19.8.20

Moto GP úrslit í Austurríki.



Í Motogp helgarinnar sigraði Andrea Dovizioso og kom sér þar með í titilbaráttuna

 Það má segja að það hafi verið viðburðarríkri keppni á Red Bull Ring brautinni í Austuríki.
Sigur Dovizioso kom aðeins 24 stundum eftir að hann tilkynnti að hann væri að yfirgefa Ducati liðið eftir tímabilið. 


Þetta er í þriðja sinn sem Dorvizioso sigrar í Austurríki síðustu fimm árin.

 Joan Mir, tók annað sætið á Suzuki og  Jack Miller náði að taka þriðja sætið einnig á Ducati. 

Keppnin skiptist í tvennt vegna slys í brautinni og varð að rauðflagga keppnina meðan brautin var hreinsuð.  En Johann Zarco  Franco Morbidelli krössuðu ílla og voru heppnir að hjólin þeirra tóku ekki niður fleiri ökumenn, og voru Yamaha ökumennirnir Valentino Rossi og Maverick Vinales mjög heppnir að verða ekki fyrir brakinu.

  Hreinsa þurfti brakið og svo var keppnin endurræst.

Brad Binder KTM hagnaðist mest á endurræsingu keppninnar en hann komst úr 18 sæti í það fjórða og Rossi tók fimmta sætið.á Yamaha.   Takaaki Nakagami kom svo í sjötta sæti á Honda.


Núverandi heimsmeistari Marc Marques (Honda) tók ekki þátt í keppninni að þessu sinni en hann er að jafna sig eftir handleggsbrot.

Staðan eftir 4 keppnir af 14
  1. QUARTARARO Fabio    FRA     67 stig
  2. DOVIZIOSO Andrea      ITA       56 stig
  3. VIÑALES Maverick       SPA       48 stig
  4. BINDER Brad                 RSA      41 stig
  5. ROSSI Valentino             ITA        38 stig