21.11.80

Sendiveinn í snjónum

Gústav Alfreðsson fimmtán ára gamall  sendi-
sveinn geysist um á mótorhjólinu í snjónum
.

,,Ég er bara í vinnu núna um mánaðartima, annars ætla ég lika að vinna i jólafriinu", sagði Gústav Alfreðsson sendisveinn sem við hittum á mótorhjóli á ferð í snjónum.


 Hann er fimmtán ára gamall, er i níunda bekk grunnskóla. Við spurðum hann hvort að margir unglingar úr hans kunningjahópi stundi vinnu með skólanum? „Já, nokkrir strákar sem ég þekki í Þinghólsskóla vinna svolitið með skólanum, flestir bara stuttan tima i einu. Hjá mér kemur vinnan svolítið niður á náminu, þvi undanfarið hef ég unnið alla eftirmiðdaga, þegar ég hef átt frí og oft lika á kvöldin. Af hverju er ég að þessu? Nú auðvitað til aö fá peninga..." hann virtist hissa á siðustu spurningunni og líklega ekki nema von.

Sumarhýran og sjórinn 

Gústav vann siðastliðið sumar i fiski en komst svo einn mánuð í vinnu við uppskipun hjá Togaraafgreiðslunni..." þar hafði ég gott kaup 1700 krónur á tímann" sagði hannhróðugur. En er þá ekki eitthvað eftir af sumarhýrunni? „Nei, ég keypti þetta mótorhjól fyrir ári siðan, fékk lánað fyrir þvi hjá mömmu og auðvitað borgaði ég það aftur með sumarpeningunum. Svo þurfti ég að kaupa varahluti i hjólið, þetta er gamalt hjól. Ég eyddi miklum tima i sumar i viðgerðir á þvi". Svo bætti hann við brosandi: „svo fór nú eitthvað af peningunum i föt og svoleiðis drasl".
Flestar tómstundir Gústavs fara í að lagfæra mótorhjólið hans sem virðist eiga hug hans allan. Hugurinn leitar lengra og stefnir hann að þvi að kaupa nýtt hjól næsta sumar. En hvað tekur við eftir grunnskólapróf að vori? „Ég hef ekki hugmynd um það, ég valdi sjóvinnu sem valgrein i vetur i skólanum, kannski langar mig bara á sjóinn... Aðeins vikjum við að umferðinni og snjónum, og spurðum hvernig hinum unga ökumanni likaði ab komast leiðar sinnar á mótorhjóli i snjó? „...alveg ferlega leibinlegt maður — ja, nema þegar maður getur tekið svona smáspyrnu" svaraði sendisveinninn i snjónum.

 —ÞG
Vísir
21. nóvember 1980

10.7.80

Kawasaki á íslandi

Fyrir stuttu kom kippur í vélhjólamenninguna er birtust hér 15 stykki af Kawasaki götuhjólum á einu bretti.
 Slíkt magn hefur ekki fyrr verið flutt inn í einu og þegar blaðamaður Mótorsports sá þau við Höfðatún 2. fór hann að grennslast nánar um þau. Kom í ljós að Sverrir Þóroddsson flutti þau inn, Bifhjólaþjónustan sér um samsetningu og 1000km skoðun en Karl H.Copper sér um varahlutaafgreiðslu. Ríkir þarna einstök samvinna þriggja fyrirtækja.
Hjá sölumanni Sverris Þóroddssonar fengum við þær upplýsingar að undanfarin ár hafa Kawasaki verksmiðjurnar ekki fylgt nógu vel eftir  "Tromphjólinu " Z-1 sem sló í gegn fyrir nokkrum árum. Sama vél er nú enn , vel samkeppnisfær öðrum. Nú eru þeir aftur á móti að hanna nýtt hjól sem er algert leyndarmál því bæði verða breytingar á vél og grind. Umboðið ætlar einig að fylgja þessum eftir og mun senda þá kappa úr Bifhjólaþjónustunni þá Sigurð og Ara Vilhjálmsyni út á sérstakt námskeið fyrir Kawasaki "mekka".
Verðið á hjólunum væri einstaklega lágt og t.d. væri Z-1000 á aðeins á kr 2.650.000.- og Z-650 B á kr 1.945.000- .
Þeir Ari og Sigurður reka eitt glæsilegasta Vélhjólaverkstæði landsins og er þjónustan þar rómuð. Þeir eru vel inn í Vélhjólakeppnisgreinum og t.d. hafa öll kvartmíluhjól sem eitthvað hefur verið breytt verið græjuð upp þar.  Og nýverið setti Ari nýtt íslandsmet í vélhjólaflokki á Kawasaki Z-1000Z1RII er hann fór míluna á 11.33sek.
Karl H Copper rekur vélhjólaverslun í sama húsi við Höfðatún 2 og hefur hann varhlutaþjónustu fyrir flestar gerðir vélhjóla. Það var mikil lyftistöng fyrir vélhjólakappa þegar hann fluttist úr Mosfellsveitinni og beint inn í hjarta höfuðborgarinnar.
Mótorsport
 Júlí 1980

