Sniglabandið |
Húnaver
Dagana 7.-10. júlí stóð yfir landsmót Bifhjólasamtaka Lýðveldisins í Húnaveri. Félagar í þessum samtökum, Sniglarnir öðru nafni, komu hvaðanæva af landinu til að taka þátt í mótinu og er talið að mótsgestir hafi verið u.þ.b. 300 að tölu þegar mest var og þar af 80 á bifhjólum.
Sniglarnir gerðu sér margt til skemmtunar á meðan á mótinu stóð. Það voru m.a. haldnir tveir dansleikir og Sniglabandið lék fyrir dansi. Síðan var keppt íýmsum greinum sem þekkjast einungis meðal Sniglanna, t.d. var keppt í „snigli", sem felst í því að fara ákveðna braut á sem lengstum tíma. Einnig var keppt í reiptogi og skiptust þátttakendur í lið eftir hjólategundum.
Sniglarnir skemmtu sér konunglega og mótið þótti heppnast mjög vel.
Morgunblaðið 23.07.1988
Morgunblaðið 23.07.1988