en innan Sniglanna er starfandi stjórn, í henni eru gjaldkeri, ritari, formaður og svo meðstjórnendur. Stjórnin hefur þann starfa að sjá um fjármál, skipuleggjá ferðir sem farnar eru, bæði innanlands og svo  norðurlandaferðirnar og hjólasýningaferðirnar. Hún sér líka um að gefa út fréttabréfið okkar, Sniglafréttir, og svo hefur hún skipulagt og undirbúið löggæslu, sem við höfum tekið að okkur, t.d. á tónleikum.

" Birgir Örn Sveinsson 

Hjá Sniglunum er hann kallaður Kermit. Hann er giftur og hún er ekki Snigill. 
- Hvað gera Sniglarnir saman?
„Við höldum skemmtanir og landsmót, förum í ferðir um land allt, svo förum við einu sinni á ári til Norðurlandanna og-svo af og til á  mótorhjólasýningar, núna síðast í haust."
  - Hverjir eru í Sniglunum? 
„Það er bara alls konar fólk, verkamenn, menntafólk, námsmenn, stjórnmálamenn og landsfrægir skemmtikraftar, sem sagt alls konar fólk á öllum aldri, bæði karlar og konur úr öllum stéttum og þrepum samfélagsins."
 - Skipta Sniglar oft um hjól?
„Nei, það mundi ég ekki segja, annars er það mjög misjafnt. Náttúrlega ef þú ert ánægður með hjólið þitt, þá selur þú það ekki. Úti eru til dæmi þess að menn hafa gifst hjólinu sínu,  ég mundi ekki selja konuna mína. Þar eru svo aftur dæmi þess að menn eigi fleiri hjól en eitt. Það eru nokkrir sem eiga tvö hjól og ég þekki einn, sem er að fá sér það þriðja. Svo eru sumir sem eiga hreinlega ekkert hjól. Algengast er svo auðvitað að menn eigi eitt ágætt hjól."
 - Eru allir Sniglar hrifnir af Sniglabandinu sem hljómsveit?
„Já, það held ég örugglega. Þetta er auðvitað besta sveit landsins fyrir utan Stuðmenn."
 - Leðurfötin sem þið eruð í, eru þau bara stælar?
 „Nei alls ekki. Þau eru fyrst og fremst alveg geysileg vörn, fyrir utan hvað þau eru hlý. Ef þú ert í gallabuxum og dettur, máttu eiga voii á því að þær tætist í  sundur og náttúrlega lappirnar og kjötið með, en ef þú ert í leðurfötum þá renna þau eftir malbikinu þannig að þú kæmir nærri því óskaddaður út úr því. Svona algalli, jakki, buxur, hanskar, skór og hjálmur, kostar sennilega í kringum fimmtíu og fimm - sextíu  þúsund krónur."
- Hvað endast Sniglar yfirleitt lengi? „Flestir Sniglar eru á milli tvítugs og þrítugs, en elsti Snigillinn er um fimmtugt. Ég hugsa að menn endist yfirleitt eins lengi og áhuginn leyfir. Auðvitað er komin voðalega lítil reynsla á það hvað menn endast, samtökin eru það ung enn. Ég vona bara að ég endist þar til í kistuna er komið."

