24.8.20

Alveg magnað hvað auðnin getur verið falleg

Hannes Hjalti Gilbert hefur gaman af að ferðast um á mótorhjóli og hann fór fjórar lengri ferðir um Ísland í sumar á mótorhjólinu. 

Hann samþykkti að deila með lesendum Víkurfrétta myndum úr sumarferðalögum og svara spurningum blaðamanns, sem eru bæði um ferðalög og ýmislegt annað og ótengt.








Nafn:
Hannes Hjalti Gilbert.

– Árgangur:
 1962.

– Fjölskylduhagir:
Rauðfeldsgjá á Snæfellsnesi
Giftur Þórunni Agnesi Einarsdóttur, við eigum þrjú börn, tvíburana Guðna Má og Helenu Rós, 25 ára og síðan er það Einar Hjalti á nítjánda ári.

– Búseta: 
Keflavík.

 – Hverra manna ertu og hvar upp alin?
Ólst upp hjá afa og ömmu í vesturbænum í Keflavík.


 – Hvert var ferðinni heitið í sumarfrínu?
Við fórum í fjórar lengri ferðir í sumar. Í júní fórum hringferð um landið á mótorhjólinu ásamt góðum hópi fólks. Við tókum sex daga í hringinn og nutum fjölbreyttrar veðráttu. Við heimsóttum marga flotta staði og fengum góðar móttökur alls staðar. Franska safnið (Frakkar á Íslandsmiðum) á Fáskrúðsfirði var mjög áhugavert og Steinasafn Petru á Stöðvarfirði er alltaf ánægjulegur viðkomustaður. Við skruppum út í Hrísey og nutum leiðsagnar en það var í fyrsta heimsókn okkar hjóna þangað. Síðan var alveg dásamlegt að prófa VÖK, nýju böðin við Egilsstaði. Í júlí fórum við ásamt vinafólki okkar yfir Kjöl og það var mjög skemmtileg ferð. Bjart yfir öllu og fámennt á hálendi. Alveg magnað hvað auðnin getur verið falleg.

Um verslunarmannahelgina náðum við að taka börnin okkar með ásamt viðhengjum og skoðuðum Snæfellsnesið. Aftur vorum við heppin með veðrið og nesið fagra bauð upp á eitthvað fyrir alla. Fyrir þessa ferð var unga fólkið búið að stofna ferðaplan með hjálp Google Maps og þar með gátu allir sett inn það sem þeim langaði til að skoða yfir helgina og svo tókum við þetta bara nokkuð skipulega með smá útúrdúrum. Þetta var mjög vel heppnuð ferð þar sem að allir sáu eitthvað nýtt. Núna í ágúst fórum við svo hjónin bara tvö í langa helgarferð um Suðurlandið og nutum einstakrar veðurblíðu. Við áttum uppsafnaða ýmsa staði sem okkur hefur lengi langað til að heimsækja. Listinn er langur en við náðum þó að skoða Dyrhólaey, Reynisfjöru, flugvélaflakið á

23.8.20

Vel heppnað Póker Run Tíunnar var í dag.

Vel heppnað pókerrun fór fram hjá Tíunni Akureyri í dag.
Ekin var 160 km leið frá Akureyri til Siglufjarðar með viðkomu á Hjalteyri og svo til baka frá sigló með viðkomu á Dalvík.


Þátttakendur drógu spil í hverju stoppi til að mynda pókerhönd í lok ferðarinnar, og átti Sigurður Traustason bestu spilin þegar uppi var staðið, en hann fékk röð frá ási og niður.
Hann sjálfur kann ekkert í póker svo þetta kom honum virkilega á óvart.    (Pókerkunnátta er ekki nauðsynleg í Pókerrun).
Fékk hann glæsilegan bikar og í honum var þáttökugjöldin vel yfir 20 þúsund krónur
Trausti Friðrikson var einnig með röð en hún var minni svo hann fékk annað sætið .
Nicholas Björn Mason var svo þriðji með gosa þrennu.

Fengu Trausti og Nikulas sárabætur en þeir fengu gjafabréf frá veitingastaðnum Bikecave í Skerjafirði.

Mjög skemmtilegur dagur hjá okkur í æðislegu veðri og verður vonandi aftur að ári.

Takk kærlega fyrir skemmtunina allir sem tóku þátt.





21.8.20

Bestu götuhjóla Sport touring dekkin?



