9.6.20

Konur taka nú mótorhjólapróf í Sádi-Arabíu

43 konur hafa tekið þátt í fyrsta mótorhjólanámskeiðinu í Riyadh sem skipulagt er af mótorhjólakennara frá Úkraínu. Konur í Sádi-Arabíu flykkjast nú á göturnar eftir að hafa loksins fengið leyfi til að keyra þar í landi. Þær eru orðnar algeng sjón á fjórhjóla ökutækjum en konur á mótorhjólum eru það ekki, segir í grein í netútgáfu Arab News.


Elena Bukaryeva er reyndur mótorhjólakennari og hefur opnað Bikers Skill Institute mótorhjólaskólann í Riyadh sem var fyrsti ökuskólinn til að bjóða upp á þess háttar kennslu í Sádi-Arabíu. Hún er eini mótorhjólakennarinn þar í landi sem kennir nú konum á mótorhjól, sem langar að leggja það fyrir sig. Skólinn býður upp á allar gerðir af mótorhjólanámskeiðum fyrir götuhjól jafnt sem torfæruhjól og kostar hvert námskeið 2-400SR eða 25-50.000 IKR. „Hingað til hafa 43 konur frá nokkrum löndum, 20 þeirra frá Sádi-Arabíu en afgangurinn frá öðrum arabalöndum eins og Egyptalandi og Líbanon, tekið þátt í mótorhjólanámskeiðum okkar síðan að akstursbanni fyrir konur var aflétt,“ segir Bukaryeva. Námskeiðin eru eins og í löndum Evrópu og byggja á grunnatriðum mótorhjólaaksturs með bæði bóklegum og verklegum kennslustundum. „Við kennum á minni gerðir mótorhjóla svo að nemandinn nái meiri færni og lengd verklegra kennslustunda fer eftir getu hvers og eins, þar til viðkomandi hefur náð tilætlaðri færni á mótorhjólið,“ segir Bukaryeva. „Reynslan hefur sýnt að konur fá fullan stuðning í konungdæminu og jafnvel aðstoð frá karlkyns mótorhjólamönnum,“ segir Bukaryeva enn fremur. Samgönguyfirvöld í Sádi-Arabíu hafa þó ekki gefið út nein ökuskírteini til kvenna eins og er. „Þær konur, sem er mjög í mun að fá ökuskírteini, hafa farið til nágrannaríkisins Bahrain,“ sagði Bukaryeva.


https://www.frettabladid.is/frettir/konur-taka-nu-motorhjolaprof-i-sadi-arabiu/

Fjölbreytt mótorhjólamet

 
Heimsmetabók Guinness heldur skrá um heimsmet sem slegin hafa verið með mótorhjólum. Allt frá hraða-, hástökks-, hæðar- og lengdarmetum upp í met í að búa til myndir úr hjólunum.

Lengsta mótorhjól í heimi er 26,29 metra langt. Það var búið til af Indverjanum Bharat Sinh Parmar. Hjólið var frumsýnt og mælt þann 22. janúar árið 2014. Það er fjórum metrum lengra en hjólið sem átti fyrr met í lengd. Bharat þurfti að sýna fram á að hjólið virkaði eins og venjulegt mótorhjól með því að aka því 100 metra án þess að fætur hans snertu jörðina.

Minnsta mótorhjól í heimi var smíðað í Svíþjóð árið 2003. Framhjólið á því er ekki nema 16 mm að þvermáli og afturhjólið er 22 mm. Maðurinn sem á heiðurinn af smíðinni heitir Tom Wilberg en hann ók hjólinu yfir 10 metra. Hjólið getur komist upp í tveggja kílómetra hraða en vélin er 0,22 kW.

Metið í flestum farþegum á mótorhjóli á ferð var slegið á Indlandi þann 19. nóvember árið 2017. Þann dag komu 58 manns sér fyrir á einu mótorhjóli, þar með var fyrra met bætt um tvo farþega.

Finnarnir Lantinen Jouni og Pitkänen Matti slógu met í að skipta hratt um sæti á mótorhjóli á ferð í júlí árið 2001. Þeir skiptu um sæti á 4,18 sekúndum á meðan þeir óku mótorhjólinu á 140 km hraða.

Fyrsta tvöfalda aftur á bak heljarstökkið á mótorhjóli var gert í Bandaríkjunum í ágúst árið 2006. það var Bandaríkjamaðurinn Travis Pastrana sem afrekaði það á ESPN X leikunum í Los Angeles.

