5.7.20

Landsmót Bifhjólamanna 2020

Þá er landsmóti bifhjólamanna lokið þetta árið en fór það fram á Laugarbakka í Miðfirði 


 Þetta var mitt fyrsta en klárlega ekki það síðasta landsmót sem ég mun fara á. Önnur eins gleði og ánægja hef ég bara ekki orðið vitni að fyrr og hef ég farið á margar útihátíðir í gegnum árinn. Hvar sem litið var voru bifhjólamenn að hafa gaman, hvort sem það var að skemmta sér eða öðrum.


 Skipuleggjendur þessa móts eiga hrós skilið fyrir mótið frá A til Ö. Allt stóð eins og stafur á bók hjá þeim, frá minnsta smáræði sem skiptir stóru máli ss rafmagnið á tjaldsvæðinu eða veitingarnar í veitingarsölunni. Allt heppnaðist hjá þeim. Á fimmtudagskvöldið var mótið sett og opnaði Húnabandið á mótið með snillar spilamennsku og fjölbreyttu lagavali og var fólk almennt mjög ánægt með þeirrar framlag.

Á föstudeginum sáu hinar rómuðu WC Rónatúttur um Rónatúttuleikana og voru fjölbreytt keppnisatriði bæði fyrir einstaklinga sem og hópa. 


  •  Þjóðhátíð 
  • Laugarvegshlaup 
  • Samfélags fjarlægðarglíma 
  • Skíðaganga 
  • Geordjögoss 
 Seinna um kvöldið var svo komið að hinni einu sönnu landsmótssúpu og var hún að þessu sinni a la Kalla og má segja að önnur eins súpa hafi bara ekki verið brugguð. Þvílík kraftakjötsúpa sem hún galdraði fram. Kvöldinu var svo slúttað með Huldumönnum sem lyftu þakinu á félagsheimilinu þegar allir tóku undir í gömlu Gildru slögurunum.

 Á laugardeginum voru aðal Rónatúttuleikarnir og voru keppnisatriðin að venju ansi fjölbreytt.


  •  Snigilinn 
  • Prjónkeppni 
  • Tunnudráttur 
  • Haus á staur 
  • Hringekja 
  • Búningakeppni 
 Síðar um kvöldið var svo Landsmótsgrillið og var það svo sannarlega hátíðarkvöldverður,
Því-lík-veisla.

Verðlaunaafhending fór svo fram ásamt orðuveitingum og að sjálfsögðu happadrætti þar sem voru fjöldinn allur af stórglæsilegum vinningum. 
Strax á eftir komu á sviðið Volcanova sem að hituðu upp fyrir Vintage Caravan sem áttu svo sannarlega stórleik eins og þeim er von og vísa. 

 Sunnudagurinn var tekin rólega en landsmótinu var slitið formlega um hádegi og var fólk í umvörpum að pakka og taka sitt saman, kveðjast og þakka fyrir sig og sína. 

 Tekið skal fram að alla helgina var allstaðar handspritti og sápur og slíkt vantaði ekki á salernum.
 Mótorhjólafólk á heiður skilið með umgengni því hvergi var rusl að sjá alla helgina og sáust menn hjálpa hverjum öðrum ef á þurfti að halda ss við að tjalda eða með mótorhjólin sín sem og bíla.

 Ég þakka kærlega fyrir mig og klárlega mun ég mæta á næsta landsmót í Húnaveri sem haldið verður dagana 1 – 4 júlí 2021. 

 Kær kveðja – 
Valur S Þórðarson 

Landsmótsmerkin fást á Mótorhjólasafninu þar er opið 13-17 á sumrin

30.6.20

Samstöðufundur bifhjólafólks við Vegagerðina


  • Hjarta úr hjálmum.
  • Yfir hundrað hjól og um 200 manns voru á samstöðufundinum.
  • Port Vegagerðarinnar var opnað til að skapa pláss fyrir bifhjólafólk.
  • Jokka G. Birnudóttir las upp yfirlýsingu fyrir hönd bifhjólafólks.
  • Einnar mínútu þögn í minningu fallinna félaga. Bergþóra Þorkelsdóttir forstjóri Vegagerðarinnar með forsvarsmönnum Sniglanna.
  • Hjálmum var raðað í hjartalaga form til að minnast fallinna félaga.
  • Til minningar um látna félaga.
  • Hópur bifhjólafólks hittist einnig á Akureyri. Þar var lesin upp sama yfirlýsing og við Vegagerðina.

Yfir hundrað hjól í portinu.