12.6.80

Lögreglan fær nýtt mótorhjól

Hér eru þeir Gunnar Jóhannsson og Guðmundur
Svanlaugsson  í fullum skrúða  fyrir framan Lögreglustöðina.
Gunnar (t.v.) er á nýja hjólinu. Mynd: Ó. Á.

Vísir að umferðardeild á Akureyri

Lögreglan á Akureyri hefur fengið til umráða nýtt Harley Davidson mótorhjól. Í eigu lögreglunnar er fyrir ítalskt mótorhjól. Síðan munu tveir nýir lögreglubílar bætast í ökutækjaflota lögreglunnar. Ekki er vitað hvort lögreglan mun láta af hendi einn eða tvö af gömlu bílunum.  

Gísli Ólafsson, yfirlögregluþjónn, sagði í samtali við blaðið að þeir Guðmundur Svanlaugsson og Gunnar Jóhannsson myndu aka mótorhjólunum, en Guðmundur er nýkominn frá Reykjavík þar sem hann fékk þjálfun í akstri mótorhjóla. „Það má segja að hér sé kominn vísir að umferðardeild, þar sem báðir þessir menn verða einvörðungu í umferðareftirliti," sagði Gísli. „Hér eftir munum við getað aukið verulega þjónustu lögreglunnar við bæjarbúa." Það er af lögreglubílunum tveimur að segja að annar þeirra verður sérstaklega útbúinn til aksturs í snjó og við erfiðar aðstæður, enda með fjórhjóladrifi.  Báðir bílarnir eru frá Ford.

Dagur 
12.6.1980

11.2.80

Lögguhjól Keflavík 1980

Lögreglan i Keflavik hefur tekið í notkun mótorhjól, sem  notað mun verða af tveim lögregluþjónum, þeim Rúnari Lúðvíkssyni og Þorgrími Árnasyni, en áður sóttu þeir námskeið hjá umferðardeild lögreglunnar í Reykjavík, bifhjóladeild. Störf  þeirra verða þau sömu og hjá lögregluþjónum almennt, nema hvað þeir aka bifhjóli í stað bíls.
Að undanförnu hafa þeir sést við umferðarstjórn á fjölförnum gatnamótum á mesta annatíma, svo sem i hádeginu, og greitt þannig vel fyrir umferðinni. Vonandi fáum við að sjá þá sem oftast að stöfum og óskum þeim velfarnaðar í starfi.

Víkurfréttir 11.2.1980

20.3.79

Bílungar

Vissuð þið að málhreinsunarmenn á sjöunda áratugum vildu kalla mótorhjól ,"Bílunga".

Sem betur fer náði það ekki hilli landans .

Mynd úr Mogganum 1979


Hinir síðustu verða fyrstir sannaðist í þessari bifhjólakeppni (Venezuela fyrir nokkru. — Bifhjólið sem aftast er (númer 7), sem Bretinn Barry Sheene ók, kom fyrst í mark í þessari Venezuela Grand Prix-keppni. — Sá sem hefur forustuna þegar myndin er tekin er írinn Tom Herron. — Það er svo annað mál, að þessi mótorhjól eru komin með svo mikið utanáliggjandi blikkskraut að þau minna lítt (nema hjólin tvö) á bílunga, eins og málhreinsunarmenn hér í gamla daga vildu láta kalla mótorhjólin.

Með mótorhjólið um borð

Í gamla daga, og reyndar enn þann dag í dag, hafa sum skipafélög lagt áhöfnum skipa sinna til reiðhjól, þannig að sjómenn geti skroppið í hjólatúr í erlendum höfnum; en það er bæði heilsusamlegt og þægilegt. Sjómenn hafa ekki mikla hreyfingu miðað við fólk í landi, sem gengur mikið. Þess vegna kemur hjólið sér vel.

    En hjólið hefur líka annað gildi, menn komast leiðar sinnar án þess að taka rándýra leigubíla, því oft er örðugt að fá strætisvagna í nágrenni við skipalægin, og maður verður að þekkja leiðakerfið þar að auki.
   Auðvitað væri þægilegast að sjómaðurinn gæti haft bílinn sinn með og notað hann í höfnum, en það væri nú einum of mikið. Þá kemur til greina að eiga mótorhjól, eða rafdrifið mótorhjól, sem er að verða vinsælt austan hafs og vestan.