MCN ' s 2020 Sports-Touring dekkja  próf. 


Þetta eru mótorhjóladekkin sem okkur líst best á!  Gæði og grip í öllum veðrum og  þola þúsundir kílómetra af álagsakstri. 

Sport-Touring dekk eru dekk sem flestir okkar þurfa.  Og nú orðið eru nýustu sport touring dekkin orðin það góð að grip í rigningu er orðið hátt í það sama og keppnis dekk eru að bjóða uppá og endinginn er alltaf að verða betri.
Góð dekk ætti einnig að bjóða upp á gott grip í öllum aðstæðum s.s kulda rigningu osf....
Prufan:
Með dekk frá öllum helstu framleiðendum fórum við prufuhring á einu hjóli til að finna munin á milli dekkjana.  En frekar en að skella okkur á brautina ákváðum við að nota hefðbundna vegi.Til að finna út hvaða dekk standa best að vígi á venjulegum vegum, við  prófuðum sex af söluhæðstu dekkjum á markaðnum (Avon tók ekki þátt) Við notuðum sport tourer-BMW R1250RS-í blind próf á 35 km kafla.  Prófaðir voru alskonar vegir með mismundandi lagi og yfirborði
Þetta var blindpróf.  Á engum tímapunkti vissu prófararnir okkar, Matt og Bruce, hvaða dekk þeir voru á. Báðir ökumenn hjóluðu sömu leið; Matt tók fyrsta skrefið, með áherslu á upphitunartíma, stöðugleika og dekkja gæði, svo prófaði Bruce þá fyrir hraða og meira krefjandi aðstæður. Hvor um sig gaf einkunn fyrir hvert sett af dekjum tekið var inn í s.s, beyjur, stöðugleiki, dekkja gæði og tilfinning. Við mældum einnig hita og skráðum neyðarstöðvunarvegalengdir. Aðstæður voru þurrar  12-14 ° C.
Hjólið
Við völdum BMW R1250RS vegna þess að Metzeler Roadtec Z8 hjólbarðarnir sem eru undir því orginal eru ágætis dekk og í góðu lagi og svolítið slowsteering og því auðvelt að finna muninn ef að nýtt betra gúmí fer undir. . Hjólið var stillt á Dynamic Pro með lágmarks togstillingu og loftþrýstingur var settur miðað við köld dekk sem mælt var með frá framleiðanda dekkjana.

6.  BRIDGESTONE
 „Góð kaup og langlífi“ 
Dekk SPEC
Persóna - 
Meira Touring dekk
Notkunarhiti - 44,4 ° C að framan, 46,3 ° C að aftan
Fín minstur dýpt- 5,26 mm
Hemlunarvegalengd (70 mph-0) - 52,70m


Dómur
Bridgestones eru góð kaup en hafa ekki alveg breiddina í getu keppinauta sinna. Góð kaup fyrir touring kappa með góða endingu

Stig
Stýri 16/20
Traust 16/20
Stöðugleiki 15/20
gæði 16/20
Tilfinning  16/20
Í heildina 79/100

5. MICHELIN ROAD 5
„Láttu hjólið vera sportara“
Dekk SPEC
Persónu - Sport tilfinning
Notkunarhiti - 46,6 ° C að framan, 57,1 ° C að aftan
góð minsturdýpt- 5,46 mm
Hemlunarvegalengd (70 mph-0) - 52,01
DómurFólk elskar Road 5 og það er auðvelt að sjá af hverju, en það hentaði ekki okkar RS svo vel. Dekkjagaurinn sem umfelgaði fyrir okkur segir að það sé mýksta dekkið  svo það myndi virka vel á léttara hjóli. Michelin framleiðir nú einnig Road 5 GT til að henta stærri sport  touring s.s hayabusu og zzr1400
StigStýri 17/20
Traust 15/20
Stöðugleiki 15/20
Dekkja gæði 16/20
tilfinning 17/20
Í heildina 80/100

4. CONTINENTAL ROADATTACK3
Dekk SPEC
Persóna - Sportleg dekk
Notkunarhiti - 43,9 ° C að framan, 54,7 ° C að aftan
góð minsturdýpt- 5,65mm
Hemlunarvegalengd (70 mph-0) - 50,61 m
Dómur
Góð dekk sem gera ekki neitt rangt og veita sportlegasta stýringu og nokkuð þétt ferð. Gott val ef þú vilt láta hjólið þitt líða fimlega.
Stig 
Stýri 18/20
Traust 17/20
Stöðugleiki 16/20
Hjóla gæði 16/20
Tilfinning  17/20
Í heildina 84/100

