23.8.20

Vel heppnað Póker Run Tíunnar var í dag.

Vel heppnað pókerrun fór fram hjá Tíunni Akureyri í dag.
Ekin var 160 km leið frá Akureyri til Siglufjarðar með viðkomu á Hjalteyri og svo til baka frá sigló með viðkomu á Dalvík.


Þátttakendur drógu spil í hverju stoppi til að mynda pókerhönd í lok ferðarinnar, og átti Sigurður Traustason bestu spilin þegar uppi var staðið, en hann fékk röð frá ási og niður.
Hann sjálfur kann ekkert í póker svo þetta kom honum virkilega á óvart.    (Pókerkunnátta er ekki nauðsynleg í Pókerrun).
Fékk hann glæsilegan bikar og í honum var þáttökugjöldin vel yfir 20 þúsund krónur
Trausti Friðrikson var einnig með röð en hún var minni svo hann fékk annað sætið .
Nicholas Björn Mason var svo þriðji með gosa þrennu.

Fengu Trausti og Nikulas sárabætur en þeir fengu gjafabréf frá veitingastaðnum Bikecave í Skerjafirði.

Mjög skemmtilegur dagur hjá okkur í æðislegu veðri og verður vonandi aftur að ári.

Takk kærlega fyrir skemmtunina allir sem tóku þátt.