16.6.81

Ökuleikni og listir á heimsmælikvarða

Hann munaði ekki um það að stökkva yyfir 6 bíla og lenti heilu og höldnu eftir heljarstökkið,
Rétt eins og hann hefði ekkert annað gert yfir æfina.

Ökuþórar í sýningarflokknum „Hell Drivers" léku listir sínar fyrir Reykvíkinga og nágranna þeirra á Melavellinum um helgina. 

Meðal þess sem ökukapparnir sýndu voru ýmsar góðaksturslistir, akstur á tveimur hjólum, stökk á vélhjóli og bíl, árekstrar og akstur gegnum eldsloga. Aðsókn að sýningunni var mjög góð og næst munu ökuþórarnir sýna listir sínar á Akureyri. 
Meðal atriða í sýningunni var heljamikill árekstur og í þessu tilfelli fór bifreiðin
 kollhnís og stöðvaðist á hjólunum aftur

Trúðurinn ,,Booboo'' tók einnig þátt þátt í sýningunni og ók í gegnum eld og
 brennistein á vélhjóli sínu án þess að láta sér bregða.
Mynd: Gunnlaugur Ragnarsson
Einn ökuþóranna áritar veggspjöld sem seld voru á sýningunni fyrir unga áhugamenn


Það vafðist ekki fyrir snillingunum að aka á tveim hjólum um allan völlinn,og
leika jafnfamt allskonar kúnstir. Hér gerði ein stúlkan úr
 sýningarhópnum sér
 lítið fyrir og stóð á hleiðinni á bílnum meðan honum var ekið á
 tveimur hjólum um allan völlinn.



Það er líklega ekki á hvers manns færi að láta draga sig á afturendanum í
gegnum svona eldhaf, enda vöruðu forráðamenn sýningarinnar áhorfendur við því að
reyna að leika þessar listir eftir.
Morgunblaðið 16.6.1981