13.2.07
Geggjuð heimsreisa
Bræðurnir Sverrir og Einar Þorsteinssynir vita fátt meira spennandi en ferðalög um fjöll og firnindi á mótorhjólum. Þeir hafa brunað vítt og breitt um hálendi íslands auk þess sem þeír hafa ferðast á hjólunum um Bandaríkin og Evrópu. í vor ætla þessir stórhuga bræður að fá enn meiri útrás fyrir ævintýraþrá sína og fara „hringinn" á mótorhjólum. Ekki þó hringinn í kringum landið heldur í kringum
25.1.07
Steve McQueen - mótorhjólamaður allra tíma
Hollywoodleikarinn Steve McQueen sagðist víst einhverntíman meðan hann var á dögum, að hann vissi eiginlega ekki hvort heldur hann væri leikari sem stundum tók þátt í kappakstri eða kappakstursmaður sem stundum lék í bíómyndum. En nú, 27 árum eftir dauða sinn af völdum lungnakrabbameins, hefur Steve McQueen verið útnefndur mótorhjólamaður allra tíma.

Útnefningin var gerð í aðdraganda mótorhjólasýningarinnar MCN London Motorcycle Show og fór atkvæðagreiðsla fram hjá Yahoo á Netinu. Ekki er hægt að segja að þátttaka hafi verið neitt gríðarleg því að 2.254 greiddu atkvæði. Fjórða hvert atkvæði féll á Steve McQueen sem vissulega var mikill mótorhjólamaður. Frægt er atriði í kvikmyndinni Flóttinn mikli þar sem hann stelur þýsku hermótorhjóli og flýr á því úr þýskum fangabúðum og m.a. stekkur á hjólinu yfir girðingu. Það og önnur mótorhjólaatriði í myndinni lék McQueen sjálfur enda vandfundinn sá mótorhjólamaður sem hefði getað gert það betur en stjarnan sjálf.
Steve McQueen var um fimm ára skeið giftur leikkonunni Ali McGraw og bjuggu þau í Hollywood. Sagt er að hún hafi stundum verið ansi þreytt á karli sínum, sérstaklega vegna þess að hann átti það til að hverfa dögum saman eitthvert út í Nevada-eyðimörkina á torfærumótorhjóli án þess að láta neitt vita af sér.

MCN London Motorcycle Show verður í sýningarhöll í London sem nefnist ExCeL dagana 1. til 4. febrúar. Hægt er að kynna sér sýninguna nánar á www.londonmotorcycleshow.com.
30.11.06
Drullusokkur númer sjö
29.11.06
Dindlarnir eru heldrimenn á bifhjólum
„Einn vinnufélagi minn var hálfhneykslaður á að við,
fullorðnir karlmenn, værum að dandalast og dindlast á mótorhjólum.“
|
Þeir lentu þó í því í sumar að ökumaður, sem kom á eftir þeim inn á veitingastaðinn í Þrastalundi, kvartaði undan því hvað þeir hefðu farið hægt! Hver hefði trúað því um mótorhjólakappa?
Dindlarnir eru svo sem engir venjulegir bifhjólamenn og fullyrða í gamansömum tóni að þetta séu
heldrimannasamtök! Fyrirliðinn í hópnum er Jóhann Ólafur Ársælsson, sölustjóri námutækja hjá Kraftvélum, fæddur og uppalinn í tækjum og tólum, að eigin sögn. Hann hefur alla tíð verið mikill áhugamaður um bifhjól. Hrafn Antonsson, rekstrarstjóri Hagvagna, er Dindill og sama er að segja um Auðun Óskarsson, bónda á Rauðkollsstöðum á Snæfellsnesi og framkvæmdastjóra Trefja, og Ágúst Pétursson, framkvæmdastjóra Byggingarfélagsins Verkþings.
26.11.06
Evrópu á milli á þrítugum þristi 2006
Í 33 stiga hita í Monte Carlo í ágústhita aftur á leið norður /ljósmynd Hjörtur |
Margur Íslendingurinn lætur sig dreyma um að komast einhvern tíma ævinnar á nyrsta odda Evrópu. En að aka þangað á þrjátíu ára gömlu mótorhjóli dettur fáum í hug, hvað þá að framkvæma það. En það er einmitt það sem Hjörtur Jónasson gerði – og gott betur því hann ók líka alla leið suður að miðjarðarhafi og aftur norður. Hann sagði Auðuni Arnórsyni ferðasöguna.
