8.7.15

Landsmót bifhjólafólks haldið í Eyjum um síðustu helgi: (2015)

Framvarðasveitin: Tryggvi Sig, Hjalti Hávarðar,
Jenni, Óskar og Steini Tótu.

Hópakstur á 90 hjólum og nokkur hundruð hestöflum... 

Dansað og djammað í Herjólfsdal :: Allt fór vel fram, segja Drullusokkar sem stóðu að mótinu

Þau voru mörg hestöflin sem saman voru komin í Herjólfsdal þar sem bifhjólafólk á Íslandi hélt landsmót. Alls voru um 200 manns mótinu og um 90 hjól sem vöktu mikla athygli þegar þau fóru um Heimaey í einni röð á laugardaginn. „Það vorum við í Drullusokkunum, bifhjólasamtökum  Vestmannaeyja, sem héldum mótið að þessu sinni,“ sagði Gunnar Adólfsson, Darri í Bragganum, þegar Eyjafréttir ræddu við hann að mótinu loknu. Var hann mjög ánægður með hvernig til tókst. „Hér áður voru það Sniglarnir sem sáu um landsmótið en undanfarin ár eru það minni
klúbbarnir sem taka að sér að halda það. Nú var komið að okkur og tókst bara vel.“
 Gist var í Herjólfsdal og fengu þau þjóðhátíðartjald ÍBV til afnota.
Darri segir að dagskráin hafi byrjað á föstudaginn á þrautakeppnum á hjólunum. Um kvöldið var slegið í dýrindis fiskisúpu og Jarl kom og tók nokkur lög við mikla ánægju gesta. Á eftir var ball með Sniglabandinu í tjaldinu og var dansinn stiginn fram á nótt. „Á laugardaginn fórum við hópakstur um bæinn og suður á eyju og voru 90 hjól í hópnum. Á eftir var spyrnukeppni á skellinöðrum í kringum tjörnina sem vakti mikla athygli og ekki síður kátínu. Á eftir grilluðum við lambakjöt sem rann ljúflega niður. Þá var komið að þætti Bjartmars Guðlaugssonar sem skemmti í heilan klukkutíma. Fór hann á kostum og hefur sjaldan verið betri.  Sniglabandið lék svo á ballinu sem stóð til klukkan fjögur. Þar með lauk velheppnuðu landsmóti og ég heyrði ekki annað en að gestir væru ánægðir með hvernig til tókst,“ sagði Darri.

Ómar Garðarsson
omar@eyjafrettir.is

https://timarit.is

30.6.15

Harleyinn hans Brandos seldur fyrir 256.000 dali

 

Eitt hæsta verð sem fengist hefur.


Harley Davidson FLH Electra-Glide mótorhjól af árgerð 1970 var selt hjá uppboðshúsinu Julien’s Auctions í Kaliforníu. Það væri varla í frásögur færandi nema fyrir þær sakir að Julien’s sérhæfir sig í sölu á munum sem tengjast fræga fólkinu og mótorhjólið var í eigu kvikmyndagoðsagnarinnar Marlons Brandos.

   Hjólið var splunkunýtt þegar Brando eignaðist það og ökutæki sem var mjög við hæfi leikarans enda lék frammistaða hans í kvikmyndinni The Wild One (1953) stórt hlutverk í að móta hugmyndir bandarískra kvikmyndahúsagesta um menningu mótorhjólagengja.

   Að sögn Gizmag var Brando mikill mótorhjólaunnandi sem þótti fátt skemmtilegra en að fara í langa hjólatúra. Hann minntist þess með hlýhug að ferðast á hjólinu um New York árla morguns, áður en mannlífið vaknaði til lífs, í hlýju sumarnæturinnar, klæddur í gallabuxur og bol með föngulegt fljóð á aftursætinu.