 Steindór Valur Reykdal 

Steindór
Hjá Sniglunum heitir hann Júlli og er númer 225. Hvaðan Júllanafnið er komið er svo spurning. - Hvað finnst þér um Sniglana?
„Hvað á manni að finnast? Mér finnst þetta auðvitað mjög gaman. Ég trúi því líka að Sniglar eigi eftir að lifa á meðan til eru mótorhjól. Sem hagsmunasamtök hafa þeir ekki orðið eins sterkir og til var ætlast. Þetta er svo lítill hópur að það er sáralítið  hlustað á þá á æðri stöðum."
- Er það eins gaman og af er látið, að þeysa um á mótorhjóli?
„Já. Það er það. Þetta er alveg sérstök tilfinning. Eiginlega ennþá skemmtilegri en orð fá lýst. Ég veit ekki hvað þetta er,  fyrir mér er þetta, held ég, veikleikinn fyrir frelsinu." - Hvernig eru ástamálin innan Sniglanna? „Þau eru mjög skrautleg, ég stunda þau ekki." (Svarinu fylgdi mikill hlátur.) (Innskot frá Svenna): „Ef  stelpa kemur inn í hópinn (þ.e.a.s. Sniglana) og er með einhverjum gæjanum og svo hætta þau saman, þá er það algengt að hún fari ekkert út úr hópnum. Hún byrjar bara með næsta og er þar með alltaf í þessum hópi."
- Er hjólið ekki mikill keppinautur í hjónabandinu?
„Ég bara veit það ekki, ég hef aldrei verið giftur." (Hann hlær aftur.) Svenni: „Það þýðir ekkert að spyrja Júlla svona spurninga. Hann stundar ekki ástamálin. Hann er svo saklaus, þess vegna fékk hann Júlla-nafnið." Júlli: „Ég er einn af þessum sakláusu. Aftur á móti væri allt í lagi að hafa fleiri konur í Sniglunum - fleiri á hjólum."
 - Hefur þú farið í margar Sniglaferðir?
„Já, ég hef farið í nokkrar,  sennilega fjórar ferðir og fannst mjög gaman. í þessum ferðum er náttúrlega dreypt á góðum drykkjum, í hófi þó. Það eru alltaf nokkrir sem drekka alls ekki."
- Eru til Sniglapartý? 
Birgir og Svenni
„Já þau eru til og eru yfirleitt eins og önnur partý, nema þar eru aðallega Sniglar. Helsti kosturinn við Sniglapartý er sá að þar er náttúrlega rætt um mótorhjólin. Allir eru með sömu áhugamál. Sumir hafa líka áhuga á jeppum."
 - Hittast allir Sniglar á landinu oft?
 „Ekki oft, kannski. Þó er landsmót Sniglanna einu sinni á ári. Þar eru stundaðar alls konar íþróttir, eins og hreðjaglíma, sem er mjög sérstök glíma. Þar er barist í fullum skrúða, í stígvélum, leðurgalla og með hjálm og hanska. Hjálmurinn er hafður lokaður og allt er rennt eða smellt, hvar sem hægt er á gallanum. Við iðkum líka „tegundareiptog," sem Honda vinnur alltaf. (Hlátur. Júlli er nefnilega mikill Hondaaðdáandi.) Svo er keppt í Snigli, sem er kapphlaup og „Sippómundun" sem felst í því að menn taka Sippó-kveikjarann upp úr vasanum og kveikja á honum. Sumir eru það færir að þeir taka kveikjarann logandi upp úr vasanum."
- Hvað verður svo um Sniglana á veturna?
„Þeir skríða í skel sína. Taka hjólin sín inn í skúr og pússa þau.  Svo eru fundir hér á Akureyri hálfsmánaðarlega. Svo er árshátíðin á vorin." *
 - Trúir þú á jólasveininn?
 „Já auðvitað, en ég held þó ekki að hann sé að finna í röðum Snigla."
Dagur 26 nóv 1987

6.8.87

Á puttanum á Landsmót Snigla 1987

"Þeir fóru fyrir fimm mínutum "  var svarið þegar ég var mættur á tilsettum tíma á Shellstöðina í Árbæ, albúinn að sitja aftan á mótorhjóli einhvers af meðlimum Bifhjólasamtaka lýðveldisins, sem voru á leið á landsmótið í Húnaveri, fjarri höfuðborginni. Fótganga þangað var því ekki fýsileg. Ég ákvað að fara á puttanum og leigubíll flutti mig á ákjósanlega upptökustað á Kjalarnesi.

