9.5.20

Bjó til mótorhjól úr Britt & Stratton sláttuvél

Fyrirmyndin er Indian 1912 en mótorinn úr Sláttuvél

Í litlum skúr á Þingeyri er skrítið og skondið hjól sem vekur gjarnan mikla athygli þegar því er ekið um bæinn. Þetta mótorhjól er má segja afkvæmi reiðhjóls og sláttuvélar.

„Það er nú bara þannig að þegar mig langar í eitthvað þá smíða ég það frekar en að kaupa það. Það hentar betur þegar maður býr svona nálægt Norðurpólnum, “ segir Jón Sigurðsson þúsundþjalasmiður.  
„Fyrirmyndin er Indian hjól frá 1918. Grindin er af venjulegu reiðhjóli en ég lengdi hana til að koma mótornum fyrir. Hann er úr sláttuvél en ég þurfti bara að snúa honum á hlið. Svo setti ég svinghjól á mótorinn og mixaði einfalda kúplingu.  Stýrið tók ég líka af sláttuvélinni.“
Landinn á Rúv
06.02.2017