3. PIRELLI ANGEL GT ll
„Þetta gefur þér mikið sjálfstraust“
Dekk SPEC
P
ersónu - Sport tilfinningNotkunarhiti- framan 40,6 ° C, aftan 61,1 ° C
Góð minsturdýpt- 5,68 mm
Hemlunarvegalengd (70 mph-0) - 52,69 m

Dómur
Góð framför frá gamla Angel GT, þessi hafa ekki raunverulega veikan punkt og voru alveg spot on í flest öllu. 

Stig
Stýri 18/20
Traust 17/20
Stöðugleiki 18/20
Dekkja gæði 16/20
Tilfinning  17/20
Í heildina 86/100

2. DUNLOP ROADSMART III
Dekk SPEC
Persóna - Hlutlaus
Vinnsluthiti - Framan 39,8 ° C, aftan 45,7 ° C
góð minstur dýpt- 5,91 mm
Hemlunarvegalengd (70 mph-0) - 50,95 m


Dómur
Við vorum mjög hrifnir af Dunlops. 
Dekkið er ekki eins nimble og Metzelers. Gerir allt sem þú ætlast til Topp dekk

Stig
Stýri 18/20
Traust 18/20
Stöðugleiki 18/20
Dekkja gæði 17/20
Tilfinning  18/20
Í heild 89/100

1. METZELER ROADTEC 01 SE
Þetta eru dásamleg dekk
Dekk SPEC
Persóna - Sportlegur
Notkunarhiti - 30,8 ° C að framan, 44,2 ° C að aftan
Góð minsturdýpt- 5,36 mm
Hemlunarvegalengd (70 mph-0) - 50,68 m
Dómur
Munurinn sem þessi dekk gerðu á BMW var mjög áhrifamikill - hann var léttari, eins og hann hefði betri fjöðrun og virkaði ótrúlega vel kalt . Stærsta framförin yfir OE af dekkjum hér.

 Stig
Stýri 19/20
Traust 19/20
Stöðugleiki 18/20
Dekkja gæði 17/20
Tilfinning  18/20
Í heildina 91/100

Þessi dekki henta kannski þessum Bmw svo eru önnur og önnur uppröðun sem henta öðrum sport tourerum

Landsmót 2021



Þessi mynd segir meira en mörg orð.


Landsmót Bifhjólamanna 2021 verður í Húnaveri.

Gordjöss gengið að norðan heldur mótið ...

Takið helgina frá strax ,,, fyrsta helgin í júlí. 30-júní  til 4júlí.

ps ...já helgarnar eru lengri á 
Landsmótum.



Bannað að prjóna


Já samkvæmt lögum er bannað að prjóna á Mótorhjólum.
og miðað við þetta stórskrítna þriggja hjóla mótorhjól þá þarf ekki að hafa áhyggjur af því.


Drifhjólið er nefnilega í miðjudekkinu og þar með gjörsamlega ómögulegt að lyfta framdekkinu nema með tjakk.... alveg sama hversu mörg hestöfl eru í græjunni...

Við skulum bara vona að þetta komi aldrei til með að komast í framleiðslu ,,,, oj bara..

Varðandi þetta hjól veít ég ekkert um en það fann ég á netinu og var ekkert minnst á uppruna þess kannski sem betur fer,

19.8.20

Moto GP úrslit í Austurríki.



Í Motogp helgarinnar sigraði Andrea Dovizioso og kom sér þar með í titilbaráttuna

 Það má segja að það hafi verið viðburðarríkri keppni á Red Bull Ring brautinni í Austuríki.
Sigur Dovizioso kom aðeins 24 stundum eftir að hann tilkynnti að hann væri að yfirgefa Ducati liðið eftir tímabilið. 


Þetta er í þriðja sinn sem Dorvizioso sigrar í Austurríki síðustu fimm árin.

 Joan Mir, tók annað sætið á Suzuki og  Jack Miller náði að taka þriðja sætið einnig á Ducati. 