Hæsta ökuhæfa mótorhjólið sem mælt hefur verið er 5,10 metrar frá jörðu og upp að toppnum á stýrinu. Mótorhjólið var smíðað af Ítalanum Fabio Reggiani og því var ekið yfir 100 metra í mars árið 2012. Hjólið er 10,03 metra langt og er með 5,7 lítra V8 vél.

Metið fyrir hæsta stökk á mótorhjóli var slegið þann 21. janúar árið 2001. Þá náði Bandaríkjamaðurinn Tommy Clowers 7,62 metra háu stökki á mótorhjóli ofan af 3,04 metra rampi með 12,19 metra atrennu.

Barber Vintage Motorsports safnið í Birmingham, Alabama, hýsir heimsins mesta fjölda gamalla og nýrra mótorhjóla. Þar er hægt að skoða 1.398 mótorhjól í yfir 13.375 fermetra, fimm hæða byggingu. Heimsmetið var staðfest þann 19. mars 2014.

Metið fyrir mesta hraða sem náðst hefur á mótorhjóli er 605,697 kílómetrar á klukkustund. Metið var slegið þann 25. september árið 2010. Metið var meðalhraði í tveimur tilraunum. En hjólið fór hraðast upp í 634 kílómetra á klukkustund. Methafinn er Bandaríkjamaðurinn Rocky Robinson.


5.6.20

Hraðamet

 Hraðaheimsmet á sandi
Náði 324 km hraða á sandströnd í Wales

Zef Eisenberg er nú sá maður sem hraðast hefur farið á mótorhjóli á sandi, en hann náði 324 km hraða á sandströnd í Wales fyrir skömmu. Metið var sett á Pendine Sands í suðurhluta Wales en á ströndinni þar, sem reyndar víðast á ströndum, breytist undirlagið með hverju útfalli flóðs, svo aldrei er hægt að stóla á að undirlagið sé slétt og fellt. Stundum er það reyndar ári rifflótt og aldrei að vita nema marglittur eða fiskar hafi skolað á land sem ekki fara vel undir hjólum mótorhjóla á yfir 300 km hraða. Ökumaður hjólsins var á sérútbúnum dekkjum og grófmynstruð dekk henta illa fyrir svo mikinn hraða sem hann náði.

Alls ekki er ráðlegt að snerta frambremsu hjólsins í sandi og einsýnt að þá sé stutt í fall. Því sé eina ráðið að láta hjólið stöðvast af eigin rammleik og eingöngu fara af gjöfinni, annars sé voðinn vís. Það að detta af hjóli er ekki eins og að detta með annarskonar undirlag, en ökumaður rennur ekki á sandi heldur veltur og slíkt er ekki ráðlegt á yfir 300 km hraða. Því var þetta hraðamet Zef Eisenberg af hættulegri gerðinni og alls ekki fyrir alla. Hjólið sem Zef ók er breytt Suzuki Hayabusa hjól sem skilar 350 hestöflum.


2018

4.6.20

Landsmótsmerkin 2020 eru komin í sölu.


Landsmótsmerkin eru komin í hús.
Verð á merki verður að þessu sinni 1500kr og rennur allur ágóði af merkjunum til uppbyggingar á Mótorhjólasafni íslands.
Allir geta nálgast merkin á Landsmóti á Laugarbakka að sjálfsögðu þar sem stórn Tíunnar mun selja merkin þar.
En einnig verða þau til sölu á Mótorhjólasafninu eftir Landsmót.
Hægt er einnig að kaupa merkin og fá send en það ætti td . að henta söfnurum og þeim sem ekki komast á landsmót og vilja samt eiga merki.
tian@tian.is

Tom Cruise æfir sig að prjóna mótorhjóli

Sést hefur til leikarans Tom Cruise í Bretlandi við tökur á næstu Mission Impossible mynd og virðist hann láta COVID-19 faraldurinn ekki stoppa sig. Nýlega náðust myndir af leikaranum við Dunsfold Areodrome að æfa sig í prjóni á BMW mótorhjóli fyrir sjöundu myndina í röðinni.



Eflaust má telja þær kvikmyndir Tom Cruise sem ekki innihalda mótorhjól á fingrum annarrar handar. Tökum á Mission Impossible 7 í Feneyjum á Ítalíu var frestað vegna COVID-19 og tækifærið notað til að taka upp í Bretlandi á meðan. Tom Cruise æfði sig á BMW G310 hjóli með sérútbúnum vagni aftan á hjólinu, sem kemur í veg fyrir að hjólið prjóni yfir sig eða leiti til hliðar. Með þessum búnaði getur ökumaðurinn einbeitt sér að lyftikrafti hjólsins og að halda jafnvægi með samspili bensíngjafar og afturbremsu. Gaman verður að sjá hvort að Tom Cruise sjálfur sjáist svo leika í svona áhættuatriði þegar myndin kemur út á næsta ári, það er að segja ef frumsýningu hennar seinkar ekki eins og öðru vegna faraldursins.