Löngunin til að líta nyrsta odda Evrópu, Nordkap í Noregi, togar sterkt í margan ferðafíkil nútímans. En færri vita að talsvert á fjórða hundrað ár eru liðin síðan sú löngun dró fyrsta ferðamanninn á þennan afskekkta tanga langt norðan heimskautsbaugs. Það var Ítalinn Francesco Negri (1624- 1698). Honum fannst sérkennilegt að Evrópumenn hans samtíma skyldu í öllu landafunda- og landkönnunaræðinu sinna því eins lítið og raun bar vitni að kanna eigin heimsálfu. Hann lagði land undir fót (bókstaflega) árið 1663 og komst um haustið 1664 til Nordkap. Heim kominn til Ítalíu skrifaði hann lært rit um ferð sína sem kom út árið 1700, að honum látnum. Hann er talinn fyrstur manna hafa heimsótt nyrsta odda Evrópu sem ferðama.
Liðlega 340 árum síðar lét Hjörtur Jónasson, farskipastýrimaður uppi á Íslandi og áhugamaður til margra ára um klassísk bresk mótorhjól, draum sinn um að ferðast norður til Nordkap verða að veruleika. Og gott betur en það. Hann ók þangað frá Danmörku og síðan sem leið lá suður eftir álfunni, um Eystrasaltslöndin og Pólland alla leið til upprunaslóða Francesco Negri á Adríahafsströnd Ítalíu. Þar með var ferðalaginu reyndar ekki lokið því hann ók aftur norður til Danmerkur, samtals rúmlega 10.000 kílómetra leið.
767 kílómetrar á dag
„Hitinn fór niður í þrjár gráður norður við Nordkap en upp í 38 gráður þar sem ég lenti í hitabylgju á leiðinni í gegnum Slóvakíu. Það reyndist líka alveg nauðsynlegt að hafa regngalla meðferðis,“ segir Hjörtur.
Nauðsveigt framhjá hreindýrum
Ekið um gamla sovétvegi.
Í trukkaumferð í 15 sm hjólförum
Hitabylgja í Tatrafjöllum
Hringnum lokað
Spurður um kostnaðinn við ferðalagið segir Hjörtur að vissulega hafi hann verið töluverður, en hann hafi ekki nennt að standa í því að leita styrktaraðila og því borgað allt úr eigin vasa.
24.11.06
MSÍ stofnað innan vébanda ÍSÍ
|
Á tólfta þúsund mótorhjóla og snjósleða á skrá hérlendis og fjölgar stöðugt
7.11.06
DAGBÓK DRULLUMALLARA
Mikill uppgangur í klifurhjólamennsku
ÍSLANDSHEIMSÓKN klifurhjólameistarans Steve Colley dagana 9.-12. mars vakti mikla lukku.
Fullsetið var á tveggja daga klifurhjólanámskeiði hjá kappanum og börðu nokkur hundruð Íslendingar
Colley augum er haldin var opnunarsýning í JHM sport að Stórhöfða 35 föstudaginn 10. mars en
þar voru sýndar aksturslistir á heimsmælikvarða. Klifurhjólaíþróttin hefur verið á miklu klifri upp vinsældalistann hjá íslenskum ökumönnum enda íþróttin allt í senn krefjandi, skemmtileg og ekki
þungur og fyrirferðarmikill. Bensíneyðsla er lítil, yfirleitt um einn lítri á klukkutíma. Slit á dekkjum
og keðju er mun minna en menn eiga að venjast svo að í stuttu máli er þetta miklu ódýrari útgerð en
t.a.m. við Motocrosshjól.“ Viggó Örn Viggósson, stjúpsonur þinn, er einn vinsælasti endúróökumaður á Íslandi og er þekktur fyrir mikinn styrk og hörku í akstri. Hann virðist hinsvegar eyða mestum tíma í klifurhjólið þessa dagana. Veistu hvers vegna? „Ætli það sé ekki bara vegna
þess hvað það er auðvelt að skreppa á klifurhjól, miklu minna umstang. Klifurhjólið er fyrirferðarlítið og er ekki nema 69 kg. Svo þarf það svo lítið svæði, maður finnur sér erfiða þraut og glímir við hana þangað til maður hefur sigrað hana. Eftir það er maður alveg að springa af mæði og pakkar þá saman og hendist heim sæll og glaður.“ Fullt var á námskeiðinu hjá Colley. Einnig var fjölmenni á sýningunni sem Colley hélt í JHM sport. Áhuginn virðist því töluverður. Er áhuginn bóla eða á klifurhjólið sér framtíð á Íslandi? „Þetta er rétt að byrja og framtíðin er björt. Áhuginn er að aukast
ætli við eignumst ekki góða ökumenn á þessu sviði næstu 10 árin eða svo.
Morgunblaðið 7 nóv 2006
moto@mbl.is