Ég var svartsýnn á að nokkur tæki mig uppí. Ég var klæddur eins og sannur mótorhjólakappi í leðurusamfesting, leðurjakka og með hjálm. Ég hafði fengið þessa hluti lánaða hjá hjálpsömum verslunarmönnum Hænco mótorhjólabúðarinnar. " Get ég ekki bara farið á Æfingarbuxum og lopapeysu?" spurði ég þá.  "Nei, það gerir ekkert gagn á ef þú dettur og veitir ekkert skjól á ferð," svaraði Víðir verslunareigandi. Hver var að tala um að detta. Er það einhver hefð á mótorhjóli? Mér leið eins og ,,ja vændiskonu í þessu dressi til að byrja með. Gallinn var eins og smurður á líkamann og ég öfundaði á þeirri stundu Arnold Schwarzenegger af vextinum. En samfestingurinn var hinn þægilegasti og fjótlega var ég orðinn sáttur við hann, a.m.k. þegar ég stóð í vingjólunni á Kjalarnesi og beið eftir fari. Kominn aftan á mótorhjól seinna um daginnuppgötvaðir ég að gallalaus hefði ég frosið á skammri stundu...
Ég átti alveg eins von á að fólk léti svona leðurklæddan svein eiga sig. Fólk virðist almenn líta á mótorhjólaökumennssem brálæðinga.  En fljótlega fékk ég þó far, kannski af því að ég klæddist hvítri úlpu utan yfir leðurgallann. Ég skammaðist mín ennþá svolítið. Tilað fyrirbyggja misskilning útskýrði ég fyrir bílstjóranum að ég væri ekki svo bílhræddur að ég tæki varnargalla og hjálm í puttaferðalög, heldur væri ég á leið í mikið mótorhjólafjör á Norðurlandi. Dóttir bílstjórans þagði. Kannski fannst henni ég skuggalegur ásyndar, mér var farið að líða vel- orðinn töffari. Svarta leðrið og allt.
Í Staðarskála náði ég genginu, eftir langan bíltúr. Þar var mér sagt að ég gæti setið aftan á hjá einum strák (eingar stelpur....)  Ég hafði ekki ekki enn þorað að klæðast sérstökum svörtum leðurstígvélum sem þykja nauðsynleg hjólamönnum, var enn í hvítum adidas skóm. ég fór niður á klósett og ætlaði að skoðahvort ég gæti látið sjá mig í fullri múderingu. Þar voru nokkrir kappar að pússa stígvél sín og galla, ég sneri því við. Í stígvélin fór ég fyrir utan og flýtti mér að setjast aftan á Kawasaki hjól. 
Mér fanst allir horfa á mig.
Þvílík átök. Vindsogið var rosalegt, ég hélt þéttingsfast utan um ökumanninn. Úlpan sem ég hafði klæðst utan um leðurjakkan var eins og loftbelgur og hefði ég sleppt höndunum hefði ég sjálfsagt svifið um nágrennið eins og svifdreki. Ég þorði ekki fyrir mitt litla líf að sleppa takinu og renna upp úlpunni. Fyrst í stað horfði ég beint í bak ökumannsins. Hver hreyfing sem ég gerði varð til þess að höfuð hans og hjálmur titruðu þegar vintmótstaðan breyttist. Ég leit á hraðamælinn, sem sýndi 100-130 km hraða. mér fannst djöfulgangurinn ógurlegur á svona litlum hraða. Landslagi sveif hjá og fljótlega var ég farinn að þora að líta í kringum mig. Af og til skutust aðrir mótorhjólakappar á öflugri hjólum framhjá. Í hvíldarhléi,  áður en komið var að Hunaveri, spurði ég hvers vegna væri svona mikið sog á farþegann. Ég fékk þær útskyringar að hraðamælirinn væri mílumælir en ekki kílómetramælir..."
Húnarver er glæsilegur staður, fagurgræn fjöl umkringja stóra sléttu og er þetta draumastaður fyrir samkomur hvaða nofnum sem þær nefnast. Talsverður hópur varþegar kominn á svæðið, nær allir á mótorhjólum en nokkrir á bílum, sem þótti nánast glæpsamlegt athæfi meðal sumar mótorhjólagarpa. Leðurpríddir gæjar og píur spókuðu sig og undirbjuggu sig fyrir átök helgarinnar (sjá grein Þormars Snigils).  Ég hafði stutta viðdvöl á staðnum. Þurfti, eftir nokkra smelli myndavélarinnar , að hverfa á braut.
Kappi á Nýju Honda CRX varfenginn til að skutlast með mig á Blönduós. Beyjurnar voru unaðslegar, eins og hjá keppnismönnum, Hjólið hallaðist ýmist til hægri eða vinstri eftir beyjunum og orkan varsvakaleg. Ég brosti út af eyrum. Nú skildi ég loks tilfinninguna sem fólgin í því að sitja á öflugu hjóli. Við vorum fljótir á áfangastað og skildum að skiptum. Mótorhjólakappinn hvarf í skyndingu á vit ævintrýra helgarinnar. Ég fór annað.
Ég fékk nasaþefinn að mótorhjæolamennsku. Best að skila ekkert gallanum, mig langar í meira....
Texi Gunnlaugur Rögnvaldsson 
ljósmyndari Samúels