Keppnin skiptist í tvennt vegna slys í brautinni og varð að rauðflagga keppnina meðan brautin var hreinsuð.  En Johann Zarco  Franco Morbidelli krössuðu ílla og voru heppnir að hjólin þeirra tóku ekki niður fleiri ökumenn, og voru Yamaha ökumennirnir Valentino Rossi og Maverick Vinales mjög heppnir að verða ekki fyrir brakinu.

  Hreinsa þurfti brakið og svo var keppnin endurræst.

Brad Binder KTM hagnaðist mest á endurræsingu keppninnar en hann komst úr 18 sæti í það fjórða og Rossi tók fimmta sætið.á Yamaha.   Takaaki Nakagami kom svo í sjötta sæti á Honda.


Núverandi heimsmeistari Marc Marques (Honda) tók ekki þátt í keppninni að þessu sinni en hann er að jafna sig eftir handleggsbrot.

Staðan eftir 4 keppnir af 14
  1. QUARTARARO Fabio    FRA     67 stig
  2. DOVIZIOSO Andrea      ITA       56 stig
  3. VIÑALES Maverick       SPA       48 stig
  4. BINDER Brad                 RSA      41 stig
  5. ROSSI Valentino             ITA        38 stig


Fundu örmagna mótorhjólamann


 Mótor­hjóla­maður fannst heill á húfi eft­ir að hafa orðið viðskila við hóp sinn á há­lend­inu inn af Fos­sár­dal í Beruf­irði í gær­kvöldi. 

Maður­inn var kom­inn lang­leiðina inn í Vest­ur­bót sem er inn af Ham­ars­dal þegar björg­un­ar­sveit­ir fundu mann­inn. Hafði hann dottið á hjól­inu í brekku og var of ör­magna til að reisa það við, „og gerði það rétta í stöðunni og beið við hjólið þar til aðstoð barst“, eins og seg­ir í til­kynn­ingu á Face­book-síðu björg­un­ar­sveit­ar­inn­ar Báru á Djúpa­vogi. 

Tók vit­lausa beygju

Þar seg­ir sömu­leiðis að til­kynn­ing um mótor­hjóla­mann­inn hafi borist björg­un­ar­sveit­inni, ásamt fleiri sveit­um á Aust­ur­landi, um klukk­an ell­efu í gær­kvöldi. 

Hafði maður­inn tekið vit­lausa beygju á slóða og lent í aðra átt en hóp­ur­inn sem hann var með. „Myrk­ur og þoka skall svo á og erfitt fyr­ir ókunn­uga að átta sig,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni. 

Fimm manns á tveim­ur bíl­um leituðu manns­ins sem síðar fannst heill á húfi.  
mbl.is

Pokerrun Tíunnar

Poker run hefur verið fært um einn dag! Poker-runnið verður á Sunnudag...kl 12:30 farið frá Ráðhústorgi. c.a kl 1300
Allir hjólara velkomnir ,,, 2000kr Cash í pottinn...
Allt eins að öðru leyti bara fært um 24 tíma.

Minnum á Poker-run á laugardag. Allt til gamans gert ,,, Dolla í verðlaun plús-potturinn og aukaverðlaun frá Bikecave.

Hjólaferð , draga spil og og kannski ertu heppin. 

Þáttökugjald 2000kr ( Cash only ).Skráið ykkur á viðburðinn , lítur vel út með veður á Akureyri um helgina ..






17.8.20

12.8.20

Vélhjólaslys í Múlagöngum

Vélhjólaslys varð í Múlagöngum á Tröllaskaga milli Ólafsfjarðar og Dalvíkur í dag.

Frá slystað í Múlagöngum

Ökumaðurinn beinbrotnaði og var fluttur með sjúkrabíla á FSA.
Tildrög slysins eru ókunn en vitað er að aðstæður í göngunum eru ekki góð vegna bleytu og drullu og vegna þess að þau eru einbreið með mætingarskyldu til vesturs, en bifhjólið var á austurleið að þessu sinni.

Þetta er annað vélhjólaslysið á stuttum tíma í einbreiðum jarðgöngunum á Tröllaskaga, en á dögunum féll annað hjól í Strákagöngum en þar eru víst aðstæður skelfilegar vegna drullu og þurfa bifhjólamenn að gæta sín sérstaklega vel þar sem og í Ólafsfjarðargöngunum sem eru víst að sögn orðin rennblaut og líka með talsverðri drullu í eftir jarðskjálftahrinuna undan farna mánuði.