Njáll Gunnlaugsson
Mánudagur 30. mars 2020

2.6.20

FORSALA Á LANDSMÓT BIFHJÓLAMANNA Á LAUGARBAKKA

ENDILEGA NÝTIÐ YKKUR 

FORSÖLUNA Á LANDSMÓT

LANDSMÓT INNIHELDUR
3 JAMMKVÖLD...MATUR Í MALLAN 2X...
STÓRKOSLEGA SKEMMTUN .
FRÁBÆRANN FÉLAGSKAP

FULLT AF TÓNLIST 
AF ÖLLUM GERÐUM
FULLT AF MÓTORHJÓLUM .
FULLT AF FÍFLAGANGI



VINTAGE CARAVAN
VOLCANOVA
HULDUMENN

OG TRÚBADORAR.



1.6.20

Bjölluhringingar athöfn

Flottir fákar við Safnið

Á laugadaginn var Bjölluhringingar athöfn inn á Mótorhjólasafni Íslands á Akureyri


Mæting var góð því að yfir 40 hjól mættu á svæðið ásamt þeim sem mættu bílandi.

Athöfnin sem er árlega, er skipulögð af mótorhjólaklúbbnum Sober Riders og snýst um að lesa upp fallna félaga úr mótorhjólaheiminum og hringja bjöllu eftir hvert nafn.


Eftir athöfnina sem er látlaus var safnið skoðað og farið svo í miðbæinn þar sem Mótorhjólafólk sýndi sig og sá aðra og naut veðurblíðurnnar sem er búin að vera á Akureyri þessa Hvítasunnuhelgi.



Mótorhjól í röð við safnið









29.5.20

Gistiheimilið Lónsá býður Tíufélögum upp á góðann afslátt á gistingu.


Gistiheimilið Lónsá

Miðast við gistingu fyrir eina nótt.


Eins manns herbergi 6.000
Tveggja manna herbergi 8.000
Þriggja manna herbergi 10.000
Fjögurra manna herbergi 15.000

Smáhýsi 15.000 

Svo erum við einnig með tjaldstæði þá sem vilja svoleiðis.

Lónsá er fjölskyldurekið gistiheimili í eigu Bjarka og Joy. Boðið er upp á uppbúin rúm og svefnpokapláss. Sameiginlega stofu, baðherbergi og eldhúsaðstöðu.

Opið allt árið um kring. Einnig er rekið tjaldsvæði á sama stað.

Frekari upplýsingar í síma 4625037 eða info@lonsa.is

Hér er Gistiheimilið Lónsá rétt norðan við Akureyri
Senda skilaboð á fb eða info@lonsa.is
https://www.facebook.com/
Tjaldstæðið

Hjóladagur Suzuki 2020

Það var góð mæting á hjóldag Suzuki í Skeifunni á laugardaginn eins og sjá má.

Hjóladagur Suzuki vel heppnaður


Halldór Sigtryggsson mótorhjólavirki ásamt
Kolbeini Pálssyni hjá Suzuki við eitt
fyrsta stóra mótorhjólið sem Suzuki
seldi, Suzuki T200 1967.
Komin er hefð fyrir því hjá Suzuki umboðinu að halda mótorhjóladag á vorin og var hann haldinn í sjöunda sinn um síðastliðinn laugardag. Margir mótorhjólaklúbbar mættu á svæði með sín hjól, sem sum hver voru gömul Suzuki mótorhjól frá fyrstu árum umboðsins.


Einnig mættu sumir með sérsmíðuð keppnishjól, en Suzuki mótorhjólin eru

þekkt fyrir mikið afl. „Við eru alsæl með frábæra mætingu og ekki skemmdi veðrið sem lék við okkur svo ekki var hægt að biðja um meira“ sagði Sonja G. Ólafsdóttir, markaðsstjóri Suzuki. Sérstakur afsláttur var í boði á Suzuki daginn og voru margir sem nýttu sér það. „Við viljum þakka öllum þeim sem lögðu leið sína hingað á hjóladaginn, kærlega fyrir komuna. Við brosum hringinn eftir daginn“ sagði Sonja að lokum.