   Mótorhjólið sem selt var á uppboðinu var enda með 13.859 mílur á mælinum. Var hjólið slegið á 256.000 dali, jafnvirði rösklega 34 milljóna króna, og er þar með í hópi þeirra fimmtíu mótorhjóla sem hæst verð hefur fengist fyrir á uppboði. 

ai@mbl.is

23.6.15

Ökuþórinn Haukur Þorsteinsson tekur þátt í Erzberg-þolreiðinni

Erfiðust í hausnum 

Haukur Þorsteinsson er vel þekktur keppandi í bæði motorcrossi og endúró á Íslandi og hefur oft farið út fyrir landsteinana að keppa í þolaksturs-torfærukeppnum. Í ár ákvað hann að láta gamlan draum rætast og taka þátt í Erzberg rodeo-keppninni í Austurríki, en hún fer fram á fjalli sem búið er að grafa í sundur og er ein risastór grjótnáma. Aðeins einn Íslendingur hefur keppt í þessari erfiðu keppni áður, en Benóný Benónýsson keppti þar árið 2012 og náði næstum að komast að hliði þrjú áður en keppnin var flautuð af vegna veðurs. Morgunblaðið hafði samband við Hauk og bað hann um að lýsa upplifun sinni í þessari keppni sem margir telja meðal erfiðustu aksturskeppna á mótorhjólum í heiminum í dag.

Erfið keppni og mikill hiti

Alls eru 2.000 manns sem tóku þátt í Prologue-keppninni sem er úrtökukeppni fyrir keppnina sjálfa og er kappakstur á malarvegum upp fjallið. Þar komst Haukur í 241. sæti fyrri daginn og ákvað hann að láta þar við sitja, en nokkrir keppendur komust upp fyrir hann seinni daginn svo að Haukur byrjaði í sæti númer 275. „Ég fór tímatökuna á 13.09 mín. og það voru 17 manns sem voru með sama tíma. Hefði ég því verið nokkrum sekúndum hraðari hefði ég verið mun ofar,“ sagði Haukur um undanúrslitin. Í keppninni í ár var mikið ryk og hiti að það var því ræst með lengra millibili en 50 keppendur voru ræstir í einu. „Í fyrra voru 43 keppendur sem kláruðu keppnina og stjórnendur keppninnar voru óánægðir með það hversu margir kláruðu þá, vilja að keppnin sé það erfið að aðeins örfáir klári. Þess vegna var erfiðleikastigið á þessari keppni mun meira en áður og svo til að kóróna það kom hitabylgja þannig að þegar keppnin hófst vorum við í 36 stiga hita. Allt fjallið var svo skraufaþurrt að fjallið var eins og steypa, en það hafði rignt nokkru áður,“ sagði Haukur.


Keppnin byrjar á stórri beygju eftir ræsinguna þar sem Haukur náði að taka framúr nokkrum keppendum en í fyrstu stóru brekkunni lendir hann á stórum steini. „Sem betur fer fór ég ekki á hausinn og náði að stoppa þversum í brekkunni og keyrði því strax niður og í veg fyrir næsta hóp. Ég reyndi strax aftur með nánast engri atrennu og náði að slefast upp brekkuna. Næstu brekkur voru einfaldari en svo komum við að stóru gryfjunum þar sem allir áhorfendurnir voru. Eftir það fórum við að klifra upp S-beygjurnar upp fjallið en komum svo að stórri brekku fullri af grjóti. Þar er alltaf einhver sem klúðrar brekkunni svo að næsti maður á eftir missti sína atrennu.
Allir hinir fyrir aftan voru svo æstir að þeir biðu í rótum brekkunnar svo að þar var engin atrenna heldur. Þetta varð því allsherjarkaos, ég komst hálfa brekku fyrst en í annarri tilraun náði ég hærra og nógu hátt til að aðstoðarmenn efst í brekkunni máttu hjálpa til að ná hjólinu upp fyrir brúnina.“ Eftir þessa brekku sagði Haukur að keppnin hefði gjörbreyst. „Það var búið að síast vel úr hópnum og maður hjólaði meira einn. Þarna fór bröltið í skóginum að byrja, upp og niður brattar brekkur sem sumar voru svo brattar að mér, sem er þokkalega vanur svona brölti stóð alls ekki á sama. Þarna var lækjarfarvegur með stórgrýti, mörg hunduð kílóa björgum. Brekkurnar sem fylgdu á eftir voru einnig erfiðar vegna þess að þá var farið að draga af keppendum og sumir farnir að stoppa í brekkunni. Maður þurfti samt að láta vaða og þarna gekk mér vel og fékk gott klapp fyrir frá áhorfendum, því að flestir þurftu aðstoð á þessum tímapunkti til að komast upp, en ég ekki,“ sagði Haukur.