Öðru hvoru heyrast hljóð sem minna einna helst á þotur í lágflugi...

Það er búið að reisa Partíhöllina, 40 manna tjald og allt í kring eru svartklæddir leðraðir Sniglar að koma sér fyrir. Bjástra við tjöld og annan útbúnað sem er oft svo flókinn að menn þurfa að vera tæknifræðingar til að koma honum upp.
Öðru hverju heyrast hljóð sem minna einna helst á herþotur í lágflugi og 4-6 hjól æða inn dalinn í átt að tjaldbúðunum. Knaparnir stíga af baki heilsa með handapati , handtökum og faðmlögum og bölva íslensku sauðkindinni sem virðist vera hætt að bíta gras en í stað þess farin að naga frelsið sem ve á veginum.  Þeir sem ekki eru að taka móti nýkomnum ,, þjóðvegahetjum röllta á milli hjólana skoða og spá eða liggja í grasinu fyrir neðan fána bifhjólasamtakanna, skrafa um daginn og veginn , segja sögur , ljúga og hlægja að sjálfum sér og öðrum. Fólkið sem er hér saman komið á eitt sameiginlegt, mótorhjól.  Ungir og gamlir, stórir og litlir, mjóir og feitir , píparar og pylsusalar, sjómenn og leikarar , námsmenn og neftóbakskallar, allir komnir til að eiga saman helgi með öðrum bifhjólamönnum og konum.
Þegar líður á kvöldið er landsmót Bifhjólasamtaka lýðveldisins Snigla sett formlega með því að allir setjast og hlýða á hugljúfann ræðustúf. Síðan tekur nóttin við. Menn og konur skiptast í hópa innan tjalda og utan , maula upp úr mölum sínum og skola dýrindis dósamatnum niður með íslenskum og erlendum eðalvínum og öðrum vökva. Rokkið dunar upp úr farangursgeymslum birgðavagnana og menn segja sögur. Umræðuefnin eru óþrótandi og sögurnar verða alltaf ótrúlegri eftir því sem þær eru sagðar oftar. Íslenska sauðkindin kemur enn við sögu, því það er ekki til sá bifhjólamaður sem ekki kann hinar hroðalegustu hryllingsögur af þessum helsta ógnvaldi mótorhjólsins. Lýsingar á því, hvernig heilu hóparnir af rollum ryðjast upp á veginn og allt að því ráðast á mann og hjól eru sumar svo ægilegar að hárin rísa á harðsvíruðustu jöxlum.  Það koma upp tillögur um að skora á ríkistjórnina að stuðla að algjörri útrýmingu þessarar voðaskepnu með lævíslegum næturflutningum yfir sauðfjárveikivarargirðingar, opnun minnkabúa og sölu veiðileyfa. 
Menn eru rifnir upp úr heimspekilegum hugleiðingum við varðeldinn af tælandi tónum kraftmikils bifhjólarokks og um miðnættið rölltir fólk upp að samkomuhúsinu þar sem Sniglabandið er með tónleika. 
