17.12.81

Sandspyrna B.A.(1982)

Kawasaki 650 á Járnskóflum

Sandspyrna Bílaklúbbs Akureyrar.

Sandspyrna fór fram á Akureyri dögunum. Var það eina keppni sinnar tegundar á árinu og þótti það bera vott umframkvæmdaleysi sunnanmanna.  Sandspyrnan var látin gilda til íslandsmeistara og með sigri í henni fékk Guðmundur Gunnarsson því tvo bikara. Gott skipulag var á keppninni og eiga stelpurnar í Bílaklúbbi Akureyrar heiðurinn af því.
Brautin var nokkuð þungfær vegna leirkends sands í brautinni. Samt sem áður voru yfir 30 þátttakendur sem skemmtu áhorfendum í góðu veðri. Að þessu sinni verður látið nægja að birta úrslit hvers flokks í Sandspyrnunni.


Úrslit

Skellinöðrur 
 1. Haldór Bachman  Yamaha MS 50    8,93sek
 2. Viðar Þórarinsson Honda MT 50     8.99 -
 3. Björn Júliusson     Suzuki AC 50     9,26-

Mótorhjól

 1. Helgi Eðvarðsson   Kawasaki 650    5,76 sek
 2. Jón Kolbensson      Suzuki   250       6,01-
 3. Ari Jökulsson          Honda 550         6,37
Fólkbílar - útbúnir
 1. Bragi Finnbogason  Pontiac    5,61 - 
 2. Haukur Sveinsson   Duster     6,89 -
Opinn flokkur
 1. Brynjar Guðmundsson  Pontiac   6,56 --
 2. Þorsteinn Gunnarsson   Duster    -----
Jeppar Standard
 1. Sveinbjörn Jónsson   Bronco  6.90 --
 2. Einar Schiöth            Willy's    7,21 --
Jeppar Útbúnir
 1. Guðmundur Gunnarsson    Willy's   5,51--
 2. Halldór Jóhannesson           Willy's   5.83--
Fólksbílar Standard
 1. Sveinn Rafnsson     Dodge GTS    9,10--
 2. Þórður Valdemarsson    VW          9,18
 3. Jens Kristjánsson           Nova        9,41
Mótorsport 1982


1.7.81

Evrópa séð af mótorhjóli (1981)

Valgerður og Sigurborg
Valkyrjur tvær lögðu af stað í ferðalag mikið til þess að skoða sem mest af Evrópu. Farartækið var ekki það sem flestir ferðalangar velja sér — en hvernig skyldi annars Evrópa líta út séð af aftursætinu á mótorhjóli? Þessar ágætu konur heita Valgerður Þ. E. Guðjónsdóttir, nemi í fjölbrautaskólanum við Ármúla, og Sigurborg Daðadóttir, nemi við dýralæknaháskólann í Hannover í Þýskalandi. Þær eru 23ja ára gamlar og við gefurn Valgerði orðið:

21.11.80

Sendiveinn í snjónum

Gústav Alfreðsson fimmtán ára gamall  sendi-
sveinn geysist um á mótorhjólinu í snjónum
.

,,Ég er bara í vinnu núna um mánaðartima, annars ætla ég lika að vinna i jólafriinu", sagði Gústav Alfreðsson sendisveinn sem við hittum á mótorhjóli á ferð í snjónum.


 Hann er fimmtán ára gamall, er i níunda bekk grunnskóla. Við spurðum hann hvort að margir unglingar úr hans kunningjahópi stundi vinnu með skólanum? „Já, nokkrir strákar sem ég þekki í Þinghólsskóla vinna svolitið með skólanum, flestir bara stuttan tima i einu. Hjá mér kemur vinnan svolítið niður á náminu, þvi undanfarið hef ég unnið alla eftirmiðdaga, þegar ég hef átt frí og oft lika á kvöldin. Af hverju er ég að þessu? Nú auðvitað til aö fá peninga..." hann virtist hissa á siðustu spurningunni og líklega ekki nema von.

Sumarhýran og sjórinn 

Gústav vann siðastliðið sumar i fiski en komst svo einn mánuð í vinnu við uppskipun hjá Togaraafgreiðslunni..." þar hafði ég gott kaup 1700 krónur á tímann" sagði hannhróðugur. En er þá ekki eitthvað eftir af sumarhýrunni? „Nei, ég keypti þetta mótorhjól fyrir ári siðan, fékk lánað fyrir þvi hjá mömmu og auðvitað borgaði ég það aftur með sumarpeningunum. Svo þurfti ég að kaupa varahluti i hjólið, þetta er gamalt hjól. Ég eyddi miklum tima i sumar i viðgerðir á þvi". Svo bætti hann við brosandi: „svo fór nú eitthvað af peningunum i föt og svoleiðis drasl".
Flestar tómstundir Gústavs fara í að lagfæra mótorhjólið hans sem virðist eiga hug hans allan. Hugurinn leitar lengra og stefnir hann að þvi að kaupa nýtt hjól næsta sumar. En hvað tekur við eftir grunnskólapróf að vori? „Ég hef ekki hugmynd um það, ég valdi sjóvinnu sem valgrein i vetur i skólanum, kannski langar mig bara á sjóinn... Aðeins vikjum við að umferðinni og snjónum, og spurðum hvernig hinum unga ökumanni likaði ab komast leiðar sinnar á mótorhjóli i snjó? „...alveg ferlega leibinlegt maður — ja, nema þegar maður getur tekið svona smáspyrnu" svaraði sendisveinninn i snjónum.

