Framvarðasveitin: Tryggvi Sig,
Hjalti Hávarðar, Jenni, Óskar og Steini Tótu. |
Hópakstur á 90 hjólum og nokkur hundruð hestöflum...
Dansað og djammað í Herjólfsdal :: Allt fór vel fram, segja Drullusokkar sem stóðu að mótinu
Þau voru mörg hestöflin sem saman voru komin í Herjólfsdal þar sem bifhjólafólk á Íslandi hélt landsmót. Alls voru um 200 manns mótinu og um 90 hjól sem vöktu mikla athygli þegar þau fóru um Heimaey í einni röð á laugardaginn. „Það vorum við í Drullusokkunum, bifhjólasamtökum Vestmannaeyja, sem héldum mótið að þessu sinni,“ sagði Gunnar Adólfsson, Darri í Bragganum, þegar Eyjafréttir ræddu við hann að mótinu loknu. Var hann mjög ánægður með hvernig til tókst. „Hér áður voru það Sniglarnir sem sáu um landsmótið en undanfarin ár eru það minniklúbbarnir sem taka að sér að halda það. Nú var komið að okkur og tókst bara vel.“
Ómar Garðarsson
omar@eyjafrettir.is
https://timarit.is