Á laugardaginn fer fram íþróttakeppni. Frjálsíþróttasambandið vill örugglega ekki kannast við íþróttir eins og hreðjaglímu , grótkast, Zippómundun eða Lúdmílu, og ég þori að veðja að verðlaunagripur eins og pungbindi lýðveldisins er einsdæmi á íþróttakeppnum hérlendis. Ungmennafélagsandinn er samt ríkjandi og eins og gengur og gerist sigra sumir en aðrir tapa. Eftir allar þessar frjálslegu íþróttir er slappað af og skóflað í sig þjóðvegalambi grilluðu að hætti Snigla.
Sólin skín á Snigla sadda og sæla yfir því að þurfa ekki að svara heimskulegum spurningum eins og "fílaru mótorhjól" eða þekkiru strák sem er á bláu hjóli, hann er í sniglunum?" svæðið er nefnilega lokað fyrir óviðkomandi umferð, meira segja lögreglan verður að gjöra svo vel að vera fyrir utan. Fyrir innan er bara fólk sem lítur á mótorhjól og mótorhjólafólk sem sjálfsagðan hlut, en ekki einhverjar furðuverur sem ættu að helst heima á brjálæðingahæli eða í dýragarði. Fólk sem skilur tilfinninguna sem fylgir því að vera einn á mótorhjóli Ískaldur, rennblautur og hamingjusamur. 
Íþróttaandi dagsins svífur yfir kvöldinu. það er farið í fótbolta. þ.e.a.s. bolti er eltur og það er sparkað í hann. Hvert sem hann fer er aukaatriði, málið er að elta og sparka. Sumir bregða sér í fótabað í ánni og öðrum er hennt í ánna. Lífið leikur við fólk og það leikur við lífið. Og svo er farið á ball. Sniglabandið leikur  fyrir dansi í Húnaveri, gamla slagara og bifhjólarokk. Inni er iðandi kös, bæði Sniglar og utanaðkomandi, og stemmingin er meiriháttar.  Það er rokkað upp um alla veggi af ótrúlegri upplifun og allir skemmta sér konunglega.
Eftir ballið eru sungnir nokkrir bifhjólasöngvar við leifarnar af varðeldingum og farið seint að sofa.
Um kvöldmatarleytið á sunnudaginn bendir ekkert nema heil varða af svörtum ruslapokum til þess að þarna hafi verið rúmlega 150 Sniglar við íþróttaiðkun og annan ólifnað um helgina.
Bifhjólasamtök lýðveldisins Sniglar, vilja þakka gullkonunni Soffíu fyrir konunglegar móttökur og dásamlegar flatkökur. 
Texti Þormar Þorgilsson #13

Samúel 
Ágústblað 1987  

8.7.87

Landsmót Snigla 1987

 Sniglar, bifhjólasamtök lýðveldisins, héldu landsmót sitt dagana 26.-28. júní s.l. Mótið sem var haldið við félagsheimilið Húnaver var nokkuð fjölmennt og er talið að hátt í 80 hjól hafi verið þegar flest var. 

Bifhjólasamtökin Sniglar voru stofnuð af nokkrum vélhjólaeigendum til þess að þeir fjölmörgu sem áhuga hafa á þessarri íþrótt sem vélhjólaakstur er, bittust samtökum um þessi mál. 