30.6.2020

Samstöðufundur Sniglanna, bifhjólasamtaka lýðveldisins, fór fram við húsnæði Vegagerðarinnar í Borgartúni í dag. Yfir 200 manns sýndu samstöðu og minntust fórnarlamba banaslyss sem varð á Kjalarnesi síðastliðinn sunnudag. Hópur mótorhjólafólks hittist einnig á Akureyri.

Yfir hundrað mótorhjólum var lagt í port Vegagerðarinnar í dag í tilefni af samstöðufundinum. Fjöldi annars fólks kom út til að sýna mótorhjólafólkinu samstöðu, þar á meðal starfsmenn Vegagerðarinnar.

Bifhjólafólk lagði niður hjálma sína til minningar um fallna félaga.

Jokka G. Birnudóttir, gjaldkeri Sniglanna, las upp yfirlýsingu fyrir hönd bifhjólafólks þar sem krafist var úrbóta á þeim vegarköflum sem skapað hafa hættu víðs vegar um landið.

Þar sagði meðal annars: „Við krefjumst breytinga, við krefjumst að öryggi fólks á vegum úti verði í forgangi, ekki bara okkar mótorhjólamanna heldur allra sem ferðast um.“

Að lokum var einnar mínútu þögn í minningu fallinna félaga.

Bifhjólamenn Mótmæltu við vegagerðina

Sniglar – Bifhjólasamtök lýðveldisins komu saman við húsnæði Vegagerðarinnar í Borgartúni klukkan 13 þar sem til stendur að mótmæla hættulegum vegköflum á vegum landsins og úrbóta krafist.

Ákveðið var að boða til mótmælanna eftir að tveir létust þegar bifhjól og húsbíll rákust saman á Vesturlandsvegi á sunnudagskvöldið.


Á vef Vegagerðarinnar segir að yfir 200 manns hafi sýnt samstöðu og minnst fórnarlambanna. Auk þess var yfir hundrað mótorhjólum lagt í port Vegagerðarinnar. Bifhjólafólk lagði niður hjálma sína til minningar um fallna félaga.


Jokka G. Birnudóttir, gjaldkeri Sniglanna, las upp yfirlýsingu fyrir hönd bifhjólafólks þar sem krafist var úrbóta á þeim vegarköflum sem skapað hafa hættu víðs vegar um landið.


Þar sagði meðal annars: „Við krefjumst breytinga, við krefjumst að öryggi fólks á vegum úti verði í forgangi, ekki bara okkar mótorhjólamanna heldur allra sem ferðast um.“

Bergþóra Þorkelsdóttir, forstjóri Vegagerðarinnar, greindi frá því í gær að fyrsta mat hafi bent til þess að yfirlögn á vegkaflanum, þar sem banaslysið varð og lagt var síðastliðinn fimmtudag, hafi ekki samræmst útboðsskilmálum.

Viðtal við Jokku

29.6.20

Mikill áhugi á ferða-torfæruhjólum


Mikill áhugi á ferða-torfæruhjólum

Selj­end­ur mótor­hjóla virðast enn þurfa að bíða eft­ir að markaður­inn taki al­menni­lega við sér. Sal­an þótti nokkuð góð á ár­un­um fyr­ir banka­hrun en dróst þá sam­an rétt eins og bíla­markaður­inn og hef­ur ekki enn tek­ist að ná sama flugi.

Björn Ingvar Ein­ars­son, vöru­stjóri Yamaha hjá Arctic Trucks, seg­ir ástandið viðun­andi og að sal­an sé best í tor­færu-ferðahjól­um á borð við Yamaha Ténéré 700. „Við verðum vör við það í sýn­ing­ar­saln­um að marg­ir eru áhuga­sam­ir en ekki al­veg til­bún­ir að taka skrefið til fulls að svo stöddu. Inn­flytj­end­ur höfðu von­ast til að markaður­inn myndi glæðast í takt við bíla­söl­una en síðasta sum­ar olli von­brigðum og efna­hags­leg óvissa er vís til að lita söl­una í sum­ar.“

Mest er að gera í sölu mótor­hjóla í sum­ar­byrj­un og seg­ir Björn að vin­sæld­ir tor­færu-ferðahjóla end­ur­spegli að ein­hverju leyti áhuga mótor­hjóla­fólks á að ferðast sem víðast um landið í sum­ar. „Kaup­end­ur tor­færu-ferðahjóla eru oft bún­ir að fara um Ísland á götu­hjól­um og hafa horft löng­un­ar­aug­um til veg­ar­slóðanna sem liggja frá mal­bikuðu veg­un­um og upp í fjöll­in. Á góðu al­hliða tor­færu-ferðahjóli má kom­ast nán­ast hvert á land sem er og ekki ama­leg til­finn­ing að fylgja slóðum hátt upp í fjalls­hlíðar og upp á tinda.“