Margir sem meiddust

„Eftir sjötta hlið í keppninni fór þetta að verða verulega erfitt og þarna komum við að brekku sem var búið að gera erfiðari en árið áður, en síðustu 10-20 metrarnir voru þverhnípi með trjárótum í. Þarna neðst voru nokkrir keppendur með brotin stýri og sá sem var á undan mér lét vaða á þetta með tilþrifum, en hann kastaðist frá efsta kaflanum og kollsteyptist niður brekkuna. Hjólið fór í döðlur og þegar hann stóð upp kom í ljós að hann var handleggsbrotinn. Þarna var mér sagt að hann væri þriðji keppandinn á stuttum tíma sem fór í sjúkrabíl,“ sagði Haukur ennfremur. Þegar þarna var komið ákváðu margir að hætta og Haukur einnig. „Ég var enn ferskur og hjólið í góðu lagi ennþá og þess vegna var ég svekktur að stjórnendur hefðu gert keppnina svona erfiða en gat þó verið sáttur við árangurinn því af þessum 500 sem hófu keppni varð ég í 144. sæti. Það voru aðeins 128 keppendur sem komust upp þessa brekku og þeir fimm sem kláruðu fóru saman í mark til að mótmæla því hversu erfið keppnin var orðin,“ sagði Haukur og var sammála að keppnin hefði verið of erfið. „Hún var þó ekki erfiðust líkamlega af þeim keppnum sem ég hef tekið þátt í en örugglega erfiðust í hausnum,“ sagði Haukur að lokum.
njall@mbl.is
morgunblaðið 23.6.2015

22.6.15

Á vespum um Ísland

Tví­eykið Motorlie­be ferðast um heim­inn á vesp­um og er nú statt á Íslandi. Hóp­inn skipa þeir Dani Heyne frá Leipzig og Michael Blu­men­stein frá Frankfurt. Ævin­týrið hófst á síðasta ári þegar fé­lag­arn­ir keyrðu frá Los Ang­eles til New York-borg­ar. Á dag­skránni er svo að keyra með sól­inni frá vestri í aust­ur þannig að á næsta ári munu þeir fara til Írlands og Stóra-Bret­lands.


Hug­mynd­in að æv­in­týr­inu kviknaði þegar Heyne rakst á bloggsíðu hjá banda­rískri stúlku sem  keyrði frá San Frans­isco til New York á vespu. Hún var að flytj­ast til New York og vildi ferðast um og kynn­ast land­inu. Þeir fé­lag­ar ákváðu að leggja af stað í svipað ferðalag á rúm­lega þrjá­tíu ára göml­um vesp­um. Þeir leituðu af fal­leg­um og áhuga­verðum stöðum og fólki að mynda og taka viðtöl við. Í lok ferðar gáfu þeir svo út bók­ina Auf der Vespa durch die USA. 


Nú eru þeir að gera hið sama á Íslandi en ferðalagið hófst fyr­ir tíu dög­um á Seyðis­firði. Þeir eru komn­ir til Ísa­fjarðar og er upp­á­haldsstaður­inn hingað til Djúpa­vík en þeir segja að þar sam­ein­ist íbú­ar, nátt­úra og saga í full­kom­inni blöndu. Þá hríf­ast þeir mjög af nátt­úru Íslands en eru enn að venj­ast kuld­an­um og snjón­um. Þeir eru afar ánægðir með að hafa hafið ferðina nú en ekki í maí eins og stóð til upp­haf­lega vegna snjós­ins.