Fyrir nokkru stofnuðu nokkrir tónelskir Sniglar hljómsveitina Sniglabandið og spilaði hún á tveimur dansleikjum í Húnaveri, sem haldnir voru föstudags- og laugardagskvöldið. Þar kynntu þeir nýja plötu sem inniheldur fjögur frumsamin lög eftir hljómsveitarmeðlimi og aðra Snigla. Ber hún nafnið „Áfram veginn— Með meindýr í maganum". 

Hljómsveitina skipa: Björgvin Ploder, Einar Rúnarsson, Skúli Gautason, Stefán Hilmarsson, Baldvin Ringsted og Bjarni Bragi Kjartansson.

4.6.87

Bifhjólið Tákn frelsisins (1987)

„Born to be wild, frelsisfílíngurinn, það er tilfinningin við það að ferðast um úti á vegunum á mótorhjóli. Það er erfitt að lýsa tilfinningunni betur," segir Ragnar Ísaksson mótorhjólaeigandi og meðlimur númer einn, tveir og þrír (123) í Sniglunum, Bifhjólasamtökum Lýðveldisins um það að ferðast á mótorhjóli.

Ferðalög eru óaðskiljanlegur hluti af mótorhjólamenningu Sniglanna. Yfir sumarmánuðina fara félagar reglulega í ferðir út á land og stundum er farið í skipulagðar ferðir erlendis. „Eftir því sem hópurinn er stærri þeim mun skemmtilegra," sagði Ragnar og hann lýsir því hvaða reglur eru
venjulega viðhafnar úti á vegunum. Ekið er í einfaldri röð og ákveðið bil er haft á milli hjólanna á malarvegunum til þess að forðast steinkastið. Ragnar segir að úr lofti minni hópurinn á slöngu sem liðist áfram.
Um miðjan júní eru um 20 Sniglar að fara á mótorhjólamót í Noregi, á stað sem heitir Sandnes rétt fyrir utan Osló. Sniglunum er sérstaklega boðið á mótið af samtökunum sem standa fyrir því, en félagar þaðan voru á ferð á Íslandi í fyrra og höfðu að sjálfsögðu samband við systrasamtökin  Sniglana. Að sögn Ragnars er tilgangurinn með mótorhjólamótunum fyrst og fremst sá að hitta aðra hjólamenn, skoða hjól og skemmta sér.  Keppa í öllu mögulegu og ómögulegu, hlusta á tónlist o.s.frv. Hinn hlutinn af ánægjunni er síðan ferðalagið sjálft.
Sniglarnir ætla að leggja í hann þann 9. júní frá Reykjavík og fara á tveimur dögum til Seyðisfjarðar þar sem þeir taka Norrænu til Danmerkur. „Við fáum ferðina á mjög góðum kjörum og erum mjög þakklátir starfsfólkinu á Ferðaskrifstofu ríkisins fyrir frábæra fyrirgreiðslu og þjónustu í þessu sambandi," segir Ragnar og leggur mikla áherslu á þessi orð. Í Kaupmannahöfn dvelja Sniglarnir í tvær nætur, en þar bætast Kaupmannahafnarsniglar í hópinn og Helga herforingi bætist í lestina í Sviþjóð. Þann 18. júní kemur hópurinn á leiðarenda og mótast yfir helgina. Út til íslands er síðan farið frá Bergen og frá Seyðisfirði liggur leiðin í Húnaver þar sem Sniglarnir halda sitt eigið landsmót dagana 26. til 28. júní, það fyrsta og örugglega ekki það síðasta, segir Ragnar og bætir því við að æ fleiri kjósi mótorhjól sem farartæki framyfir bíla. Hópurinn fari því alltaf stækkandi. „En eitt megintakmark okkar í Sniglunum er að koma öllum landsmönnum á bifhjól'. 
Hafið þið trú á því að það takist? 

