29.8.80

Kemst fyrir í lítilli tösku.


Hjólið samanbrotið í töskunni sinni.

32 kílóa mótorhjól: 

Kemst fyrir í lítilli tösku 

Mótorhjól sem fella má saman og setja í tösku sem hægt er að bera með sér er til sýnis í deild Skeljungs á vörusýningunni í Laugardalshöll. Hjólið vegur aðeins 32 kiló og er einstrokka og sjálfskipt með tvígengisvél.
Valdimar Valdimarsson  situr
þarna á hinu afar netta mótorhjóli.
DB-myndir E.Ó
.

Hjólið eyðir 2 litrum af bensíni á 100 kílómetrum og kemst upp í u.þ.b. 45 kílómetra hraða.

 Þetta hjól má eins og áður sagði fella saman og stinga í þar til gerða tösku.

 Þá er stýrið lagt niður og út á hlið og hjólið sjálft gengur saman eins og harmóníka.

Samanbrotið kemst það fyrir í skotti á bíl eða flugvél og eins má halda á þvi með sér inn, til að því sé síður stolið til dæmis.

Hjólið kostar 870 þúsund krónur og tekur það 3 lítra af bensíni í einu. -DS



Dagblaðið
29.8.1980