 Njáll Gunnlaugsson

27.5.20

Ítalirnir hafa snúið aftur

 Eft­ir langt hlé eru Ducati-mótor­hjól aft­ur fá­an­leg á Íslandi og fyr­ir skemmstu voru fyrstu fjög­ur hjól­in, ný­kom­in til lands­ins, tek­in úr köss­un­um hjá Ital­is við Álf­hellu 4 í Hafnar­f­irði.

Að inn­flutn­ingn­um standa þeir Unn­ar Már Magnús­son og Björg­vin Unn­ar Ólafs­son, og óhætt að segja að það hafi kætt ís­lenska mótor­hjó­launn­end­ur þegar það kvisaðist út að þessi ít­ölsku eðal­hjól skyldu hafa eign­ast nýj­an sam­astað.

Ef­laust muna marg­ir les­end­ur að Ducati-hjól voru seld á Íslandi á fyrsta ára­tug þess­ar­ar ald­ar. Í byrj­un var það fyr­ir­tækið Dæl­ur sem hreppti umboðið, sem svo færðist yfir til Ptt ehf. sem seldi hjól­in fram til 2006. Þá fór umboðið til bílaum­boðsins Sögu sem söng sitt síðasta í banka­hrun­inu. Með þraut­seigju tókst að tryggja að ís­lensk­ir eig­end­ur Ducati-mótor­hjóla hefðu aðgang að vara­hlut­um eft­ir lok­un Sögu, en öll plön um að opna nýtt Ducati-umboð strönduðu á því að kröf­ur ít­alska fram­leiðand­ans um um­gjörð og aðbúnað hentuðu illa smá­um markaði eins og þeim ís­lenska.

Örlög­in höguðu því þannig að fjöl­skylda Unn­ars eignaðist hluta af þrota­búi Sögu, og með því öll gögn tengd viðskipt­um Ducati á Íslandi auk ým­iss kon­ar tækja­búnaðar eins og bilana­grein­inga­tölvu. Upp úr því hóf­ust viðræður við Ducati að nýju og tókst á end­an­um að fá und­anþágu frá ýtr­ustu kröf­um Ítal­anna. Skemmdi ekki fyr­ir að Unn­ar og Björg­vin eru mikl­ir reynslu­bolt­ar með langa sögu í mótor­hjóla­sporti, og hef­ur Unn­ar Már um ára­bil flutt inn mótor­hjól frá Aprilia.

Bein­tengd við göt­una

Að margra mati ber Ducati höfuð og herðar yfir aðra mótor­hjóla­fram­leiðend­ur enda fyr­ir­tækið þekkt fyr­ir að smíða ein­stak­lega fal­leg, kraft­mik­il og vönduð mótor­hjól. „Eng­inn fram­leiðandi stát­ar af sömu vel­gengni og Ducati í keppn­um á fjölda­fram­leidd­um mótor­hjól­um, og fyr­ir­tækið er m.a. þekkt fyr­ir hug­vit­sam­lega vél­ar­hönn­un þar sem þannig er búið um ventl­ana að arm­ur bæði opn­ar þá og lok­ar svo að vél­in geng­ur af meiri ná­kvæmni og ræður bet­ur við háan snún­ing,“ út­skýr­ir Unn­ar. „Þá vel­ur Ducati bestu fá­an­legu parta í hjól­in sín og not­ar t.d. fjöðrun frá Öhlins og bremsu­búnað frá Brem­bo svo öku­menn finna yf­ir­leitt greini­leg­an mun þegar þeir t.d. grípa í brems­una.“

Akst­urs­upp­lif­un­in er þannig að öku­menn tala um að á Ducati séu þeir bein­tengd­ir við göt­una, og svör­un­in sem öku­tækið veit­ir þykir ekki eins og hjá öðrum hjól­um. „Svo held ég að það und­ir­striki vel hvað mótor­hjól­in frá Ducati eru fal­lega hönnuð að þau eru oft­ast ein­lit og þurfa ekk­ert frek­ara skraut, en aðrir fram­leiðend­ur mála alls kyns stríp­ur og mynstur á sín hjól til að gera þau flott­ari.“

