Landsmót 1992
Þegar sú hugmynd kom fram að halda Landsmót Snigla í Trékyllisvík, var ekki laust við að sumir hefðu efasemdir um staðinn. Það heyrðust fullyrðingar um ófæra vegi, fimbulkulda, votviðri og Hvítabirni.
En svo fór Landsmótsnefndin í vettvangskönnun og kom til baka með fullan kuðung af góðum fréttum, mabik norður undir heimskautsbaug, eilíft sólskin og svo mikið logn að heimamenn þurfa að hlaupa í hringi með galopinn munn til að kafna ekki.
Það var því með opnum huga sem ritstjóralindýrið pakkaði bæði niður lopapeysunni og stuttbuxunum. Og ofan á hrúguna batt ég forláta pumpu ættaða úr lödu, hún átti svo sannarlega eftir að koma sér vel í ferðinni.
I. Ferðin
|
Pumpan góða kom að góðum notum. |
Um hádegisbilið á föstudaginn 3.júlí var lítill hópur að gera sig klárann til brottfarar. Það voru ég no.11 á Hondu CB 550F , Hjalli Grínverji no.563 og Gummi Phsyco no.561 á Hondu Magna V30, Vésteinn Útölusnigill no.499 og Sandra no.562 á Suzuki Savage og einn drullumallari, Gummi langi no.núll og nix á Hondu XR500.
Þegar svo átti að leggja af stað voru ekki allir tilbúnir, svo það voru bara ég og Magnan sem lögðum af stað kl 12:30. Sólin skein og allt gekk vel upp í Hvalfjörð en þá sprakk á CB 550. Það voru snör hantök og dekkið rifið undan og kom þá í ljós að bót hafði losnað.
Nýrri bót var skellt á í miklum flýti og öllu raðað saman aftur. En í æsingnum gerði ég gat á slönguna og þurfti nað rífa allt undan aftur. Svo var bætt á ný og djöflast á Lödupumpunni þar til naðran var ökuhæf og var ekki laust við að pumpan væri farin að hitna við átökin þegar loftið fékkst til að tolla í dekkinu, Þegar við loks komumst aftur af stað þá vorum við búnir að tefjast um klukkutíma en samt bólaði ekkert á hinum sem seinni urðu úr bænum. Þau náðu okkur loks í Botnskála þegar við höfðum kílt belginn. Fórum við svo aftur af stað og gerðist ekkert markvert fyrr en í Hreðarvatsskála þar sem við rákumst á nokkar Skagasnigla á hjólum en samferð okkur var stutt því á Holtavörðuheiði varð helvítis afturdekkið aftur vindlaust og var ekkert annað að gera en að bæta einu sinni enn.
Þegar búið var rífa í sundur kom í ljós að ég hafi verið full æstur í Hvalfirðinum því bæturnar snéru báðar öfugt og höfðu dottið af. Það var lagað og við þeyst á Brú á hóflega ólöglegum hraða.
Nú var komið kvöld og ferðin ekki hálfnuð.
Á Brú hittum við stórpopparana og bifreiðasmiðina Skúla Gautason no.6 og Björgvin Ploder nr.32.
Því miður var biorithmi Skúla eitthvað ílla stilltur því á ferð þeirra yfir Dragháls hafði hann sofnað og vaknaði aftur faðmandi fósturjörðina með gat á vinstra hnénu. Hann komst þó óhaltur frá þessu og BMW ið var lítt laskað. Á meðan Skúli stakk höfðinu ofan í kaffibolla til að losna úr þessu dauðadái þá útskyrði Björgvin Ploder fyrir okkur að svona nokkuð gerðist bara ef
menn ækju of hægt. En okkur var ekki til Z boðið svo við flýttum för í norðurátt. Þrátt fyrir möl og vegavinnu þá gekk allt að óskum að Hólmavík. Þar var áð um stund og þar rákumst við í fysta skipti á Belga nokkurn á Hondu CB750 Custom, með meiri farangur en bifhjóli er holt að bera. Einnig voru þarna norðanmenn á tveimur hjólum og sniglabandið á svörtum bíl.
Það var lagt af stað frá Hólmavík í óskipulögðum hóp og fljótlega varð ég viðskila við ferðafélaga mína enda frétti ég síðar að þeir hafi tafist, Gummi langi dottið á hausinn rétt norðan við Hólmavík og Steini og Sandra lögðu sig á hliðina á eina mjúka blettinn sem hægt var að finna á leiðinni. Belga greyjið flaug líka á hausinn og skemmdi kúplingu og fl. svo hann gat aðeins ekið í fyrsta og öðrum gír.
Samkvæmt óstaðfestum fréttum þá varð Einar Jór fyrir því óhappi að detta á höfuðið en skemmdir urðu litlar (á höfðinu) Ástæðan fyrir þessum óhöppum er skiljanleg þeim sem þessa leið hefur farið.
Vegurinn er mjór, grýttur, holóttur, laus, ílla merktur, og hlykkjóttari en nefið á níræðri galdranorn. Enda var meðalhraðinn hjá mér 30-35km. á klst. og þótti mér nóg um að sjá náttúrulega snigla æða framúr mér. En landslagið er stórkoslegt og ef það hefði ekki verið svona gott