 —ÞG
Vísir
21. nóvember 1980

29.8.80

Kemst fyrir í lítilli tösku.


Hjólið samanbrotið í töskunni sinni.

32 kílóa mótorhjól: 

Kemst fyrir í lítilli tösku 

Mótorhjól sem fella má saman og setja í tösku sem hægt er að bera með sér er til sýnis í deild Skeljungs á vörusýningunni í Laugardalshöll. Hjólið vegur aðeins 32 kiló og er einstrokka og sjálfskipt með tvígengisvél.
Valdimar Valdimarsson  situr
þarna á hinu afar netta mótorhjóli.
DB-myndir E.Ó
.

Hjólið eyðir 2 litrum af bensíni á 100 kílómetrum og kemst upp í u.þ.b. 45 kílómetra hraða.

 Þetta hjól má eins og áður sagði fella saman og stinga í þar til gerða tösku.

 Þá er stýrið lagt niður og út á hlið og hjólið sjálft gengur saman eins og harmóníka.

Samanbrotið kemst það fyrir í skotti á bíl eða flugvél og eins má halda á þvi með sér inn, til að því sé síður stolið til dæmis.

Hjólið kostar 870 þúsund krónur og tekur það 3 lítra af bensíni í einu. -DSDagblaðið
29.8.1980

10.7.80

Kawasaki á íslandi

Fyrir stuttu kom kippur í vélhjólamenninguna er birtust hér 15 stykki af Kawasaki götuhjólum á einu bretti.
 Slíkt magn hefur ekki fyrr verið flutt inn í einu og þegar blaðamaður Mótorsports sá þau við Höfðatún 2. fór hann að grennslast nánar um þau. Kom í ljós að Sverrir Þóroddsson flutti þau inn, Bifhjólaþjónustan sér um samsetningu og 1000km skoðun en Karl H.Copper sér um varahlutaafgreiðslu. Ríkir þarna einstök samvinna þriggja fyrirtækja.
Hjá sölumanni Sverris Þóroddssonar fengum við þær upplýsingar að undanfarin ár hafa Kawasaki verksmiðjurnar ekki fylgt nógu vel eftir  "Tromphjólinu " Z-1 sem sló í gegn fyrir nokkrum árum. Sama vél er nú enn , vel samkeppnisfær öðrum. Nú eru þeir aftur á móti að hanna nýtt hjól sem er algert leyndarmál því bæði verða breytingar á vél og grind. Umboðið ætlar einig að fylgja þessum eftir og mun senda þá kappa úr Bifhjólaþjónustunni þá Sigurð og Ara Vilhjálmsyni út á sérstakt námskeið fyrir Kawasaki "mekka".
Verðið á hjólunum væri einstaklega lágt og t.d. væri Z-1000 á aðeins á kr 2.650.000.- og Z-650 B á kr 1.945.000- .
Þeir Ari og Sigurður reka eitt glæsilegasta Vélhjólaverkstæði landsins og er þjónustan þar rómuð. Þeir eru vel inn í Vélhjólakeppnisgreinum og t.d. hafa öll kvartmíluhjól sem eitthvað hefur verið breytt verið græjuð upp þar.  Og nýverið setti Ari nýtt íslandsmet í vélhjólaflokki á Kawasaki Z-1000Z1RII er hann fór míluna á 11.33sek.
Karl H Copper rekur vélhjólaverslun í sama húsi við Höfðatún 2 og hefur hann varhlutaþjónustu fyrir flestar gerðir vélhjóla. Það var mikil lyftistöng fyrir vélhjólakappa þegar hann fluttist úr Mosfellsveitinni og beint inn í hjarta höfuðborgarinnar.
Mótorsport
 Júlí 1980

12.6.80

Lögreglan fær nýtt mótorhjól

Hér eru þeir Gunnar Jóhannsson og Guðmundur
Svanlaugsson  í fullum skrúða  fyrir framan Lögreglustöðina.
Gunnar (t.v.) er á nýja hjólinu. Mynd: Ó. Á.

Vísir að umferðardeild á Akureyri

Lögreglan á Akureyri hefur fengið til umráða nýtt Harley Davidson mótorhjól. Í eigu lögreglunnar er fyrir ítalskt mótorhjól. Síðan munu tveir nýir lögreglubílar bætast í ökutækjaflota lögreglunnar. Ekki er vitað hvort lögreglan mun láta af hendi einn eða tvö af gömlu bílunum.  

Gísli Ólafsson, yfirlögregluþjónn, sagði í samtali við blaðið að þeir Guðmundur Svanlaugsson og Gunnar Jóhannsson myndu aka mótorhjólunum, en Guðmundur er nýkominn frá Reykjavík þar sem hann fékk þjálfun í akstri mótorhjóla. „Það má segja að hér sé kominn vísir að umferðardeild, þar sem báðir þessir menn verða einvörðungu í umferðareftirliti," sagði Gísli. „Hér eftir munum við getað aukið verulega þjónustu lögreglunnar við bæjarbúa." Það er af lögreglubílunum tveimur að segja að annar þeirra verður sérstaklega útbúinn til aksturs í snjó og við erfiðar aðstæður, enda með fjórhjóladrifi.  Báðir bílarnir eru frá Ford.

Dagur 
12.6.1980