„Já." Viljum viðurkenningu.
Hvaða önnur markmið hafa bifhjólasamtök lýðveldisins? „Við viljum að umferðin samþykki mótorhjól sem farartæki. Þegar tollarnir voru lækkaðir á bílum í fyrra varð engin tollalækkun á bifhjólum. Þetta er auðvitað fjarstæða. Bifhjól eru ekki eins orkufrek og bílar og það
ætti því að vera þjóðhagslega hagkvæmt að sem flestir aki bifhjólum. Úti á vegunum viljum við líka fá viðurkenningu. Það er mikið svínað á okkur og þar eru strætisvagnarnir verstir.
     Annað: Við viljum að fólk læri að bera virðingu fyrir hjólunum. Hætti að pota í þau í tíma og ótíma og skoði þau frekar  með augunum. Fólk skilur ekki hvaða afstöðu við höfum til hjólanna. Þau eru mörgum okkar allt. Við viljum að fólk sýni þeim virðingu og okkur í leiðinni". Hvaða hjól eru algengust í ykkar röðum? „Japönsku hjólin".
Blundar ekki draumurinn um Harley Davidson í ykkur öllum? „Jú það er draumur margra. Annars er ameríski flíngurinn ekkert sérstaklega sterkur hér á landi. Þar eru þeir flestir í reisurunum". Reisurunum? „Já, þar er aðalmálið að hjólið komist mjög hratt og hafi snöggt upptak. Tjopperhjólin eru að verða miklu vinsælli hér. Þau eru ekki eins hröð en eru með meira tork".
Tork?
„Það þýðir að hægt er t.d. að vera í fimmta gír á 30 km hraða. Það þarf ekki að skipta eins oft niður og á hinum hjólunum. Þau hafa það fram yfir hin að það er hægt að krúsa á þeim og aka um
bæinn með meiri stæl". Krúsa?  „Það er rólegheitakeyrsla." Inngjöf að eilífu Hvaða skilyrði þarf'að uppfylla tilþess að verða meðlimur í Sniglunum? Er nóg að eiga hjól? „Það er ekki einu sinni nauðsynlegt að eiga hjól. Ómar Ragnarsson er t.d. heiðursfélagi og hann á bara flugvél. Það er
nýbúið að breyta reglunum þannig að til þess að verða fullgildur meðlimur í Sniglunum þarf 13 Snigla til þess að gefa umsækjandanum meðmæli og fái hann þau er hann fyrst í samtökunum
til reynslu í 3 mánuði. Á þessum þrem mánuðum verður hann að sýna að hann sé virkur. Mæta
vikulega á fundi, koma með í ferðir o.s.frv. Við viljum koma í veg fyrir það að fólk gangi um
með Sniglamerkið á leðurjökkum sínum án þess að það hafi nokkuð með samtökin að gera. Þetta fólk getur t.d. komið óorði á okkur og það viljum við forðast. Við erum nefnilega virðuleg samtök inn við beinið". Meðlimir í Sniglunum eru hátt í þrjúhundruð og að sögn Ragnars er þetta „alls konar fólk".
Mest fólk úr verkalýðsstétt, en inná milli má t.d. finna tannlækna, lyfjafræðinga, nemendur og jafnvel fyrrverandi alþingismann, Árna Johnsen. „Flestir í samtökunum eiga  það sameiginlegt að lifa fyrir
hjólið og þannig fólk viljum við fyrst og fremst hafa í okkar samtökum," sagði Ragnar og fór að
lokum með Trúarjátningu samtakanna, en hún er gjarnan kyrjuð við upphaf ökuferða og á erfiðum andvökunóttum:

Ég trúi á bifhjólið, táknfrelsisins
Ég trúi á heilagt tvíeyki og manninn
Ég trúi á lífið og bensínið,
bremsurnar og dauðann og inngjöf að eilífu.

-K.Ól. 
  Þjóðvilinn 4.6.1987