NÝTT AFKVÆMI HJA SKELLINÖÐRUÆTTINNI

 Þetta hjól, sem líklega er af skellinöðruættinni, en það er framhald af svonefndu moped hjóli (motor and pedal) þar sem hjólið er bæði með stigna pedala og mótordrifið. Þetta nýja hjól er hinsvegar nefnt Electroped.
   Electroped hjólið er alveg hreinasta raritet, einkum þar sem það má taka í sundur, og það er aðeins venjulegt reiðhjól með rafgeymi á bögglaberanum fyrir aftan hjólreiðamanninn, en rafmótor er komið fyrir ofan á gafflinum yfir framhjólinu. Þar er drifhjól, sem vinnur á gúmmídekkinu.
   Rafgeyminn geta menn hlaðið á nóttunni og kostar hleðslan á núgildandi rafmagnsverði um 50 krónur, en hleðslan er 12 volta rafgeymir, 34 amp.
  Hjólið kemst um það bil 40 kílómetra leið á einni hleðslu, en það er meira en flestir ökumenn aka á virkum dögum í bæjarkeyrslu. Hjólið kostar erlendis 80—120 þúsund krónur, og er verðmunurinn fólginn í mótorstærðinni, en rafmótorinn er ýmist lA eða 1 hestafl.


mynd: 
Myndin lengst til vinstri sýnir Electroped í akstri. Rafmótorinn yfir framhjólinu, rafgeymirinn/orkan á bögglaberanum. Næsta mynd sýnir hjólið, sem taka má í sundur með tengslum, raflínan og stellið er rofið. Stór handskrúfuð skrúfa læsir tengslum. Hjólið tekur síðan mjög lítið pláss og má jafnvel geyma það í farangursgeymslu á Volkswagenbjöllu.  
SJÓMANNABLAÐIРVÍKINGUR 1979

1.3.79

Næst erfiðasta íþróttagrein heims


Motocross: 

Fyrsta stórkeppni í þessari grein í dag
Í dag klukkan 14 gengst Vélhjólaíþróttaklúbburinn fyrir fyrstu Motocross-keppninni sem haldin hefur verið hérlendis og verður keppnin háð á keppnisbraut klúbbsins við Sandfell við Þrengslaveg.


Í samtali sem Timinn átti við Kára Tryggvason, formann Vélhjólaiþróttaklúbbsins og Þorvarð Björgúlfsson, sem sæti á í stjórn klúbbsins, kom fram að undirbúningur fyrir þessa keppni hefur staðið frá þvi snemma i febrúar, en alls er fyrirhugað að halda fjórar Motocross keppnir i sumar, sem allar munu gefa stig til íslandsmeistaratitils. 

Að sögn þeirra félaga fer Motocross þannig fram að mismunandi mörg vélhjól eru ræst samtimis af stað og er ekið um sérstaka braut , mishæðótta og erfiða yfirferðar. 
Sá vinnur síðan sem fyrstur kemur í mark. Í keppninni i dag verður keppt í tveim flokkum, þ.e.a.s. í 50 cc. flokki og í opnum flokki, þar sem aðalkeppnin mun fara fram, en 11 keppendur eru skráðir til leiks í þeim flokki og verða þeir allir ræstir samtímis af stað. Eknir verða 30 hringir i brautinni, 15 í senn og vinnur sá sem bestan hefur tlma eftir báðar ferðir. — Það er rétt að taka það fram að Motocross er viðurkennd, sem næst  erfiðasta Íþróttagrein heims, aðeins bandaríska rugbyið er talið erfiðara. 
Í samtalinu við þá félaga kom fram að félagsmenn í Vélhjólaiþróttaklúbbnum hafa undanfarin tvö ár unnið að meira eða minna leyti við keppnisbrautina, sem er eins og áður segir við Sandfell við Þrengslaveg og eru þær ótaldar  vinnustundirnar sem farið hafa i brautina. Mjög góð aðstaða verður fyrir áhorfendur, — sú besta
sem nokkur klúbbanna getur boðið upp á — sögðu þeir félagar og ekki er að efast að fjölmenni verður  á þessari fyrstu Motocross keppni sem háð verður hérlendis. Þeir félagar vildu einnig taka það fram að öll hjólin sem keppt verður á i opna flokknum eru sérsmíðuð keppnishjól og þola þau því alls kyns hnjask, sem ekki myndi þýða að bjóða venjulegum vélhjólum.

Timinn fylgdist með æfingum
hjá keppendum síðast liðið föstudagskvöld og festi Tryggvi ljósmyndari Tímans þá meðfylgjandi myndir á filmu.


Tíminn
24. júní 1979