11.1.80

Fimm ára mótorhjólakappi

Á öðrum fæti á nýjasta mótorhjólinu.

Darius - 5 ára mótorhjólakappi 


Darius Goodwin var aðeins tveggja ára þegar hann fékk litið mótorhjól að gjöf frá pabba sinum, Keith Goodwin, en hann er mikill kappaksturssnillingur. 



Fyrst lék Darius litli sér aðeins á hjólinu á afgirtri lóð og undir leiðsögn en fljótlega kom í ljós, að drengurinn var sérlega fljótur að notfæra sér tilsögn pabba síns, og þegar hann átti þriggja ára afmæli fékk hann kraftmeira hjól í afmælisgjöf. Hann fór að leika ýmsar listir á þvi, eins og t.d. að standa á öðrum fæti uppi á hjólinu og eins að hjóla upp á nokkurs konar stökkpall og láta svo hjólið svifa i lausu lofti. Þetta tókst svo vel hjá honum, að pabbi hans gerði sér lítið fyrir og lagðist undir stökkpallinn og lét svo snáðann hjóla —Í loftinu — yfir sig.
Í loftinu yfir pabba sínum.
Darius skoðar múrvegginn,
setur svo á sig hjálminn og
 ekur hann hiklaust um koll. 
Darius er byrjaður í barnaskóla — eða forskóla, þvi að hann er enn ekki orðinn sex ára, en þegar hann er ekki i skólanum i Bray i Berkshire í Englandi, þá er hann öllum stundum að æfa sig. Hann hefur komið fram i sjónvarpi í Bretlandi og sýnt á mótorhjóla-sýningum og viðar. Sérfræðingar eru sammála um, aö hann hafi sérstaka hæfileika, og einnig kjark og áræði, sem óvenjulegt er miðað við aldur hans. Kemur það t.d. vel i ljós, þegar drengurinn ekur á hlaðinn múrvegg eins og ekkert sé, auðvitað með hjálminn á höfðinu og veggurinn er aðeins lauslega hlaðinn úr léttum múrsteini. Pabbi hans segir, að hann hafi strax sýnt óvenjulegt jafnvægisskyn og áhuga á mótorhjólaakstri, en hann segist aldrei leyfa honum að æfa einn, þvi að hann vantar enn dómgreind til að meta hvað honum sé fært og hvað ekki.

Tíminn 11.1.1980