Slíkt magn hefur ekki fyrr verið flutt inn í einu og þegar blaðamaður Mótorsports sá þau við Höfðatún 2. fór hann að grennslast nánar um þau. Kom í ljós að Sverrir Þóroddsson flutti þau inn, Bifhjólaþjónustan sér um samsetningu og 1000km skoðun en Karl H.Copper sér um varahlutaafgreiðslu. Ríkir þarna einstök samvinna þriggja fyrirtækja.
Hjá sölumanni Sverris Þóroddssonar fengum við þær upplýsingar að undanfarin ár hafa Kawasaki verksmiðjurnar ekki fylgt nógu vel eftir "Tromphjólinu " Z-1 sem sló í gegn fyrir nokkrum árum. Sama vél er nú enn , vel samkeppnisfær öðrum. Nú eru þeir aftur á móti að hanna nýtt hjól sem er algert leyndarmál því bæði verða breytingar á vél og grind. Umboðið ætlar einig að fylgja þessum eftir og mun senda þá kappa úr Bifhjólaþjónustunni þá Sigurð og Ara Vilhjálmsyni út á sérstakt námskeið fyrir Kawasaki "mekka".
Verðið á hjólunum væri einstaklega lágt og t.d. væri Z-1000 á aðeins á kr 2.650.000.- og Z-650 B á kr 1.945.000- .
Þeir Ari og Sigurður reka eitt glæsilegasta Vélhjólaverkstæði landsins og er þjónustan þar rómuð. Þeir eru vel inn í Vélhjólakeppnisgreinum og t.d. hafa öll kvartmíluhjól sem eitthvað hefur verið breytt verið græjuð upp þar. Og nýverið setti Ari nýtt íslandsmet í vélhjólaflokki á Kawasaki Z-1000Z1RII er hann fór míluna á 11.33sek.
Karl H Copper rekur vélhjólaverslun í sama húsi við Höfðatún 2 og hefur hann varhlutaþjónustu fyrir flestar gerðir vélhjóla. Það var mikil lyftistöng fyrir vélhjólakappa þegar hann fluttist úr Mosfellsveitinni og beint inn í hjarta höfuðborgarinnar.
Mótorsport
Júlí 1980
Júlí 1980