Tvö hjól að fram­an skapa „þétt­leika“

Einn af styrk­leik­um Yamaha er að kaup­end­ur geta nokkuð auðveld­lega lagað hjól­in að eig­in þörf­um með því að bæta við auka­hlut­um og seg­ir Björn að hann selji sjald­an tvö al­veg eins tor­færu-ferðahjól. „Þau koma til okk­ar til­tölu­lega strípuð og svo er hægt að bæta við tösk­um, böggla­bera, þoku­ljós­um, hærri framrúðu og alls kyns viðbót­um í takt við það hvernig stend­ur til að nota mótor­hjólið.“

Nýj­asta viðbót­in í sýn­ing­ar­sal Yamaha eru þriggja hjóla Niken-mótor­hjól­in en Yamaha ruddi braut­ina á sín­um tíma með þriggja hjóla vespu. „Niken er mjög flott ferðahjól sem á að vera ör­ugg­ara en hefðbund­in mótor­hjól án þess samt að fórna þeirri ánægju sem fylg­ir því að aka um á hefðbundnu tveggja hjóla mótor­hjóli og t.d. hall­ar Niken inn í beygj­ur líkt og önn­ur mótor­hjól,“ út­skýr­ir Björn. „Í akstri finn­ur maður greini­lega ákveðinn þétt­leika í fram­end­an­um á Niken; all­ar hreyf­ing­ar verða mild­ari og ójöfn­ur í mal­bik­inu mýkri. Smátt og smátt lær­ir ökumaður að treysta öfl­ugu grip­inu í fram­end­an­um og nær um leið að slaka meira á við akst­ur­inn.“

Gott að byrja á minna hjóli

Ann­ars held­ur Yamaha áfram að bæta jafnt og þétt við mótor­hjóla­flór­una og betr­um­bæta hjól­in ár frá ári. Björn seg­ir fyr­ir­tækið skarta mjög breiðu úr­vali mótor­hjóla í ólík­um út­færsl­um sem hæfi þörf­um ólíkra kaup­enda­hópa. „Hingað get­ur fólk komið og fengið vandaða per­sónu­lega ráðgjöf þar sem við finn­um í sam­ein­ingu það hjól sem hent­ar best. Hvert hjól er sér­p­antað og af­hend­ing­ar­tím­inn yf­ir­leitt á bil­inu 2-3 vik­ur.“

Það hef­ur sjald­an verið auðveld­ara að láta draum­inn um mótor­hjól ræt­ast og á Yamaha á Íslandi í sam­starfi við Lyk­il um að fjár­magna allt að 75% af kaup­verði nýrra mótor­hjóla. Trygg­inga­mál­in þarf síðan hver og einn að eiga við sitt trygg­inga­fé­lag.

Björn mæl­ir með því að fólk kaupi ekki strax í fyrstu at­lögu allra stærsta og kröft­ug­asta hjólið sem fjár­hag­ur­inn og öku­skír­teinið leyf­ir. „Íslend­ing­um hætt­ir til að vilja fara strax í öfl­ug­ustu hjól­in en skyn­sam­legra er að byrja á minna hjóli enda auðveld­ara að hafa á því góða stjórn og nær fólk fyrr góðum tök­um á því að hjóla á nett­ara mótor­hjóli.“

 https://www.mbl.is/bill/frettir/2020/06/29/mikill_ahugi_a_ferda_torfaeruhjolum/


Vesturlandsvegi lokað vegna rannsóknar á slysstað


Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu mun loka hluta Vesturlandsvegar klukkan eitt í dag vegna framhaldsrannsóknar á banaslysi sem varð í gær norðan Grundarhverfis.


Áætlað er að rannsóknin taki eina til tvær klukkustundir. Um er að ræða vegkaflann á milli Grundarhverfis og Hvalfjarðarvegar. Lokunin hefur ekki áhrif á umferð til og frá Grundarhverfi, en lögregla bendir öðrum á hjáleið um Kjósarskarðsveg.

Tveir létust í árekstri bifhjóls og húsbíls á Vesturlandsvegi á vegkaflanum í gær. Þeir sem létust voru báðir á bifhjólinu, ökumaður og farþegi. Ökumaður annars bifhjóls sem kom aðvífandi missti stjórn á hjóli sínu og féll af því.

Vegurinn þar sem slysið varð var nýmalbikaður og var malbikið mjög hált að mati Vegagerðarinnar og lögreglu.

Uppfært 15:02

Vinnu lögreglu á vettvangi er lokið og er vegurinn nú opinn á ný.

Ruv.is 29.06.2020

Vegagerðin Rannskar slystað

Sjúkrabíll skautaði út af veginum

Sniglar boða til Mótmæla