Ducati smíðar breiða línu mótor­hjóla, sem spann­ar allt frá lang­ferðahjól­inu Multistrada yfir í kapp­akst­urs­braut­ar­hjólið Super­leggera og götu­hjólið Scrambler. Ný­lega bætt­ist meira að segja við Ducati-raf­magns­reiðhjól sem fram­leitt er í þrem­ur út­færsl­um. Unn­ar seg­ir að kór­ónu­veirufar­ald­ur­inn hafi valdið tölu­verðri rösk­un á starf­semi verk­smiðju Ducati á Ítal­íu en þar er fram­leiðsla núna að kom­ast aft­ur í eðli­legt horf svo að fram­boðið á nýj­um hjól­um ætti fljót­lega að verða í sam­ræmi við eft­ir­spurn. „Á meðan ít­alska verk­smiðjan er að taka við sér get­um við nýtt okk­ur lag­er syst­ur­um­boðs okk­ar í Dan­mörku en þar eru flest ef ekki öll ný hjól fá­an­leg og geta verið kom­in til lands­ins á um tveim­ur vik­um,“ út­skýr­ir Unn­ar.

Mikið í hjól­in lagt

Ducati-mótor­hjól­in eru alls ekki þau ódýr­ustu á markaðinum og seg­ir Unn­ar að þau allra dýr­ustu og fá­gæt­ustu séu varla nema á færi þeirra sem þurfa ekki að hefa nein­ar áhyggj­ur af pen­ing­um. „Scrambler-lín­an, sem bætt­ist við árið 2015, var m.a. hugsuð til þess að gera fleir­um mögu­legt að eign­ast gott Ducati-hjól, enda ódýr­ari far­ar­tæki og erum við t.d. með nýj­an Scrambler til sölu á um 1,9 millj­ón­ir króna. Þá höf­um við Mon­ster í boði á 2,7 millj­ón­ir, XDia­vel á um 5 millj­ón­ir og 214 hestafla Panigale V4S mótor­hjól á u.þ.b. 6 millj­ón­ir króna.“

Unn­ar bend­ir á að þó mótor­hjól­in kosti sitt þá þykja mótor­hjól­in pen­ing­anna virði enda er mikið í þau lagt. „Japönsku hjól­in eru oft notuð til sam­an­b­urðar og eru ódýr­ari í grunnút­gáf­um sín­um, en japönsku fram­leiðend­urn­ir smíða stund­um sér­út­gáf­ur þar sem þeir t.d. nota hágæða íhluti frá sömu fram­leiðend­um og Ducati og ger­ist þá oft­ar en ekki að verðmun­ur­inn hverf­ur.“

En hvað með fjár­mögn­un og trygg­ing­ar á þess­um ít­ölsku drauma­hjól­um? Unn­ar seg­ir ís­lenska trygg­inga­markaðinn mjög fjöl­breytt­an og að iðgjöld­in virðist aðallega ráðast af því hve marg­ar aðrar trygg­ing­ar fólk er með hjá sínu fé­lagi, frek­ar en að þær ráðist af verði eða gerð hjóls­ins. „Við höf­um rætt við lána­fyr­ir­tæk­in og má bú­ast við að þau meti hverja um­sókn fyr­ir sig, bæði með til­liti til sögu viðskipta­vin­ar­ins og hvers kon­ar hjól hann ætl­ar að fá sér. Því er ekki að neita að það er ákveðið frost í lána­kerf­inu í augna­blik­inu en þó hægt að reikna með láni fyr­ir allt að 75% kaup­verðs, dreift á allt að fimm ár.“

MBL 27.05.2020
Ásgeir Ingvarsson
ai@mbl.is



Hópkeyrsla Tíunnar frá Ráðhústorgi. FRESTAÐ


(Frestað)  Hópkeyrsla Tíunnar á Akureyri.

Allir eru velkomnir að mótorhjólast með.


Alls verða eknir 42 km fyrst um flest hverfi Akureyrarbæjar til að minna á að mótorhjólin eru komin á göturnar.  
Síðan verður tekin litli Eyjafjarðarhringurinn og endað inn í Kjarnaskógi þar sem Tían Bifhjólaklúbbur Norðuramts verður með fjölskyldudag og grillveislu þar sem Vitinn mathús grillar ofan í okkur. 
1500 kr á mann ,,, nema þú sért greiddur félagsmaður í Tíunni þá er það frítt. 

 Munið félagskirteini, það virkar sem greiðsla.
Munið eftir félagskirteinum.
Ganga í klúbbinn !


Varðandi hópaksturinn þá ber öllum hjólamönnum að virða umferðareglur, Við auðvitað reynum að stöðva umferð þar sem við getum en það er ekki alltaf hægt, og því verða menn að fara með aðgát því óvenju mörg gatnamót verða tekin í þessari keyrslu.

Hér að neðan er aksturplan hópkeyrslunar .