28.6.20
Tveir létust í umferðarslysi
Tveir létust í árekstri bifhjóls og húsbíls á Vesturlandsvegi á Kjalarnesi í dag. Þeir sem létust voru báðir á bifhjólinu, ökumaður og farþegi. Ökumaður annars bifhjóls sem kom aðvífandi missti stjórn á hjóli sínu og féll af því. Hann var fluttur á Landspítalann til aðhlynningar og er líðan hans eftir atvikum, samkvæmt upplýsingum frá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.
Umferðarslysið varð rétt eftir klukkan þrjú í dag. Tilkynning barst yfirvöldum klukkan þrettán mínútur yfir þrjú. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og rannsóknarnefnd samgönguslysa rannsaka tildrög slyssins. Í samtali fréttastofu við lögreglu fyrr í dag kom fram að ekki væri grunur um hraðakstur. Nýlagt malbik er á veginum þar sem slysið var og var það mjög hált í dag.
Lögregla og slökkvilið brugðust skjótt við og var streymdu lögreglubílar, sjúkrabílar og slökkviliðsbílar á vettvang. Vesturlandsvegi var lokað frá því skömmu eftir slys þar til klukkan var langt gengið í sjö meðan unnið var á vettvangi. Mikið umferðaröngþveiti var þar sem straumur fólks lá um þetta svæði. Á tímabili komust bílar vart áfram frá Mosfellsbæ alla leið norður fyrir álverið í Grundartanga, þrátt fyrir að fjöldi fólks færi hjáleið.
RUV
28.06.2020
28.06.2020
26.6.20
Uppsetning og áseta á mótorhjólum
Við erum öll misjöfn.
Og erum líklega öll rosa ánægð með mótorhjólin okkar.
En það er allaf eitthvað smáveigis að ,,, þú færð náladoða í hendurnar eftir lengri akstur,,, verkjar í hnéin nú eða bakið,,,, en gerir ekkert í því að finna af hverju.
Takið ykkur tíma og kíkið á þetta kennslumyndband og kannski er hægt að lagfæra þessu litlu hluti með einföldum lausnum. Bara með smá stillingaratriðum sem henta þér og þínu hjóli.
19.6.20
Viltu auglýsa hjá okkur ?
Tíuvefinn styrkja eftirtalin fyrirtæki.
Ef þú vilt styrkja Tíuna og um leið Mótorhjólasafnið og auglýsa á vefnum hafðu þá samband við vefstjóra.
tianvkn@gmail.com
6693909
Ef þú vilt styrkja Tíuna og um leið Mótorhjólasafnið og auglýsa á vefnum hafðu þá samband við vefstjóra.
tianvkn@gmail.com
6693909
Nitró Kópavogi
Bike Cave Reykjavík
Kaldi Bjórverksmiðjan Árskógsandi
Straumrás Akureyri
Jhm Sport Reykjavík
KTM / Husqwarna Reykjavík
Dj Grill Akureyri
Fulltingi Reykjavík
17.6.20
Sýningin árlegur viðburður frá árinu 1974
Margt var um manninn á árlegri bílasýningu Bílaklúbbs Akureyrar í dag. Yfir 300 sýningartæki voru á sýningunni.
„Það gekk alveg stórkostlega og bara vonum framar. Það var nú veðrið sem gerði þetta svona æðislegt, við höfum verið inni í íþróttahúsinu Boganum í mörg ár en sökum aðstæðna í þjóðfélaginu ákváðum við að vera bara úti núna. Veðrið bara gerir það að verkum að þetta var alveg æðislegt, gekk alveg frábærlega,“ segir Einar Gunnlaugsson, formaður Bílaklúbbs Akureyrar.
Yfir 300 sýningartæki voru á sýningunni og fleiri þúsund gestir nutu hennar að sögn Einars. Á meðal sýningartækja voru bílar, mótorhjól, flutningabifreiðar vinnuvélar.
Bílasýningin er árlegur viðburður á þjóðhátíðardaginn á Akureyri og hefur verið síðan 1974.
mbl.is/Þorgeir
MBL.
15.6.20
Bílasýning Bílaklúbbs Akureyrar
Bílasýning 17. júní 2020
Hin árlega bílasýning Bílaklúbbs Akureyrar verður haldin á bílaplaninu hjá okkur við Hlíðarfjallsveg 13, miðvikudaginn 17. júní. Í ár opnar sýningin fyrir gestum klukkan 10:00 og stendur hún yfir til klukkan 18:00. Á svæðinu er sjoppa og klósett aðstaða með búnaði á heimsmælikvarða. Aðgangseyrir er 2.000kr.- fyrir 12 ára og eldri, 1000kr.- gegn framvísun félagsskírteinis BA.
Frítt fyrir gullmeðlimi. Móttaka sýningatækja verður á milli 18:00 – 00:00 þriðjudaginn 16. júní. Hafir þú áhuga á að koma með bíl eða tæki á sýninguna, hafið þá samband við sýningarstjóra.
Sýningarstjóri er Jón Gunnlaugur Stefánsson (Jonni) jonni@ba.is – s.868-9217
14.6.20
Grillveilsla í Kjarnaskógi , Fjölskyldudagur Tíunnar
Takk fyrir frábæra helgi.
Grillparty i Kjarnaskógi Í dag.Hópkeyrslan í gær, og svo var endað à Greifanum.. Allir saddir og sælir eftir glæsilega helgi.
13.6.20
Vel heppnuð hópkeyrsla á Akureyri
Hringurinn sem var tekinn. |
Vel heppnuð Hópreið fór fram í dag í veðurblíðunni á Akureyri. Mikið af hjólum allstaðar af landinu ,, en okkur fannst frekar dræm mæting heimamanna að þessu sinni.
Tekinn var útsýnistúr um Akureyri og vakti það talsverða athygli bæjarbúa að sjá glæsta fylkingu hjóla fara um bæinn.
Síðan var lengri leiðin í Lundskóg tekin og svolgrað í sig veitingum þar, og þaðan var farið á Mótorhjólasafnið...
Einhver hluti hópsins ætlar svo að næra sig á Greifanum í kvöld.... og við minnum á Fjölskyldugrillið í Kjarnaskógi á Morgum... kl 14:00 endilega látið sjá ykkur í blíðunni.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)