Hingað til hef­ur allt gengið vel en þó eru nokkr­ir hlut­ir sem þeir eiga erfitt með að kom­ast yfir og leita nú. Það er t.d. hestamaður sem vill fara í kapp­reiðar við vespu, ein­hver til að rýja lamb með sér og fyr­ir­tæki sem er til í að breyta fjór­hjóli í fjalla­bíl.


Hér má nálg­ast Face­book-síðu Motorlie­be. 





https://www.facebook.com/photo/?fbid=809728052416278&set=a.601500876572331

https://www.mbl.is/frettir/innlent/2015/06/22/a_vespum_um_island_3/

18.6.15

Ferð að fallinu. 19 júní

Vélhjólafólk. 


Þá er það næsti föstudagur, 19 júní þá förum við að Fallinu eins og undanfarin sumur, það eru 10 ár frá vigslu þessa flotta listaverk eftir Heidda nú vonast ég til að sjá alla sem mótorhjóli geta valdið þetta kvöld. Þeir sem ætla að fara í hóp í Varmahlíð frá Króknum mætið á N1 fyrir kl 19.30.

Gísli Gunnarsson prestur fer með hugvekju eins og undanfarin ár við Fallið kl 20.00 og við rúllum okkur svo í RÓLEGHEITUNUM á Sauðárkrók og leggjum hjá Maddömmunum, þær ætla að taka á móti okkur með kaffi og meðlæti.

Endilega látið þá vita sem eru að hjóla eins þó þeir séu ekki í okkar hópi þar sem þetta snertir okkur öll.

Farið varlega í umferðinni.
Kveðja Svavar #76. Formaður Smaladrengjana.

Landsmót Bifhjólamanna 2015 í Vestmannaeyjum


21.5.15

Setti flugvélamótor í mótorhjól


Af hverju ekki að setja 9 strokka stjörnu­mótor úr flug­vél í mótor­hjól?
Þjóðverj­inn Frank Ohle gat greini­lega ekki svarað þeirri spurn­ingu, því það er ná­kvæm­lega það sem hann gerði.

 Mótor­inn sem varð fyr­ir val­inu heit­ir Rotec R3600, er 3,6 lítra og skil­ar 150 hest­öfl­um. Það ætti að duga hvaða mótor­hjóli sem er, í það minnsta fyrst það dug­ar í flug­vél.

Hjólið hans Ohle er sér­smíðað og heit­ir „M ... von Richt­hofen“ og verður að telj­ast lík­legt að hann sé að vísa í Man­fred von Richt­hofen, bet­ur þekkt­an sem Rauði barón­inn.

Í frétt Jal­opnik kem­ur fram að Ohle hafi verið eitt og hálft ár að klára hjólið, sem er með lít­illi flug­véla­skrúfu fremst á hreyfl­in­um, til skrauts.
Þrátt fyr­ir að mótor­inn sé ætlaður til hálofta­ferða er helsta áhyggju­efni Ohle lík­lega að reka hann hvergi niður, því veg­hæð er ekki bein­lín­is sterka hlið þessa hjóls.
https://www.mbl.is//
2013/05/15/

19.5.15

Ný stjórn Tíunnar 2015

Ný stjórn tíunar tók við eftir Aðalfundinn.


2015
Ragnhildur Hjartard.
Birgir Eiríksson
Rut M. Unnarsd.
Elísa R. Guðmundsd.
Óðinn S. Björnsson
Hrefna Björnsd.
Sigríður Sveinsd.

11.5.15

Vantar aðstoð á safni 13. og 14. maí 2015

Jæja gott fólk


Nú vantar okkur aðstoð á Mótorhjólasafni Íslands á miðvikudag og fimmtudag, reiknum með að byrja seinnipart á miðvikudag og vinna fram á kvöld og mæta síðan eldhress á fimmtudag kl 10-16.

Það þarf að gera safnið klárt fyrir opnunarhátíð á laugardag, þrífa hjól og gólf ofl..

Skorum á alla að mæta og grípa með sér tuskur og fötur.


KOMA SVO!!!

1.5.15

1 mai 2015

Hér er myndband frá fyrsta maí hópkeyrslunni sem fór fram í Reykjavík í blíðaskapaveðri.